Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 31
4 eggjahvítur
1 msk. síróp
1 tsk. vanilludropar
Þeytið saman egg og sykur og
hellið súrmjólk og olíu saman við.
Blandið öllu öðru saman við og
hrærið eins lítið og hægt er. Því
minna sem er hrært því betri verður
kakan. Hellið í form að vild og bakið
við 180°C í 20–30 mín. eða þar til
kakan er bökuð í gegn. Látið kökuna
kólna alveg áður en hún er skreytt
því annars bráðnar kremið.
Þegar gera á kremið er best að
byrja á að setja sykur og vatn í pott
og sjóða saman þar til fer að þykkna
og hitastigið á að vera 120°C. Þetta
tekur stutta stund og því er vissara
að fylgjast vel með og hræra í annað
slagið. Stífþeytið eggjahvíturnar í
hrærivél og haldið áfram að þeyta á
meðan þið hellið sykurleginum var-
lega saman við hvíturnar. Setjið sír-
óp og vanilludropa saman við og
þeytið saman þar til kremið fer að
kólna. Setjið kremið þá á kökuna.
Þá er komið að því að skreyta og
hér var búin til fiskakaka. Skúffu-
kaka skorin út eins og fiskur og
barnalistamaðurinn býr til augu og
munn. Svo voru teknar fingradúkk-
ur og sogröri stungið í og þeim því
næst stungið í kökuna auk þess sem
ein slík var sett í hvert glas. Gest-
irnir gátu síðan dundað sér við að
leika sér með fiskana og allir fengu
einn fisk með sér heim. Ódýrt, ein-
falt og heppnaðist bara alveg ágæt-
lega.
Ef maður vill má sleppa því að
gera frosting krem og gera einfald-
ara krem eða jafnvel kaupa tilbúið
krem. Þetta sæta krem er þó mjög
vinsælt hjá börnum.
Undralands-eplakaka
200 g heilhveiti
100 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. kanill
½ dl kakó
1¾ dl matarolía
1 dl eplamauk
2 egg
1 dl agave síróp
140 g epli, rifið fínt
½ dl valhnetur (má sleppa)
flórsykur
Hrærið saman heilhveiti, hveiti,
lyftidufti, kanil og kakó. Hrærið
saman í annarri skál matarolíu, epla-
mauki, eggjum og sírópi. Blandið
þessu tvennu saman og setjið fínt
rifið epli út í. Setjið í eitt stórt hring-
laga form eða tvö lítil og bakið við
200°C í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til
kakan er bökuð í gegn. Hún er e.t.v.
svolítið blaut. Setjið á myndarlegt
fat, stráið flórsykri yfir og skreytið
með ferskum berjum eða nokkrum
litríkum kúlum. Þessi kaka inniheld-
ur enga mjólk eða mjólkurafurðir og
frekar lítinn sykur svo hún hentar
mörgum sem eru á sérfæði.
Marenstertan magnaða
fyrir 10
Botninn
4 eggjahvítur
220 g púðursykur
50 g möndluflögur
80 g kornflögur
Fylling
1½ dl hinber, fersk eða frosin
4 dl rjómi, þeyttur
Ofan á
1 dl rjómi, þeyttur
1 granat epli
2–3 msk. fljótandi hunang
Fullt af berjum eða fallegum ávöxt-
um og e.t.v. litlar marenskökur eða
súkkulaðikossar
Stífþeytið eggjahvíturnar, bland-
ið púðursykrinum saman við og
þeytið þar til sykurinn er upp-
leystur. Hrærið möndlum og korn-
flögum út í og smyrjið deiginu á
bökunarplötu í hringa eða ferninga.
Bakið við 150°C. í 40 mínútur. Látið
kólna. Setjið annan botninn á fat og
dreifð hindberjunum yfir botninn.
Þeytið allan rjómann og setjið mest
af honum á milli botnanna en geym-
ið ca 1⁄5 til að setja ofan á kökuna.
Setjið botninn ofan á, smyrjið rjóm-
anum yfir og stingið berjum, ávöxt-
um, súkkulaðimolum, mar-
enstoppum, sykurpúðum eða hverju
sem vill ofan á. Skerið granatepli í
tvennt og skafið innihaldið út með
skeið. Hrærið saman við fljótandi
villihunang og dreifið yfir alla kök-
una, það er bæði flott og virkilega
gott. Þessi kaka er góð afmæliskaka
í boð þar sem eru bæði börn og full-
orðnir.
Marglitar múffur
Það er gaman að nota matarlit til að
kenna börnum um liti og hvernig
hægt er að blanda þá. Það að blár og
gulur saman gefi grænt krem eru
auðvitað smátöfrar a.m.k. þegar
maður er 5 ára. Það má nota hvaða
múffuuppskrift sem er og þess
vegna kaupa muffins og tilbúið
krem ef tíminn er naumur. Aðal-
málið hér er að skreyta. Kaupa
gúmmínammi og skraut bara af því
að það er fallegt eða jafnvel einmitt
af því að það er furðulegt og búa til
allavega fígúrur eða fínar múffur úr
því. Þetta er tækifærið til að skreyta
kökur með tanngóm út gúmmíi, svo
dæmi sé tekið! Góða skemmtun.
8–10 stk.
Múffur
2 egg
2 dl sykur
1 dl appelsínusafi
0,8 dl olía
3 dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. appelsínuþykkni
Krem
200 g smjör
230 g flórsykur
1 egg
2 tsk. vanilludropar
matarlitir
Þeytið egg og sykur og hrærið
öllu öðru saman við. Setjið í múffu-
form og bakið við 180°C í u.þ.b. 15
mínútur eða þar til múffurnar hafa
tekið smálit. Best er að nota stór
pappírsmúffuform og raða þeim í
þar til gert bökunarform.
Þessi skammtur af kremi er frek-
ar ríflegur, en ef maður ætlar að
fara að blanda liti er hætt við að
mikið fari til spillis. Því fleiri litir
sem lukkast því skrautlegri og flott-
ari verða kökurnar. Svo er hægt að
forma maríubjöllur, kóngulær, kalla
og konur, blóm og sól o.s.frv.
Epli Undralands-eplakaka með valhnetum og agave-sírópi.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 31
www.leikhusid.is sími 551 1200
Þjóðleikhúsið fyrir alla!
PATREKUR 1,5
Sjáið Rúnar Frey, Jóa og Sigga fara á kostum!
LEG
Ímyndunarveikin eða Þögn Molières
sýningar 22/3 og 23/3
Mögnuð leiksýning frá Frakklandi
FRANSKT VOR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU
PÉTUR OG ÚLFURINN
Allt að verða uppselt!
Takmarkaður sýningafjöldi!
Sýningar í Barbican leikhúsinu 28/2–10/3
PÉTUR GAUTUR SLÆR Í
GEGN Í LONDON!
Þjóðleikhúsið í útrás
Uppselt á allar forsýningar!
Tryggið ykkur miða!
Frábær fjölskyldusýning!
SITJI GUÐS ENGLAR
Sýning sunnudag kl 14.00
Hvers vegna ekki að bjóða í matarboð? Burritos, steiktan kjúkling, kjöt
eða annað sem flestum börnum líkar. Dúka upp fínt og hafa litríkt og
skrautlegt meðlæti.
Það þurfa ekki að vera margar tegundir í boði. Tvær „sætar“ kökur eða
múffur er meira en nóg. Svo er brauðmeti, grænmeti, ávextir og popp allt-
af vinsælt.
Vöfflur og pönnukökur er íslenskt og góðgæti sem er sívinsælt að bjóða
upp á.
Það á alltaf við að skera niður litríkt grænmeti og raða á fat eða setja í
skálar. Það kallar á að litlir matgæðingar skelli sér í grænmetisát sem er
sérlega gott mótvægi við sætabrauðið.
Það er óþarfi að baka kökur með miklum sykri og beinlínis ekki ráðlegt
fyrir afmæli þar sem mikið er af litlum börnum. Betra er að velja upp-
skriftir þar sem sykurinn er í lágmarki eða hafa bara eina virkilega sæta
köku og annað frekar ósætt.
Að baka eða kaupa bollur er alltaf vinsælt. Álegg sem börnum fellur í
geð er; skinka, pitsusósa, paprika, tómatar, gúrkur, ostur, gotta smurost-
ur, egg, kavíar, kæfa, o.s.frv.
Piparkökumótin eru frábær ef mann vantar hugmyndir því þar koma
fígúrurnar til manns og það þarf bara að skreyta. Mótin má nota til að má
skera út brauð, ost, kökur o.fl. sem síðan er skreytt.
Ef til stendur að bjóða fullorðnum að fá sér hressingu í afmælinu klikkar
aldrei að bjóða upp á osta. Velja nokkra góða osta, skemmtilega pylsu,
sultu, grænmeti og brauð.
Nokkrar hugmyndir fyrir afmæli
Barbíköku eru auðvelt að baka. Annaðhvort má raða upp nokkrum litlum
svamptertubotnum með kremi á milli og skera til þannig að það líkist
standandi pilsi eða baka eina háa formköku. Svo er alveg hreinni barbí-
dúkku stungi í miðjuna og gott bleikt krem sett á kökuna. (Tilvalið er að
nota hálfa barbí sem hefur brotnað, bara muna að þvo hana mjög vel og
þurrka).
Snjókarl, pókemon, barbapabba og fleiri sporöskjulaga verur má gera
með því að baka tvo stóra hringi og einn lítill. Raða saman og skera af kök-
unum þar til þær eru flottar saman. Setja á krem í réttum lit og skreyta.
Fótbolta er hægt að gera með ýmsu móti til dæmis nota hvítt krem og
svartan lakkrís á kringlótta köku.
Sprengjuköku er hægt að gera með því að nota stjörnuljós eða inniblys
sem skraut.
Slöngu er hægt að gera með að baka tvær hring formkökur og skera í
helminga og raða saman sikk sakk.
Nokkrar afmæliskökuhugmyndir