Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 36

Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG barst mér mánaðarlegur reikningur vegna vistunar á léni hjá OgVodafone. Um- samið verð fyrir þjón- ustuna er 2990 kr. á mánuði en reikning- urinn hljóðar hins- vegar upp á 15,4% hærri upphæð eða 3450 kr. Mismunurinn 460 kr. er vegna kostnaðar við að skrifa reikninginn, það er ,,Útskriftargjald.“ Fyrir ári var kostn- aður hjá OgVodafone vegna sambærilegrar útskriftar 170 kr. en hækkaði á miðju síðasta ári í 230 kr. og er nú kominn í 460 kr. Stór biti fyrir venjulegt fólk Þess má geta að laun verka- manns samkvæmt 9. launaflokki hjá Starfsgreinasambandi Íslands og Flóabandalaginu eftir eins árs starf eru 755 kr. Það tekur því verkamann rúmlega hálftíma að vinna fyrir útskriftargjaldinu. Ef viðskiptavinurinn er 14 ára ungling- ur, sem er með 466 kr. á tímann, tæki hann einn klukkutíma að vinna fyrir sama gjaldi eða 12 tíma á ári. Að réttlæta glæpinn Til að réttlæta þessi vafasömu við- skipti er því borið við að það kosti að prenta út reikning. Það er líklega rétt að það kostar peninga að reka fyrirtæki en hvað réttlætir að draga þennan kostnað út úr vöruverðinu? Hvers vegna á hið sama ekki við um kostnað vegna auglýsinga, afgreiðslu, rafmagns eða síma? Í lögum segir að sá, sem selur vöru eða þjónustu, eigi að út- búa reikning eða skrá söluna í sjóðsvél. Það eru því rök sem ég get ekki skilið að þeir, sem ber lagaleg skylda til skrifa út reikning, geti fært kostnaðinn sem því fylgir á þriðja aðila án hans samþykkis. Er þá réttlætanlegt að verslanir innheimti sérstakt kassakvittunar- eða afgreiðslugjald? Að láta reyna á málið fyrir dómi Mér finnst furðu gegna að Neyt- endasamtökin og aðrir hags- munagæsluaðilar neytenda skuli ekki láta sverfa til stáls og láta á það reyna fyrir dómi hvort þetta er löglegt. Varðandi útskriftargjöld vegna símareikninga segir í Lögum um fjarskipti gr. 38: „Áskrifendur talsímaþjónustu eiga rétt á að fá reikninga fyrir fjarskiptanotkun sína sundurliðaða eftir þjónustu og skulu áskrifendur alþjónustu eiga rétt á slíkum reikn- ingum án þess að greiðsla komi fyr- ir.“ Mín réttlætiskennd segir að selji ég einhverjum vöru eða þjónustu geti ég eingöngu krafið hann um greiðslu fyrir það sem tekið er fram í samningum okkar í milli. Í mínum samningi við OgVodafone stendur ekki stafur um útskrift- argjald. Einkennileg hagræðing Áður fyrr voru fyrirtæki og stofnanir með tiltekna inn- heimtumenn sem gengu milli fyr- irtækja og einstaklinga og rukkuðu. Þá var enginn innheimtukostnaður lagður ofan á verð þjónustunnar nema menn stæðu ekki í skilum. Sá ósiður að rukka sérstakt gjald, seð- ilgjald, greiðslugjald eða hvað menn kjósa að kalla fyrirbrigðið hófst fyrir alvöru þegar greiðslu- seðlar voru teknir í notkun. Fyr- irtækin hafa væntanlega kosið að nota greiðsluseðla til innheimtu sjálfum sér til hagræðingar. Það sparar verulega vinnu við að rekja inngreiðslur og gerir bókhald skil- virkara sem aftur leiðir til verulegs sparnaðar. Þess vegna er alveg óskiljanlegt að þeim líðist að rétt- læta hagræðinguna og ávinninginn sem kostnað sem beri að falla á við- skiptavininn. Hagræðing á að koma fram í lægra verði á vöru eða þjón- ustu en ekki öfugt. Ef þessi inn- heimtuaðferð með rafrænum færslum beint inn í bókhald við- komandi er ekki til hagræðingar og mér sem neytanda falið að greiða kostnaðinn hlýt ég að eiga rétt á að hafna þessari leið og velja gömlu hagkvæmu aðferðina aftur. Að semja fyrir hönd annarra Nokkur fyrirtæki bera því við að þetta sé kostnaður sem bankarnir taka fyrir innheimtuþjónustu sína. Því er til að svara að sá, sem semur við einhvern um kaup á þjónustu hvort heldur er um ræstingar, hýs- ingu á vefsetri eða innheimtu í banka, hlýtur að eiga að greiða fyr- ir það ef ekki er um annað samið. Enginn hefur rétt á að semja fyrir mína hönd að mér forspurðum. Í þessu máli er einnig mjög athygl- isvert að sé neytandinn reiðubúinn að láta taka fjárhæðina af greiðslu- korti sínu er fyrirtækið, sem áður taldi sig bera kostnað af því að skrifa reikning, reiðubúið að fella niður útskriftargjaldið og greiða kortafyrirtækinu sérstaka þóknun þó að það skrifi eftir sem áður reikninginn og sendi neytandanum. Hvert fer þá kostnaðurinn? Mér þætti fróðlegt að fá að vita það! Ferdinand Hansen skrifar um greiðsluseðilgjöld » Fyrir ári var kostn-aður hjá OgVoda- fone vegna sambæri- legrar útskriftar 170 kr. en hækkaði á miðju síð- asta ári í 230 kr. og er nú kominn í 460 kr. Ferdinand Hansen Höfundur er gæðastjóri Samtaka iðnaðarins. Er ekki mál að linni? HVERNIG fara saman til fram- tíðar, hugmyndir manna um „heilsubæinn Húsavík“ með túrisma því tengdan ásamt matvælafram- leiðslu, og nokkur hundruð þúsund tonna álver hinum megin við hólinn með tilheyrandi mengun? Hafa menn velt fyrir sér vaxtarmögu- leikum „einhvers annars“ á lands- byggðinni með slíka starfsemi á næstu grösum? Hvað með lífrænan landbúnað? Hvað hefði komið út úr athugunum á þeim valkosti ef settir hefðu verið sambærilegir fjármunir í að skoða hann eins og stóriðjuna? Eftirspurn eftir afurðum lífræns landbúnaðar vex jafnt og þétt og mun vaxa í framtíðinni, svo langt sem séð verður. Hann er gríðarlega atvinnuskapandi, stuðlar að hreinni náttúru og hvílir umfram allt á góðri umhverfisímynd. Atvinnugrein sem rímar betur við heilsutengdan há- gæða túrisma og útflutning land- búnaðarvara en flest annað. Stuðlar að vexti í landbúnaði vegna vaxandi eftirspurnar, landbúnaði sem sam- anstendur af þúsundum lítilla fyr- irtækja hringinn í kringum landið. Um hvað ætti byggðastefna frek- ar að snúast? Hver væri munurinn á því að vera eitt hreinasta land í ver- öldinni, meðal fremstu þjóða í líf- rænni framleiðslu og úrvinnslu úr henni fyrir vaxandi ferðaþjónustu og útflutning, eða met útblást- ursland á gróðurhúsalofttegundum? Og hvar erum við stödd í dag? Jú, við erum öftust allra í lífrænum landbúnaði og stefnum á efsta sætið meðal þjóða í útblæstri mengandi lofttegunda. Er þetta virkilega sú mynd sem við viljum hengja upp á vegg okkar í ásýnd heimsins? Er slíkt land arfurinn sem við ætlum börnum okkar? Rök þarf fyrir góðri umhverfisímynd Vegna aukins skilnings á hnatt- rænu samhengi umhverfisþáttanna mun upplýsingaskylda um okkar framlag til þeirra fara vaxandi. Því er mikilvægt að lausnir okkar styðj- ist við staðreyndir, rök sem gefa gott orðspor. Í dag er gífurlegt magn af áli urðað í heiminum í stað þess að end- urvinna með broti þeirrar orku sem þarf til framleiðslu þess á frumstigi. Til þeirrar frumframleiðslu út- vegum við í síauknum mæli orku á fremur lágu verði. Er það lofsvert framlag í um- hverfismálum? Styðst innlegg okkar til vax- andi stóriðju við rök er nánasta framtíð tekur gild sem gott framlag til umhverf- ismála? Ef svo er ekki mun slíkt skaða orð- spor og viðskiptalegt umhverfi landsins. Og jafnvel þó svo færi að menn kæmust að þeirri niðurstöðu að umrædd rök væru fyr- ir hendi vegna okkar hreinu orku sem spar- aði „skítuga“ orku við álbræðslu í útlöndum, mundi staðreyndin um met útblásturslandið, laða hingað ferðamenn? Er það góð viðskipta- hugmynd til framtíðar, að byggja upp útflutning á mat- vælum, lífræna fram- leiðslu, ferðaþjónustu og heilsuhótel undir slíkum merkimiðum? Einnig má spyrja: Er það góð viðskipta- hugmynd að hengja nær helming efnahags- lífsins á snaga einnar tegundar málm- bræðslu? Tími þjóðarsáttar er upp runninn Fylgjendur frekari stóriðju benda á að nú sé kominn tími jarð- varmavirkjana með minna útlitsraski. Gleymum því hins veg- ar aldrei að línulagnir með burðarvirkjum um fjöll og dali ásamt vegaslóðum og röra- lögnum yfir hraun- breiðurnar, eru tollur sem við tökum af töfr- um landsins eins og glöggt má víða sjá í dag. Gleymum því heldur ekki eitt augnablik, að það eru þessir töfrar, þessi sjarmi og kyrrð hinnar óspilltu náttúru sem framleiðir stöðugt, óumbeðið og ókeypis án allra mannvirkja dýr- mætustu orku heimsins í dag. Orku sem nútímamaðurinn er að upp- götva sem sitt helsta haldreipi í firrtum heimi og er tilbúinn að borga meira og meira fyrir að kom- ast í námunda við, eins og íslensk ferðaþjónusta veit mætavel. Því enn eru til staðir á Íslandi þar sem hægt er að heyra himin og jörð tala sam- an, hvort sem á lofti er dagur eða norðurljós á næturrölti. En þessum stöðum fer fækkandi og hvenær fellur síðasti geirfuglinn? Hvar liggja mörkin? Hér og nú eða eftir eitt, tvö, þrjú eða fjögur álver í viðbót? Einn, tvo, þrjá eða fjóra há- lendisvegi í viðbót? Hvenær eigum við að staldra við ef ekki nú, rétt í þann mund er framkvæmdaglatt fólk undirbýr lokakaflann í sögu ósnortinnar íslenskrar náttúru? Hvenær ef ekki nú, þegar fallöxi stóriðjunnar er reidd að síðustu leif- um þess sem svo margir telja best og dýrmætast alls sem við eigum? Hvers vegna ekki að setjast niður og standa ekki upp fyrr en þjóð- arsátt liggur á borðinu? Þess er þörf ef ein þjóð á áfram að búa í þessu landi. Eitthvað annað Stefán Gunnarsson fjallar um umhverfismál Stefán Gunnarsson Höfundur er garðyrkjubóndi í Ak- urseli og framleiðir lífrænt grænmeti. »Er það góðviðskipta- hugmynd að hengja nær helming efna- hagslífsins á snaga einnar tegundar málm- bræðslu? FORMAÐUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs ritar grein í Morgunblaðið í fyrradag og reynir að bera í bætifláka fyrir hug- myndir sínar um stofnun sérstakrar netlögreglu, sem hafa vægast sagt lagst illa í þjóðina. Kennir Stein- grímur J. því helst um að þing- mannsefni Samfylkingarinnar og sá sem þetta ritar, hafi farið um þessar hugmyndir ómálefnalegum höndum á bloggsíðum og þess vegna hafi hinn meinlegi misskilningur skap- ast. Út af fyrir sig er auðvitað mikill heiður að formaður í stjórn- málaflokki skuli bera sig illa í blaða- grein í virðulegu dagblaði undan skrifum á heimasíðum, en er ekki svolítið holur hljómur í umkvört- unum Steingríms? Er þetta sami maður og þjóðin fylgist með segja stjórnvöldum til syndanna dag hvern í þinginu? Er þetta ekki sami maður og kallaði þáverandi for- sætisráðherra „gungu og druslu“ í þingræðu og hefur ítrekað verið sagður blóta í þinginu, svo at- hugasemdir hafa verið gerðar við? Og er þetta ekki sami formaður og varði stórum hluta setningarræðu sinnar á landsfundi um dag- inn í að úthúða Fram- sóknarflokknum og kalla hann illum nöfn- um? Margur heldur mig sig, sagði víst ein- hvers staðar. Að ég eða aðrir hafi vísvitandi misskilið ummæli formanns VG eða snúið út úr þeim, er hins vegar einfald- lega ekki rétt. Í þætt- inum Silfur Egils sl. sunnudag sagði hann orðrétt: „Já, alveg absalút, ég vil stofna netlögreglu sem með- al annars hefur það hlutverk og ekki síst að stöðva dreifingu kláms á Net- inu …“ En auðvitað skil ég ergelsi for- manns VG. Hann veit að hann gerði slæm mistök með hugmyndum sín- um um netlögreglu. Og hann veit að ályktanir VG voru ekki allar nægi- lega vel dulbúnar að þessu sinni. Hingað til hefur flokkur hans náð prýðilega að sveipa sig huliðs- skikkju umhverf- isverndar og velferðar, en tvær grímur hafa vís- ast runnið á æði marga undanfarna daga þegar skikkjan er horfin og við blasir sama afturhaldið og menn héldu að fyrir löngu væri búið að jarða. Í kjölfar almennrar vakningar í umhverf- ismálum hefur flokk- urinn notið meðbyrs, en ég er sannfærður um að tvær grímur hafa runnið á ýmsa nýja stuðnings- menn flokksins við að kynna sér áherslur flokksins í komandi kosningabaráttu. Margt þar er nefnilega ekkert annað en hreinræktaður sósíalismi og það af rót- tækari gerðinni. VG hefur auðvitað fullt leyfi til að setja fram slíka stefnu, en ég þykist viss um að þá skilji líka leiðir með flokknum og stórum hópi kjósenda. Kannski hefur landsfundurinn þannig markað ákveðin kaflaskil að því leytinu til. Hver veit? Hið rétta andlit VG Björn Ingi Hrafnsson svarar grein Steingríms J. Sigfússonar Björn Ingi Hrafnsson »… er ekkisvolítið hol- ur hljómur í umkvörtunum Steingríms? Höfundur er borgarfulltrúi. 5.990kr.SPARAÐU 5.990kr.SPARAÐU 5.990SPARAÐU fjár föstu dagur til 3.490 9.480 5.990kr.SPARAÐU GÆÐI Á LÆGRA VERÐI 5.990kr.SPARAÐU Vnr. 41100139 Matarstell Matarstell hvítt, með skrautmynstri, 6 manna, 39 stk. GIL DIR AÐEINS Í DAG á með an birgðir endast Hámark þrír kassar á mann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.