Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á NORÐURLÖNDUM hefur tek-
ist að búa til samfélög sem tryggja
góða grunnþjónustu jafnframt því að
stuðla að öflugu efnahagslífi og fram-
taki einstaklinga í atvinnulífinu. Ég
tel það víst að flestir Íslendingar vilji
búa í slíku samfélagi og það er ein-
mitt það sem við Vinstri græn ætlum
okkur að hlúa að á komandi árum.
Að mínu mati vilja fleiri Íslend-
ingar frekar trygga grunnþjónustu
en einkavæðingu sem eykur gjald-
töku og mismunar í þjónustu sinni.
Það er blekking að halda að ótak-
mörkuð einkavæðing færi okkur
meiri peninga í vasann. Í reynd gerir
hún þjónustuna oft dýrari og órétt-
látari. Við þurfum öll að átta okkur á
því að skattpeningar okkar fara ekki
í ekki neitt, heldur eru þeir nýttir til
þess að reka þá samfélagslegu þjón-
ustu sem okkur stendur meðal ann-
ars til boða í mennta-, heilbrigðis- og
samgöngukerfinu.
Færum skattbyrðina
af þeim verst settu
Vissulega mun launaseðillinn líta
öðruvísi út ef við lækkum skatta, en
meira fer á endanum úr vasanum því
eins og dæmin sýna verður þjón-
ustan dýrari. Kannski ættum við að
tala um aukna gjaldtöku í heilbrigðis-
og menntakerfinu sem einskonar
skattlagningu á þá sem nýta sér þá
þjónustu sem þar er að finna.
Ofan á þetta bætist svo að þótt
skattalækkanir þessarar rík-
isstjórnar hafa vissulega komið sér
vel fyrir þá ríkustu í samfélaginu, þá
hefur skattbyrðin aukist á 90% þjóð-
arinnar. Okkur í VG hugnast ekki
slík skattastefna. Við viljum frekar
færa skattbyrðina af þeim sem eru
með lægstu launin, af þeim sem hafa
minnst til að bíta og
brenna í samfélaginu.
Frumkvæði
og stöðugleiki
Vinstri græn eru ekki
með á sinni stefnuskrá
að ráðast í ríkisfram-
kvæmdir eins og stór-
iðjustefnan gengur út á,
heldur treystum við á
frumkvæði fólksins. Við
viljum skapa möguleika
til að frumkvæði fólks fái
að njóta sín í atvinnulíf-
inu. Ein leið til þess að svo verði er að
efla Nýsköpunarsjóð og sjá þannig til
þess að góðar hugmyndir fái notið
sín, jafnt á landsbyggðinni sem á höf-
uðborgarsvæðinu.
Við sem erum vinstri græn viljum
að fólk geti gengið að öflugri grunn-
þjónustu ásamt því að koma á stöð-
ugleika í hagkerfinu og hvetja til fjöl-
breytni í atvinnulífinu. Við viljum
ekki að stjórnvöld ákveði hver at-
vinnuuppbyggingin eigi að vera á
hverjum stað, heldur viljum við
skapa litlum og meðalstórum fyr-
irtækjum góðan grunn til að vaxa og
dafna. Þannig tryggjum við bæði fjöl-
breytni og stöðugleika í efnahagslífi
þjóðarinnar.
Fjölbreytt atvinnustefna af þessu
tagi er líka til þess fallin að auka
stöðugleika í atvinnu- og efnahagslíf-
inu. Stóriðjustefna
síðustu ára hefur vald-
ið mikilli þenslu sem
meðal annars eykur
lánsbyrði okkar allra
upp úr öllu valdi. Það
kemur ekki aðeins nið-
ur á fyrirtækjum
landsins, heldur líka
venjulegu fólki sem til
dæmis hefur tekið há
húsnæðislán. Þetta er
ein af orsökum þess að
skuldir heimilanna
hafa aukist úr 80% af
ráðstöfunartekjum í 200% á fimmtán
árum.
Þjóðaratkvæði um
stærstu málin
Okkur Vinstri grænum finnst líka
að fólkið í landinu eigi að hafa sitt að
segja um það hvort ráðist er í stór-
framkvæmdir á borð við stórar
vatnsfallsvirkjanir hálendinu sem
setja hagkerfið úr jafnvægi eins og
raun ber vitni. Því hefði verið sjálf-
sagt að fólkið í landinu fengi að kjósa
í þjóðaratkvæðagreiðslu um svo stórt
og umdeilt mál. Slíkt væri í anda okk-
ar Vinstri grænna og í anda raun-
verulegs lýðræðis. Þingmenn Vinstri
grænna hafa sýnt í verki áherslu
okkar á raunverulegt lýðræði með
því að leggja fram þingsályktun-
artillögu um að þjóðin fái að kjósa um
framtíð hálendisins norðan Vatnajök-
uls. Hvers vegna hefði þjóðin ekki átt
að hafa úrslitaáhrif á það hvort ráðist
verði í stærstu framkvæmd Íslands-
sögunnar?
Skiptum út í stjórnarráðinu
Pólitíkin er margslungnari en bara
hægri og vinstri. Ríkisframkvæmdir
stjórnarflokkanna í virkjunarmálum
eiga mun meira skylt við miðstýring-
aráráttu gömlu Sovétríkjanna en
vestræna lýðræðishefð. Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð leggur hins
vegar bæði áherslu á að velferð fólks-
ins í landinu sé tryggð með góðri
grunnþjónustu, stuðningi við einka-
framtakið og að auka möguleika
þeirra til að taka lýðræðislegar
ákvarðanir um framtíð sína.
VG vill lýðræði,
stöðugleika og góða
grunnþjónustu
Andrea Ólafsdóttir fjallar um
stefnumál Vinstri grænna
» Það eru grundvall-arréttindi fólks í
lýðræðissamfélagi að
koma á skilvirkum þjóð-
aratkvæðagreiðslum um
stærstu mál og að rekin
sé góð grunnþjónusta.
Andrea Ólafsdóttir
Höfundur skipar 5. sæti á lista
Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
ÞAÐ ER gleðiefni fyrir grunn-
skólakennara að Launanefnd sveit-
arfélaga (LN) óski eftir faglegum
vinnubrögðum. Það var mál til
komið. Þessi viðhorfsbreyting
launanefndar sveitarfélaganna er
til komin vegna þrotlausrar vinnu
grunnskólakennara síðustu ár.
Í hartnær tvö ár hefur forysta
Félags grunnskólakennara (FG)
haft frumkvæði að viðræðum um
málefni grunnskólans við sveit-
arstjórnarmenn, borgarstjóra, bæj-
ar- og sveitarstjóra, bæði formlega
og óformlega. Á þeim fundum hef-
ur m.a. verið farið yfir áhyggjur
okkar af því hvert stefndi í sam-
skiptum sveitarfélaga og grunn-
skólakennara. Því miður voru þetta
ekki þarflausar áhyggjur.
Í kjölfar verkfalls árið 2004 kom
fram hjá öllum ráðamönnum þjóð-
arinnar að menn yrðu að læra af
þeim mistökum sem gerð voru í
kjaradeilu haustið 2004 og að sátt
yrði að nást um grunnskólann.
Menntasvið Reykjavíkur (þá
Fræðsluráð) lét gera úttekt á ferli
kjaraviðræðnanna og var meðal
helstu niðurstaðna að auka yrði
samstarf aðila og efla trúnað á
samningstímanum. Enginn sveit-
arstjórnarmaður haft samband við
félagið að fyrra bragði vegna þess-
ara mála.
Á aðalfundi Félags grunnskóla-
kennara í febrúar 2005 var kosin
ný stjórn og ný samninganefnd.
Þessir aðilar ásamt svæða-
formönnum FG (10 aðilar) og
skólamálanefnd FG (7 aðilar), fóru
í ofan í kjölinn og grandskoðuðu
aðdraganda verkfalls og átökin
sem því fylgdu. Þessi forystuhópur
Félags grunnskólakennara einsetti
sér strax að temja sér fagleg og
markviss vinnubrögð. Í því skyni
hefur félagið m.a. sent samn-
inganefnd sína á námskeið í samn-
ingatækni og hóf strax vinnu vegna
væntanlegra kjaraviðræðna.
Ekki er mér kunnugt um hvern-
ig undirbúningi LN er háttað, en
hitt er víst að þar standa að mestu
leyti sömu menn í brúnni og í öll-
um viðræðum við grunnskólakenn-
ara frá árinu 2001! Er ekki komin
tími til að skipta um áhöfn?
Tímasett
aðgerðaáætlun
Sviðstjóri kjarasviðs Sambands
íslenskra sveitarfélaga og fram-
kvæmdastjóri LN hefur sett fram
hugmyndir um aðgerðaáætlun sem
skipt er í viðfangsefni sem lúta að
faglegri umfjöllun, rannsókn-
arvinnu og kjara-
viðræðum. Þetta er að
mörgu leyti góð og
skynsamleg áætlun og
við fyrstu sýn er ekk-
ert sem mælir á móti
því að kennarar helli
sér í þá vinnu sem
þar er lýst, þegar þar
að kemur. Það er
fagnaðarefni að LN
ætli sér á markvissan
hátt að stefna að
launajöfnun grunn-
skólakennara við aðr-
ar háskólamenntaðar
stéttir. Þetta veit á
gott. Skólamálanefnd
Sambands íslenskra
sveitarfélaga sendi
frá sér ályktun hinn
23. febrúar, þar sem
hún skorar á LN, FG
og SÍ að hefja þessa
undirbúningsvinnu.
Enn er ástæða til að
gleðjast yfir áhuga
sambandsins. Skóla-
málanefndin bauð
undirrituðum á fund
fyrir jól og voru málin
rædd. Ekki var annað
að heyra en aðilar
væru sammála um mikilvægi þess
að hefja samstarf og samvinnu um
málefni grunnskólans.
Uppfylla þarf ákvæði
gildandi kjarasamnings
Ég geri ekki ráð fyrir að nokkr-
um manni detti í hug að hægt sé
að fara fram á það við grunnskóla-
kennara að þeir hefji þessa vinnu á
meðan sveitarfélögin geta ekki
uppfyllt núverandi kjarasamning.
Það þætti ekki góð latína á bygg-
ingarstað að byrja á þakinu og
enda á kjallaranum! Þetta verður
að vera í réttri röð.
Eins og alþjóð veit, þá er endur-
skoðunarákvæði í kjarasamningi
LN og KÍ vegna grunnskólans.
Þar segir: Aðilar skulu taka upp
viðræður fyrir 1. september 2006
og meta hvort breytingar á skóla-
kerfinu eða almenn efnahags- og
kjaraþróun gefi tilefni til við-
bragða og ákveða þær ráðstafanir
sem þeir verða sammála um.
LN hefur boðið kennurum 0,75%
hækkun launa til að mæta efna-
hags- og kjaraþróun frá nóvember
’04 til september ’06. Það sér hver
maður að þetta mætir ekki á nokk-
urn hátt þróun efnahags- og kjara-
mála á þessu tímabili. Hafa ber í
huga, að þrátt fyrir
stórkarlalegar yfirlýs-
ingar af hálfu LN um
tugprósentna hækkun
launa kennara, er það
nú samt svo að þeir
eru lægst launaðir
allra uppeldis- og
menntastétta á Ís-
landi í dag.
Étið það
sem úti frýs?
Í Morgunblaðinu
23. febrúar skrifar
framkvæmdastjóri
LN grein. Þar segir
hann: ,,Ef forysta KÍ
vill ekki taka við þeim
kauphækkunum sem
boðnar hafa verið …“
Þessi setningahluti
segir allt sem segja
þarf um viðhorf LN
til grunnskólakenn-
ara.
Samkvæmt kjara-
samningnum eiga að-
ilar að grípa til þeirra
aðgerða sem þeir
verða sammála um.
Það sem fram kemur
hjá framkvæmdastjór-
anum hér að ofan lýsir nú ekki
miklum samningsvilja eða hvað?
Fram hefur komið að forysta
grunnskólakennara telur eðlilegt
að grunnlaun kennara verði hækk-
uð um 6–8% til að mæta efnahags-
og kjaraþróun. Þetta gæti kostað
sveitarfélögin allt að einum og
hálfum milljarði. Kennurum er
ljóst að þetta eru miklir peningar,
enda eru kennarar og skólastjórn-
endur um 5.000 talsins. 8% hækk-
un á meðalgrunnlaun grunnskóla-
kennara yrði um 19.500 kr. á
mánuði.
Ég skora á sveitarfélögin, sveit-
arstjórnarmenn og LN, að hætta
þessum þvergirðingshætti og
koma nú á sanngjarnan hátt til
móts við kennara svo hefja megi
nýjan kafla í samskiptum þeirra og
sveitarfélaganna og horfa til fram-
tíðar.
Boltinn er hjá ykkur.
Grunnskólakennarar hafa
beðið um fagleg vinnubrögð
Ólafur Loftsson fjallar um
kjaramál kennara
Ólafur Loftsson
» Það er gleði-efni fyrir
grunnskóla-
kennara að
Launanefnd
sveitarfélaga
(LN) óski eftir
faglegum vinnu-
brögðum. Það
var mál til
komið.
Höfundur er stoltur kennari og
fagmaður á sínu sviði með þriggja ára
háskólamenntun og er formaður
Félags grunnskólakennara.
ÞEGAR spurt er að því hvað við
teljum vera mikilvægast í lífinu er
svar okkar allra nær undantekning-
arlaust það sama: Það eru börnin,
fjölskyldan og heilsan – oftast í þess-
ari röð. Öll viljum við að börnin okkar
hafi það sem allra best
og öll viljum við eyða
meiri tíma með þeim en
við gerum. Eða hvað?
Nýleg könnun leiðir í
ljós að þrír af hverjum
fjórum Íslendinga telja
það bæði sjálfsagt og
nauðsynlegt að báðir
foreldrar vinni utan
heimilis, fjarri börn-
unum. Reyndar er það
svo að þeim Íslend-
ingum sem eru á þess-
ari skoðun hefur fjölgað
úr 60% í 75% á örfáum
árum. Á Íslandi er at-
vinnuþátttaka beggja
kynja sú mesta í Evr-
ópu en við eignumst
líka flest börn af öllum
þjóðum álfunnar.
Reyndar segjumst við
flest hver finna fyrir því
að heimilið mæti oftar
afgangi en vinnan okk-
ar, flest höfum við dálít-
ið samviskubit út af þessu og konur
víst meira en karlar. En hvað verður
þá um börnin?
Skóladagur barna yngri en tveggja
ára hefur lengst um helming á síðustu
sjö árum og þrisvar sinnum fleiri ung
börn dvöldu átta til níu tíma á dag í
leikskólanum sínum árið 2005 en árið
1998. Sama þróun hefur átt sér stað
hjá börnum á aldrinum þriggja til
fimm ára: fjöldi þeirra sem dvelja 9
tíma á dag í leikskóla tvöfaldaðist á
árunum 1998–2005. Lengd skóla-
dagsins er því í fullu samræmi við
vilja þjóðarinnar til að vinna utan
heimilis vegna þess að eitthvað verð-
ur að gera við börnin á meðan við full-
orðna fólkið erum í vinnunni.
Hvað viljum við þá?
Hvert er þá raunverulegt svar við
því hvað við teljum vera mikilvægast í
lífinu? Eru það börnin okkar sem
sitja á skólabekk í níu tíma á dag svo
við getum fullnægt þörfum okkar eða
finnst okkur við sjálf kannski eftir
alltsaman vera mikilvægari en börn-
in, fjölskyldan og heilsan?
Málið er auðvitað dálítið flóknara
en þetta og ekki rétt að alhæfa í þessu
frekar en mörgu öðru. Margir for-
eldrar hafa hreinlega ekki um annað
að velja en að koma börnunum sínum
í leikskóla daglangt eigi þau að geta
framfleytt þeim. Þetta á til dæmis við
um einstæða foreldra, láglaunafólk
og námsmenn svo dæmi séu tekin.
Margir foreldrar taka út kvalir fyrir
að vera í slíkri aðstöðu með börnin sín
á meðan aðrir hafa um
það val.
Úr þessu má samt
sem áður lesa ákveðnar
þjóðfélagslegar breyt-
ingar sem meðal annars
má rekja til breyttra at-
vinnuhátta, aukins
vinnuálags og kröf-
unnar um aukin ytri
lífsgæði. Þetta eru af-
leiðingar þeirrar efn-
ishyggju sem tröllríður
íslensku samfélagi, læt-
ur engan ósnortinn og
kemur verst niður á
börnunum. Samt sem
áður teljum við okkur
trú um að það séu ein-
mitt börnin sem eru
mikilvægust í lífinu, en
ekki vinnan, húsið eða
bíllinn.
Tími til breytinga
Það er kominn tími til
að breyta forgangsröð-
uninni, stokka upp og setja í rétta röð
það sem við teljum vera mikilvægast í
lífinu – og haga okkur síðan sam-
kvæmt því. Slíkar breytingar gerast
ekki með tímabundnu átaki eða
áhlaupi heldur með breyttum
áherslum í samfélaginu öllu þar sem
manngildið og samhjálpin verða sett
ofar efnishyggjunni og einstaklings-
hyggjunni.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
hefur markað sér sérstöðu meðal ís-
lenskra stjórnmálaflokka með því að
móta markvissa stefnu í málefnum
barna. Við teljum að gera þurfi breyt-
ingar til að samfélagið verði ekki bara
fyrir okkur fullorðna fólkið, heldur
líka fyrir börnin. Til að svo verði þurf-
um við fyrst að viðurkenna að
bernskan hefur sjálfstætt gildi og að
börnin hafi rétt á að hafa áhrif á
ákvarðanir sem varða þeirra eigið líf.
Svo þurfum við að passa upp á að
ekkert barn líði fyrir fátækt, fötlun
eða mismunun á öðrum grundvelli. Í
þannig samfélagi viljum við Vinstri
græn að börnin okkar alist upp.
Forgangsröðum
í þágu barnanna
Björn Valur Gíslason skrifar
um fjölskyldustefnu VG
» Þetta eru af-leiðingar
þeirrar efnis-
hyggju sem
tröllríður ís-
lensku sam-
félagi...
Björn Valur Gíslason
Höfundur skipar þriðja sæti á lista
Vinstri grænna í NA-kjördæmi.