Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 43
og gleði og ekki breyttist það þegar
hann Valdi kom til sögunnar.
Ástvaldur Magnússon, eiginmað-
ur hennar og lífsförunautur, var
einn af hinum landsþekktu Leik-
bræðrum.
Það var ekki leiðinlegt á skemmt-
unum í sveitinni og héraðsmótunum
á Laugum, þegar „Andrews“-systur
sveitarinnar (Nenný, Sigga systir
hennar og frænka þeirra Hulda á
Hóli) eða Leikbræður skemmtu –
oft að lokinni frækilegri íþrótta-
keppni helstu kappa þar sem mikill
rígur ríkti á milli ungmennafélaga.
Brúðkaupsdagurinn þeirra Nen-
nýjar og Valda er ógleymanlegur.
Og svo komu börnin þeirra elskuleg
eitt af öðru og alltaf var haldið vest-
ur að vori.
Bústaðurinn í Brekku var byggð-
ur í túnfætinum utan við Gilið og
smám saman varð þarna mikill
sælureitur, þar sem handlagni hús-
bóndans og natni húsmóðurinnar
fékk notið sín til fulls. Fallegur
gróður prýðir í dag landspilduna
þeirra og Valdi lét sig ekki muna
um að hanna og byggja af mikilli
útsjónarsemi litla og umhverfis-
væna rafstöð til nota fyrir bústað-
inn svo þar er alltaf bæði hlýtt og
bjart.
Í borginni áttu þau falleg heimili
allt frá litlu risíbúðinni á Langholts-
veginum til hússins í Breiðagerðinu.
Og það var sama hvort húskynnin
voru þröng eða rúm, alltaf var
sungið og spilað alveg fram á þenn-
an dag.
Það var ekki asi á henni frænku
minni þegar hún gekk til verka, en
engu að síður vannst henni betur en
mörgum öðrum. Í berjabrekkunum
fyllti hún heilu stampana á meðan
ég skrölti um með ömurlega botn-
fylli í minni dós. Samt hafði hún
alltaf tíma til að segja skemmtilega
frá og það gladdi mig ósegjanlega,
þegar Dóra Steinunnn dóttir henn-
ar sagði mér að hún hefði skráð nið-
ur frásagnir eftir mömmu sinni, því
að Nenný hafði óbrigðult stálminni
og einkar skemmtilegan frásagnar-
máta.
Það eru alltaf viss kaflaskil í ævi
manns þegar svo nákominn ættingi
hverfur á braut. En minningarnar
lifa og það er dýrmætur fjársjóður
fólginn í svo löngu og fallegu ævi-
hlaupi sem hennar. Við Sveinn og
fjölskylda okkar vottum eftirlifend-
um dýpstu samúð.
Auður Eydal.
Kynni mín af Guðbjörgu Helgu
Þórðardóttur hófust fyrir tæpum 50
árum er ég giftist bróður hennar,
Sturlu Þórðarsyni. Hún var frá
bernsku alltaf kölluð Nenný og
margir þekktu hana bara með því
nafni. Nenný átti æskuheimili sitt á
Breiðabólsstað á Fellsströnd og það
einkenndi hana eins og marga Dala-
menn að hún var tengd heimaslóð-
um órjúfandi böndum. Á Breiða-
bólsstað ólst hún upp og naut þar
góðs uppeldis og fræðslu. Öll systk-
inin frá Breiðabólsstað eru einstak-
lega vel máli farin og má það ef-
laust þakka móður þeirra,
Steinunni, sem var virtur kennari
þar í sveitinni. Nenný var stálminn-
ug og mundi alla afmælisdaga í fjöl-
skyldunni og gott var að geta leitað
til hennar þegar þess þurfti með.
Nenný fór ung í Húsmæðraskólann
á Staðarfelli og einnig lærði hún á
orgel hjá Páli Ísólfssyni. Hún var
um skeið organisti í Staðarfells-
kirkju og kenndi í tvö ár söng í hús-
mæðraskólanum á Staðarfelli.
Nenný lék jafnan undir söng þegar
fjölskyldan tók lagið og þegar gest-
ir komu að Breiða settist hún gjarn-
an við orgelið og svo var sungið og
sungið.
Nenný giftist Ástvaldi Magnús-
syni frá Fremri-Brekku í Saurbæ
árið 1945 og hefur sambúð þeirra
verið einstaklega farsæl. Þau sett-
ust að í Reykjavík fyrst í leiguíbúð
en fljótlega eignuðust þau sitt eigið
húsnæði. Ástvaldur er ákaflegar
hagur smiður og vann mikið sjálfur
að því húsnæði sem þau áttu hverju
sinni. Hann er mjög góður söng-
maður og söng í kvartettinum Leik-
bræðrum og síðar í Karlakór
Reykjavíkur. Þau hjón voru því
bæði mjög tónelsk og skiluðu þeim
arfi til barna sinna og afkomenda,
sem margir eru frábært tónlistar-
fólk. Nenný og Valdi byggðu sér
fyrir mörgum árum sumarbústað í
brekku við gilið rétt ofan við túnið á
Breiða og nefndu hann Brekku. Þar
á Valdi ótal handtökin og m.a.
byggði hann litla vatnsaflsstöð sem
sér Brekku fyrir ljósi og hita. Í
Brekku átti fjölskyldan sinn sælu-
reit hvert sumar við leik og störf.
Hjá Nenný var fjölskyldan í
fyrsta sæti, en fólkið í sveitinni
heima átti einnig ríkan sess í hjarta
hennar og fylgdist hún vel með lífi
þess og starfi. Hún var einstaklega
ljúf og hlýleg í fasi og þess nutu
ekki síst gamalmenni og einstæð-
ingar. Hún var mikill dýravinur og
til marks um það tók virðulegur kisi
úr nágrenninu sig til og settist upp
hjá hjónunum í Breiðagerðinu og
dvaldi þar löngum meira en heima
hjá sér.
Söngur og tónlist hafa alltaf fylgt
fjölskyldu Nennýar og í Reykjavík
söng hún lengi í kirkjukór Háteigs-
kirkju. Í fjölskylduboðum stórfjöl-
skyldunnar frá Breiðabólsstað kom
það oftast í hennar hlut að leika
undir söng.
Alltaf var gaman að heimsækja
Nenný og Valda og ætíð tekið á
móti gestum af gestrisni og hlýju
og tími tekinn til að spjalla við gest-
ina. Nenný sá oft spaugilegar hliðar
lífsins og sagði skemmtilega frá.
Margs er að minnast og sakna en
minningarnar um elskulega og góða
konu lifa um ókomna tíð. Ég og
fjölskylda mín þökkum Nenný vin-
áttu og samferð gegnum árin og
vottum Ástvaldi, börnum hans og
fjölskyldum þeirra innilega samúð.
Guð blessi minningu Guðbjargar
Helgu Þórðardóttur.
Þrúður Kristjánsdóttir.
Mig langaði til að minnast föð-
ursystur minnar, Guðbjargar Helgu
eða Nennýjar eins og hún var alltaf
kölluð.
Á hverju sumri komu þau hjónin
vestur í sveitina okkar, í sumarbú-
staðinn og sælureitinn sinn Brekku
í túnfætinum á Breiðabólstað.
Ein af mínum fyrstu minningum
um Nennu frænku er þegar hún var
að þvo þvott niðri í þvottahúsi eða
„gamla eldhúsi“, við frændsystkinin
sátum í óhreinatauskassanum uppi
á borði og hún hafði ofan af fyrir
okkur með sögunum af Kolrössu
krókríðandi, Velvakanda og bræðr-
um hans og mörgum fleiri ævintýr-
um. Nenný var afbragðs sögumaður
og við hölluðum okkur fram á
kassabrúnina til að missa ekki af
neinu, og hrundum auðvitað beint
niður á steingólfið. Sjálfsagt höfum
við skrámast eitthvað en það sem
lifir í minningunni er þessi ævin-
týraheimur sem hún skapaði okkur
þarna við stórþvottinn.
Seinna, þegar ég var farin að
geta lesið sjálf, rölti ég oft út í
Brekku þar sem Nenna tók mér
alltaf opnum örmum, færði mér
kakó og kex og svo mátti ég sitja
þar og lesa eins lengi og ég vildi.
Önnur minning er mér líka dýr-
mæt. Það var þegar ég, smástelpan,
fékk pakka með mjólkurbílnum,
stærðar kassi merktur bara mér og
sendur alla leið frá Reykjavík. Það
var afmælisgjöf til mín frá Nennu
og Valda, forláta dúkkuvagn, inni-
haldið var þó aukaatriði því hlýjan
sem að baki fyrirhöfninni bjó gladdi
barnshjartað svo mikið.
Nenna tók alltaf þátt í sumar-
verkunum í sveitinni, hún var ekki
stór kona en það munaði um hand-
tökin hennar. Þegar við systkinin
uxum úr grasi og fórum að geta að-
stoðað kom það einhvern veginn oft
í hlut okkar að raka dreifar og
galtabotna, það þótti flestum leið-
inlegt verk en með Nennu var það
skemmtilegt. Hún hafði alltaf frá
mörgu að segja en var líka góður
hlustandi og hægt að spjalla við
hana um flest. Þrátt fyrir hartnær
40 ára aldursmun bar aldrei skugga
á samstarf okkar eða vináttu. Síð-
ustu árin sem heyjað var á þennan
máta held ég að við höfum mest
puðað við þetta tvær einar, en það
var góður tími. Svo þegar kom að
því að ég hélt suður til skólagöngu,
grútfeimin sveitastelpan, þá var ég
alltaf velkomin heim til þeirra, mér
var reglulega boðið í mat og dekrað
við mig. Aldrei var skroppið svo
vestur um helgar að mér væri ekki
boðið með og einhvern veginn hef
ég grun um að stundum hafi ferð-
irnar verið farnar mín vegna. Svona
umhyggja gleymist aldrei.
Ekki má gleyma tónlistinni sem
skipaði svo stóran sess í lífi hennar.
Það voru ógleymanlegar stundir
þegar þau systkinin komu saman í
stofunni hjá ömmu og sungu fram á
nótt við undirleik Nennu eða pabba.
Þar var ekkert kynslóðabil, við
börnin lærðum kynstur laga og
ljóða, öll erindin. Svo kom hún oft
vestur og söng með okkur við ýmis
tækifæri á meðan heilsan leyfði.
Einu sinni man ég að við mættum
bara tvær í kirkjusönginn og þá var
gott að hafa Nenný sér við hlið.
Hún var alltaf svo traust.
Nú er hún horfin frá okkur og
söknuðurinn er sár en minningin lif-
ir um mæta og góða konu. Blessuð
sé minning Nennýjar frænku!
Sigrún B. Halldórsdóttir.
Kær frænka mín, Guðbjörg
Helga Þórðardóttir, er fallin frá.
Hún var alltaf kölluð Nenný. Við
vorum systkinabörn og mér rennur
blóðið til skyldunnar að minnast
þessarar góðu og skemmtilegu
konu. Æskuminningar frá Breiða-
bólstaðarheimilinu eru ótalmargar
og ljúft og kært að rifja þær upp.
Hún fór ung til Reykjavíkur og
dvaldi þar nokkra mánuði við org-
elnám hjá Páli Ísólfssyni. Að þessu
námi loknu fór hún rakleitt heim og
var strax fengin sem orgelleikari
við messur í Staðarfellskirkju og
ýmsum öðrum kirkjum í sveitinni.
Það var mikill fengur fyrir föður
hennar, sem var kirkjuforsöngvari
um áratuga skeið á þeim tímum
sem enginn var undirleikarinn.
Þegar kom í ljós að Guðbjörg var
snjall organisti. Enda leið ekki á
löngu þar til hún var farin að spila í
ýmsum veizlum og samkvæmum.
Þegar unglingar komu að Breiða-
bólstað hrifust þeir allir sem einn af
þessari ungu og fallegu stúlku sem
var óspör að spila og skemmta fyrir
okkur. Hún var einstaklega fljót að
læra öll lög og við gátum treyst því
að hvert lag var nákvæmlega rétt
ekki síður en textinn.
Með tónlistargáfum sínum var
Guðbjörg mikill gleðigjafi og hafði
góð áhrif á unga fólkið í sveitinni. Í
þann tíð voru engin hljómtæki og
tónlistarmenning með mjög öðrum
hætti en nú tíðkast. Mér er til efs
að yngra fólk vorra daga skilji
hvers virði þessi kona var börnum
og fullorðnum þegar hún tók að sér
að leiða okkur í töfraheima tónlist-
arinnar.
Nenný flutti síðar suður til
Reykjavíkur og mun hafa átt mik-
inn þátt í velgengni hins vinsæla
kvartetts „Leikbræðra“, sem naut
mikillar almannahylli um land allt á
sínum tíma og hljómar raunar enn.
Þegar Nenný fór úr sveitinni
hafði yngsti bróðir hennar hrifist
svo mjög af þessu þessu einstaka
tónlistaruppeldi að hann tók við af
systur sinni og heldur uppi tónlist-
arlífi í Dalabyggð jafnt í kirkjum
sem við veraldlega skemmtan og
hefur verið drifkraftur í því að
halda uppi ótrúlega miklu og öflugu
sönglífi um alla Dalabyggð.
Því er það svo að enn hljóma óm-
ar um alla Dalina sem eru ættaðir
frá Breiðabólstað og byggjast á
frumherjastarfi Nennýjar og þeim
trausta grunni sem hún lagði með
verkum sínum og einlægum áhuga.
Þegar þessi góða frænka kveður
okkur vil ég með þessum orðum
minnast verka hennar og þakka þau
fyrir hönd okkar Sveinsstaðasystk-
ina, bæði þeirra sem eru á lífi og
hinna, sem eru horfin úr þessum
heimi, og flytja sömuleiðis kveðju
frá börnum okkar og tengdabörn-
um.
Eiginmanni, börnum og öllum
ættingjum vottum við dýpstu sam-
úð og vonum og vitum að minningin
um þessa hógværu og góðu konu
verði þeirra styrkur á kveðjustund
og um ókomna framtíð.
Margrét og Kristinn Sveinsson
frá Sveinsstöðum.
✝ Árni HaraldurGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
8. apríl 1928. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 22.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur
Haraldur Árnason
stýrimaður, f. á
Gíslastöðum í
Grímsnesi 26. febr-
úar 1898, d. 3. febr-
úar 1979 og Vigfús-
ína Katrín
Kristófersdóttir húsmóðir, f. á
Vindási í Landsveit 1. júní 1900, d.
23. nóvember 1969. Börn Guð-
mmundar og Katrínar auk Árna
eru Kári Guðmundsson, f. 11. apr-
íl 1929 og Lára Hrönn, f. 30. apríl
1930, d. 1996.
Árni kvæntist 1. júní 1950 Ingi-
björgu Sigríði Stefánsdóttur, f. á
Arnarstöðum í Núpasveit í N-
Þingeyjarsýslu 9. ágúst 1929, d. 8.
febrúar 1992. Börn þeirra hjóna
eru: 1) Brynjólfur, f. 22. janúar
1949, d. 20. júlí 1994. 2) Guð-
mundur, f. 11. nóvember 1957,
maki Júlíana Árnadóttir, f. 22.
desember 1957, þau eiga tvö börn,
a) Guðbjörgu Heiðu, gift Magnúsi
Magnússyni, dóttir þeirra er
Hekla og b) og Árna Heiðar. 3)
Lára Hrönn, f. 17. janúar 1959
maki Arí Jónsson, f. 8. ágúst 1956.
Þau eiga þrjú börn, a) Ágúst Inga,
sambýliskona Elva Björk Ágústs-
dóttir, sonur þeirra
er Brynjar Ingi, b)
Daníel Má og c)
Ólöfu Brynju. 4)
Sigríður, f. 27. jan-
úar 1961, maki Ken-
neth B. Clarke, f.
11. nóvember 1952.
Þau eiga þrjá syni,
Jonathan Árna,
Kristófer Davíð og
Tómas Ryan. 5)
Haraldur, f. 9. febr-
úar 1964. Hann á
tvær dætur, Hörpu
Dís og Katrínu
Ingu. 6) Árni, f. 2. ágúst l966,
maki Aðalheiður Íris Hjaltadóttir,
f. 2. september 1966. Þau eiga tvo
syni, Hjalta Stefán og Þóri Ró-
bert.
Árni stundaði sjó frá l942–1962.
Stýrimaður á Agli rauða og Guð-
mundi Júní. Sjómennska hans
endaði sem bátsmaður á m/s
Heklu. Hann hóf störf hjá
Slökkviliði Reykjavíkurflugvallar
1962, einnig var hann ökukennari
öll árin sem hann starfaði þar og
hélt svo áfram að kenna á meðan
hann hafði heilsu til. Hann var
einn af stofnendum Ökuskóla í
Reykjavík sem hann rak um ára-
bil. Einnig var hann einn af stofn-
endum Kiwanisklúbbsins Jörfa í
Reykjavík 1975 og var meðlimur
þar alla tíð.
Útför Árna verður gerð frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku afi, þú varst alltaf lífsgladur
og naust þess að deila því með öðrum.
Við munum mest eftir því hvað það
var alltaf gaman að vera með þér. Þú
varst alltaf með bros á vörum og
tilbúinn til hláturs. Við munum alltaf
hafa minningarnar þínar í hjarta okk-
ar.
Hvort sem þú varst að stríða okkur
og sagðist heita Jósafat Tollaseus eða
þegar við fórum í bíltúr þá var alltaf
jafn gaman að vera með þér. Minn-
ingarnar eru ótal margar bæði heima
á Íslandi og hérna í Ameríku. Takk
fyrir allar minningarnar.
Jonathan Árni, Kristofer Davíð
og Tómas Ryan.
Elsku yfirálfur, afi og langafi.
Við kveðjum þig með ljóði.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Við munum sakna þín.
Ágúst Ingi Arason, Elva Björk
Ágústsdóttir, Brynjar Ingi
Ágústsson.
Öðlingurinn Árni H. Guðmundsson
ökukennari er látinn á sjötugasta og
níunda aldursári. Mér brá við frétt-
ina. Samt átti hún ekki að koma á
óvart. Hann hafði átt við andlega van-
heilsu vegna heilabilunar að stríða í
nokkur ár en var líkamlega hraustur
að öðru leyti.
Kynni okkar Árna hófust fyrir tutt-
ugu og sex árum þegar ég hóf að
kenna við ökuskóla sem hann rak
ásamt fleiri stórökukennurum eins og
það var kallað í þá daga. Árni var af-
kastamikill og vinsæll ökukennari um
árabil og sinnti m.a. kennslu heyrn-
arskertra nemenda af mikilli alúð.
Ég minnist af mikilli ánægju sam-
skipta við hann, bæði í starfi og leik.
Sérstaklega vil ég minnast mokkurra
veiðiferða sem við fórum saman í fyrir
nokkrum árum ásamt fleiri félögum í
skólanum. Í einni af þessum ferðum
fékk Árni maríulaxinn sinn í Lauga-
dalsá í Ísafjarðardjúpi. Mikil var gleði
gamals sjómanns yfir þessum happa-
feng. Árni starfaði sem stýrimaður
áður en hann hóf störf í landi við öku-
kennslu og sem slökkviliðsmaður.
Ökukennarafélagið minnist Árna
sem góðs félaga sem vann trúnaðar-
störf fyrir félagið á árum áður. Að
leiðarlokum minnist ég af þakklæti
vináttu og góðrar samvinnu um ára-
bil. Fyrir hönd Ökukennarafélagsins
og okkar sem vorum félagar hans við
ökuskólann sem nú starfar á Hverf-
isgötu 105 votta ég börnum hans og
öðrum aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Snorri Bjarnason.
Árni H.
Guðmundsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar