Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 49

Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 49 milli hans, Stefáns Briem og mín og ekkert gefið eftir þótt leikurinn hefði jafnast frá því á menntaskóla- árunum. Ingvar lagði skýrar línur að hætti einherja um að öllum vin- skap lyki um leið og sest var við taflið. Þá skyldi barist til síðasta manns. Við stofnuðum skákklúbb á laugardögum þar sem bæði gamlar kempur eins og Guðmundur Ágústs- son og rísandi stjörnur fjórmenn- ingaklíkunnar öttu kappi og margir fleiri. Ýmist var teflt heima hjá Ingvari eða mér. Seinna breyttist klúbburinn í Iðnskólaklúbbinn eftir að Ingvar var orðinn skólastjóri. Þar var hann allt í öllu. Að auki var hann iðinn við að kenna og styrkja bakfiskinn í ungum skákmönnum eins og Helga Ólafssyni og Jóhanni Hjartarsyni með einkaeinvígjum. Æði oft hringdi hann í mig til að „taka dúel“ og þá þreyttum við lang- ar fræðilegar orrustur í slavnesku vörninni eða Caro-Kann vörninni og veittist ýmsum betur. Í skákferðum var Ingvar traustur og góður félagi. Frækileg var sig- urförin til Bandaríkjanna 1978 þeg- ar hann vann það fáheyrða afrek að sigra ásamt öðrum á World Open. Þá spurði margur meistarinn í for- undran: „Hver er þessi maður eig- inlega?“ Og ekki stóð á svarinu: „Merkur skólamaður á Íslandi.“ Förin til Krítar 2003 var að vísu ekki sama sigurförin en samvistirn- ar við Ingvar voru þeim mun ánægjulegri með skemmtilegum viðræðum og kappsundi í Miðjarð- arhafinu. Eftir að Ingvar lét af störfum gat hann loks leyft sér að helga skák- gyðjunni meiri tíma. Hann var iðinn við að tefla á mótum og hársbreidd munaði að hann hampaði heims- meistaratitli öldunga og næði þar með stórmeistaratitli í skák. Við skákborðið naut hann sín til fulls. Þá gneistaði einbeitnin og sigurvilj- inn af honum svo að nánast rauk upp af kollinum. Við fráfall Ingvars hefur skákgyðjan misst einn sinn kærasta ástvin. Hans verður sárt saknað meðal skákvina. Mestur er þó harmur eftirlifandi eiginkonu hans, sona og fjölskyldu allrar. Ég votta þeim einlæga samúð mína. Blessuð sé minningin um Ingvar Ás- mundsson. Bragi Halldórsson. Ingvar Ásmundsson var skóla- meistari Iðnskólans í Reykjavík 1980–2000 og formaður Skólameist- arafélags Íslands 1981–1989 auk annarra trúnaðarstarfa fyrir iðn- skóla og kennarasamtök. Öll þessi ár hafði Ingvar mikil samskipti við menntamálaráðuneyt- ið og raunar allan vettvang íslenska framhaldsskólastigsins. Hvarvetna lét hann til sín taka af festu og víð- tækri reynslu. Hann var baráttu- maður fyrir umbótum og nýjungum í skólakerfinu, einkum áfangakerf- inu. Hann þreyttist aldrei á að draga fram kosti þess til jöfnunar tækifæra við hefðbundnar og, að því er honum þótti, svifaseinar bók- námshefðir. Hvorki menntamála- ráðuneytið né gamlir latínugránar fóru varhluta af hvassri gagnrýni hans þegar honum þótti við þurfa eða seint ganga. Það gat verið gam- an að skylmast við Ingvar og ekki síður með honum ef því var að skipta. Ingvar var rekstrarlega sinnaður og nákvæmnismaður í meðferð fjár- muna – metnaðarfullur fyrir hönd sinnar stofnunar. Þannig sigldi hann ekki alltaf sléttan sjó út á við eða inn á við. Ingvar gekk fram fyrir skjöldu í því að verja og sækja hagsmuni lít- ilmagnans. Skólinn hans, Iðnskólinn í Reykjavík, varð undir hans stjórn forystuafl í þjónustu við stóran hóp nemenda sem aðrir vildu ekki sinna, hlutverk sem skólinn rækir enn með sóma. Við sem fylgdumst úr mennta- málaráðuneytinu með störfum Ingv- ars og áttum samleið með honum um lengri eða skemmri veg, þar eða annars staðar, vottum ævi hans og störfum virðingu okkar að leiðarlok- um. Aðalsteinn Eiríksson. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, EIRÍKA EIRÍKSDÓTTIR, Kvisthaga 2, Reykjavík, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 21. febrúar, verður jarð- sungin frá Neskirkju föstudaginn 2. mars kl. 15.00. Valgerður Marinósdóttir, Valdimar Valdimarsson, Sigrún Erla Valdimarsdóttir, Einar Páll Tómasson, María Valdimarsdóttir, Helgi Sigurðsson, Kristján Valdimarsson og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU ÁRNADÓTTUR, Blöndubyggð 4, Blönduósi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki gjör- gæsludeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir einstaka umönnum og hlýju og einnig starfsfólki Héraðssjúkra- hússins á Blönduósi og lyflæknisdeildar FSA. Harpa Friðjónsdóttir, Richard Bell, Bergþóra Huld Birgisdóttir, Harald R. Jóhannesson, Ragnar Andri, Katrín Birta og Hulda Rún. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, SÖLVI HÓLMGEIRSSON, dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Rakel Hólm Sölvadóttir, Einar Júlíus Óskarsson, Brynhildur Júlía Einarsdóttir, Aníta Íris Einarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sambýlis- manns, föður og afa, ÁSGEIRS SIGURÐSSONAR, Ljótarstöðum, Skaftártungu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Klausturhóla fyrir kærleiksríka umönnun og til sveitunga og vina fyrir allar heimsóknirnar sem lífguðu upp á tilveru hans síðustu vikurnar. Helga Bjarnadóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, María Ösp Árnadóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR SIGURJÓNSSON frá Núpakoti, sem lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, aðfaranótt fimmtudagsins 22. febrúar verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Hafdís Þorvaldsdóttir, Matthías Jón Björnsson, Guðlaug Þorvaldsdóttir, Árni Gunnarsson, Kolbrún Magga, Þorvaldur Björn, Ingibjörg, Sæmundur Örn, Ásta Alda, Jóna Þórey, Elín, Lára Guðrún, Vigdís Hlíf og Jón Sigmar. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir, deild 1B, fyrir góða umönnun. Kristín Þorsteinsdóttir, Þórður Jónsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Ágúst Haraldsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Geir Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS ARNARS ANDRÉSSONAR, Bröttuhlíð 8, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir alla umönnun og hlýju. Friðbjörg Óskarsdóttir, Lilja Þorsteinsdóttir, Snorri Árnason, Kristín Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Leví Pálmason, Alda Þorsteinsdóttir, Vignir Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku besta amma mín hefur nú kvatt þessa jarðvist og verð- ur hennar sárt saknað. Ekki hvarflaði að mér að síðasta helgin í janúar yrði í síðasta sinn sem ég sæi þig á lífi. Sú helgi er mér of- arlega í huga og er ég mjög ánægð yfir því að hafa átt þennan tíma með þér og fjölskyldunni. Þú varst frá- bær amma og mér fannst alltaf jafn skemmtilegt að koma í heimsókn til þín og afa og það var alltaf jafn leið- inlegt að fara frá ykkur. Þegar við komum í heimsókn vildum við Magn- ús alltaf sofa inni hjá ykkur afa, ég á bedda við hliðina á þér og Magnús á bedda við hliðina á afa. Þegar ég var yngri var ég mörg sumur á Grund- arfirði hjá ykkur afa og voru það frá- bær sumur. Þið voruð alltaf svo góð við mig og þegar ég var hjá ykkur var ég nú hálfgerð dekurrófa. Einu sinni suðaði ég og suðaði um að fá dúkku og þið létuð undan og keyptuð handa mér dúkku. Það var alltaf svo gaman að koma í vinnuna til þín í frystihúsið þegar þú varst að vinna þar í mötuneytinu og aðstoða þig. Þú varst svo ánægð þeg- ar ég kom. Þegar þú last fyrir mig uppáhaldsbókina mína sem var grís- irnir þrír og hvað þér fannst gaman að heyra mig lesa hana fyrir þig. Við vorum alltaf góðar vinkonur og ég gat leitað til þín með allt milli himins og jarðar alltaf hafðir þú einhver svör. Þegar Brynjar Daði, fyrsta barnabarnabarnið ykkar, fæddist voruð þið afi svo stolt og ég er mjög þakklát fyrir að Brynjar skuli hafa fengið að kynnast þér. Þið vilduð aldrei missa af neinum stórum áfanga hjá mér og voruð alltaf mætt. Þú varst alltaf glöð og kát og vildir allt fyrir okkur gera. Brynjar Daði segir að langamma sé að lúlla og sé að passa okkur öll. Takk fyrir alla tímana sem þú gafst mér, þeir verða alla tíð í minn- ingum mínum. Okkur Brynjari Daða þykir afar vænt um þig og við mun- um sakna þín mikið. Ég læt fylgja með sálminn Í bljúgri bæn því ég Aðalheiður Magnúsdóttir ✝ AðalheiðurMagnúsdóttir fæddist á Kirkjufelli í Grundarfirði 29. janúar 1932. Hún lést 3. febrúar síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Grundarfjarð- arkirkju 10. febr- úar. man hvað þér fannst gaman að hlusta á mig syngja hann þegar ég var lítil. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Hvíl í friði, elsku amma. Sigrún. Elsku amma. Við erum svo þakk- lát fyrir tímann sem við eyddum með þér á afmælinu þínu, öll fjölskyldan samankomin. Siggi er búinn að spá mjög mikið í þetta af hverju og hvert þú fórst og hann skilur það að þú fórst til himna og ert núna engill sem er alltaf hjá honum. Alltaf gafstu honum svo mikinn tíma til að spjalla við hann og spila, talaðir alltaf um hvað hann hjálpaði þér mikið þegar hann kom í heimsókn til ykkar. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég var svo oft í pössun hjá þér þegar þú varst að vinna í Sæfangi og eitt skiptið varstu búin að leita út um allt að mér og fannst mig hvergi, en þá hafði ég bara lagst á tvo stóla og lagt mig því ég var svo þreytt. Alltaf var gott að koma til þín, þú tókst alltaf svo vel á móti manni, og hrósaðir ef tilefni var til. Við erum mjög þakklát fyrir það hvað þú varst mikið í lífinu hans Sigga, alltaf mátti hann koma til ykkar og hann var eins og prins þegar hann var hjá ykkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Við vitum að þú vakir yfir okkur. Guð geymi þig, elsku amma. Helga Sjöfn og Sigurður Heiðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.