Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 52
|föstudagur|2. 3. 2007| mbl.is staðurstund Síðasta bókin sem Þröstur Leó Gunnarsson las er Herra Sterk- ur en hana las hann fyrir Maríu dóttur sína. » 55 Aðall Sæbjörn Valdimarsson var ekki par hrifinn af nýjustu mynd Jim Carrey, Number 23, og gefur henni aðeins tvær stjörnur. » 55 dómur Keppir fyrrverandi söngvari The Darkness við Erík Hauks- son í Söngvakeppninni í Hels- inki í vor? » 54 fólk Jon Heder úr Napoleon Dyna- mite leikur aðalhlutverkið í School for Scoundrels sem frumsýnd er í dag. » 54 bíó Kári Árnason heldur á morgun útgáfutónleika í Þjóðleikhúsinu en allur ágóðinn rennur í um- önnunarsjóð föður hans. » 61 tónlist Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NÆSTKOMANDI þriðjudag, hinn 6. mars, mun hljómsveitin Stranglers – eitt merkasta afsprengi hinnar upp- runalegu pönkbylgju – halda tónleika á NASA. Stranglers lék síðast á Ís- landi haustið 2004 og var þá að fylgja eftir nýrri breiðskífu, Norfolk Coast. Frískandi vindar þóttu leika um hin gamalreyndu stríðshross á þeirri skífu og sætti Stranglers því lagi og dúndraði út nýrri plötu síðasta nóv- ember, Suite XVI, og vísar titillinn til þess að um er að ræða sextándu hljóðversskífu sveitarinnar. Sú plata hefur fengið enn betri dóma en Nor- folk Coast og Stranglers því á miklu flugi nú um stundir. Stranglers kom annars fyrst til Íslands árið 1978 og er mál manna að sú heimsókn hafi hrundið hinni íslensku pönkbylgju af stað. Blaðamaður bjallaði í JJ Burnel, franska bassafantinn sem nú leiðir sveitina, og var hann vel slakur á kantinum, staddur í sjálfri Lund- únaborg. Andvarp Burnel er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka en svo virðist sem kantarnir hafi rúnast nokkuð af á síðustu árum. Burnel er kurteis, en þó er stutt í grallaragrínið og honum nokkuð ofarlega í huga eru konur og vín. Hann byrjar þó á að grínast góð- látlega með harðan enskuframburð blaðamanns sem verður til þess að blaðamaður herðir enn frekar á hon- um. „Hvað segið þið víkingar gott?“ spyr Burnel. „Þessi enskuhreimur ykkar er algerlega málið. Hann er fullkominn.“ Burnel lætur hugann reika til síðustu heimsóknar og notast við hreim blaðamanns þegar hann gerir það. „Já, það var frrrábært að koma aft- ur til ykkar. Það var veturrrr.“ – En hvernig hefurðu haft það eftir þá heimsókn JJ? „Humm … ja … þessi nýja plata er komin út og svo erum við búnir að ferðast um allan heim í kjölfarið á Norfolk Coast. Henni var vel tekið og þessari nýjustu hefur verið enn betur tekið. Trúirðu þessu? Ég þurfti að verða miðaldra maður til að fá loksins góða dóma. Við erum að fara til Bandaríkjanna og Japan út af þess- um vinsældum og það er bara hið besta mál.“ – En sérð þú einhvern mun á þess- um tveimur „endurreisnar“ plötum? „Aaa … (andvarpar) … þessi nýja er hressari, jákvæðari. Þó að umfjöll- unarefnin séu fremur myrk flestöll. Svo eru þær líka ólíkar hvað sönginn varðar. Ég og Baz (Warne, gítarleik- ari) skiptum núna söngnum á milli okkar. Svoleiðis var bandið sett upp í gamla daga og ég fíla það helv. … vel að vera farinn að syngja.“ Bjórrr En af hverju hætti Paul Roberts í Stranglers (söngvari frá 1990 – 2006)? „Paul var alltaf í öðrum hljóm- veitum meðfram Stranglers, m.a. í Santana heiðrunarsveit. Hann var búinn að syngja inn hálfa plötuna, texta eftir mig, og ég fékk á tilfinn- inguna að hann næði ekki því sem ég var að meina með þeim. Hugurinn virtist annars staðar. Þannig að ég spurði hann, kurteislega, hvort hann væri í þessu 100% eða ekki. Ég bað hann um að hugsa málið í nokkra daga og ræða síðan við okkur aftur. Það gerði hann og við ræddum þessi mál í bróðerni og komumst að því að það væri affarasælast að hann hætti. Þannig að það var ekki mikið drama í kringum þetta, öllu heldur var um praktíska ákvörðun að ræða.“ – Varð sveitin þéttari við þetta? „Ójá. Sveitin er afar þétt núna og á tónleikum eru meiri læti. Þetta er svipað og þetta var á fyrstu árunum. Nú eru tveir söngvarar og mér finnst það virka mjög vel.“ – Og gekk vel að að taka upp plöt- una? „Upptökur gengu hratt en við vorum hins vegar lengi að semja. En við vorum mun fljótari nú en þegar við vorum að gera Norfolk Coast. Það tók okkur fimm ár að koma henni á koppinn (hlær hæðnislega).“ – En finnst þér eins og hljóm- sveitin sé að ganga í gegnum end- urnýjun lífdaganna? „Algerlega. Það heyrist nú bara (hlær). Það er margt jákvætt að gerast hjá Stranglers í augnablikinu.“ – Þannig að þið eruð farnir að hafa efni á því að sleppa fleiri slögurum, þar sem efnið á nýju plötunum er það sterkt. Eða hvað? „Ja … við verðum að sleppa ein- hverjum slögurum en mig langar ekki að skera of mikið niður þar. Það er gaman að spila lög eins og „Peac- hes“ t.d.“ – Hefurðu einhverjar væntingar í garð þessarar þriðju heimsóknar sveitarinnar til landsins? „Ég ætlast til þess að íðilfagurt kvenfólk kasti sér flötu við fætur mína. Og svo vil ég að þú kaupir handa mér bjórrrr.“ Alveg eins og í gamla daga Harður „Ég ætlast til þess að íðilfagurt kvenfólk kasti sér flötu við fætur mínar. Og svo vil ég að þú kaupir handa mér bjórrrr,“ segir JJ Burnel bassaleikari Stranglers sem hér má sjá neðst til hægri á myndinni. Allt fullt Stranglers í höllinni 1978. Ferðin einkenndist af mikilli drykkju. Bandið var nánast óþekkt hér á landi, samt tókst að fylla Höllina. Miða á tónleika Stranglers má nálgast á www.midi.is eða á www.nasa.is. Fræbbblarnir hita upp. » Burnel er þekkturfyrir að vera harður í horn að taka en svo virð- ist sem kantarnir hafi rúnast nokkuð af á síð- ustu árum. Tónlist | Rætt við JJ Burnel, leiðtoga Stranglers, vegna komandi tónleika á NASA ÞAÐ er langt síðan aðdáendur hljómsveitarinnar Síðan skein sól gátu séð hljómsveitina á sviði. Sá draumur rætist hinsvegar þann 18. apríl næstkomandi þegar hljóm- sveitin blæs til tónleika á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Tilefnið er að 20 ár eru liðin frá því að hljómsveitin var stofnuð en tónleikarnir verða órafmagnaðir. Mörgum verður eflaust ljúft að rifja upp lög á borð við „Geta pabbar ekki grátið?“, „Ég verð að fá að skjóta þig“ og „Halló, ég elska þig“. Síðan skein sól skipa gítarleik- arinn Eyjólfur Jóhannsson, trommuleikarinn Hafþór Guð- mundsson, söngvarinn Helgi Björnsson, hljómborðsleikarinn Hrafn Thoroddsen, bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon og gít- arleikarinn Stefán Már Magnússon. Auk þess leggja landsþekktir gestir hljómsveitinni lið á tónleikunum, en nánar verður tilkynnt um það þeg- ar nær dregur, að því er segir í fréttatilkynningu frá skipuleggj- endum. Sögur af ferlinum Síðan skein sól var stofnuð árið 1987 og fyrsta plata þeirra leit dagsins ljós ári síðar. Hljómsveitin var iðin við tón- leikahald um allt land sem og laga- smíðar í fjölmörg ár en síðasta plata sveitarinnar, Blóð, kom út ár- ið 1994. Fimm árum síðar kom reyndar út tvöföld safnplata sveitarinnar. Afmælistónleikarnir fara fram þann 18. apríl, sem fyrr segir, á síðasta degi vetrar. Þar koma til með að hljóma öll helstu lög sveitarinnar auk þess sem hljómsveitarmeðlimir segja vel valdar sögur af ferli sveitarinnar. Einungis verða 500 miðar í boði en miðasala verður nánar auglýst síðar. Síðan skein sól saman á ný Morgunblaðið/Jón Svavarsson Síðan skein sól Hljómsveitin heldur 20 ára afmælistónleika 18. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.