Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 53

Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 53 menning Það var varla hægt annað en aðkomast við, þegar EnnioMorricone tók hrærður við heiðurs-Óskarnum á Óskarsverð- launahátíðinni á sunnudagskvöld úr hendi Clints Eastwood. Þarna stóð hann á sviðinu, roskinn en býsna reffilegur, og augnablikið hafði augljóslega mikla þýðingu fyrir hann. Margur hefði hunsað þessa „uppbót“ fyrir sært stolt af minna tilefni. Það er með hreinustu ólíkindum að Ennio Morricone, eitt mesta og jafnframt afkastamesta tónskáld kvikmyndasögunnar skuli aldrei hafa fengið Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndir, þar til nú að hann hreppir heiðursverðlaun fyrir ævistarfið. Allt frá því uppúr 1960 hefur Morricone verið atkvæðamikill tón- smiður, og afraksturinn er tónlist við meir en fimm hundruð kvik- myndir, auk konserttónlistar og smærri verka. Ennio Morricone er höfundur margra ógleymanlegustu stefja kvikmyndasögunnar og í ljósi þess að hann hefur þó fimm sinnum verið tilnefndur til verðlaunanna, þá spyr maður sig óneitanlega þeirrar spurningar, hvaða tónlist hafi verið svona miklu betri en músíkin hans, að hafa verið valin.    Ennio Morricone fæddist í Rómárið 1928 og lærði á trompet í Santa Cecilia tónlistarskólanum þar í borg. Það var hljómfræðikennari Morricones, Roberto Caggiano sem uppgötvaði náðargáfu hans við að semja tónlist og útsetja, hvatti hann til að gera hljómfræði að aðalfagi; sem hann gerði, og lauk á aðeins sex mánuðum. Trompetprófinu lauk hann líka, þótt síðar yrði. Hann var umsvifalaust ráðinn til að semja leikhússtónlist, og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að útsetja tónlist fyrir útvarp. Hann var enn í náminu, átti eftir að bæta við sig gráðum í stórsveitaútsetningum og tónsmíðum. Þegar upp var staðið var hann með aðaleinkunnina 9,5 við útskrift. Starfsferilinn hóf Ennio Morri- cone sem útsetjari, og var þá iðu- lega fenginn til að „lagfæra“ eða endur-raddsetja verk annarra tón- skálda. Árið 1961 samdi hann fyrst tónlist við kvikmynd, Il federale eft- ir Luciano Salce. Sama ár hóf hann samstarf við vin sinn og skólabróð- ur, Sergio Leone, - samstarf sem átti eftir að verða ákaflega skapandi og farsælt. Spagettivestrinn varð gríð- arvinsæll; - ekki síst fyrir frábæra tónlist Morricones, sem var gjörólík allri annarri kvikmyndatónlist, ein- faldari í uppbyggingu, en rík að lit- brigðum, óvenjulegum hljóðfæra- samsetningum, og stemmningu og gríðarlega áhrifamikil. A Fistful of Dollars, frá 1964; The Good, the Bad and the Ugly frá 1966 og Once Upon a Time in the West frá 1968 teljast klassískar myndir í dag og tónlist Morricones í þeim gjörbreytti því hvernig önnur tónskáld sömdu fyrir vestra. Þótt lang mest af tónlist hans hafi ratað í ítalskar myndir og evrópskar, eru áhrif hans ekki minni á ameríska kvikmyndatónlist en aðra. Af þeim liðlega 500 kvik- myndaverkum sem Morricone hefur samið er ekki nema um 10%, eða um 50 fyrir amerískar myndir. Strax að lokinni fyrstu myndinni með Sergio Leone, A Fistful of Doll- ars, fékk Morricone það verkefni að semja tónlist við biblíumynd Johns Houstons, The Bible. Fyrstu Óskarstilnefninguna fékk hann fyrir tónlistina í Days of Hea- ven eftir Terrence Malick, árið 1978, næst árið 1986 fyrir The Mis- sion; 1988 fyrir The Untouchables; 1992 fyrir Bugsy og 2000 fyrir Mal- ena, - en engan Óskar. Það þótti líka mörgum skandall að Morricone væri ekki tilnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Paradísarbíóinu árið 1989. Morricone getur þó varla kvartað undan verðlaunaleysi þótt þessa við- urkenningu hafi að margra mati sárlega vantað í sjóðinn hans. Við- urkenningar sem honum hafa hlotn- ast skipta hundruðum. Það er langt síðan kvikmyndaver- in í Hollywood fóru að bjóða Ennio Morricone gull og græna skóga ef hann bara vildi koma vestur og setj- ast að í bíóborginni. Enn hefur Morricone verið alls- endis ófáanlegur að flytja í drauma- verksmiðjuna. Í þakkarræðunni á sunnudagskvöldið talaði hann ítölsku, þakkaði eiginkonu sinni hennar þátt í velgengninni og snökti. Loks heyrði Holly- wood í Morricone Reuters Hrærður Loks fékk Ennio Morricone viðurkenningu frá Hollywood. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir » Það þótti mörgumskandall að Morri- cone væri ekki til- nefndur til Óskars- verðlauna fyrir Paradísarbíóið. begga@mbl.is EINBÝLI OG RAÐHÚS ÓSKAST Í FOSSVOGI Traustir kaupendur hafa óskað eftir því að við útvegum einbýlis- og raðhús í Fossvoginum. Traustar greiðslur eru í boði og rúmur afhendingartími. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST 500-800 fm skrifstofuhúsnæði óskast sem fyrst til kaups. Staðsetning mætti gjarnan vera Múlahverfi eða Borgartún. Fleiri staðsetningar koma jafnvel til greina. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. VEGNA fjölda áskorana hefur verið ákveðið að halda annað stórt 90’s partí á NASA á morgun,“ segir Curver Thoroddsen 90’s gúrú okkar Íslendinga. „Á gamlárskvöld var uppselt en það voru líka margir sem ekki komust vegna veisluhalda í heimahúsum. Þakið ætlaði að rifna af kofanum og meira að segja var dansað á öllum göngum staðarins.“ Og Curver segir að það verði ekki minna brjálað, partííð næsta laugar- dag en tvöþúsund glóstautar hafa verið fluttir inn til landsins og pönt- uð hefur verið reykvél fyrir kvöldið. Þá hafa þau Dj Kiki-Ow og Curver bætt við lagalistann fleiri frábærum 90’s slögurum sem láta engan eftir óhreyfðan. Miðasala fer fram á www.nasa.is en á föstudag verður seldur mjög takmarkaður fjöldi miða á staðnum milli 13-17 fyrir þá sem ekki eru með kreditkort. Tekið skal fram að miðasala hefur farið mjög vel af stað og takmark- aður miðafjöldi til sölu. Áhugafólk um tónlist tíunda áratugarins er því hvatt til að tryggja sér miða sem fyrst á þetta stuðkvöld á NASA. Curver og Dj Kiki-Ow á NASA Glóstautar og reykvél Svo 90’s Curver og Dj Kiki-Ow hafa bætt við lagalistann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.