Morgunblaðið - 02.03.2007, Síða 55

Morgunblaðið - 02.03.2007, Síða 55
Hvað segirðu gott? Bara allt mjög gott, var að frumsýna Killer Joe á fimmtudaginn. Hverra manna ertu? Faðir minn heitir Gunnar Valdi- marsson og móðir mín er Vilborg Kristín Jónsdóttir sem eru búsett fyrir vestan á Bíldudal þar sem ég er fæddur og uppalinn. Nennir þú að taka til í geymslunni minni? (Spurt af síðasta aðalsmanni, Sigmari Guðmundssyni.) Neeeeeeeeeeeeeeeeeeei. Kanntu þjóðsönginn? Auðvitað – ekki alveg. Uppáhaldsmaturinn? Svið frá pabba. Bragðbesti skyndibitinn? KFC að sjálfsögðu. Hvaða bók lastu síðast? Herra Sterkur með dóttur minni Maríu. Hvaða leikrit sástu síðast? Dagur vonar, frábær sýning. En kvikmynd? Mýrina, mjög góð mynd. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Jethro Tull. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Íslenskur aðall | Þröstur Leó Gunnarsson Nennir ekki að taka til í geymslunni hans Sigmars Morgunblaðið/Kristinn Leikarinn Þröstur Leó vill vita hvort næsti aðalsmaður hafi komið á Bíldudal. Létt 96,7. Besti sjónvarpsþátturinn? Prison Break. Hvað uppgötvaðir þú síðast? Flatey, hvað það er frábær eyja. Helstu kostir þínir? Ég á dálítið erfitt með að dæma það sjálfur. En gallar? Ertu þá að tala um útigalla? Þú ert staddur í eyðimörk, það er heitt og þú ert þyrstur. Allt í einu heyrirðu nafn þitt kallað og svo sérðu Hemma Gunn koma hlaup- andi í áttina að þér með Elsu Lund öskrandi á bakinu. Hvað gerirðu? Húkka mér far með Hemma. Þú ferð á grímuball sem … Elvis. Ertu með bloggsíðu? Nei. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Hefurðu komið á Bíldudal? Aðalsmaður vikunnar hefur verið afkastamik- ill í starfi sínu und- anfarin misseri. Hann fer með hlutverk í leik- ritinu Killer Joe sem frumsýnt var í Borg- arleikhúsinu í gær en auk þess lék hann ný- verið í kvikmyndunum Köld slóð, Börn og For- eldrar. Hann heitir Þröstur Leó og er nýbúinn að uppgötva Flatey. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 55 menning FÁTT er fegurra en sólbjartur eft- irmiðdagur að áliðnum vetri þegar myrkrið er á greinilegu undanhaldi. Þannig var umhorfs þegar ég fór á Töluna 23, dimman, drungalegan og blóðlitaðan spennukrimma með úr- vals leikurum sem virðast ekki kunna fótum sínum forráð. Carrey leikur Walter Sparrow, hundafangara í ónefndri borg, sem er hamingjusamlega giftur Agöthu (Madsen) og faðir Robins (Lerman). Fjölskyldan er hamingjusöm og fátt virðist bjáta á uns Walter lendir í kjaftinum á hundinum Depli. Sama daginn gefur konan honum handrit að The Number 23, sem fjallar um einkaspæjara (Carrey), vafasaman náunga sem lifir og hrærist í skuggaveröld innan um myrkar per- sónur. Spæjarinn, Fingerling, er of- antekinn af tölunni 23. Walter verð- ur heltekinn af persónunni, þar með tölunni og morði sem var framið fyr- ir röskum áratug. Í hugum einhverra býr talan 23 yfir leyndardómum, krafti og kynngi, en hvað sem þeirri bábilju líður, dugar hún engan veginn þeim leikstjóranum Schumacher né hand- ritshöfundinum Fernley Phillips, sem eitthvað til að byggja á for- vitnilega bíómynd. Fórnarlömbin, auk okkar áhorfendanna, eru Car- rey og Madsen, sem eiga betra skil- ið. Svo virðist sem álög hvíli á Car- rey sem birtist af og til í furðuverkum sem þessu, á milli þess sem hann sannar sig sem einn at- hyglisverðasti karlleikari samtím- ans. Madsen er hörku leikkona sem var búin að klúðra ferlinum þegar lánið snerist henni í hag og færði henni gott hlutverk í Sideways. Ótrúlegt: Að því loknu tekur hún strikið beint aftur niður í moðið. Þau, líkt og flestir aðrir í Tölunni 23, fara með tvöfalt hlutverk, bæði í raunveruleika myndarinnar og í heimi bókarinnar. Hvorugt sögu- sviðið virkar sem skyldi á hug- arheim áhorfandans. Þráhyggjan tengd tölustöfunum og morðmálið nær aldrei til manns í langsóttum og fjandsamlegum fáránleik sem verð- ur einna helst broslegur þegar á líð- ur. Talan 23 fer bærilega af stað en hnignar fljótt og er óþægileg upp- lifun fyrir augu og eyru. Efnið og persónurnar eru fráhrindandi, sögu- fléttan gruggugt sakamál og lítt áhugaverðar kreddur, a.m.k. eins og hún er framreidd í þessu nýjasta verki hins mistæka Schumachers. Eini, góði kostur myndarinnar er kvikmyndataka Matthews Libati- que, en sortinn ber að lokum annað ofurliði. Þegar myndinni lauk var sólin sest og skammdegismyrkrið tekið aftur við völdum. Þó leið mér eins og ósýnilegri byrði væri af mér létt. Þar fór góður biti í hundskjaft Óþægileg Talan 23, fer bærilega af stað en hnignar fljótt og er óþægileg upplifun fyrir augu og eyru, segir m.a. í dómi. KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: Joel Schumacher. Aðalleik- endur: Jim Carrey, Virginia Madsen, Log- an Lerman, Danny Huston, Lynn Collins, Mark Pellegrino. 95 mín. Bandaríkin 2007. Talan 23/The Number 23  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.