Morgunblaðið - 02.03.2007, Síða 64

Morgunblaðið - 02.03.2007, Síða 64
Mikill áhugi á Pétri Gaut UPPFÆRSLA Þjóðleikhússins á Pétri Gaut, sem frumsýnd var í Barbican-menningarmiðstöðinni í fyrrakvöld, fékk mjög góðar við- tökur að sögn Baltasars Kormáks leikstjóra. Yfirmenn leikhússins hafa lýst yfir áhuga á að fá verkið aftur út síðar, og yrði það þá sett upp á stóra sviði leikhússins. Þá vilja að- ilar frá Póllandi, Finnlandi, Japan, Ástralíu, Svíþjóð og Noregi einnig fá verkið sett upp í sínum heima- löndum. | 20 Morgunblaðið/G.Rúnar Morgunblaðið/Kristinn Einhugur Um tvö hundruð manns voru á fundi samtakanna Hagur Hafnarfjarðar í Hafnarborg í gærkvöldi. MIKILL einhugur ríkti á opnum fundi samtakanna Hagur Hafn- arfjarðar í Hafnarborg í gærkvöldi, þar sem Hafnfirðingar voru hvattir til þess að samþykkja stækkun ál- versins í Straumsvík í kosningunum framundan, þar sem framtíð eins stærsta atvinnurekanda í sveitarfé- laginu yrði ákveðin, jafnframt því sem fram komu áhyggjur um að það fjaraði undan álverinu yrði stækkun ekki samþykkt. „Það sem við viljum leggja áherslu á í þessari umræðu er að þetta snýst fyrst og fremst um fólk, fólk sem vinnur við þennan iðnað hjá álverinu og tengdum fyr- irtækjum. Við teljum að bara í Hafn- arfirði einum og sér séu það vel á annað þúsund manns sem beint og óbeint byggja afkomu sína á þessum rekstri og okkur finnst að rödd þessa fólks hafi alls ekki fengist að heyrast sem skyldi,“ sagði Ingi B. Rútsson, formaður samtakanna. „Snýst fyrst og fremst um fólk“ ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 2. MARS 61. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Austan 8–15 m/s og víða snjó- koma eða slydda en rofar til vest- anlands seinni hluta dags. » 8 Heitast Kaldast 5°C -6°C FRAMSÓKNARFLOKKURINN leggur áherslu á að samningar náist um stjórnarskrárákvæði þess efnis að auðlindir sjávar séu sameign þjóðar- innar og þar með verði staðið við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í máli Jóns Sig- urðssonar, formanns Framsóknar- flokksins, og Guðna Ágústssonar varaformanns í umræðum á Alþingi í gær. Framhaldsflokksþing Fram- sóknar hefst í dag og lögð hafa verið fram drög að ályktun þar sem m.a. kemur fram að í stjórnarskrá skuli standa: „Auðlindir landsins eru sam- eign íslensku þjóðarinnar.“ Eins og áður hefur komið fram náðist ekki samkomulag um þetta í stjórnarskrárnefnd og strandaði mál- ið á Sjálfstæðisflokknum. Guðni Ágústsson sagði í viðtali við RÚV í gær að færi ákvæðið ekki inn í stjórn- arskrá þýddi það að sjálfstæðismenn stæðu ekki við stjórnarsáttmálann. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fögnuðu afdráttarlausum yfirlýsing- um þeirra Guðna og Jóns á þingi í gær en Jón vildi engu að síður meina að áherslur Framsóknarflokksins væru aðrar en stjórnarandstöðunnar. Enginn sjálfstæðismaður tók þátt í umræðunum á þingi og ekki náðist í formann eða varaformann flokksins í gærkvöldi. | 10 Auðlindir verði í stjórnarskrá Framsóknarmenn leggja áherslu á að staðið verði við stjórnarsáttmálann HÁSKÓLASJÓÐUR Eimskipa- félags Íslands veitti í annað sinn námsstyrki til doktorsnema við Há- skóla Íslands í gær. Alls voru styrk- irnir þrjátíu talsins að upphæð 75 milljónir króna og af þeim eru 16 vegna framhaldsverkefna. Veiting styrkjanna byggist á sam- eiginlegri viljayfirlýsingu sjóðsins og HÍ um að nýta sjóðinn til að styðja stúdenta í rannsóknartengdu framhaldsnámi og stundar á fjórða tug doktorsnema rannsóknir með stuðningi sjóðsins. Nærri 100 umsóknir Alls bárust 96 umsóknir til úthlut- unarnefndar, þar af flestar í verk- fræði og raunvísindum. Lárus Thorlacius, prófessor í raunvís- indadeild HÍ og formaður úthlut- unarnefndar, sagði við afhendinguna ánægjulegt að sjá hversu margar vandaðar umsóknir bárust og bætti við að nefndinni hefði verið vandi á höndum að velja á milli og sjá fjölda umsókna sem ekki var hægt að veita brautargengi.| Miðopna 30 styrkir úr Háskólasjóði Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is YFIRMAÐUR danska heraflans, Hans Jesper Helsø hershöfðingi, seg- ist bjartsýnn á að hægt verði að ljúka samningum milli Íslands og Dan- merkur um aukið samstarf í varnar- og öryggismálum innan tveggja mán- aða. Helsø segist gera ráð fyrir að slíkur samningur muni einkum ná til þátttöku Dana í heræfingum hér á landi og skipta á upplýsingum. Helsø kom hingað til lands í gær- morgun til skrafs og ráðagerða við ís- lenzk stjórnvöld og til að sjá með eigin augum aðstæður á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, sem ætlunin er að standi flugherjum annarra NATO- ríkja til boða, m.a. í æfingaskyni. Fyrr í vikunni voru hér á landi embættis- menn dönsku varn- ar- og utanríkis- málaráðuneytanna, sem ræddu við ís- lenzk starfssystkin sín og skoðuðu sig um í Keflavík. „Á embættismannastigi erum við svo gott sem búin,“ segir Helsø. „Nú þurfum við að útfæra samning, sem setur samstarfinu ramma, og hann ætti að geta verið tilbúinn eftir tvo mánuði.“ Hershöfðinginn segist gera ráð fyrir að orrustuþotur Dana komi hingað til lands til æfinga af og til, en verði ekki staðsettar hér varanlega. Eftirlitsflug- vélar flughersins muni hins vegar ekki geta lagt mikið af mörkum til eftirlits á hafsvæðinu umhverfis Ísland; þær séu þegar ofhlaðnar verkefnum. „Geta okkar til eftirlitsflugs er mjög lítil. Við eigum erfitt með að sinna eigin skyld- um við Grænland og Færeyjar nú þeg- ar og þær eru auðvitað í forgangi hjá okkur,“ segir hann. Helsø segist telja allt samstarf um eftirlit með umferð í Norðurhöfum já- kvætt. „Það getur verið að hægt sé að koma á samstarfi, þar sem menn leysa hverjir aðra af. Í mínum augum er mikilvægara að koma upp kerfi, þar sem hægt er að skiptast á upplýs- ingum,“ segir Helsø. Hann segist telja að slík skipti á upplýsingum þurfi að þróa á milli þeirra ríkja, sem eigi hagsmuna að gæta á svæðinu, þ.e. Íslands, Danmerkur, Noregs, Kan- ada og e.t.v. Bretlands.  Harðir Danir | 16 Samningar við Dani um varnarmál langt komnir Í HNOTSKURN » Viðræður íslenzkra ogdanskra embættismanna um aukið samstarf í öryggis- og varnarmálum hófust í des- ember. » Einnig fara fram tvíhliðaviðræður við Noreg, Bret- land og Kanada. Hans Jesper Helsø Yfirmaður danska heraflans segir samkomulag geta náðst innan tveggja mánaða Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VEIÐIMENN, sem fá úthlutað veiðileyfi á hreindýr, ættu að gang- ast undir sérstakt skotpróf að því er fram kemur í ályktun aðalfundar Félags leiðsögumanna með hrein- dýraveiðum sem haldinn var ný- lega. Leggur félagið til að ákvæði um slíkt skotpróf verði sett í reglu- gerð. Sævar Guðjónsson, formaður félagsins, sagði ályktuninni beint til þeirra sem fara með yfirstjórn þessara mála, þ.e. Umhverfisstofn- unar og ríkislögreglustjóra. „Það hafa margir verið að sækja um hreindýr í fyrsta skipti und- anfarið. Samkvæmt gildandi reglum þurfa þeir ekki að eiga hreindýrariffil sjálfir, heldur nægir þeim að hafa svonefnt B-skotvopna- leyfi. Því miður koma menn á hverju ári sem hreint út sagt kunna ekki með stóra riffla að fara,“ sagði Sævar. „Þeir hafa ekki fengið þá þjálfun sem þarf. Þetta eru öflug og hættuleg vopn, sérstaklega ef ekki er farið rétt með þau.“ Sævar sagði að sem betur færi ætti þetta alls ekki við um alla ný- liða á hreindýraveiðum. Margir hefðu æft sig vel og kæmu vel und- irbúnir. Aðrir hefðu verið grenja- skyttur og kynnu því vel með vopn- in að fara. Hann sagði flesta hinna illa undirbúnu veiðimanna vera með lánsriffla. „Það er mjög einfalt mál að fá lánaðan riffil í dag. Það er nóg að vera með blaðsnepil í vas- anum um að eigandinn láni þér riff- ilinn með undirskrift hans og tíma- setningu,“ sagði Sævar. Leiðsögumennirnir eiga að ganga úr skugga um að rifflar veiðimanna séu rétt stilltir áður en veiðar hefjast. Sævar segir að þótt leiðsögumennirnir fari eftir því sé það ekki nóg. Þær prófanir fari gjarnan fram í flýti í upphafi veiða. Veiðimenn fari í skotpróf Formaður leiðsögumanna segir sumar hreindýraskyttur ekki kunna með stóra og öfluga riffla að fara Morgunblaðið/Andrés Skúlason ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.