Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 2

Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 2
Banaslys Lögreglan telur að ökumaður jeppans hafi látist samstundis í árekstrinum. Við áreksturinn kastaðist ökumaður flutningabílsins út um framgluggann og var fluttur á slysadeild en er ekki alvarlega slasaður. KONA á fimmtugsaldri lést í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á vegar- kafla vestan við Kotströnd í Ölfusi í gær. Konan var ökumaður jeppa sem hún ók til austurs og samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar á Selfossi benda ummerki á vettvangi til þess að jeppinn hafi farið yfir á rangan veg- arhelming þar sem hann lenti framan á flutningabíl sem kom á móti. Áreksturinn var mjög harður og telur lögreglan ljóst að konan hafi látist samstundis. Við höggið kastaðist flutningabílstjórinn út um framglugg- ann en bíll hans valt heilan hring áður en hann hafnaði utan vegar. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans með yfirborðsáverka en að sögn læknis þar var hann lagður inn til eft- irlits, þótt ekki væri um alvarleg meiðsli að ræða. Jeppinn valt einnig á hliðina. Slysið var tilkynnt kl. 12:18 og komu sjúkralið frá Selfossi og slökkvilið Hveragerðis á vettvang og sáu um björgunarstörf og var Suður- landsvegi lokað til klukkan 16:40 vegna vettvangsrannsóknar og hreinsunar. Stóran kranabíl þurfti til að fjarlægja ökutækin. Á meðan björgunarlið starfaði á slysstaðnum var umferð beint um Hvammsveg. Slysið er til nánari rannsóknar hjá lögreglunni og rannsóknanefnd um- ferðarslysa. Lögreglan óskar eftir vitnum að aðdraganda slyssins og eru allir þeir sem geta gefið upplýsingar beðnir að hringja í síma 480 1010. Ekki er unnt að birta nafn hinnar látnu að svo stöddu. Lést í árekstri við flutningabíl Kona á jeppa lenti framan á flutningabíl á Suðurlandsvegi við Kotströnd 2 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR straumsvik.is Verið velkomin í skoðunarferð um álverið í Straumsvík. Skoðunarferðirnar verða á fimmtudögum kl. 17:00 og á laugardögum kl. 14:00. Hægt er að skrá sig á straumsvik.is eða í síma 555 4260. Við bjóðum þér í skoðunarferð um álverið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ARNA Sigríður Albertsdóttir, sem slasaðist al- varlega á skíð- um í Noregi fyr- ir síðustu áramót, fékk í gær bætur frá tryggingafélag- inu Íslands- tryggingu. Íþróttafélag Örnu Sigríðar, Skíðafélag Ísfirð- inga, er eitt fárra íþróttafélaga sem tryggja félagsmenn sína hér á landi, að sögn Inga Þórs Ágústs- onar, formanns Héraðssambands Vestfirðinga. Þeir og Íþrótta- bandalag Hafnarfjarðar séu einu héraðssamböndin sem tryggja öll sín íþróttafélög. Aðspurð sagðist Arna Sigríður vera ánægð með að fá bæturnar og þá ákvörðun Héraðssambands- ins að tryggja alla félagsmenn íþróttafélaganna. „Endurhæfingin gengur ágætlega, ekkert miklar framfarir en gengur ágætlega,“ sagði Arna Sigríður sem sagðist hafa haldið að allir íþróttamenn væru sjálfkrafa tryggðir. HSV tryggir alla iðkendur Arna Sigríður Albertsdóttir HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem ákærður hefur verið fyrir stórfellda lík- amsárás á sambýliskonu sína og nauðgun, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur í máli hans fellur en þó ekki lengur en til 15. maí. Mað- urinn var á síðasta ári dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðganir og líkamsárásir. Var hann hand- tekinn og hnepptur í gæsluvarð- hald í desember eftir að sam- býliskona hans kallaði lögreglu til. Sagði hún að maðurinn hefði ráðist á sig þegar hún var að tala í síma, rifið af sér símann og hent í burtu, og byrjað barsmíðar sem stóðu meginhluta nætur og fram á næsta dag auk þess sem maðurinn hefði nauðgað sér tvisvar og svipt sig öllum mögu- leikum á að leita sér aðstoðar. Í úrskurði héraðsdóms um gæsluvarðhaldið segir að áverkar á konunni hafi samrýmst sögu þeirri sem hún hafi sagði lög- reglu. Sætir gæslu vegna nauðg- unarmáls Stjórnmálaflokk- ur Margrétar Sverrisdóttur, Ómars Ragn- arssonar og fleiri verður að lík- indum formlega til á næstunni. Heimildir blaðs- ins herma að haldinn verði blaðamanna- fundur í dag þess efnis og að þar verði tilkynnt nafn flokksins og jafnvel merki. Bjóða á fram í öllum kjördæmum. Tilkynna stofnun flokks Margrét Sverrisdóttir MAÐURINN sem lést í vinnuslysi á Reyðarfirði á mánudag, er hann varð á milli dráttarvagns og bif- reiðar, hét Þórhallur Jónsson, til heimilis í Víðilundi 6c á Akureyri. Hann fæddist 8. desember 1933 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Lést í slysi á Reyðarfirði HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hef- ur dæmt karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni en frestað fullnustu níu mánaða refsingarinnar. Stúlkan er fædd árið 1991. Mannin- um var að auki gert að greiða stúlk- unni sex hundruð þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn, sem neitaði sök, var sakfelldur fyrir að hafa í apríl 2002 káfað á kynfærum stúlkunnar inn- anklæða en dómurinn sýknaði hann hins vegar af því að hafa káfað á inn- anverðu læri stúlkunnar, utanklæða, í ágúst 2005. Við aðalmeðferð málsins kom fram að kennari stúlkunnar vísaði henni til skólasálfræðings í mars 2006. Í viðtali við sálfræðinginn greindi hún frá því að hafa orðið fyrir mis- notkun af hálfu stjúpföðurins. Framburður stúlkunnar var stað- fastur að mati dómsins og ekkert kom fram sem dró úr sönnunargildi hans, en fullt samræmi var með framburði annarra vitna, s.s. um breytta líðan stúlkunnar og ótta í garð ákærða þegar hann var undir áhrifum áfengis. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn braut á stjúpdótt- ur sinni inni á heimili barnsins þar sem það lá sofandi og varnarlaust. Einnig kemur fram í niðurstöðu dómsins að brot mannsins hefur orð- ið fjölskyldunni til mikillar bölvunar og hefur hún sundrast, en ákærði á með móður stúlkunnar þrjú börn, auk annars stjúpbarns. Málið dæmdu héraðsdómararnir Benedikt Bogason dómsformaður, Ingveldur Einarsdóttir og Símon Sigvaldason. Sigríður Elsa Kjart- ansdóttir saksóknari sótti málið af hálfu ákæruvaldsins en Jón Haukur Hauksson hdl. varði manninn. Braut gegn stjúpdóttur Eftir Egil Ólafsson og Önnu Pálu Sverrisdóttur STJÓRN Faxaflóahafna sf. hefur sent forsætis- ráðherra og samgönguráðherra bréf þar sem lýst er eindregnum vilja til að koma að framkvæmdum við Sundabraut. Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, sem lagði fram tillögu þessa efnis á stjórnarfundi í gær, segir vilja til þess að Faxaflóahafnir ljúki framkvæmdum í ein- um áfanga á 3–5 árum. Það muni auka hagkvæmni í framkvæmdinni. „Að sjálfsögðu væri ég til í að skoða þetta,“ seg- ir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Hann segir þetta ánægjuleg viðbrögð eftir að ný vegalög voru samþykkt í þinglok. „Með þeim er opnað fyr- ir einkaframkvæmdir án nokkurra vafninga.“ For- svarsmenn Faxaflóahafna hafi fylgst með og átt við hann samtöl um þetta. Í núverandi samgöngu- áætlun sé gert ráð fyrir möguleikanum á einka- framkvæmdum. „Faxaflóahafnir eiga mikilla hagsmuna að gæta við að tengja hafnir á Akranesi, á Grundartanga og í Reykjavík saman. Þess vegna sjá menn mikla hagkvæmni í því að hraða þessari mikilvægu teng- ingu. Sama gildir um Vegagerðina svo ég er mjög ánægður.“ Ný hafnalög hafi opnað fyrir hluta- félagarekstur á höfnum og ekkert að því að hafnir útvíkki sína starfsemi. „En þetta er allt á viðræðu- og undirbúningsstigi.“ Aðspurður hvort til greina kæmi að semja án útboðs segir hann það eitt af því sem þurfi að skoða. Væntanlega verður fundur milli forsvarsmanna Faxaflóahafna, samgöngu- og forsætisráðherra á föstudag. Björn Ingi segist telja langlíklegast að gerð verði jarðgöng frá Sæbraut yfir í Gufunes. Kann- anir bendi til þess að sá kostur sé hagkvæmari en áður var talið.  Faxaflóahafnir | Miðopna Samgönguráðherra fagnar hugmyndum Faxaflóahafna  Setja fram hugmyndir um að ljúka gerð Sundabrautar í einum áfanga  Mestar líkur taldar á að gerð verði jarðgöng frá Sæbraut í Gufunes

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.