Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 4

Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞINGMENN, varaþingmenn og ráð- herrar töluðu samtals í rúmar 460 klukkustundir á Alþingi í vetur. Karl- ar á þingi töluðu í 336 klukkutíma eða í um 73% af fundartíma þingsins og konur í um 27% eða í 126 klst. Konur eru engu að síður 42% af þessum hópi en mun fleiri konur en karlar hafa tekið varaþingmannssæti í vet- ur. Hlutfall kvenna á þingi er nú tæp 37% og hefur hækkað á kjör- tímabilinu sem má rekja til þess að konur hafa tekið sæti karla sem hafa af einhverjum ástæðum hætt á þingi. Þá eru konur fjórar af tólf ráðherrum eða 33%. Ræðutími jafnastur í Framsókn Séu varaþingmenn teknir með í reikninginn er hlutfall karla og kvenna sem hafa tekið til máls á Al- þingi nokkuð jafnt í öllum flokkum, að undanskildum Frjálslynda flokkn- um en engin kona sat þingfundi fyrir hönd flokksins í vetur. Jafnast er hlutfallið í Sjálfstæð- isflokki þar sem 13 konur og 13 karl- ar tóku til máls. Konurnar töluðu hins vegar aðeins í tuttugu klukku- stundir en karlarnir í rúmar 60. Ræðutími milli kynjanna er jafn- astur í Framsóknarflokknum þar sem karlar töluðu í rúmar 36 klukkustundir en konur í rúmar 29. Stjórnarandstaðan talar mun meira en meirihlutinn Karlar í stjórnarandstöðunni töl- uðu mun meira en konur í sömu flokkum. Þannig töluðu níu samfylk- ingarkonur í tæpar 45 klst. en tíu flokksbræður þeirra í rúmlega 102 klukkustundir. Fimm karlar sem sátu á þingi fyrir Vinstri græna töl- uðu í 72 tíma en fjórar flokkssystur þeirra í 31 klukkustund. Þingmenn sem nú mynda Frjáls- lynda flokkinn voru málglaðastir í vetur og töluðu að meðaltali í tæpar þrettán klukkustundir hver. Ráðherraræður og -athugasemd- ir tóku um 15% af tíma þingsins og ráðherrar töluðu samtals í tæpar 68 klukkustundir. Stjórnarandstaðan talaði mun meira en meirihlutinn eða í 314 klukkutíma og 68% af tím- anum. Heimild: Vefur Alþingis www.althingi.is. Tekið var mið af þeim flokki sem þingmenn voru í við þinglok. Útreikningar taka bæði mið af þingræðum og athugasemdum. Þingmenn, varaþingmenn og ráðherrar töluðu samtals í rúmar 460 klukkustundir á Alþingi í vetur Karlar notuðu 73% af fundar- tíma Alþingis Morgunblaðið/Sverrir Lagt við hlustir Þótt þingmenn séu annálaðir fyrir að tala mikið og vera stundum langorðir fer líka stór hluti af vinnutíma þeirra í að hlusta.                                        !"! #      UMFERÐARÓHAPP varð á Álfta- nesvegi um klukkan 15 í gær þegar bifreið fór þvert yfir veginn og end- aði úti í skurði austan við afleggj- arann að Bessastöðum. Að sögn lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, fluttur slasaður á bráðadeild í Foss- vogi. Hann fór svo meðvitundarlaus á gjörgæsludeild. Samkvæmt upp- lýsingum læknis þar var maðurinn ekki alvarlega slasaður og var kom- inn til meðvitundar í gærkvöldi. Ekki var ljóst hvenær hann myndi losna úr gjörgæslu. Endaði slasaður í skurði Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is SAMTÖKIN Samhjálp gera athuga- semdir við það sem fram kemur í Fréttablaðinu í gær, að velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi átt í viðræð- um við SÁÁ um rekstur meðferðar- heimilis í Arnarholti á Kjalarnesi. Þar yrði veitt þjónusta sem Byrgið bauð áður. „Það sem okkur svíður fyrst og fremst er að okkur finnst verið að taka frá okkur vinnu sem við höfum lagt fram og ég veit ekki hvort Arn- arholt hefði komið inn í umræðuna nema okkar vegna,“ segir Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálp- ar. Hann segir samtökin hafa frá í ársbyrjun 2005 reynt að leysa hús- næðisvanda með því að fá Arnarholt til afnota eftir að Landspítalinn hætti þar starfsemi. Viðbrögð í heil- brigðisráðuneytinu hafi verið já- kvæð en alltaf dregist að gefa svar. Eftir að Byrgismálið kom upp hafi félagsmálaráðuneytið leitað til Sam- hjálpar um samstarf vegna fyrrum skjólstæðinga Byrgisins. Samhjálp hafi þá lagt til að í stað Efri-Brúar, þar sem Byrgið var áður, yrði Arn- arholt notað. „Með þessu hefðum við slegið tvær flugur í einu höggi; ann- ars vegar hefði húsnæðisþörf okkar verið fullnægt og hagsmunum félagsmálaráðuneytisins verið borg- ið. Nú finnst okkur traust okkar hafa verið misnotað.“ Hann segist hvorki vilja væna vel- ferðarsvið borgarinnar né ráðuneyt- in um að fordómar stýri þar ákvarð- anatöku. Hins vegar hafi umræða um Samhjálp, og þá sérstaklega á Alþingi, verið illa upplýst og for- dómafull. „Ég held að umræðan hafi getað stýrt því að málið fari í þennan farveg.“ Boltinn sé nú hjá félags- málaráðuneytinu sem ráðstafi því fé sem ætlað var Byrginu. Það megi ekki fría sig ábyrgð á ákvarðana- töku. „Þetta eru peningar og þjón- usta á forræði landsyfirvalda, þótt borgin sé stór aðili að málinu.“ „Þetta mál er í vinnslu og ekki frá- gengið að neinu leyti,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðar- ráðs. Henni finnst þó viðbrögð Sam- hjálpar við fyrrgreindri frétt eðlileg. „Þessu er slegið upp eins og lokuðu máli, sem það er ekki.“ Samhjálp svíður að SÁÁ taki hugsanlega við Arnarholti JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, talaði samanlagt í rúman sólar- hring á Alþingi liðinn vetur, lengur en nokk- ur annar þing- maður. Flokks- bróðir Jóns, Steingrímur J. Sigfússon, talaði í tæpar 22 klukkustundir. Fast á hæla honum kom Ögmundur Jón- asson, VG, og svo Mörður Árna- son, Samfylkingu. Þá talaði Kol- brún Halldórsdóttir, einnig í VG, kvenna mest á líðandi þingi eða samtals í tæpa 21 klukkustund. Ögmundur Jónasson tók oftast til máls eða 262 sinnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra talaði lengst ráðherranna, sem kemur kannski ekki á óvart, enda var frumvarp hennar um Ríkisútvarpið ohf. mest rædda mál vetrarins en það var rætt í rúmar 70 klukkustundir. Stjórnarþingmenn töluðu um- talsvert minna en stjórnarand- stöðuþingmenn í vetur. Sá stjórn- arþingmanna sem lengst talaði var Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, en hann tók 187 sinnum til máls og talaði samtals í átta klukkustundir. Jón talaði í rúman sólarhring Jón Bjarnason Þorgerður Katrín talaði mest ráðherra Páskasnjórinn er í boði Vina Hlíðarfjalls Í SUÐVESTANÁTT er oft mikið sjónarspil við Öndverðarnesið, vestasta tanga Snæfellsness, þegar brimið svarrar við klettana eins og í hvassviðrinu sem gekk yfir landið í gær. Miðin á þessum slóðum þóttu fengsæl og við Öndverðarnes voru fyrrum margar þurrabúðir. Þar er og býli sem fór í eyði 1945. Morgunblaðið/Alfons Ólgandi brim í Öndverðarnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.