Morgunblaðið - 22.03.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.03.2007, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞÓTT ENN sé talsverð óvissa um hver verða áhrif tollalækkunar á inn- fluttu kjöti frá Evrópusambands- löndum bendir margt til þess að ein- stakar kjötvörur sem fluttar verða inn muni lækka verulega í verði. Færa má rök fyrir því að þær verði jafnvel samkeppnisfærar í kílóverði við innlendar kjötvörur í einhverjum tilvikum. Tollar á kjöt sem flutt er inn frá ESB voru lækkaðir um 40%, bæði magn- og verðtollar, í nýgerðu sam- komulagi Íslands og ESB um við- skipti með landbúnaðarvörur. Einn- ig felst í samkomulaginu heimild til innflutnings á tilteknu magni af kjöti án tolla og ræðst innflutningur á því af nýafstöðnu uppboði á innflutn- ingskvótum. Engin leið er að áætla áhrifin af þeim innflutningi á matvælaverð til neytenda enda ræðst verðið í útboð- inu. Hins vegar má áætla áhrif tolla- lækkana á verð til neytenda á toll- uðum kjötvörum. Hagstofan hefur gert ráð fyrir að tollalækkunin geti leitt til 1,5% lækk- unar á matarverði til viðbótar áhrif- unum af lækkun virðisaukaskattsins um síðustu mánaðamót og afnámi vörugjalda, skv. upplýsingum Guð- rúnar Ragnheiður Jónsdóttur, deild- arstjóra vísitöludeildar Hagstofu Ís- lands. Hún reiknar með að áhrifin af niðurfellingu vörugjalda á matvæla- verð muni skila sér á nokkrum vik- um. Hún segir enn nokkuð óljóst hvað tollalækkanirnar muni þýða í verði til neytenda en talið sé að þær muni smám saman koma fram á næstu sex til átta vikum. Hakkið á sambærilegu verði? Guðrún kynnti tilbúin dæmi um möguleg áhrif tollalækkunarinnar á nokkrar innfluttar kjöttegundir á fundi sem Félag viðskiptafræðinga MBA við HÍ efndu til í gær um lækk- un matarverðs (sjá töflu). Að gefnum forsendum um innflutningsverð og álagningu má sjá möguleg áhrif tolla- lækkananna á verð á nokkrum inn- fluttum kjötvörum. Guðrún tekur m.a. dæmi af kjúklingabringum og gefur sér að innflutningsverð á kílóið sé 500 kr. Verðtollur lækkar úr 30% í 18% og magntollur úr 900 kr. í 540 kr. Verð fyrir álagningu lækkar því úr 1.550 kr./kg í 1.130 kr./kg. Ef reiknað er með 50% álagningu og 7% virðisaukaskatti yrði kílóverð til neytandans 1.814 kr. Morgunblaðið aflaði sér í gær upp- lýsinga um verð á kjúklingabringum í tveimur stórum matvöruverslunum í Reykjavík. Í annarri voru kjúk- lingabringurnar boðnar með 20% af- slætti á 1.926 kr./kg og voru því rúm- lega 100 kr. dýrari en í dæmi Guðrúnar. Í hinni versluninni voru engin afsláttarkjör og kostuðu bring- urnar 2.515 kr./kg. Innfluttu bring- urnar yrðu því ódýrastar í þessum samanburði. Í dæmi Guðrúnar er gengið út frá að innflutningsverð á nautahakki sé 400 kr. Tollarnir lækka um 252 kr. og útsöluverð til neytandans á hakki miðað við sömu forsendur og í dæm- inu um kjúklingabringurnar verður 1.249 kr./kg. Til samanburðar kost- aði hreint nautahakk með 10% af- slætti í stórmarkaði í Reykjavík í gær 1.224 kr./kg og í annarri mat- vöruverslun var verð á nautahakki 1.298 kr./kg. Innflutta hakkið í dæm- inu er því á mjög sambærilegu verði og það innlenda. Ef tekið er dæmi af áhrifum tolla- lækkunar á innfluttar nautalundir, reiknað er með að innkaupsverðið gæti numið 1.000 kr./kg og álagning sem fyrr áætluð 50%, kemur í ljós að kílóverð til neytandans lækkar úr 4.433 kr./kg fyrir tollalækkun í 3.302 kr./kg eftir lækkunina eða um rúm- lega 1.100 kr. Til samanburðar voru innlendar nautalundir boðnar á 3.759 kr./kg í matvörumarkaði í Reykjavík í gær. Guðmundur Helgason ráðuneytis- stjóri er þeirrar skoðunar að samn- ingurinn við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur muni hafa tölu- vert að segja til lækkunar á matvæla- verði. „Ég held að þarna sé tvímæla- laust um aðgerð að ræða sem muni lækka matvælaverð,“ segir hann. Guðmundur segir einnig mikilvægt þegar samkeppnin eykst að landbún- aðurinn fái sóknarfæri á móti með gagnkvæmum markaðsaðgangi. Innflutt kjöt á samkeppnisfæru verði?  Kílóverð á innfluttum kjúklingabringum gæti orðið 1.814 kr. skv. dæmi sérfræðings á Hagstofunni  Innlendar kjúklingabringur kostuðu 1.926 til 2.515 kr./kg í tveimur matvöruverslunum í gær Í HNOTSKURN »Innflutningur á kjöti varyfir 900 tonn í fyrra. »Hagstofan hefur áætlað1,5% lækkun matarverðs vegna tollalækkunar. »Matar- og drykkjarvörurlækkuðu um 7,4% skv. breytingu á vísitölu neyslu- verðs milli febrúar og mars. »Umsóknarfrestur land-búnaðarráðuneytisins um tollkvóta frá ESB-löndum rann út 12. mars.        !      !  ! "  ##" # $!        "# $# $# ""! ""    #   # !   !    "      $   "  !% "" $     # "  #!"   "#!     "   #! ! " # !"      " "       ##   !" # "#$ %#& ' #$##$#(( " %& '( )*   *   ( &+    (  ! ,  (  , -   Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is GRUNN- og leikskóli verða reknir í sömu byggingu sem reisa á í Norð- lingaholti í Reykjavík og taka í notk- un haustið 2009. Að sögn Önnu Krist- ínar Sigurðardóttur, skrifstofustjóra grunnskólaskrifstofu borgarinnar, er þetta í fyrsta sinn sem borgin læt- ur hanna húsnæði fyrir þessi tvö skólastig með þessum hætti. Megin- hugmyndin sé að skapa meiri sam- fellu í námi barnanna. Á dögunum var tilkynnt að tillaga arkitektastof- unnar Hornsteina ehf. hefði orðið hlutskörpust í samkeppni um hönn- un skólans. Mun borgin undirrita samninga við stofuna í næstu viku. Anna Kristín segist vita til þess að svipað hafi verið reynt annars staðar á landinu, til að mynda í Hraunvalla- skóla í Hafnarfirði. Aðstaðan í húsnæðinu samnýtt „Meiningin var að tryggja betra flæði og sveigjanleika milli grunn- og leikskólastiganna,“ segir Anna Krist- ín. Hún leggur áherslu á að um að- skildar stofnanir verði að ræða þótt aðstaðan í húsnæðinu verði samnýtt að hluta. Leikskólinn muni einkum njóta góðs af því, en leikskólabörn- unum gefist þá kostur á að nýta sér- hæfðari rými á borð við íþróttasali og fleira. Anna Kristín segir að hópur fólks hafi tekið þátt í að undirbúa skólabygginguna. Í honum hafi verið kennarar, skólastjórnendur, foreldr- ar leik- og grunnskólabarna og íbúar úr hverfinu, eða hátt í þrjátíu manns. „Þetta var niðurstaða hópsins. Menn voru mjög ánægðir með þetta. Það var til dæmis rætt um að stíga skref- ið til fulls og gera þetta að einni stofnun, en niðurstaðan varð að gera þetta svona og þetta yrðu tvær að- skildar stofnanir, en tengdar sam- an,“ segir Anna Kristín. Litið til reynslu annars staðar Leik- og grunnskólinn muni deila lóð, en það verði afmörkuð lóð fyrir leikskólabörnin. „En það má alveg hugsa sér að yngstu börnin í grunn- skóla geti líka nýtt sér þann hluta lóðarinnar,“ segir hún. Anna Kristín segir að þegar skól- inn var skipulagður hafi meðal ann- ars verið litið til reynslunnar af skól- anum í Hafnarfirði. Þá hafi skólar sem þessir verið byggðir á hinum Norðurlöndunum, til dæmis í Sví- þjóð. „Þar eru menn farnir að setja leik- og grunnskóla undir eina stjórn,“ segir hún. Sterk og framsækin tillaga Samkeppnin um hönnun Norð- lingaskóla hefur staðið frá því í mars í fyrra. Óskað var eftir tilögum frá þremur ráðgjafateymum að undan- gegnu forvali þar sem fram kæmi góð heildarlausn þar sem grundvall- aratriði skólastarfsins væru sett í öndvegi. Þótti tillaga Hornsteina arkitekta ehf. svara best þeim áhersluatriðum sem lögð voru til grundvallar mati. Ásamt Hornsteinum voru í ráðgjafa- teyminu Línuhönnun ehf. og Raf- teiknistofa Thomas Kaaber. Í umsögn matsnefndar um tillögu Hornsteina segir meðal annars að um sé að ræða áhugaverða grunn- hugmynd um „skólaþorpið“ þar sem húsin tengjast saman með „almenningi“ sem myndar götur og torg í þorpinu. Tillagan sé sterk og framsækin og leitist við að brjóta upp hina hefðbundnu skólabyggingu. Áætlað er að hefja framkvæmdir við Norðlingaskóla um mánaðamótin nóvember/desember á þessu ári. Verðlaun Borgarstjóri ásamt starfsmönnum Hornsteina en tillaga arkitektastofunnar varð hlutskörpust í sam- keppni um hönnun Norðlingaskóla. F.v. Brynhildur Guðlaugsdóttir, Ásdís Ingþórsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Ögmundur Skarphéðinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ólafur Hersisson, Kristín Þorleifsdóttir, Sigurjón G. Gunnarsson og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir. Á myndina vantar Alistair Macintyre og Andrés Narfa Andrésson. Samfella í námi barna markmiðið Grunn- og leikskólabörn verða í sama húsnæði í nýhannaðri skólabyggingu sem reisa á í Norðlingaholti Nýr Norðlingaskóli Tillaga Hornsteina þótti sterk og framsækin og leitast við að brjóta upp hina hefðbundnu skólabyggingu. Í HNOTSKURN »Norðlingaskóli hóf göngusína í ágúst 2005. Hann er nýjasti grunnskólinn í Reykja- vík og er í Norðlingaholti, mitt á milli Elliðavatns og Rauða- vatns. »Gert er ráð fyrir því aðNorðlingaskóli verði heild- stæður grunnskóli fyrir 300–400 nemendur í 1.–10. bekk þegar hann er fullbúinn. »Vel þykir hafa tekist til meðþað samráð sem haft var þegar hugmyndir um skólann voru mótaðar. »Anna Kristín Sigurðardóttirsegist vonast til að sá háttur verði framvegis hafður á þegar nýjar skólabyggingar í borginni eru hannaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.