Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 8

Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Geir minn, varst þú nokkuð búinn að panta upphreinsun frá „Allt í drasli“? Læturðu mig ekki bara um oj-bjakkið eins og vanalega, góði? Það er góð hugmynd hjá samfylk-ingarfólki í Breiðholti að hvetja til þess að gerð verði stytta af Guðmundi J. Guðmundssyni, fyrrum formanni Dagsbrúnar, og að hún verði reist í Breiðholti.     Guðmundur J.lék lykilhlut- verk í kjarasamn- ingunum, sem gerðir voru sum- arið 1965, en kjarninn í þeim samningum var bygging 1.250 íbúða fyrir lág- launafólk, sem síðan voru byggð- ar í Breiðholti.     Á þeim tíma fólust í þessu sam-komulagi miklar kjarabætur fyrir láglaunafólk. Og á bak við þá er athyglisverð saga.     Styttan af Guðmundi J. gæti líkaátt heima við Reykjavíkurhöfn en lífsstarf Guðmundar J. var ekki sízt í þágu hafnarverkamanna í Reykjavík.     Þessi hugmynd ætti jafnframt aðverða til þess að hugað verði að því að heiðra minningu fleiri verkalýðsforingja 20. aldarinnar svo sem Eðvarðs Sigurðssonar, Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar.     Allir þessir menn unnu merkilegtog óeigingjarnt starf í þágu verkafólks, sem barðist harðri bar- áttu frá fátækt til bjargálna fram eftir 20. öldinni.     Það voru forréttindi að kynnastþeim og hvernig þeir hugsuðu. Hver þeirra um sig var sérstakur. Það er eftirsjá að slíkum mönnum. Samfylkingarfólk í Breiðholti er hér með hvatt til að fylgja þessari hugmynd fast eftir og koma henni í framkvæmd. STAKSTEINAR Guðmundur J. Guðmundsson Guðmundur J.                      !  "#   $ %&  ' (                        )'  *  +, -  % . /    * ,                                   01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '            !  " "   #$           #$        9  )#:;                                               ! )  ## : )   % !&' $   & $   $ ( ) <1  <  <1  <  <1  % $'  *  + ,#-  ;;          :   !  1  % & ! #    .  - &  #    " /      " .       % ' !. &   $+ # &' $.  $ 0 # &  # ( $  " <6  % &   $+ #    ! & &     #        .  1    ! 2#    " /      " 3 ! 44 $ (! 5  #( *  2&34 =3 =)<4>?@ )A-.@<4>?@ +4B/A (-@ 0. 0. " "  " "  "  "6 " " " " " 6" 6" 6" 6" 6" . . . . . 0. 0. . . . . . .           Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið sýnishornin á laxdal.is Nýkomin glæsifatnaður frá og Taifun VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Pjetur Hafstein Lárusson | 21. mars Smekkagjöf í kirkju Nú ætla ég ekki að fella þann dóm að Grafarvogskirkja hafi verið gerð að ræn- ingjabæli enda þótt tryggingarfélag af- hendi foreldrum ný- skírðra barna smekk með bæn á og láti fylgja með auglýsingabækling […] En væri nokkuð úr vegi að sá prestur […] leiddi að því hugann, hvers vegna Jesú velti um sölu- borðum prangaranna í helgidóm- inum? Meira: hafstein.blog.is Eygló Harðardóttir | 21. mars Slæmt, slæmt, slæmt! Kristinn Björnsson, fyrrum forstjóri, var í Kastljósinu í gær. Við- talið byrjaði illa og varð bara verra og verra. Hver ráðlagði hon- um eiginlega að fara í viðtal og út- skýrði ekki fyrir honum undirstöð- una í PR-fræðum? Maður réttlætir ekki, heldur biðst afsökunar og biðst aftur afsökunar. Meira: eyglohardar.blog.is Auður H. Ingólfsdóttir | 21. mars Stríð og friður í Írak Í gær horfði ég á fréttaskýringaþátt á Sky fréttastöðinni um innrásina í Írak. Þar var m.a. litið út fyrir höfuðborgina og kann- að hvernig ástandið væri hjá almennum borgurum ann- ars staðar í landinu. Í suðrinu var sama ógnarástand og í höfuðborg- inni en á ákveðnu svæði í norður- hluta Íraks virtist ríkja friður og ákveðin velmegun. Þar var upp- bygging […] Meira: aingolfs.blog.is Guðfríður Lilja | 20. mars Skemmdar í skjóli frelsisins Það er magnað hvernig ákveðin hagsmunaöfl samfélagsins komast upp með að tala um „frelsi“ þegar þau eru í raun að tala um eigin hag – og þá oftast eigin græðgisvæð- ingu og völd. Það er t.d. agalega klókt af markaðsöflunum og talsmönnum þeirra að nota orðið „frelsi“ þegar fjallað er um skefjalausa markaðs- hyggju. Markaðsöflin reyna ekki að ná völdum, þau reyna ekki að „stýra“ okk- ur, þau reyna ekki að hafa „áhrif“ eða „afskipti“ af börnunum okkar, sei sei nei. Þau eru bara „frjáls“. Hver getur verið á móti frelsi? Í þessu orðfæri verða allar hug- myndir um samfélagslega ábyrgð, sam- kennd og sterkt velferðarkerfi að „rík- isafskiptum“ og „forræðishyggju“. Auglýsingar kóka kóla í hverju horni („kynlíf með zero-forleik“ stendur á nýju zero-kókflöskunni, sykurlaust fyr- ir börn) standa bara fyrir frelsi en ekki „áreiti“, „áhrif“ eða „afskipti“. Skóla- tannlækningar standa hins vegar fyrir óþolandi „ríkisafskipti“ (enda er búið að leggja þær af í nafni frelsisins). Gjald- frjáls tannlæknakostnaður fyrir börn og unglinga stendur fyrir úrelta fé- lagshyggju, enda er búið að henda því öllu út á hafsauga (í nafni frelsisins). Það að reyna að koma í veg fyrir að gosdrykkjum sé bókstaflega verðstýrt ofan í börn og unglinga stendur fyrir óþolandi „forræðishyggju“ og er skerð- ing á frelsinu. Lýðheilsustöð, hvað? Hinn frjálsi markaður ræður! Einhvern veginn segir mér svo hug- ur um að þriggja ára börn með allar skemmdar og foreldrar þeirra sem hafa ekki efni á að fara reglulega til tann- læknis upplifi sig ekkert sérstaklega mikið sem handhafa frelsisins. Meira: vglilja.blog.is BLOG.IS Pétur Reynisson | 21. mars Viðskiptahugmynd Ég ætla selja aðgang að útsýni sem moldríkt fólk sér ekki á hverjum degi. Fólk sem allajafna hefur séð alla flottustu staðina í heiminum en á eftir eitthvað óséð, – eitthvað sem sker sig frá þeim stöð- um sem það hefur verið á. Meira: gattin.blog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.