Morgunblaðið - 22.03.2007, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Hreini
Loftssyni, stjórnarformanni
Baugs Group hf.:
„Jón Steinar Gunnlaugsson,
hæstaréttardómari,
sendi frá sér yfirlýs-
ingu til fjölmiðla á
dögunum og mót-
mælti þeirri staðhæf-
ingu Ingibjargar S.
Pálmadóttur, er fram
kom við vitnaleiðslur
í Héraðsdómi Reykja-
víkur, að hann hefði
verið undir þrýstingi
margra manna að lið-
sinna Jóni Gerald
Sullenberger í að-
draganda Baugsmáls-
ins. Mér er málið
skylt þar sem ég
hafði milligöngu um
að Ingibjörg S.
Pálmadóttir leitaði til Jóns Stein-
ars. Í símtali greindi ég Jóni
Steinari m.a. frá tengslum hennar
við Jón Ásgeir Jóhannesson.
Í yfirlýsingu sinni vill Jón
Steinar gera sem minnst úr því að
aðrir hafi þrýst á, að hann tæki að
sér mál Jóns Geralds Sullenberg-
er. Hann upphefur sjálfan sig og
þykist aðeins hafa verið að lið-
sinna lítilmagnanum í baráttunni
við viðskiptaveldið Baug. Nú hef-
ur Ingibjörg svarað Jóni Steinari
og útskýrt með sannfærandi hætti
undir hvaða kringumstæðum Jón
Steinar sagði þetta við hana, en
hann var lögmaður hennar og var
að afsaka framkomu sína gagn-
vart henni sumarið 2002. Ingi-
björg greindi frá samskiptum sín-
um eiðsvarin fyrir dómi.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Jón Steinar Gunnlaugsson sendir
yfirlýsingu til fjölmiðla er varðar
viðskipti hans við Jón Gerald Sull-
enberger og aðkomu hans að því
að kæra forsvarsmenn Baugs til
Ríkislögreglustjóra sumarið 2002.
Hinn 15. ágúst 2005 birtist í
Morgunblaðinu yfirlýsing frá Jóni
Steinari sem einnig miðar að því
að gera sem minnst úr afskiptum
hans af upphafi málsins. Orðrétt
segir Jón Steinar í þeirri yfirlýs-
ingu: „Er líklegt, þó að ég muni
það ekki, að ég hafi haft samband
við lögregluna til að óska eftir að
skjólstæðingur minn
fengi að koma til
skýrslugjafar um
þetta.“ Athygli vekur
að Jón Steinar bregð-
ur hér fyrir sig minn-
isleysi. Þessi yfirlýs-
ing birtist rúmum
mánuði áður en
Fréttablaðið birti
tölvupósta Jónínu
Benediktsdóttur og
Styrmis Gunnarsson-
ar, en þar var að-
komu Jóns Steinars
að málinu lýst með
þeim „gamansömu“
orðum Styrmis, að
Jónína og Jón Gerald
Sullenberger þyrftu ekkert að
óttast í viðskiptum sínum við
Baugsmenn því að tryggð Jóns
Steinars við „ónefndan mann“
væri innvígð og ófrávíkjanleg. Í
tölvupóstunum kemur fram, að til
stóð að koma ásökunum Jóns
Geralds Sullenberger til yfir-
valda.
Með yfirlýsingum Ingibjargar
S. Pálmadóttur og Jón Steinars
Gunnlaugssonar síðustu daga hef-
ur birst enn ein vísbendingin um
það, hvað gerðist í aðdraganda
málsins og hverjir áttu þar hlut
að máli. Þetta var ekki aðeins
spurning um að Jón Gerald fengi
lögmann heldur hvaða hópur
áhrifamanna ætlaði að beita sér
fyrir hann gegn „viðskiptaveld-
inu“ Baugi. Baktjaldamakkið er
smám saman að opinberast. Ekki
bætir úr skák að fundarmennirnir
á ritstjórnarskrifstofu Morgun-
blaðsins, sem lögðu á ráðin, hafa
komið með afar ótrúverðugar lýs-
ingar á aðild sinni. Kjartan Gunn-
arsson segist aðeins hafa verið að
lýsa hæfileikum Jóns Steinars
Gunnlaugssonar sem lögmanns
við þá Styrmi og Jón Steinar
sjálfan! Hafði þó Jón Steinar ver-
ið lögmaður ritstjórnar Morgun-
blaðsins um langa hríð. Styrmir
vill ekki gefa upp nafn „ónefnda“
mannsins og vildi aðeins sann-
færa sig um að Jón Steinar gæti
ráðið við málið sem lögmaður!
Einnig var hann að treysta „ætt-
arböndin“ við Kjartan! Jón Stein-
ar segist aðeins hafa verið að taka
að sér lögmannsstörf þar sem
hann væri nánast eini lögmaður-
inn í landinu, sem hafði sjálfstæði
til að standa uppi í hárinu á
Baugi. Á sama tíma var hann þó
lögmaður eins stærsta hluthafans
í Baugi, sambýliskonu forstjór-
ans!
Ótrúverðugar skýringar þre-
menninganna eru ekki eina
ástæðan fyrir því að ekki er mark
takandi á orðum þeirra um að-
draganda Baugsmálsins. Að fram-
an er vikið að yfirlýsingu Jóns
Steinars og andsvari Ingibjargar
S. Pálmadóttur. Þar stendur orð
gegn orði. Einnig er að framan
vikið að orðum í yfirlýsingu Jóns
Steinars Gunnlaugssonar frá því í
ágúst 2005, áður en upp um af-
skipti hans komst þegar tölvu-
póstar Jónínu og Styrmis voru
birtir opinberlega. En fleira kem-
ur til varðandi þau ummæli sem
veldur því að ekki er hægt að
taka mark á þeim. Í vitnisburði
Jóns H.B. Snorrasonar, fyrrver-
andi saksóknara í Baugsmálinu,
lýsti hann aðdraganda málsins og
samskiptum sem hann þá átti við
Jón Steinar Gunnlaugsson.
Greindi hann þar frá því að Jón
Steinar hefði komið gögnum til
sín og þeir síðan fundað um málið
í nokkur skipti áður en Jón Ger-
ald Sullenberger kom fyrst til
skýrslugjafar. Sú lýsing er algjör-
lega á skjön við þá lýsingu, sem
fram kemur í tilvitnuðum orðum
Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá
því í ágúst 2005. Lýsing Jóns
H.B. Snorrasonar var gefin af
honum sem vitni fyrir dómi og
þegar af þeirri ástæðu ber að
taka fremur mark á honum í
þessu sambandi en Jóni Steinari
Gunnlaugssyni.“
Hvað hefur
maðurinn að fela?
Hreinn Loftsson
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Guð-
brandi Sigurðssyni, forstjóra
Mjólkursamsölunnar:
„Vegna ummæla framkvæmda-
stjóra Mjólku í Morgunblaðinu í
gær, miðvikudaginn
20. mars, og leiðara-
skrifa Morgunblaðsins
sama dag, þykir
Mjólkursamsölunni
rétt að benda á eft-
irfarandi:
Mjólkuriðnaðurinn
er að ganga í gegnum
miklar breytingar um
þessar mundir. Meðal
annars er verið að
leggja niður Mjólkur-
stöðina í Reykjavík og
flytja þá starfsemi að
öllu leyti til Selfoss.
Þetta er gert til hags-
bóta fyrir neytendur
og bændur.
Skipulagsbreytingar iðnaðarins
eru til þess gerðar að auðvelda
okkur að takast á við aukna sam-
keppni erlendis frá í framtíðinni.
Miklar líkur eru taldar á að aðild
Íslands að Alþjóðaviðskiptastofn-
uninni verði til þess að tollar á
landbúnaðarvörur á heimsvísu
lækki verulega innan fárra ára.
Niðurfelling tolla á landbúnaðar-
afurðir er einnig á stefnuskrá
stjórnmálaflokka hér á landi og því
er eðlilegt að mjólkurframleið-
endur hugi vel að búrekstri sínum.
Við gerum ráð fyrir því að sam-
keppnin muni að mestu verða er-
lendis frá.
Mjólkuriðnaðurinn er nú að búa
sig undir þessa samkeppni og þarf
því að laga sig að auknu frjálsræði
á neytendamarkaði. Hluti af því er
eðlileg verðlagning þar sem verð
afurðanna er gagnsætt og endur-
speglar framleiðslukostnað þeirra.
Núverandi verðlagskerfi leiddi
af sér mikla verðtilfærslu sem
margir hagfræðingar telja slæman
kost á heilbrigðum neytendamark-
aði. Það er alls ekki stefna Mjólk-
ursamsölunnar að hækka verð á
mjólkurafurðum, þvert á móti.
Þannig lagði mjólkuriðnaðurinn
sitt af mörkum til lækkunar mat-
vælaverðlags á landinu með því að
tilkynna verðstöðvun til 12 mánaða
í október síðastliðnum í verðbólgu
sem var þá um 8%. Við veltum því
hins vegar fyrir okk-
ur hvort rétt sé að
láta neytendur borga
of hátt verð fyrir
rjómann til að hægt
sé að niðurgreiða
mjólkina, svo dæmi sé
tekið.
Mjólkursamsalan
nýtur ekki stuðnings
frá ríkisvaldinu, held-
ur er um að ræða
beinan samning milli
bænda og ríkisvalds-
ins. Stuðningur til
bænda er í formi
beingreiðslu og gripa-
greiðslna og er mik-
ilvæg forsenda þess
að hægt sé að stunda kúabúskap
hér á landi.
Mjólkursamsalan hefur yfir-
gnæfandi markaðshlutdeild hér á
landi og leggur áherslu á að um-
gangast markaðinn af varfærni og
virðingu. Það er ekki markmið MS
að drepa niður samkeppni enda
höfum við átt mjög gott samstarf
við einkarekin mjólkurbú um ára-
bil sem án efa er til hagsbóta fyrir
framleiðendur og neytendur.
Markmið eigenda Mjólkursamsöl-
unnar er að auka mjólkurneyslu.
Fyrirtækið hefur á undanliðnum
misserum kynnt fjölda nýjunga
sem neytendur kunna vel að meta.
Mjólka hefur í málflutningi sín-
um ítrekað látið í veðri vaka að
Mjólkursamsalan leggi stein í götu
þess ágæta félags. Í öllum sam-
skiptum höfum við lagt áherslu á
sanngjarna samkeppni. Ekki hefur
staðið á okkur að greiða götu þess
félags, eins og stjórnendur Mjólku
vita.
Mjólkursamsalan er í eigu ríf-
lega 700 kúabænda um land allt
sem telja hag sínum best borgið
með því að vinna saman að mark-
aðssetningu afurða sinna.“
Á rjóminn að niður-
greiða mjólkina?
Guðbrandur Sigurðsson
SAUTJÁN klukkustunda töf varð á
flugi Heimsferða til eins vinsælasta
áfangastaðar Íslendinga, Kanarí-
eyja, í gærmorgun. Vandræðin byrj-
uðu þegar bilun kom upp í flugvél á
flugvellinum í Barselóna kvöldið áð-
ur sem svo hafði keðjuverkun í för
með sér. Einnig er flugvöllurinn á
Fuerta Ventura á Kanaríeyjum lok-
aður á nóttunni.
Keðjuverkunin orsakaði að allar
þær flugferðir sem vélin hafði verið
bókuð í urðu langt á eftir áætlun og
tók nokkurn tíma að koma henni á
rétt ról aftur eftir að vélin var komin
í lag.
Að sögn Andra Ingólfssonar, for-
stjóra Heimsferða, geta atvik sem
þessi ávallt komið upp en séu sem
betur fer fátíð. Andri sagði ennfrem-
ur að ávallt væri reynt að koma til
móts við farþega í tilvikum sem þess-
um en því miður hefði ekki verið
mögulegt að útvega aðra vél meðan
gert var við þá biluðu.
Þyri Gunnarsdóttir, sölustjóri hjá
Heimsferðum, sagði að í þessu tilfelli
hefði verið hægt að bjóða þeim sem
fóru út í gærmorgun til Kanaríeyja
og áttu pantaða dvöl í viku, tveggja
daga gistingu til viðbótar. Að hennar
sögn tóku flestir vel í það og þáðu
boðið. Þeim farþegum sem töfðust í
Barselóna var einnig boðin gisting á
hóteli meðan gert var við vélina.
Farþegar
biðu í
17 tíma