Morgunblaðið - 22.03.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 22.03.2007, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norðurlandaráð veitir í ár náttúru- og umhverfisverðlaun í þrettánda sinn. Þau nema 350.000 dönskum krónum og eru veitt fyrirtæki, stofnun, samtökum eða einstaklingi sem sýnt hefur sérstakt frumkvæði á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Verðlaunin í ár skulu veitt norrænu sveitarfélagi, fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem sýnt hefur gott fordæmi með því að stuðla að sjálfbærri þróun í borgar- eða bæjarsam- félagi. Sérstakt frumkvæði á sviði sjálfbærrar þróunar getur til að mynda tengst grænum svæðum, samgöngukerfi, orkuveitu, bættri sorphirðu eða hvatningu til sjálfbærrar breytni almennings. Þeir sem tilnefndir eru skulu hafa stuðlað að sjálfbærri þróun heils borgar- eða bæjarsamfélags, eða afmarkaðra hluta þess. Öllum er heimilt að tilnefna verðlaunahafa. Rökstyðja ber tilnefninguna og lýsa því í hverju starfið eða framlagið felst og hver hafi staðið eða stendur fyrir því. Starfið verður að hafa faglegt gildi og þýðingu í víðara samhengi í einu eða fleiri ríkjum Norðurlanda. Tilnefningin skal rúmast á mest tveimur blaðsíðum í A4-stærð. Verðlaunahafi er valinn af dómnefnd sem skipuð er fulltrúum Norðurlandanna fimm og sjálfsstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tilnefningin skal send á sérstöku eyðublaði sem þarf að berast Danmerkurdeild Norðurlandaráðs í síðasta lagi föstudaginn 27. apríl kl. 12.00. Eyðublaðið má nálgast á heimasíðu ráðsins, www.norden.org, eða hjá skrifstofu dönsku landsdeildarinnar: Nordisk Råd Den Danske Delegation Christiansborg DK-1240 København K Sími +45 3337 5958 Fax +45 3337 5964 Netfang: nrpost@ft.dk F í t o n / S Í A Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2007 íbúum og störfum í Hafnarfirði fjölgi jafnmikið hvort sem kemur til stækkunar álversins eða ekki. Telja SA að nettófjölgun starfa í Hafnar- firði vegna stækkunar álversins verði nálægt þeim fjölda sem ræðst til starfa hjá álverinu og birgjum þess. Hagfræðistofnun reikni ekki heldur með því að álverið sé með undirverktaka. SA segir að beinar greiðslur til verktaka verði 3,1 millj- arður á ári eftir stækkun, sem svari til 470 stöðugilda. Ekki sé heldur lit- ið til útflutningstekna eða margfeld- isáhrifa í skýrslunni. SAMTÖK atvinnulífsins (SA) telja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vanmeta mjög tekjur Hafnarfjarðar- bæjar af áformaðri stækkun álvers Alcan í Straumsvík. Telja SA að út- reikningar Hagfræðistofnunar, sem gerðir voru fyrir Hafnarfjarðarbæ og birtust nýlega í skýrslu, séu mjög takmarkaðir. SA nefna m.a. að Hag- fræðistofnun líti framhjá veigamikl- um atriðum eins og afleiddum áhrif- um af starfsemi álversins á störf hjá fyrirtækjum í Hafnarfirði og útsvar- stekjum sem þeim fylgja. Þá byggi stofnunin á þeirri „vafasömu for- sendu“ að stækkunin sé ekki hrein viðbót við atvinnulífið í Hafnarfirði heldur því að stækkað álver komi í stað annarrar atvinnustarfsemi. SA minna á orð Hannesar G. Sig- urðssonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra SA, á fundi í Hafnarborg 2. febrúar sl. Þar benti hann m.a. á að ef álver Alcan starfaði í íslensku skattumhverfi, eins og samningur lægi fyrir um, þá væru tekjur bæj- arins í dag um 490 milljónir króna, en eftir stækkun um 1.431 milljón króna. Alls væri þetta aukning um 941 milljón króna á ári. Þá benda SA á að viðskipti Alcan við birgja í Hafnarfirði nemi nú um 1.400 milljónum króna á ári. Áætlað sé að þau aukist í 3.600 milljónir króna á ári komi til stækkunar. Eins telja SA að það fái ekki staðist að SA gagnrýna skýrslu um áhrif álversstækkunar TENGLAR .............................................. www.sa.is armanna var borgarstjórinn í Dar-es-Salaam, sem er einn eig- enda lyfjaverksmiðjunnar. Þá leit- uðu þeir aðstoðar Actavis Group á sviði þekkingar, lyfjaframleiðslu o.fl. Í framhaldinu var leitað til Iceaid varðandi umsjón og fram- kvæmd verkefnisins. Glúmur var þá einmitt á leið til Tansaníu til starfa við matvælaáætlun Samein- uðu þjóðanna og notaði hann tækifærið til að skoða og koma á tengslum við lyfjaverksmiðjuna, sem stendur við rætur hæsta fjalls Afríku, Kilimanjaro. „Eftir að ég kom heim skrifaði ég skýrslu og síðan höfum við verið að skoða málið þangað til í síðustu viku að ákveðið var að ráðast í þetta,“ sagði Glúmur. „Actavis mun leggja til vélbúnað til framleiðslu á lyfjum og ákveðið fjármagn. Það þarf bæði að hjálpa þeim við uppsetningu vélanna og að þjálfa þá í notkun þeirra. Eins hafa þeir óskað eftir ráðgjöf varð- andi þjálfun starfsfólks og ráðgjöf varðandi ýmsar endurbætur á verksmiðjunni.“ Actavis mun gefa þrjár vélar og hleypur verðmæti þeirra a.m.k. á tugum milljóna, að mati Glúms. Kvaðst hann afar Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ICEAID og Actavis Group und- irbúa nú aðstoð við afrískt lyfja- fyrirtæki í Tansaníu. Ætlunin er að gera fyrirtækinu kleift að framleiða ódýr lyf við útbreiddum sjúkdómum á borð við berkla, al- næmi, niðurgang og malaríu. Tæki til lyfjaframleiðslu verða send frá verksmiðju Actavis í Serbíu til Arusha í Tansaníu fyrripart sumars. Glúmur Baldvinsson, stofnandi IceAid, íslenskra þróunar- og mannúðarsamtaka, sagði að lyfja- fyrirtæki þetta hafi verið stofnað af þarlendum stjórnvöldum 1980 en verksmiðjan sé öllu eldri og mörg tæki frá 6. áratug 20. aldar. Reksturinn gekk illa og var fyr- irtækið einkavætt 1997. Héldu stjórnvöld 40% eignarhlut en einkaaðilar eignuðust 60%. „Síðan hafa þeir reynt að nútímavæða verksmiðjuna og koma henni í það stand að þeir geti verið sjálf- bærir um framleiðslu lyfja sem skortir í landinu og nágrannaríkj- um.“ Sendinefnd frá Tansaníu Í fyrra kom sendinefnd frá Tansaníu hingað til lands að kynna sér viðskipalífið og óska eftir þróunaraðstoð. Meðal nefnd- þakklátur Actavis fyrir að gera þetta verðuga verkefni mögulegt. Framleiði ódýr lyf Aðstoðin verður bundin því skil- yrði að lyfin verði ódýr og að þau fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Glúmur sagði að verk- efnið þyrfti meiri stuðning til að hægt yrði að fylgjast með því að þessum markmiðum yrði náð. „Við sjáum fyrir okkur að þáttur í því verði að gefa heilsugæslu- stöðvum og sjúkrahúsum lyf sem þau síðan dreifi,“ sagði Glúmur. Hvað varðar sérfræðiaðstoð sagði Glúmur koma til greina að fá langt komna nemendur í lyfja- fræði og verkfræði til að veita að- stoð, hefur hann m.a. rætt við Innovit, nýstofnað nýsköpunar- og frumkvöðlasetur við Háskóla Ís- lands, í því sambandi. Eins sagði hann koma til greina að fá sér- fræðinga, sem komnir væru á eft- irlaun, til liðs við verkefnið. Glúmur kvaðst hafa leitað til nokkurra íslenskra skipafélaga um að bjóða flutning á vélbún- aðinum án endurgjalds eða á góð- um kjörum til Afríku. „Það yrði afar mikilvægt framlag því þar með væri meira fé til þjálfunar starfsmanna og eftirfylgni,“ sagði Glúmur. Hann lagði áherslu á að þörf væri á liðveislu enn fleiri til að til að tryggja að markmiðið næðist, þ.e. að útvega þeim sem þjást af alnæmi, malaríu, berklum og öðrum meðhöndlanlegum sjúk- dómum ódýr lyf. Þetta er annað verkefnið sem IceAid tekur að sér. Hið fyrra var í Líberíu þegar IceAid endur- byggði munaðarleysingjaheimili frá grunni með aðstoð írsku frið- argæslusveitanna og veitti fé til byggingar skóla og tölvuseturs. IceAid og Actavis styrkja lyfjafram- leiðslu í Afríku Ljósmynd/Glúmur Baldvinsson Gegn sjúkdómum Lyfjaverksmiðjan í Arusha sem IceAid og Actavis ætla að styrkja til að framleiða ódýr lyf. Stofnandinn Glúmur Baldvinsson við hjálparstörf í Tansaníu. UM 100 íslenskar konur ætla til Noregs til að hlusta á Anne Graham Lotz kenna á ráðstefnu í Oslo Spektrum-samkomuhöllinni hinn 12. maí næstkomandi. Hópferð íslensku kvennanna hefur vakið nokkra at- hygli í Noregi en búist er við tals- verðri aðsókn erlendra kvenna á þennan viðburð auk þess sem norsk- ar konur munu fjölmenna þangað. Erdna Varðardóttir skipulagði í samvinnu við Icelandair ferð um 90 kvenna úr Hvítasunnukirkjunni á ráðstefnuna. Erdna sagðist vita þar að auki af konum úr Íslensku Krists- kirkjunni og Hjálpræðishernum sem ætluðu að sækja ráðstefnuna á eigin vegum. Erdna sagði Oslo Spektrum geta hýst um 10 þúsund manna ráð- stefnur. „Ég veit að auk norskra kvenna er von á konum frá Svíþjóð, Danmörku og Færeyjum,“ sagði Erdna. „Yf- irskrift ráðstefnunnar er „Just Give Me Jesus“ (Gefðu mér bara Jesú). Það er mikil eftirvænting hjá okkur eftir því að hlusta á Anne Graham Lotz og einnig að sjá hvað Guð er að gera í Skandinavíu. Aðsókn- in í ferðina reyndist mjög góð og mynd- aðist biðlisti um tíma. Nú verð ég að benda fólki, sem langar á ráðstefnuna, á að reyna að fara á eigin vegum,“ sagði Erdna. Anne Graham Lotz er dóttir hins þekkta kennimanns Billys Graham. Trúboðsstarf hennar heitir Angel Ministries og efnir það til fjöldasamkoma og ráð- stefna, annast útgáfu kennsluefnis o.fl. Anne er höfundur nokkurra bóka og kennslu hennar má fá m.a. á mynddiskum. Konur fjölmenna á kristilega ráðstefnu Erdna Varðardóttir Anne Graham Lotz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.