Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 17
       !  " #$!% &"#'(     )*+" "  #, !" )*  ""  !"  ""  " -" " ." //0( " 1 )&"  !)" 0 %)" %")* & %2 - !   !!"" " " %#  )3 " " 4         !!!  " #  $   #% &'' !! ((( MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 17 Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is GIGI Becali setur markið hátt. Hann hefur einsett sér að frelsa rúmensku þjóðina undan vanhæfum og spilltum ráðamönnum. Því markmiði telur hann, vitanlega, að verði best náð með þátttöku sinni í stjórnmálum. Og hann er kominn af stað; fylgi við þennan Silvio Berlusconi Rúmeníu fer vaxandi, ef marka má skoð- anakannanir. Smalinn fyrrverandi segist enda beintengdur almættinu. Og af seðlum á hann nóg. Gigi hóf stjórnmálaþátttöku árið 2004 þegar hann „yfirtók“ Flokk nýrrar kynslóðar (rúm. „Partidul Noua Generatie“, PNG). Heimildum ber ekki saman um nákvæmlega hvernig Becali stóð að yfirtökunni. Í Rúmeníu fullyrða hins vegar margir að hann hafi einfaldlega keypt flokk- inn með manni, mús og útihúsum. Becali mætti ágætlega undirbúinn til leiks. Árið áður hafði hann ráðið þekktan stjórnmálafræðing, Dan Pavel, sem ráðgjafa sinn. „Þjóðinni allt“ Málflutningur Becali fyrir þing- og forsetakosningarnar árið 2004 þótti einkennast af þjóðhyggju ef ekki beinum fasisma. Slagorð hans var „Þjóðinni allt“ en aflinn reyndist í litlu samræmi við væntingarnar. PNG fékk einungis rétt rúmlega 2% atkvæða í þingkosningunum 2004 og fylgi við Gigi í forsetakosningunum sama ár reyndist enn minna. Nú sýnist ára betur; gríðarleg ólga ríkir í stjórnmálum Rúmeníu og svörðurinn er frjór fyrir róttæka þjóðhyggjumenn eða „lýðskrumara“ á borð við Gigi Becali. Forseti lands- ins, Traian Basescu, og forsætisráð- herrann, Calin Popescu Tariceanu, takast á við hvert tækifæri og ásak- anir um lygar, spillingu og önnur myrkraverk ganga á víxl. Almenn- ingur sýnist hafa fengið nóg af ráða- mönnum og flokkum þeirra; fylgi við Gigi Becali og flokk hans mælist nú 10–15%. Í vinsældakosningu stjórn- málamanna nýtur aðeins forsetinn meira fylgis en Gigi. „Ég ætla að drepa djöfulinn í Rúmeníu, ganga frá spillingunni og lygunum dauðum,“ segir Becali. Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, segir hann að komist hann til valda í Rúmeníu muni hann leita leiðsagnar hjá almættinu. Guð muni ákvarða forgangsröðunina. „Ég get ekki sagt nú hvaða boðskap Guð mun færa mér þá.“ Gigi er maður sannkristinn, hann kveður draum sinn og markmið vera „andlegan samruna Evr- ópuþjóða“. Hið kristilega lýðræði Vesturlanda þurfi á endurnýjun að halda, sem Austurkirkjan geti veitt. „Berjumst við ekki gegn syndinni með trúna að vopni eru endalok ver- aldarinnar skammt undan.“ Gigi Becali er oftlega líkt við millj- arðamæringinn Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu og núverandi leiðtoga stjórnarandstöð- unnar. Gigi er að vísu sennilega ekki jafn gjörsamlega steinríkur en metn- aðurinn er sambærilegur. Og svo á Gigi líka fótboltalið. Þar ræðir um Steaua frá Búkraest. „Stjarnan“ er sigursælasta lið Rúm- eníu og hefur m.a. unnið tvo Evr- óputitla. Félagið var forðum íþrótta- klúbbur hers Rúmeníu og enn eru tengslin sterk. Fylgismenn félagsins eru á hinn bóginn heldur illa þokk- aðir og annálaðir fyrir kynþátta- hyggju og ofbeldishneigð, sem eink- um beinist gegn minnihlutahópum; Ungverjum, sígaunum og blökku- mönnum. Þetta eru dyggir stuðn- ingsmenn og mynda kjarnann í því pólitíska veldi sem Becali leitast nú við að mynda. Eftir því sem næst verður komist hlaut Gigi Becali litla sem enga form- lega menntun. Og ýmislegt er á huldu um nákvæmlega hvernig hann varð svo auðugur. Fram til þess er veldi kommúnista hrundi í Mið- og Austur-Evrópu vann hann fyrir sér sem smali. Og pabbi hans, Tase Bec- ali, sinnti einnig því göfuga starfi. Sjálfur segir Gigi að heppni, trúin á Guð og fjölskyldan hafi ráðið mestu um þau ótrúlegu umskipti sem urðu í lífi hans. Hann kveðst hafa fengið andvirði um níu milljóna króna frá foreldrum sínum er stjórn einræð- isherrans Nicolae Ceausescu var steypt árið 1989. Þá fjármuni notaði hann til að fjárfesta í fasteignum með þessum líka ágæta árangri. Arðbær verslun með sauðfé Í Rúmeníu er því haldið fram að fjárhirðirinn faðir hans hafi auðgast vel á svartamarkaðsbraski með sauðfé og hafi hann átt samstarf við embættismenn kommúnistastjórn- arinnar, öryggislögregluna („Sec- uritate“) og arabíska kaupahéðna. Prýðileg hefð er raunar fyrir því í Rúmeníu að fjárhirðar nái þar nokkrum frama. Nicolae Ceausescu var í eina tíð lofsunginn sem „djúp- vitur smali úr Karpatafjöllum“ en það var að vísu áður en ljóst varð að þar fór vitfirrtur valdníðingur og ill- menni. Gigi Becali hyggst tæpast skipa sér í þann flokk en pólitíski smala- gollurinn kann að reynast rausn- arlegri en margir hefðu ætlað. Smalinn blæs til krossferðar Gigi Becali er einn ríkasti maður Rúmeníu og er honum iðulega líkt við Silvio Berlusconi  Ýmislegt er á huldu um fortíð Becali, sem vann fyrir sér sem smali áður en hann varð milljarðamæringur Í HNOTSKURN »George Becali, kallaður„Gigi“, fæddist 25. júní 1958. Fjölskyldusagan er flók- in vel en ættmenni hans voru bendluð við fasíska hreyfingu sem lét til sín taka í Rúmeníu á þriðja áratugi liðinnar aldar. »Gigi vann fyrir sér semsmali en gerðist um- svifamikill fjárfestir er veldi kommúnista hrundi. »Sagt er að Gigi hafi eink-um auðgast á dulfarfullum skiptum á landi við rúmenska herinn. Becali á knattspyrnu- félagið Steaua sem forðum var lið hers Rúmeníu. Reuters Trúmaður Gigi Becali heldur iðulega í einkaþotu sinni til bænastunda í Grikklandi fyrir mikilvæga leiki Stjörnunnar frá Búkarest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.