Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 18

Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞEMAKVÖLD undir yfir- skriftinni „Kjötkássa og kelerí – líf og störf á heimavistar- skólum á síðari hluta 20. aldar“ fer fram í húsi Sögufélags við Fischersund í kvöld klukkan 20. Þá munu Sigrún Ólafs- dóttir og Birna Kristín Lár- usdóttir, sem báðar eru BA í þjóðfræði, kynna lokaritgerðir sínar. Ritgerð Sigrúnar ber heitið Kjötkássa og kelerí og byggir á minningum nemenda á Laugum í Reykjadal veturinn 1965–66; ritgerð Birnu heitir Staðarfellsstelpurnar, þar sem hún vinnur út frá sögum um Húsmæðraskólann á Staðarfelli. Þjóðfræði Líf á heimavistar- skólum á 20. öld Sigrún Ólafsdóttir HLJÓMSVEITIN Rósin okk- ar heldur tónleika á Café Ros- enberg í Lækjargötu í kvöld og hefjast þeir klukkan 21.30. Leikin verða fjörug og falleg írsk þjóðlög. Rósin okkar er skipuð fimm hljóðfæraleik- urum sem spila á hin ýmsu hljóðfæri, s.s. harðangursfiðlu, fiðlu, harmonikku, gítar, flautu, bothrán-trommu og írska skeið. Þá verður kynnt til liðs við sveitina ung stúlka sem leikur á írska hörpu og syngur einnig með, eins og aðrir meðlimir. Hagyrðingurinn Helgi Zimsen hefur samið texta við þetta tækifæri. Tónlist Írsk stemning á Café Rosenberg KVENNAKÓRINN Vox fem- inae flytur íslensk söng- og þjóðlög á tónleikum í Þjóð- menningarhúsinu í kvöld. Tónleikarnir eru tileinkaðir formæðrum Íslendinga. Að sögn aðstandenda felst sér- staða tónleikanna ekki síst í leikrænni framsetningu margra þekktra söngperla sem lifað hafa með þjóðinni gegnum aldirnar. Þannig munu áheyrendur fylgja kórnum eftir í söng- gjörningi sem spunninn er inn í ótrúlegan hljóm- burð í risi og á göngum Þjóðmenningarhússins. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. Tónlist Vox feminae í Þjóð- menningarhúsinu Margrét J. Pálmadóttir „Ég trúi því að í hverri manneskju búi dálítið listamannsefni. Þetta efni er hægt að eyðileggja, en líka laða fram og þroska. Kennsluaðferðir mínar miða að því að finna og vekja þetta leynda listamannsefni í öllum.“ Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is KENNINGIN hér að ofan er höfund- arverk Carls Orff, sem margir þekkja sem höfund eins vinsælasta verks klassískrar tónlistar, Carmina Burana. Það er sennilega ekki á jafn margra vitorði að í tónlistarheiminum er Orffs ekki síður minnst sem frum- kvöðuls í tónlistarkennslu en tón- skálds. Á því sviði var hann einn af risum 20. aldarinnar, og áhrif hans á tónlistarkennslu voru gríðarleg á seinni hluta 20. aldar. Það má segja að Carl Orff verði maður helgarinnar í tónlistarlífi Reykjavíkur, því Óperukórinn flytur Carmina Burana á tónleikum í Lang- holtskirkju á sunnudag kl. 17 og 20 með slagverksdeild Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og einsöngvurum. Orff-samtök stofnuð hér Orff-helgin hefst hins vegar á morgun, þegar dr. Regine Pauls frá Orff institut í Salzburg heldur fyr- irlestur um Orff á ráðstefnu tónlistar- skóla- og leikskólakennara. Óformleg samtök Orff-kennara á Íslandi voru stofnuð í sumar af þeim Elfu Lilju Gísladóttur, Kristínu Valsdóttur og Nönnu Hlíf Ingvadótt- ur sem allar hafa sótt nám í Orff Institute í Salzburg. Á laugardag verða samtökin formlega stofnuð með fyrirlestri dr. Thomasar Rösch yfirmanns Orff safnsins í München og segir Kristín að þegar hafi meira en 70 manns skráð sig í þau. Sam- tökin hafa það að markmiði að efla vitund kennara um hugmyndafræði Orffs í tónlistarkennslu. Nokkrir kunnustu Orff-sérfræð- ingar dagsins í dag koma hingað til lands, þar á meðal ekkja hans, Lise- lotte Orff. Ingibjörg Ólafsdóttir, formaður Óperukórsins, segir að verk Orffs, Carmina Burana sé algjört óska- og uppáhaldsverk hjá Óperukórnum og að kórfélagar segi það allra skemmti- legasta viðafangsefnið kórsins þann aldarfjórðung sem hann hefur starf- að. Um 140 manns taka þátt í flutn- ingi verksins nú en Óperukórinn hef- ur fjórum sinnum áður flutt það á tónleikum. Carmina Burana flutt á sunnudag og samtök stofnuð um tónskáldið Carl Orff Vildi vekja í okkur listamanninn MARKMIÐ Orffs var að nemendur hans, hvort sem þeir væru þjálfaðir í tón- list eða ekki, sköpuðu eigin tónlist með hreyfingum sínum og dansi í stað þess að notast við píanóundirleik. Hann þjálfaði börnin í að skapa tónlist með einföldum, smærri slagverkshljóðfærum. Inntak sköpunarinnar var að nota hrynjandi og form málsins sem vegvísi að hrynjandi tónlistarinnar. Tungan vegvísir að tónlistinni NÝ uppfærsla á Draumi á Jóns- messunótt eftir Shakespeare, sem sýnd er í London um þessar mund- ir, þykir sýna glöggt að alþjóða- væðingin virðir engin landamæri þegar listin er annars vegar. Tim Supple leikstjóri gerði garðinn frægan sem stjórnandi Young Vic- leikhússins á tí- unda áratugnum. Eftir að hann var gagnrýndur fyr- ir nokkrar upp- færslur sínar tók hann hatt sinn og staf og fór til Indlands. Þar fékk hann þá hugmynd að setja upp Jónsmessunæturdrauminn með indverskum leikurum og fara í leik- ferð sem lauk með tólf sýningum á fæðingarstað skáldsins, Stratford- upon-Avon. Gagnrýnendur voru ákaflega hrifnir af sýningunni, og í þessari viku hefjast sýningar að nýju í London í markaðsleikhúsi. Leikhópurinn er frá Tamil Nadu- ríki á Indlandi, og segir Chandan Roy Sanyal, sem leikur Lysander, að mörgu svipi saman í verki Shakespeares og Bollywood; kvik- myndahefð Indverja. „Þegar við kvikmyndum ást- arsögu heima í Indlandi, þá byggj- um við hana gjarnan á Rómeó og Júlíu. Það verk Shakespeares er kjarni hverrar ástarsögu: stelpa hittir strák. Þessi sannindi eiga enn við,“ sagði Shanyal í viðtali við BBC fyrir skömmu. Það er til marks um vinsældir uppfærslunnar, að gestir láta það ekki á sig fá þótt ekki sé leikið á ensku. Reyndar er verkið ekki leik- ið á neinu einu tungumáli, heldur á blöndu af hindí, bengalí, tamílsku, sinhalesku, malayalam, marahtí og sanskrít. Leikstjórinn segir að það hafi ekkert vafist fyrir sér að leika verkið á öllum þessum tungu- málum, þetta sé einfaldlega afleið- ing þess að hafa leikara sem tala ólík mál. Leikstjórar hafa iðulega tekið fantasíuflugið í uppfærslum á Jóns- messunæturdraumi, en fáar upp- færslur þykja standa þessari á sporði í fegurð og stíl. Indverskur Jónsmessu- nætur- draumur Heillar Lundúnabúa Shakespeare Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í FRAMHALDI af útgáfu fyrsta bindis ævi- sögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson spannst töluverð umræða hér á landi um hugtakið ritstuld, samheiti þess á erlendum tungumálum og lög um höfund- arrétt. Í erindi sínu í Amtsbókasafninu á Ak- ureyri í dag kl. 17.15 fjallar Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur um hugtakið ritstuld, með hliðsjón af hugtökunum þýðing og end- urritun en veltir einnig vöngum yfir því hvort ritstuldur falli í þann flokk glæpa sem mark- ast að einhverju leyti af upplifun þolandans. „Ég hef verið að velta fyrir mér í fyrsta lagi þeirri staðreynd, að stór hluti þeirra texta sem eru skrifaðir og gefnir út er einhvers konar endurvinnsla á öðrum textum, miklu stærri en við gerum okkur grein fyrir. Í öðru lagi, þá held ég að meginatriði í nýtingu á textum sé ekki að þú getir þess hvaðan þeir koma, held- ur að þú fáir leyfi til að nota þá,“ segir Jón Karl. Hann bendir á texann sem er framarlega í flestum bókum, þar sem stendur að ekki megi afrita bókina með nokkrum hætti nema með skriflegu leyfi höfunda og útgefenda. „Stað- reyndin er nú samt sú, að þetta skriflega leyfi er sjaldnast fengið, og sjaldnast gengið eftir því þótt fólk sé að endurnýta sér texta ann- arra innan hóflegra marka.“ Frumleikinn fremur nýleg hugmynd Spurður nánar um það sem hann kallar end- urvinnslu á textum, og að hún sé mun meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir, segir Jón Karl að mjög margt af því sem skrifað er í dagblöðum, fræðiritum, og jafnvel í skáldskap, sé einhvers konar endurvinnsla á öðrum text- um. „Þetta er ekkert nýtt. Meira að segja í sögu skáldskaparins – hvort sem við tökum ævintýrin, Íslendingasögurnar eða Shake- speare, þá er oft um að ræða einhvers konar endurvinnslu á eldra efni. Það er frekar seint sem menn fara að leggja mikið upp úr frum- leikanum sem slíkum. Og jafnvel þótt hann sé eitthvað sem við höfum alist upp við, þá er fá- títt að bókmenntir séu úr lausu lofti gripnar. Textarnir sem eru endurritaðir geta verið margvíslegir. Þeir geta verið munnlegar frá- sagnir, blaðafregnir, og af svo mörgu öðru tagi og eru ekki alltaf prentaðir.“ Netið hefur að sögn Jóns Karls fyrst og fremst fjölgað tækifærunum til að nota ann- arra manna texta. „En það er með ritstuld eins og meiðyrðin, að það sem einum finnst í lagi getur annar tekið óstinnt upp. Ég lenti í því í vetur að pistill sem ég skrifaði birtist í heilu lagi á heimasíðu stjórnmálamanns. Ég var upp með mér; enda kom skýrt fram að ég væri höfundur orða minna. Einhver annar hefði hins vegar getað tekið þessu allt öðru vísi, og kannski hefði ég tekið því allt öðru vísi ef viðkomandi stjórnmálamaður hefði verið að gefa út kosningabækling og tekið inn í hann brot úr mínum texta og gert hann að kosn- ingaáróðri.“ Frágangur heimilda ekki aðalatriði Jón Karl segir að samkvæmt sínum skiln- ingi sé aðalatriði höfundarlaga að menn eigni sér ekki texta annarra í leyfisleysi. Lögð er áhersla á höfundaheiður, og sömuleiðis að not á textum annara fari ekki yfir hæfileg mörk, þótt hið hæfilega mark sé ekki skilgreint í lög- um. „Það kom mér á óvart í umfjöllun um ævi- sögu Halldórs hve mikil áhersla var lögð á frá- gang heimilda og merkingar á texta; hvað væri innan gæsalappa og hvað ekki. Í lögunum er ekki gert ýkja mikið úr því atriði. Ég get þó ímyndað mér að ef betur hefði verið gengið frá þeim málum í fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein, þá hefðu viðbrögð aðstandenda Halldórs við verkinu verið önnur en raun ber vitni. Þeim virðist hafa sviðið það sérstaklega að Hannes væri að taka orð Halldórs og gera að sínum.“ Jón Karl Helgason flytur erindi um höfundarrétt og ritstuld í Amtsbókasafninu á Akureyri Endurvinnsla á texta meiri en við gerum okkur grein fyrir Morgunblaðið/G. Rúnar Ritstuldur Þetta er eins og með meiðyrðin, það er mat þolandans hverju sinni sem ræður, segir Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur. Í HNOTSKURN » Carl Orff, tónskáld og tón-listarkennari, fæddist árið 1895 í München í Þýskalandi. » Carmina Burana er þekkt-asta verk hans, en það var frumflutt fyrir réttum 70 árum, vorið 1937. » Talið er að ekkert tónverk sésett oftar á svið um heim all- an; það er flutt að jafnaði 1–2 sin- um á dag allt árið um kring. » Samtök Orff-tónmennta á Ís-landi verða formlega stofnuð um helgina. Skammstöfun fé- lagsins er SÓTI. » Ekkja Orffs, Liselotte, ogfleiri sérfræðingar um list hans og hugmyndaheim koma til landsins af því tilefni. »Liselotte Orff hefur dálæti áíslenska hestinum og hefur lengi átt hesta ytra. Uppáhalds- hesturinn hennar heitir Sóti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.