Morgunblaðið - 22.03.2007, Side 19
hjá sér rottur. Ég komst að því að
KFC-uppákoman væri meiri háttar
skandall fyrir heilbrigðiseftirlit
New York-borgar þar sem útibúið
hefði staðist skoðun eftirlitsins fá-
einum dögum áður en rottugerið
lét til skarar skríða og náðist á
mynd. Sú sem bar ábyrgð á þeirri
tilteknu eftirlitsferð var hátt sett
innan eftirlitsbatterísins og sagði af
sér í kjölfarið.
Kenning eigenda John’s Pizza ersú að heilbrigðiseftirlitið hefði
viljað reyna að bæta ímynd sína
með því að loka jafnáberandi stað
Undanfarna daga hefurákveðin hystería gripið umsig í Greenwich Village á
Manhattan þar sem við sögu koma
kjúklingaborgarar, pitsur, glúten-
lausar samlokur, sjónvarpsmynda-
vélar og rottur. Atburðarásin hófst
fyrir hálfum mánuði þegar mynd-
band af spræku rottugeri, sem
dansaði um gólfin á útibúi KFC í
hverfinu, fór eins og eldur í sinu um
heiminn. Sjálf frétti ég fyrst af
myndbandinu á mbl.is og það var
ekki fyrr en ég fór út og sá sjón-
varpsmyndavéla- og ljósmynd-
arahrúgurnar úti á sjöttu breiðgötu
að ég áttaði mig á því að viðkom-
andi KFC-útibú er í sirka 50 metra
loftlínu frá heimili mínu.
Ógeð,“ sagði ég við nágrannaminn seinna um daginn. Sá
horfði á mig eins og sjómaður horf-
ir á manneskju sem hefur aldrei
migið í saltan sjó: „Ógeð, segirðu?
Ég fékk mér kjúklingaborgara
þarna í gærkvöldi.“
Næsta dag kom sami nágranni
minn til mín skellihlæjandi og
spurði hvort ég hefði frétt að það
væri búið að loka John’s Pizza. Ég
fölnaði upp. „Nei!“ „Jú, jú. Heil-
brigðiseftirlitið setti slagbrand á
dyrnar.“ „Nei! Ég fékk mér pitsu
þar í fyrradag!“ Hann hló ennþá
meira og sagðist líka hafa séð að
það væri búið að innsigla glúten-
lausa grænmetisstaðinn við hliðina.
Sá staður er líka í miklu uppá-haldi hjá þér, ekki satt?“ sagði
hann glottandi. „Glætan!“ sagði ég
og sakaði hann um lygar, hann
þyldi greinilega ekki að vera sá eini
sem hefði borðað rottumengaðan
mat. Við enduðum með því að labba
út í næstu götu og jú, jú, þar mátti
sjá lokaðar dyr og tilkynningar frá
heilbrigðiseftirlitinu í gluggum
beggja staða.
Ég dreif mig heim og á Netið til
að fá staðfesta þá sannfæringu
mína að hvorki John né glútenhipp-
arnir hefðu nokkurn tímann haft
og þeirra (John’s er einn frægasti
og vinsælasti pitsustaður borg-
arinnar) en staðnum hafi verið lok-
að vegna smávægilegra atriða sem
hefðu aldrei þótt tiltökumál áður,
svo sem bilaðs vasks og brotinnar
ruslafötu. Hjá þeim væru hins veg-
ar engin nagdýr og hefðu aldrei
verið. Og hipparnir. Jah, það segir
sig næstum sjálft að þegar stað sem
er þekktur fyrir lífrænt holl-
ustufæði (og er þar að auki veru-
lega snyrtilegur, um það getur
þessi pempía vottað) er lokað þá lít-
ur heilbrigðiseftirlitið sannarlega
út fyrir að vera mjög smámuna-
samt.
Samsæriskenning John’s um
ímyndarvinnu heilbrigðiseftirlits-
ins fékk síðan enn styrkari stoðir á
miðvikudag þegar eftirlitið lokaði
hinum fræga veitingastað Coffee
Shop. Því enda þótt John’s Pizza sé
frægur hér í borginni þá er hann
ekki heimsfrægur. Það er Coffee
Shop hins vegar (fyrir tilstilli
Carrie og Co úr Beðmálum í borg-
inni sem voru alltaf þar) og viti
menn, fréttir af lokun staðarins, og
þar með hertu heilbrigðiseftirliti
borgarinnar, rötuðu í heimsfrétt-
irnar, þar á meðal á mbl.is.
Það er svo að frétta af John oghippunum að dyr þeirra hafa
verið opnaðar á ný eftir að „viðeig-
andi lagfæringar“ voru gerðar. Ég
efast hins vegar um að KFC verði
opnaður aftur í bráð. Þar er eina
lífsmarkið stöku unglingur að taka
mynd af glugganum fræga með
símanum sínum, og einn og einn ná-
granni sem gengur framhjá og
tautar: „Ógeð.“
Frægar rottur
AF LISTUM
Birna Anna Björnsdóttir
» „Nei!“ „Jú, jú.Heilbrigðiseftir-
litið setti slagbrand á
dyrnar.“ „Nei! Ég
fékk mér pitsu þar í
fyrradag!“
Sprækar en varla ætar Rotturnar umræddu í stuði á KFC.
AP
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 19
MENNING
TR hélt síðustu tónleika sína á þess-
um vetri við mjög góða aðsókn. Við-
fangsefnin voru klassísk píanótríó; í
G-dúr eftir Haydn Hob. XV:25,
„Drauga“-tríó Beethovens í D-dúr
Op. 70,1 og furðuþroskað æskuverk
Brahms (1833–97) í H-dúr Op. 8 frá
1853. Gunnar Kvaran kynnti verkin
að vanda og setti sem oftar notaleg-
an svip á tónleikana.
Um flutninginn er lítið hægt að
segja í nýminnkuðu dálkplássi annað
en að undirtektir voru verðskuldað
heitar, enda var leikið af gífurlegri
innlifun. Þó virtist mér sem Hafn-
arborgarsalurinn léði einhverra
hluta vegna ekki sömu hljómfyllingu
og stundum áður, einkanlega til sell-
ósins. Hvort skaphitinn í spila-
mennskunni kunni á einhvern hátt
hafa gengið út yfir tóngæðin er örð-
ugt að segja, en á móti var a.m.k.
ekki hægt að væna flytjendur um
neinn tjáningardoða. Allra sízt í
Brahms, sem sýndi allar sínar beztu
hliðar í sérlega innlifaðri og sam-
stilltri túlkun hópsins.
Funheit
heiðlist
TÓNLIST
Hafnarborg
Píanótríó eftir Haydn, Beethoven og
Brahms. Tríó Reykjavíkur. Sunnudaginn
18. mars kl. 20.
Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson
ÞEGAR ég leit inn um gluggann í
Jónas Viðar galleríi í Listagilinu á
Akureyri, þar sem Guðmundur Ár-
mann Sigurjónsson sýnir fimm ol-
íumálverk, hvarflaði það að mér að
menn þyrftu ekki að stíga inn fyrir
til að skoða sýninguna. Að sýn-
ingin skilaði sér best úti á götu
þar sem málverkin blasa við manni
í heild sinni á bak við breiða
gluggana svo maður getur gefið
þeim góða fjarlægð sem ekki er
mögulegt inni við. Þegar ég svo
steig inn í sýningarrýmið varð ég
að éta þessa hugdettu ofan í mig
því þótt fjarlægðin sé á margan
hátt hentugt sjónarhorn til að
finna hrynjandi í verkunum hafa
verk Guðmundar í sér svo mikla
nærveru að það skiptir sköpum að
eiga með þeim stund inni í rýminu.
Formrænt byggjast myndirnar
aðallega á láréttum litarflötum,
nokkuð í anda Mark Rothkos,
nema hvað listamaðurinn teiknar í
þá línur sem á einn veginn sýnast
sjálfráðar en á annan veginn sýn-
ast vera hæðarlínur á landakorti
eða árfarvegir. Titlar sem/og litir
vísa til náttúrunnar og er þetta
óttalega kunnugleg norræn lands-
lags-abstraktsjón að sjá. Það er
hins vegar þekking Guðmundar á
eiginleikum efnisins sem er
heillandi og gleymdi ég fljótlega
strúktúr myndflatarins og hvarf
þess í stað inn í strúktúr efnisins.
Þar er Guðmundur í algerum sér-
flokki, fagmaður fram í fing-
urgóma, þar sem hvert smáatriði
togar í mann og fann ég mig best
með nefið klesst upp að strig-
anum, starandi í gegn um efn-
islögin.
Fagmaður
fram í fingurgóma
MYNDLIST
Jónas Viðar gallerí
Opið föstudaga og laugardaga frá 13–18
eða eftir samkomulagi. Sýningu lýkur 1.
apríl. Aðgangur ókeypis.
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Blámi Eitt verka Guðmundar
Ármanns á sýningunni.
Jón B.K. Ransu
hannessen. Þetta ferska og oft íðil-
fagra verk var skínandi vel sungið
og leikið af Gradualekór Langholts-
kirkju og Caput.
TILEFNI tónleika Caputs á
sunnudag var e.t.v. nýliðið 75 ára
afmæli rússnesku tónskáldkon-
unnar Sofiu Gubaidulinu (f. 1931);
meðal fyrstu sovézku módernista
ásamt Schnittke og Denisov. Caput
lék Meditation hennar um Bach-
kóralinn „Vor deinem Thron tret
ich hiermit“ [14’], Concordanza f.
11 hljóðfæraleikara [13’] og „Hom-
màge à T.S. Eliot“ f. sópran og
blandaðan oktett [40’] á ótvíræðum
alþjóðlegum gæðastaðli, og var sér-
lega athygliverð virtúósameðferð
hópsins á síðasttalda nærri sinfón-
íska kammerverki þar sem Ingi-
björg Guðjónsdóttir fagnaði stór-
sigri með litríkum og dramatískum
söng.
Kirkjuheyrðin spillti hvergi fyrir
með safaríki fyllingu sinni, sízt við
frumflutninginn á „... í laufinu“ [9’]
Elínar Gunnlaugsdóttur fyrir ung-
lingakór og kammerhóp frá 2007
við 15. atómsálm Matthíasar Jo-
Litrík nútímatign á
heimsmælikvarða
TÓNLIST
Langholtskirkja
3 verk eftir Sofiu Gubaidulinu. Elín Gunn-
laugsdóttir: „… í laufinu“ (frumfl.)
Caput, Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og
Graduale kórinn. Stjórnandi: Guðni Franz-
son. Sunnudaginn 18. marz kl. 17.
Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson
Gubaidulina Meðal fyrstu sovézku
módernistanna.