Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 20

Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gjörðu svo vel Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhendir Þorsteini Gunn- arssyni bréf sem heimilar skólanum að eiga hlut í Þekkingarvörðum ehf. HÁSKÓLANUM á Akureyri var í gær heimilað að eiga hlut í Þekking- arvörðum ehf., en það er í fyrsta sinn sem skólinn á hlut í einkahluta- félagi. Þekkingarvörður ehf. undir- býr um þessar mundir uppbyggingu vísindagarða á háskólasvæðinu, en þar verður m.a. til húsa orkuháskóli sem starfræktur verður í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Þar er einnig gert ráð fyrir að fyrirtæki á sviði upplýsingatækni hafi sína starfsemi í tengslum við viðskipta- og raunvísindadeild. Vilja skara fram úr Stefna Háskólans á Akureyri fyr- ir tímabilið 2007–2011 var kynnt í gær að viðstöddum menntamálaráð- herra, Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur. Hún notaði einmitt tækifær- ið og færði Þorsteini Gunnarssyni, rektor HA, bréf þar sem hún heim- ilaði skólanum að eiga hlut í Þekk- ingarvörðum og ráðherra opnaði við þetta tilefni nýja heimasíðu skólans. Í stefnu skólans er sett fram eft- irfarandi framtíðarsýn: „Að Háskól- inn á Akureyri verði alþjóðlega við- urkennd menntastofnun sem skari fram úr á völdum fræðasviðum. Þar verði eftirsóknarvert þekkingar- samfélag sem leggi áherslu á öflug- ar rannsóknir og krefjandi náms- umhverfi þar sem nemendur eru settir í öndvegi.“ Starfsemin á einn stað Í stefnunni segir að ætlunin sé að auka þjónustu við nemendur og starfsmenn, sameina starfsemi há- skólans á einum stað, fjölga nem- endum í rannsóknatengdu fram- haldsnámi og byggja upp vísindagarða á háskólasvæðinu. Í svari ráðherra við spurningu um stuðning menntamálaráðuneytisins við stefnuna kom fram að tekið yrði tillit til hennar við gerð nýs samn- ings ráðuneytisins við háskólann og að í hennar huga væri það forgangs- atriði að sameina starfsemi háskól- ans á háskólasvæðinu. Vonast hún að það takist fyrir árið 2010 með byggingu fjórða áfanga Sólborgar. Háskólaráð skipaði stýrihóp fyrir verkefnið í lok mars 2006 sem lagði frá upphafi mikla áherslu á þátttöku hagsmunaaðila. Stefnumótunin var rædd með þátttöku yfir 100 manns í rýnihópum, um hana hefur verið fjallað þrisvar sinnum í öllum starfs- einingum innan háskólans og hún hefur verið kynnt fyrir menntamála- ráðherra, skv. því sem fram kom á kynningarfundinum í gær. Alls hafa nokkur hundruð manns tekið virkan þátt í mótun stefnunnar og er hún því eign alls háskóla- samfélagsins á Akureyri að sögn rektors. Skilgreind hafa verið fimm yfir- markmið sem varða leiðina að fram- tíðarsýninni; Krefjandi og persónu- legt námsumhverfi – Öflugt rannsóknastarf – Virk tengsl við samfélagið – Alþjóðlegt samstarf – Skilvirk skipulagsheild. Háskólanum heimilað að eiga í einkahlutafélagi Í HNOTSKURN »Á tímabilinu 1997–2005fjölgaði nemendum Há- skólans á Akureyri úr rúm- lega 400 í tæplega 1.500. »Á árunum 1997–2005hækkuðu rannsóknastyrk- ir til verkefna í HA úr sam- keppnissjóðum úr 1,5 millj- ónum kr. í 65 milljónir og sértekjur vegna rannsókna hækkuðu úr 1,5 milljónum kr. í 80 milljónir. TENGLAR .............................................. www.unak.is SÝNING um Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðing, var í gær opnuð í Amtsbókasafninu á Ak- ureyri. Í haust verða 200 ár frá fæð- ingu Jónasar og þess er minnst á margvíslegan hátt; sýningin sem opnuð var í gær er hluti fjölbreyttr- ar dagskrár vegna afmælisins. Það var Sigrún Björk Jakobs- dóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem opnaði sýninguna en hún er í nefnd sem ráðherra skipaði til þess að undirbúa afmælishaldið á þessu ári. Formaður nefndarinnar er Halldór Blöndal alþingismaður og auk þeirra Sigrúnar eru í nefnd- inni Páll Valsson rithöfundur, Mar- grét Eggertsdóttir prófessor og Jón G. Friðjónsson prófessor. Um- sjónarmaður með dagskrá afmæl- isársins er Sveinn Einarsson en dagskráin er fjölbreytt með við- burðum hér heima og á slóðum Jón- asar í Kaupmannahöfn. Páll Valsson, höfundur ævisögu Jónasar Hallgrímssonar, skrifaði texta um manninn og skáldið fyrir sýninguna en Sigurður Stein- þórsson jarðfræðingur texta um náttúrufræðinginn. Margrét Egg- ertsdóttir og Sveinn Jakobsson lögðu einnig til texta. Handrit, myndir, munir og önnur sýningargögn eru frá handritadeild Landsbókasafns, Stofnun Árna Magnússonar, Náttúrufræðistofnun Íslands, Þjóðminjasafni Íslands, Jarðfræðisafni Kaupmannahafn- arháskóla, Konunglega bókasafn- inu þar í borg og Köbenhavns Bymuseum, Vigfúsi Sigurgeirssyni og Jóhannesi Long. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ég bið að heilsa! Meðal þess sem hægt er að njóta á sýningunni í Amts- bókasafninu á Akureyri er að heyra ljóð Jónasar lesin upp í heyrnartólum. Glæsileg sýning í minningu Jónasar AKUREYRI Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Seltjarnarnes | Framkvæmdir Ís- lenskra aðalverktaka, ÍAV, vegna nýbygginga á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi hefjast um mán- aðamótin og er gert ráð fyrir að fyrsta byggingin af þremur verði tilbúin sumarið 2008. Alls verða um 80 íbúðir í byggingunum og er viðbúið að framkvæmdirnar taki tvö til þrjú ár. Skipulagssvæðið afmarkast til suðurs af Suðurströnd, til austurs af Nesvegi, til norðurs af syðri mörkum skólalóðar Mýrarhúsa- skóla og íbúðum aldraðra við Skólabraut og til vesturs af eystri mörkum lóðar íþróttamiðstöðv- arinnar. Byggingarnar þrjár verða þrjár til fjórar hæðir fyrir utan kjallara. Fyrsta byggingin verður á norð- vesturhluta reitsins, önnur bygg- ingin sunnan við hana og sú þriðja við Nesveginn, nokkurn veginn þar sem verslun Bónuss er. Hauk- ur Magnússon, framkvæmdastjóri ÍAV, segir að aðaluppdráttur af fyrstu byggingunni hafi verið sam- þykktur og verið sé að vinna að verkteikningum, en mjög mikið verði lagt í hönnun og frágang íbúðanna. Haukur Magnússon segir að í fyrsta áfanga verði líkamsrækt- arstöðin Ræktin og hjólbarðaverk- stæðið Nesdekk rifin og í kjölfarið hefjist jarðvegsframkvæmdir. Áformað sé að hefja steypufram- kvæmdir í maí eða júní og stefnt sé að því að íbúðirnar í fyrsta hús- inu verði fullbúnar sumarið eða haustið 2008. Samkvæmt deiliskipulaginu er markmiðið með breytingunum meðal annars að styrkja stöðu miðsvæðis bæjarins og stuðla að fjölbreyttri notkun innan þess. Til miðsvæðisins teljast Eiðistorg, svæði fyrir blandaða byggð við Hrólfsskálamel, svæði við Austur- strönd og suðurhorn á mótum Nesvegar og Suðurstrandar. Nesdekk flytur Nesdekk flytur að Fiskislóð 30 og stefnt er að því að opna þar 12. apríl. Vegna flutninganna verður lokað eftir 28. mars og hafa for- ráðamenn fyrirtækisins óskað eftir því að viðskiptavinir, sem eiga hjá því sumardekk í geymslu, sæki þau eða láti setja undir bílana ekki síðar en 28. mars. Vegna óþægind- anna býður fyrirtækið þeim sem hafa dekk í geymslu og sækja þau fyrir 28. mars 30% afslátt af um- felgun, hvort sem hún fer fram fyrir þann tíma eða síðar. Teikning/Hornsteinar arkitektar ehf. Hrólfsskálamelur Reistar verða þrjár byggingar með um 80 íbúðum. Fyrsta byggingin verður á norðvesturhluta reitsins, önnur byggingin sunnan við hana og sú þriðja við Nesveginn, nokkurn veginn þar sem verslun Bónuss er. Hrólfsskálamelur breytist Morgunblaðið/RAX Breyting Ræktin og Nesdekk verða rifin í fyrsta áfanga og í kjölfarið hefjast jarðvegsframkvæmdir. Garðabær | Áformað er að byggja verslunarmiðstöð á lóðinni á milli MAX og IKEA í Kauptúni í Garða- bæ og að þar verði ein bygging í staðinn fyrir fleiri. Auglýst hefur verið tillaga að breytingu deiliskipulags Kauptúns þess efnis að lóðirnar Kauptún 3, 5 og 7 verði sameinaðar í eina lóð, Kauptún 3, og að þar verði reist ein bygging í stað tveggja til þriggja. Samhliða verði lóðarmörk og bygg- ingarreitur færð til austurs þannig að hægt verði að fella hluta bygging- arinnar inn í hlíðina. Suðurmörk byggingarreitsins færist norðar, frá vatninu, og bílastæði bætist við í suð- urenda lóðarinnar. Með breyting- unni stækki lóðin úr 46.933 m² í 58.528 m² og mögulegt byggingar- magn hennar aukist um 10.200 m², fari úr 11.700 m² í 21.900 m². Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að þak byggingarinnar liggi að holtinu og verði í sömu hæð og holtið þar sem það mætir byggingunni. Þakið verði með náttúrulegu yfir- bragði þannig að byggingin falli sem best inn í umhverfið. Stefán S. Konráðsson, formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir að eigendur lóðanna hafi óskað eftir sameiningu þeirra. Helstu kostirnir séu að byggingum fækki, byggingin færist fjær vatninu og dregið verði úr sjónrænum áhrifum í byggðinni í holtinu. Þrjár lóðir verði sam- einaðar Verslunarmiðstöð á milli MAX og IKEA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.