Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 28
ferðalög 28 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ég mæli eindregið með þvíað ferðalangar setji Bosn-íu-Hersegóvínu inn áferðakortið sitt því landið býður bæði upp á mikla fegurð og af- þreyingarmöguleika,“ segir Guð- mundur Fylkisson, sem starfar sem friðargæsluliði á vegum utanríkis- ráðuneytisins í Sarajevó og notar frí- tímann til að ferðast um landið. Flugvöllurinn í Sarajevó er inni í borginni, líkt og Reykjavíkur- flugvöllur. Um völlinn fara um millj- ón farþegar á ári. Þar eru fimm bíla- leigur með aðstöðu, en fríhöfnin er lítt spennandi, að sögn Guðmundar. Alitalia, Lufthansa og Austria fljúga til borgarinnar og British Airways áætlar að hefja þangað flug þrisvar í viku um næstu mánaðamót frá Gat- wick. Sarajevó státar af mörgum hót- elum auk þess sem hægur leikur er að finna hús eða íbúðir til leigu. Ekki er ráðlegt að koma á bílum á erlend- um númerum inn til Bosníu vegna hættu á bílstuldi, jafnvel á vöktuðum hótelstæðum. Eldsneyti þykir ekki dýrt í landinu því bensínlítrinn kost- ar sem svarar um 80 íslenskum krón- um og mjólkurlítrinn svipað. Að sama skapi er ódýrt að snæða á veit- ingahúsum því dýrindis piparsteik kostar um 500 kr. Verslunarglaðir geta líka unað sér glaðir í Sarajevó þar sem þar er að finna bæði þekkt vöruhús og heimaverslanir þar sem fá má gallabuxur á 700 kr. Heilsudalur og leðursaumur Bærinn Fojnice, sem er um 50 km vestur af Sarajevó, stendur í dal, sem kallaður er „The valley of golden health“ sem útleggjast má sem „Heilsudalurinn“. Þar er nefnilega jarðhiti, sem heimamenn gera út á með heilsuhótelum og heilsu- meðferðum. Í bænum má líka heim- sækja Fransiskuklaustur með minja- safni. Sumarhúsabyggð tekur svo við ef ekið er eftir hlykkjóttum vegi upp í nærliggjandi fjall. Í bænum Visoko, sem er í um 30 km fjarlægð frá Sarajevó, má kaupa leðurvörur í verslunum og þar má líka fara í heimsókn til leðurklæð- skera og fá saumaða á sig drauma- flíkina. Það þarf bara að koma með mynd eða hugmynd. Málin eru síðan tekin og flíkin getur verið tilbúin inn- an viku. Þjóðlegur fatnaður og húðflúr Fjall, sem gnæfir yfir bæinn, er talið geyma þrjá píramíta og þótt menn telji sig hafa fundið merki um þá er enn mikil vinna eftir í að grafa þá upp. Reynist þetta rétt ættu þeir að vera eldri en píramítarnir í Egyptalandi. Upplagt er að leggja leið sína til Prozor-Rama, sem er nyrsti hluti Hersegóvínu. Þar búa bæði kaþól- ikkar og múslimar og þar er hægt að leita friðar hjá Fransiskumunkaregl- unni Rama-Seit í Sit-eyju, sem situr á Ramsko-vatni, en þangað út liggur nú orðið beinn og breiður vegur. Munkareglan hefur haft þarna að- setur síðan í síðari heimsstyrjöldinni, en svæðið mun vera einkar fallegt til að skoða, veiða, sigla, ganga og klifra. Kaþólskt þorp er uppi í hæð- um þar sem konur klæðast þjóð- legum klæðnaði og hafa látið húð- flúra á sig krossa á handleggi og enni. Þorpið Duge er ekki langt undan, en það státar af fallegum 30 metra háum fossi og risastórum regnboga yfir sér. „Bærinn mun hafa orðið fyr- ir hörðum árásum í stríðinu því haustið 1993 mun það hafa gerst að her Bosníu-Hersegóvínu hafi ráðist inn í þorpið og drepið heilu fjölskyld- urnar. Leiðin til Prozor frá Sarajevó er afar skemmtileg. Vegurinn liggur lengi vel meðfram miklu vatni í löngum dal, stíflu og raforkuveri og það sést til húsa og þorpa langt uppi í bröttum hlíðum,“ segir Guðmundur. Bærinn Visegrad liggur við landa- mærin að Serbíu og er í um 80 km fjarlægð frá Sarajevó, en bærinn er þekktastur fyrir brúna yfir ána Drina. Hægt er að nálgast Visegrad úr tveimur áttum. Önnur og sú fljót- farnari liggur um langan dal með- fram fljóti og er vegurinn oft í veg- skálum. Hin liggur um fjöllin sem, að sögn Guðmundar, er spennandi ferðalag. Hraðamælingar og þjófnaðir „Eitt af því sem fólk þarf að hafa í huga þegar ferðast er um Bosníu er það að vegalengdir segja ekki allt því það getur tekið allt að þrjá tíma að keyra 60–70 kílómetra langa vega- lengd. Vegir eru flestir malbikaðir og fjallaslóðir lagðir bundnu slitlagi, en hraðbrautir liggja ekki um allt. Vegirnir liggja um sveitir, bæi og borgir og er lögreglan mjög dugleg við hraðamælingar. Við vegina eru víða gistihús, hótel og matsölustaðir. Við Sniper Line, aðalgötuna í Sa- rajevo, eru oft sígaunar á gatnamót- um sem koma til að þrífa bílrúður og ljós óumbeðið í von um aura. Þeir eru líka tíðir gestir með ungbörn á mörk- uðum. Hafa skal þó allan vara á snertingum frá fólki þessu því þá geta veski og verðmæti tapast án þess að færustu lögreglumenn fái við neitt ráðið.“ Mostar og Dubrovnvic Sé ekið til suðurs frá Sarajevo er borgin Mostar í um 120 km fjarlægð. Vegir eru hlykkjóttir, en um tvo fjall- vegi er að fara. „Ég hef skoðað end- urbyggða brú, sem sprengd var þarna í loft upp árið 1993. Múslímar reyndu að verja brúna fyrir sprengj- um með því að klæða hana með hjól- börðum, en allt kom fyrir ekki. Frá Mostar er hægt að fara til vesturs til Split í Króatíu. Þaðan ganga ferjur yfir Adríahafið yfir til Ítalíu. Um tveggja tíma sigling er þar yfir með venjulegri bílaferju. Hægt er að fara yfir með hrað- skreiðari ferju, sem tekur þá aðeins fólk en ekki bíla. Til suðurs og austurs er hægt að aka til Dubrovnic í Króatíu sem er fallegur strandbær iðandi af lífi. Þarna er stór kastali með mörgum byggingum innan kastalaveggjanna ásamt veitingastöðum, verslunum og söfnum. Frá Mostar til Dubrovnic eru um 140 km og þarf að aka um tvær landamærastöðvar því smáhluti strandarinnar, um 14 km, tilheyrir Bosníu, en annars er ströndin hluti af Króatíu. Mitt á milli Mostar og Dubrovnic er strandbærinn Neum, lítill og vinalegur bær, sem tilheyrir Bosníu, með fullt af hótelum og litlum íbúðum. Þessi staður er ekki með sendna strönd, en búið er að útbúa stíga og palla niðri við sjó og svo eru íbúðar- hótelin öll með svölum í átt að sjón- um. Þessi staður er sérstaklega vin- sæll meðal Austur-Evrópubúa og þeirra sem vilja vera á eigin vegum, en ekki er mikil afþreying fyrir börn á þessum slóðum,“ segir Guð- mundur. Endurbygging Brúin í Mostar var sprengd í loft upp, en hefur nú verið endurgerð. Þorpsbragur Fimmtándu aldar þorp í suðurhluta Bosníu. Starfsfélagar Guðmundur Fylkisson, ásamt dönskum lögreglumanni, starfar sem friðargæsluliði í Bosníu. Fisksala Fiskur er hér boðinn til sölu í allfrjálslegum „neytendapakkn- ingum“. Veiðin var úr vatni, rétt norðan við höfuðborgina Sarajevó. Bosnía á ferðakortið Gott aðgengi er nú orðið að Bosníu. Friðargæslu- liðinn Guðmundur Fylk- isson sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að hann notaði hvert tækifæri í frítímanum til ferða- laga í fallegu landi. Í HNOTSKURN »Bosnía-Herzegovina tilheyrirBalkanskaganum og er 51.129 km² að stærð. »Aðeins 20 km strandlengjaliggur að Adríahafinu við bæinn Neum. Króatía liggur að norðan, vestan og sunnan, Serbía að austan og Montenegro að sunnan. » Íbúafjöldinn er um fjórarmilljónir manna og er Saraj- evo höfuðborgin. join@mbl.is Guðmundur Fylkisson er með net- fangið fylkisson@islandia.is vanti ferðafólk aðstoð á nýjum slóðum. Hann bloggar reglulega á blogg- síðunni: www.blog.central.is/gfylkis www.sarajevo-airport.be www.airport-dubrovnik.hr www.mostar-airport.ba www.fojnica.ba www.reumal.ba www.fojnicatours.com www.haverford.edu www.adriatica.net http://en.wikipedia.org Orlando Homes For Sale If you have ever considered buying a home in Florida, Now is the time! Don't miss the opportunity to purchase a home in this great buyer's market... it won't last forever! If you are visiting Orlando this spring, call or email Meredith Mahn for an appointment to see some of these outstanding resort communities. Now through May 31, 2007, receive 1% cash back on all new home purchases! For more information, visit us at: www.LIVINFL.com Domus Pro Inc. Vacation Home Sales Division 001-321-438-5566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.