Morgunblaðið - 22.03.2007, Side 30

Morgunblaðið - 22.03.2007, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FORDÓMANA BURT Það getur verið grunnt á for-dómunum í íslensku sam-félagi. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá niðurstöðum rannsókn- ar dr. Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdótt- ur, doktors í heilsuhagfræði. Þar kemur í ljós að holdafar getur haft áhrif á atvinnuþátttöku kvenna. Tinna Laufey kannaði annars vegar áhrif líkamsþyngdar á atvinnuþátt- töku og hins vegar áhrif ofneyslu áfengis. Að sögn Tinnu Laufeyjar er sterkt samband milli líkamsþyngd- ar og atvinnuþátttöku kvenna, en það á ekki við um karla. Ekki var sterkt samband að finna á milli áfengisneyslu og atvinnuþátttöku og Íslendingar með áfengisvanda líklegir til að vera í vinnu og vinna mikið. Ef atvinnurekendur létu hags- muni sína ráða för myndu þeir ráða starfsfólk eftir verðleikum, en ekki útliti. Hægt er að velta fyrir sér hvort þessi mismunun beri því vitni að enn sé það svo að meiri kröfur séu gerðar til kvenna heldur en karla. En í raun gildir einu hver ástæðan er, niðurstöðurnar segja skammar- lega sögu. Baráttan gegn fordómum hefur verið löng og ströng. Mörg dæmi er hægt að finna um að hópar hafi orðið fyrir barðinu á fordómum, sem hafa leitt til einangrunar þeirra í sam- félaginu. Nærtækt er að benda á baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Kon- ur sitja enn ekki við sama borð og karlar á vinnumarkaði hvað sem líð- ur jafnréttislögum og öðrum að- gerðum til að jafna hlut kynjanna. Engin efnisleg rök eru fyrir þessari mismunun, en engu að síður hefur ekki tekist að kveða hana niður þrátt fyrir baráttu um árabil. Rann- sóknir hafa hins vegar sýnt að það er hægara sagt en gert að uppræta fordóma. Kynningarherferðir kunna að hafa áhrif á afstöðu sumra, en sjaldnast allra. Hvað veldur þessari tregðu? Ýms- ar ástæður er hægt að nefna til sög- unnar, en enga réttlætingu. Enda er raunin sú að á meðan mismunun – hvaða nafni sem hún nefnist – þrífst og fólk fær ekki að njóta sín að verð- leikum fer samfélagið einfaldlega á mis við krafta þess og er fátækara fyrir vikið. Mismunun vegna kyns, kynþátt- ar, kynhneigðar, fötlunar, útlits eða annarra þátta á engan rétt á sér í nútímasamfélagi. Niðurstöður rannsókna Tinnu Laufeyjar Ás- geirsdóttur eru sláandi. Atvinnu- möguleikar eiga ekki að velta á holdafari og gildir einu hver á í hlut. Það er stéttarfélaga og atvinnurek- enda að vinna gegn þeim fordómum sem það ber vitni. En það er líka hvers og eins að losa hugarfar sitt úr hlekkjum fordómanna. FJÁRFESTING Í HEKLUSKÓGUM – ALLT AÐ VINNA Stórhuga áform um ræktunHekluskóga eru allrar athygli verð. Í Morgunblaðinu í fyrradag segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðsl- unni, frá því hvernig hægt sé á hálfri öld að rækta upp 62.000 hektara skóg, sem þekti 1% af flatarmáli Ís- lands og yrði langstærsti birkiskóg- ur landsins. Raunar þyrfti ekki að planta öllum þeim skógi, að sögn Guðmundar, heldur yrði byrjað á birki- og víðilundum, sem myndu síðan sá sér sjálfir eftir nokkur ár, þannig að skógurinn stækkaði um 11% á ári. Helzti tilgangurinn með Heklu- skógum er að stöðva landeyðingu af völdum öskugosa í Heklu. Áður en skógurinn sem fyrir var á svæðinu eyddist stóðu trén af sér öskufall og komu í veg fyrir að askan fyki og or- sakaði enn meiri land- og gróður- eyðingu. Gert er ráð fyrir að Hekluskóga- verkefnið fari af stað á næsta ári. Ríkissjóður leggi til a.m.k. helming þeirra sex milljarða, sem talið er að verkefnið muni kosta, en að einka- aðilum verði boðið að taka að sér uppgræðslu á afmörkuðum svæðum. Tækifærin fyrir einkaframtakið á þessu sviði eru gífurleg. Guðmund- ur Halldórsson bendir á að einka- fyrirtæki gætu með þátttöku í verk- efninu bætt stórlega ímynd sína, til dæmis með því að rækta skóg, sem myndi binda jafnmikið af koltvísýr- ingi og yrði til vegna starfsemi fyr- irtækisins. Ef komið yrði á kerfi viðskipta með kolefniskvóta, eins og mikið hefur verið rætt vegna skuldbind- inga Íslands um að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda, gætu fyrirtæki jafnvel fengið með þessu móti kvóta, sem dygði starf- semi þeirra. Þá eru auðvitað ótalin öll önnur not af stærsta birkiskógi á Íslandi. Hann myndi auka lífsgæði almenn- ings, efla útivist og ferðamennsku á svæðinu, styrkja sveitirnar í kring- um Heklu, stuðla að fjölbreyttara fugla- og dýralífi á svæðinu og vernda grunnvatn, svo eitthvað sé nefnt. Á tímum, þegar æ meira er rætt um samfélagslega ábyrgð fyrir- tækja, virðist blasa við að ótal fyr- irtæki á Íslandi eigi að sjá sér hag í að taka þátt í að rækta upp Heklu- skóga. Þessi fyrirtæki gætu fengið merkingu á vörur sínar, sem stað- festi þátttöku þeirra í verkefninu. Þau myndu stuðla að auknum lífs- gæðum viðskiptavina sinna með því að taka þátt í að vinna gegn gróður- húsaáhrifum og gera Ísland byggi- legra. Betri fjárfesting er vandfundin – á henni er allt að vinna. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Stjórn Faxaflóahafna sf. hef-ur sent forsætisráðherraog samgönguráðherra bréfþar sem lýst er eindregn- um áhuga og vilja til að koma að framkvæmdum við Sundabraut og leiða þær til lykta. Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxa- flóahafna, segir það mikið hags- munamál Reykvíkinga að fara út í þessa mikilvægu framkvæmd sem fyrst og ljúka henni í einum áfanga, þ.e. frá Kollafirði að Sæbraut. Björn Ingi sagði að það væru mörg fordæmi fyrir því erlendis að aðili eins og Faxaflóahafnir tæki að sér stór samgönguverkefni. Við stofnun Faxaflóahafna á sínum tíma hefði það verið m.a. eitt af markmið- um eigenda fyrirtækisins að hraða gerð Sundabrautar. Hann sagði það vera skoðun stjórnar Faxaflóahafna að það þyldi ekki frekari bið að hefja þessa framkvæmd. Mál ríkisins að ákveða hugsanlega gjaldtöku Stjórn Faxaflóahafna átt fund með Halldóri Ásgrímssyni, fyrrver- andi forsætisráðherra, fyrir einu og hálfu ári. Þar var m.a. rætt um mál- efni Sundabrautar og nauðsyn þess að vinna að framgangi verkefnisins í heild og þar með talið að vinna að tvöföldun Hvalfjarðarganga. Fyrir rúmu ári var samþykkt að fela for- manni hafnarstjórnar og hafnar- stjóra að koma sjónarmiðum Faxa- flóahafna sf. á framfæri og óska eftir viðræðum við stjórnvöld um málið. Áttu þessir aðilar í framhaldi fund með Vegagerð- inni um málið. Björn Ingi benti á að Faxa- flóahafnir væru stærsti einstaki eigandinn að Speli með 23,5% hlutafjár. Spölur og Vegagerðin hefðu snemma á þessu ári gert með sér samkomulag um niðurstöður viðræðna Vegagerðar- innar og Spalar ehf. vegna tvöföld- unar Hringvegar á Kjalarnesi og tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Þar er m.a. kveðið á um fjármögnun nauðsynlegra undirbúningsfram- kvæmda, s.s. vegna skipulagsmála, umhverfismats og landakaupa. Líklegast að gerð verði jarðgöng Björn Ingi sagði að stjórnvöld hefðu lýst því yfir að Sundabraut væri forgangsverkefni, en jafnframt tekið fram að fjármögnun þess væri sérstakt verkefni. Búið væri að tryggja 8–9 milljarða til verkefnis- ins af Símapeningunum, en það ætti síðan eftir að koma í ljós í viðræðum stjórnvalda og Faxaflóahafna hvernig staðið yrði að fjármögnun að öðru leyti. Hann sagði aðspurður að það væri alfarið mál rí ákveða hvort lögð yrðu gj sem fara um Sundabrau Faxaflóahafna gæti ek ákvörðun um það. Samkvæmt lögum á rí að fjármagna gerð þjóðveg býli, en Sundabraut fellur Faxaflóahafnir bjó um byggingu Sund                         Stjórn Faxaflóahafna hefur sent bréf til forsætisráð- herra og samgönguráðherra þar sem Faxaflóahafnir bjóðast til að taka að sér að leggja Sundabraut í ein- um áfanga. Egill Ólafsson ræddi við Björn Inga Hrafnsson, formann stjórnar. Björn Ingi Hrafnsson FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Þegar kemur að ráðningu fólks erhorft á alla manneskjuna. Þaðþýðir að útlit skiptir máli ásama hátt og þættir eins og menntun, hæfni, frumkvæði, persónu- leiki, jákvæði, framkoma, samskipta- hæfni, reglusemi, sjálfstraust og snyrti- mennska skipta máli. Í framhaldi af frétt Morgunblaðsins í gær um tengsl offitu og vinnumarkaðarins, þar sem offita kvenna virðist hafa neikvæð áhrif á at- vinnuþátttöku þeirra, leitaði blaðamaður álits hjá framkvæmdastjórum nokkurra ráðningarfyrirtækja. Í rannsókninni sem vísað var til í gær var offita skilgreind sem líkamsþyngdarstuðull (BMI) yfir 30. Álitsgjafar voru allir á einu máli um að væri einstaklingur of feitur gæti það vissulega haft þau áhrif að hann kæmi ekki til greina í ákveðin störf, t.a.m. af því að offita samrýmdist ekki ímynd fyr- irtækisins, t.d. þegar um væri að ræða tískubúðir eða fyrirtæki í heilsurækt- argeiranum. Einnig kæmi of feit mann- eskja varla til greina í störf á borð við sölumennsku eða sendlastarf þar sem máli skipti að viðkomandi væri mikið á ferðinni og frár á fæti. Fremur horft til hæfni og reynslu „Sem betur fer horfa flestir vinnuveit- endur aðallega til hæfni fólks og reynslu, en á því eru þó undantekningar. Þannig geta verið tilvik þar sem of feit mann- eskja fengi ekki starfið heldur önnur sem hefði alla sömu eiginleika en væri ekki of feit,“ segir Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri STRÁ MRÍ. Tekur hún fram að góðir starfsmenn séu ávallt eftirsóttir, hvert svo sem holdafar þeirra sé. Aðspurð hvort útlit sé almennt ráð- andi þáttur þegar komi að atvinnuráðn- stofu- eða þjónu farið ekki haml aði, ef viðmót h snyrtileg.“ Tengsl offitu lítið sem ekkert eftir því sem bl Rannsókn Tinn dóttur, sem gre gær, byggist m ingu svarar Guðný því neitandi og tekur fram að þar vegi snyrtimennska og góð framkoma mun þyngra. „Hér áður fyrr var meiri krafa gerð um útlit fólks, en í dag horfa menn aðallega á hæfni, reynslu og burði til starfans. Svo lengi sem einstaklingurinn er snyrtilegur og kemur vel fyrir og vinnur starf sitt vel er ekki horft til holdafars eða útlits.“ Að sögn Guðnýjar hefur eðli starfsins og staðsetning þess innan fyrirtækisins þó mikið að segja við ráðningu. Þannig geti í sumum störfum skipt miklu máli í hvernig holdum starfskrafturinn sé. Nefnir Guðný í því samhengi að sölu- maður, sendill eða starfsmaður í mót- töku sem öll þurfa að vera mikið á ferð- inni þurfi að vera í góðu líkamlegu formi. „Störf sem heimta meiri hreyfanleika heimta „hreyfanlegra“ fólk og mann- eskja sem er grönn er líklegri til að vera fljótari í förum en einhver sem er of feit,“ segir Guðný. Sum störf krefjast ákveðins útlits Hjá Maríu Jónasdóttur, framkvæmda- stjóra Ráðningarþjónustunnar ehf., fengust þau svör að holdafar gæti haft áhrif í ráðningarferli, en að það færi al- gjörlega eftir eðli starfsins. „Það fer eft- ir því hvort hreysti og þreks er krafist,“ segir María og tekur fram að snyrti- mennska og jákvætt viðmót vegi yfirleitt mun þyngra en kílóafjöldi umsækjanda sem glímir við offitu. „Ég hef ekki orðið vör við að það hamli of feitum konum að fá vinnu, ef ekki er talið að það hafi áhrif á starfið sem slíkt. En ef talið er að bein áhrif séu milli þreks og viðkomandi starfs hefur það vissulega hamlandi áhrif,“ segir María. Spurð í hvaða störfum offita myndi skipta máli nefnir María störf sem í eðli sínu krefjist ákveðins útlits, þols eða líkamshreysti. „Ef of þung manneskja býr yfir hæfni, annaðhvort í formi menntunar eða reynslu t.d. í skrif- Góðir starfsmenn Hæfni „Sem be

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.