Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús Guð-björnsson var fæddur í Reykjavík 31. júlí 1918. Hann lést sunnudaginn 11. mars sl. Foreldrar hans voru Guðbjörn Guð- mundsson, prent- smiðjustjóri í Reykjavík, og Júlía Magnúsdóttir. Systkini Magnúsar eru Friðrik Guð- björnsson, fæddur 1918, dáinn 1940, og Elín Guðbjörnsdóttir, fædd 1925. Magnús var ókvæntur en á eina dóttur, Moniku Ohlenbostel, fædda 23. júní 1941, bú- setta í Þýskalandi. Sonur Moniku heit- ir Lars Magnus Dietrich, einnig bú- settur í Þýskalandi. Magnús starfaði lengst af sem skrif- stofumaður. Útför hans verð- ur gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík fimmtudaginn 22. mars og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Maggi frændi. Það er svo skrýtið þegar einhver fer, að mann verkjar alltaf í hjartað, jafnvel þó þetta sé það eina sem við vitum; að við fæðumst og við deyjum. Þú hefur alltaf verið hluti af minni nánustu fjölskyldu, og þú hefur verið nálægt frá því að ég man eftir mér. Fyrsta minningin mín um þig, er þeg- ar þú varst hjá okkur á Laugarásveg- inum að taka við Dolla, kettinum okk- ar, fyrir okkur eftir að Júlía hafði fæðst. Ég var uppi á pallinum og fylgdist hrygg með, en pabbi sagði mér að ykkur myndi koma vel saman og að Dolla myndi líða vel hjá þér, og sú varð raunin. Síðustu árin hefur Maggi verið í sambandi daglega og núna í sumar, meðan fjölskyldan mín dvaldi erlend- is og ég var heima, þá svaraði ég alltaf í símann um 6-leytið eða hringdi í hann úr vinnunni ef ég var að vinna. Þú vildir láta vita af þér. Þú varst svo góð manneskja og ljúfur og vildir öll- um svo vel. Það var bara núna seinast í sumar sem ég fór í pollagallanum til þín að setja niður blóm fyrir þig, og nágranni þinn kom yfir og hjálpaði okkur. Það vildu allir allt fyrir þig gera enda varstu gull af manni. Alltaf svo virðulegur og þér fylgdi mikil reisn. Það var augljóst hvað þér þótti vænt um okkur, og okkur vænt um þig. Þú spurðir reglulega út í hvernig skólinn, skautarnir og tónlistin gengi og hafðir mikinn áhuga á því sem við systurnar vorum að gera. Þú varst svo stoltur af þínum, og okkur þótti svo vænt um það. Þú talaðir líka oft um Moniku, Lars Magnus og fjölskyldur þeirra og sýndir okkur myndir og last bréf frá þeim. Elsku Maggi frændi, með þessum orðum viljum við minnast stórkostlegs manns, með hjarta úr gulli. Guð geymi þig. Þínar frænkur, Þórunn og Júlía Guðbjörnsdætur. Það er komið að kveðjustund, Maggi frændi er farinn. Við viljum þakka fyrir samfylgdina og þá hlýju sem þúsýndir okkur. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Guðbjörn og Júlíana. Magnús Guðbjörnsson Sigurgeir Númi Birgisson ✝ Sigurgeir NúmiBirgisson fædd- ist í Neskaupstað 26. janúar 1984. Hann lést 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Birgir Krist- mundsson, f. 20. nóvember 1957, og Áslaug Guðný Jó- hannsdóttir, f. 10. júlí 1958. Bræður Sigurgeirs Núma eru Sigurður Elm- ar, f. 2. jan. 1975, Guðmundur Hrafn, f. 17. ágúst 1976, og Birgir Björn, f. 1. febr- úar 1989. Útför Sigurgeirs Núma fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag. Síðasta laugardag fékk ég þær hræði- legu fréttir að þú hefð- ir orðið bráðkvaddur á heimili þínu 11. mars. Ég ætlaði ekki að trúa þessu, því að þú hafðir hringt í mig á fimmtu- deginum og við töluð- um um allt og ekkert eins og við vorum vön að gera þegar að við vorum yngri. Þó svo að leiðir okkar skildi þá hittumst við alltaf aftur og rifjuðum upp gamlar skemmtilegar minningar. Ég man þegar ég átti mjög erfitt um tíma, það var verslunarmannahelgi. Þá dróstu mig með þér til Akureyr- ar og annað eins hef ég ekki vitað. Þetta var ein skemmtilegasta helgi sem ég hef upplifað, keyrandi um á handónýtum Subaru með ónýtan hljóðkút sem virtist vera Impreza af hljóðinu og allir bílaguttarnir litu við þegar við gáfum allt í botn. Við gát- um lengi hlegið að þessu. :) Elsku Sigurgeir, þú varst gull af manni og varst alltaf til staðar fyrir mig, sama hvað það var. Það er svo margt sem mig hefði langað til að segja þér, taka utan um þig og þakka þér fyrir að hafa stutt við bakið á mér, sama hvaða vitleysu ég fór út í. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og vil ég trúa því að þú sért á betri stað núna og að þér líði vel. Við sjáumst seinna. Ég vil votta fjölskyldu Sigurgeirs alla mína samúð, megi Guð hjálpa ykkur á stundu sem þessari. Þín vinkona, Ólöf (Óa) ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát HANSÍNU JÓNATANSDÓTTUR. Sigurður Ásgrímsson, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Karen Ósk Sigurðardóttir, Sveinn Pétur Sigurðsson, Marta Eir Sigurðardóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MÁLFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Stillholti 9, Akranesi. Guðmundur Ó. Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Hulda Guðbjörnsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Lidia Andreeva, Birgir Guðmundsson, Ragnheiður Hafsteinsdóttir, Jón Þór Guðmundsson, Ástríður Jónasdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elsku mamma mín, núna ertu loksins búin að fá hvíldina eftir harða og erfiða baráttu og ert komin til pabba og Benna. Efast ég ekki um að þar hafi orðið fagnaðarfundir, þó mér hafi þótt þetta allt of fljótt. Ásta Kristinsdóttir ✝ Ásta Kristinsdóttirfæddist í Reykja- vík 2. október 1944. Hún lést á heimili sínu 11. mars sl. Útför Ástu fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 21. mars sl. Vegna mistaka við vinnslu eftirfarandi minningargreina sem komu í blaðinu í gær eru þær birtar hér aft- ur. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Margs er að minnast er litið er til baka. Þú varst frábær mamma, amma og síðast en ekki síst frábær vinur sem talaðir við mig á hreinni íslensku ef þér fannst það hæfa. Minningarnar um okkar samveru ætla ég að geyma, minn- ingar um gleði og fé- lagslyndi, minningar um óbilandi kjark í baráttu við illvígan sjúkdóm og ekki síst ótakmarkaða forvitni um hvað næsti dagur byði upp á. Langar mig að þakka þér innilega fyrir allt sem þú gafst mér, Þór og börnunum okkar. Við eigum aldrei eftir að geta endurgoldið þér það. Elskulega mamma mín, mjúk er alltaf höndin þín. Tárin þorna í sérhvert sinn sem þú strýkur vangann minn. Þegar stór ég orðin er, allt það skal ég launa þér. (Höf. ókunnugur) Blessuð sé minning þín. Þín dóttir Sigrún. Elsku amma. Ég þakka þér allt það sem við höfum átt saman. Þú varst alltaf til staðar í blíðu og stríðu. Þó ég sakni þín mikið þá veit ég að þú ert komin á betri stað, til afa og Benna frænda. Ég vona að þið komið og pikkið í okkur bara smá og þú verðir dugleg að láta mig taka til í herberginu mínu, eins og þegar þú varst hérna með okkur. Ég mun gera þig stolta í framtíðinni. Blessuð sé minning þín. Ástar, ástar, ástar kveðjur. Karen Björk. ✝ Ingibjörg Páls-dóttir fæddist á Herjólfsstöðum, Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu, 22. mars 1915. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 23. nóvember 2006. Foreldrar hennar voru Páll Jóhanns- son, fæddur á Skíða- stöðum í Laxárdal, Skag., 20. ágúst 1888, látinn 2. júní 1981 og Ágústa Runólfsdóttir fædd á Heiði í Gönguskörðum, Skag., 1. ágúst 1892, látin 23. júní 1972. Alsystkin Ingibjargar eru Nanna Soffía f. 1917. Lárus Krist- inn f. 1919. Jóhann f. 1920. Sig- urður f. 1922, d. 1994. Ragnar f. 1923. Kristján Leó f. 1925. Nanna Regína f. 1927, d. 1933. Ásta Lovísa f. 1930. Sammæðra, Jónas Ráðgarð Jónasson f. 1911. 9. júlí 1932 giftist Ingibjörg Hallgrími Konráðssyni, f. í Húna- vatnssýslu 13. apríl 1908, d. 12. október 1988. Foreldrar hans voru Konráð Bjarnason f. á Ytra- Skörðugili á Langholti, Skag., 30. júní 1861, d. 9. ágúst 1931. Sig- urrós Magnúsdóttir f. í Sam- komugerði í Eyjafjarðarsveit 29. ágúst 1867, d. 22. ágúst 1940. Börn Ingibjargar og Hallgríms eru: Páll f. 22. janúar 1932, maki Anna Jór- unn Benediktsdóttir f. 1939. Tvær dætur. Nanna Regína f. 24. júní 1934, maki Guð- mundur Márusson f. 1928. Fjögur börn. Rósa f. 4. september 1935, d. 27. október 2006, maki Bjarni Henriksson f. 1927, d. 1989. Sjö börn. Ágústa Aðalheiður f. 18. janúar 1937, d. 2. júlí 1989, fyrri maki, Haraldur Jóhann Jónsson f. 1934. Tvær dætur. Seinni maki, Friðrik Henriksson f. 1925, d. 1983. Sex börn. Konný Sigurlína f. 1. júlí 1939, maki Guðmundur Kristján Svavarsson f. 1931, d. 1983. Tíu börn. Jóhanna Lovísa f. 1. október 1944, maki Sigurður Guðnason f. 1943. Fimm börn. Konráð Hall- grímsson f. 25. febrúar 1951. Hall- grímur Ingi f. 20. júlí 1953. Ingibjörg og Hallgrímur hófu búskap á Sauðárkróki, en fluttu til Reykjavíkur 1946. Þar bjuggu þau til æviloka. Ingibjörg helgaði sig því hlutverki að annast börnin og heimilið. Hallgrímur vann ýmis störf í landi og á sjó. Síðustu árin dvaldi Ingibjörg á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hennar fór fram frá Foss- vogskirkju 7. desember 2006. Nú er afmælisdagurinn þinn, elsku mamma mín. En þú ert horfin frá okkur, það er erfitt að hugsa um það, betra að leyfa minningunum að streyma fram. Þær eru allar góðar. Þú varst einstök manneskja, alltaf til staðar fyrir alla, gerðir ekki mannamun, svo laus við fordóma og yfirlæti. Sást það góða í fólki. Þú áttir alltaf stund ef illa lá á ein- hverjum eða einhver átti bágt. Þá veittir þú huggun og ráð og varaðir við hálkublettunum í lífinu. Þú hafðir sterka þörf fyrir að vernda þá sem minna máttu sín. Það var gott að koma í hreina hlýja eldhúsið þitt, kaffi á könn- unni og góður biti með. Þaðan var haldið með nánast hátíðlegum brag að skoða nýjasta undrið í fallegu stofunni þinni og hlusta á góða tónlist. Þar átti hver hlutur sinn stað og þér þótti jafnvænt um þá alla. Þú hafðir yndi af tónlist, klass- ískri, óperum og dægurlögum. Poppið og rokkið átti líka sitt sæti. Plötusafnið þitt var mikið og allt valið af íhugun og gætni. Þú varst dýravinur. Þegar ég var unglingur áttir þú stórt, glæsi- legt fiskabúr og það var aðdáun- arvert hvað þú varst natin við að hafa hreint hjá þeim og halda í þeim lífinu. Og fuglarnir þínir áttu góða daga hjá þér. Ég minnist þess hve gaman þú hafðir af því þegar ég gekk með þér Laugaveginn að skoða í búðir og við enduðum ferðina á kaffihúsi yfir rjúkandi súkkulaði og tertu- sneið. Svo fáguð og virðuleg, elsku mamma. Við skruppum stundum í bíó og fyrir kom að eitthvert af mínum börnum fór með. Ekkert kynslóða- bil, bara gaman. Og þú lumaðir á góðgæti í veskinu þínu. Já mamma, þú varst best. Sigurði og börnum okkar þótti vænt um þig, þau ásamt tengda- og barnabörnum okkar, eiga þökk skilið fyrir hve vel þau reyndust þér og voru þér góð. Og alltaf hlökkuðum við til ef von var á þér til okkar í sveitina. Fyrir nokkrum árum keyrðum við Sigurður um Laxárdal í Skaga- firði og stönsuðum við Herjólfs- staði þar sem þú áttir heima í æsku. Ég eigraði um, skoðaði tóft- irnar þar sem bærinn þinn stóð. Svo sterk var ljúfsár tilfinningin að mér fannst ég nánast geta séð þig hlaupa á litlu fótunum þínum í ósléttum haganum. Elta fiðrildi, hrasa, brölta á fætur, halda áfram að hlaupa. Og seinna, þú mild og hlý og alltaf til staðar. Heklaðir föt á dúkkuna mína, kenndir mér að búa til ævintýraheim úr kindabeinum og gleðjast yfir litlu. Ég hlakkaði alltaf jafn mikið til þegar von var á pabba heim eftir mánaðar siglingu um heimsins höf. Beið við innsiglinguna í Reykjavík- urhöfn meðan Katlan var tollskoð- uð til að komast sem fyrst um borð. Já, þá var gaman. Það var gott að vera barn hjá þér og pabba. Takk fyrir allt. Útförin þín var falleg, sr. Hjálm- ar með ræðu eins og honum er lag- ið og Páll Rósinkrans söng Liljuna og fleira af tilfinningu. Þökk sé öll- um sem þar komu að. Það er erfitt að sleppa, ég sakna þín svo mikið. En vertu sæl og hvíl í friði. Jóhanna Lovísa. Ingibjörg Pálsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.