Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 47 Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16.30 handavinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9.30 boccia. Kl. 10.30 helgistund. Kl. 11 leikfimi. Kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, alm. handvinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, matur, bókband, kaffi. S. 535-2760. Dalbraut 18 - 20 | Fimmtudaga söngur með harm- onikuundirleik. Heitt á könnunni og meðlæti. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ-kórinn æfir í KHÍ kl. 17-19. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl. 9.55. Rammavefnaður kl. 9.15. Málm- og silfursmíði kl. 9.30. Bókband kl. 13. Myndlist kl. 16.30. Stólajóga kl. 17.15. Jóga á dýnum kl. 18. Einmánaðarfögnuður á morgun, kl. 14, m.a. á dagskrá kór Snælandsskóla, upplestur o.fl., kaffihlaðborð. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 handavinna, kl. 10 ganga, kl. 11.40 matur, kl. 13 handavinna og brids, kl. 18.15 jóga. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gler- og leirsmiðja kl. 13 í Kirkjuhvoli. Karlaleikfimi kl. 13 og boccia kl. 14 í Ásgarði. Vatnsleikfimi kl. 13 í Mýri. Handavinnuhorn eftir hádegi í Garðabergi og tölvur kl. 17 í Garða- skóla. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Handa- vinnustofan í Hlaðhömrum, er opin virka daga eftir hádegi. Fjölbreytt föndur, t.d. skartgripagerð o.fl. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund, um- sj. Ragnhildur Ásgeirsd. djákni. Frá hádegi vinnu- stofur opnar, m.a. myndlist, umsj. Nanna S. Bald- ursd. Föstud. 30. mars kl.10.30 hefjast æfingar á lancier dansi, undirbúningur fyrir landsmót U.M.F.Í. í Kópavogi í júlí, umsj. Kolfinna Sigurvinsd. skráning hafin á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulín III. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 matur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Aðalfundur F.E.B.H. kl. 15. Hæðargarður 31 | Kíkið við í morgunkaffi og kynnið ykkur dagskrána. Listasafn Íslands föstud. 23. mars kl. 11.50. Jóhann Briem og Jónas Engilberts. Uppl. í s. 568-3132/asdis.skuladottir@reykjavik.is Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogs- sundlaug á morgun, föstudag, kl. 9.30 og listasmiðja á Korpúlfsstöðum kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund kl. 10.30. Handavinnustofur kl. 13. Boccía kl. 13.30. Kaffiveit- ingar kl. 14.30. Bingó kl. 15. Uppl. í s. 552-4161. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9-12 leirnámskeið, kl. 10 boccia, kl. 9-16.30 opin vinnustofa, kl. 13 upp- lestur, kl. 13-16 leirnámskeið. Samtök lungnasjúklinga | Fræðslufundur í kvöld kl. 20 í Síðumúla 6 (gengið inn á bak við). Bryndís Stef- anía Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur fræðir okkur um svefnháðar öndunartruflanir. Mætum öll og takið með ykkur gesti. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9 boccia. Kl. 9.15-14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15- 15.30 handavinna. Kl. 10.15 spænska. Kl. 11.45 matur. Kl. 13 leikfimi. Kl. 12.30-14.30 kóræfing. Kl. 13-16 glerbræðsla. Kl. 14.30 kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30-12, bók- band kl. 9-13, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar frá kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10- 11, handavinnustofan opin allan daginn og allir vel- komnir, glerskurður kl. 13-17, frjáls spilamenska. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bæn og samvera. Kl. 13 op- inn salur. Kl. 13.15 leikf. Kl. 14.30 bingó/félagsvist. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður á eftir. Fundur með foreldrum fermingarbarna í kirkjunni kl. 20. Emmaus- námskeið í kapellu kl. 20. Áskirkja | Kl. 10 foreldramorgunn, bókakynning frá Borgarbókasafni. Kl. 14 söngstund með Kára, kaffi á eftir. Kl. 17 klúbbur 8 og 9 ára og kl. 18 TTT-starfið. Dagskrá beggja fundanna er „Leynigestur“. Breiðholtskirkja | Biblíulestur sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar fellur niður í kvöld. Bústaðakirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Sam- verustundir fyrir foreldra og börn þeirra. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl 11.15. Foreldramorg- unn kl. 10 í fræðslusal. Bænastund kl. 12. Barnastarf 6-9 ára kl. 17.15. Unglingastarf fyrir 13 ára kl. 19.30- 21.30. www.digraneskirkja.is Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Ýmis konar fyrirlestrar. Heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára í Víkurskóla kl. 17-18. Lesið úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar. Í dag kl. 18 les Rannveig Guðmundsdóttir. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal á eftir. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6-9 ára starf, kl. 16.30-17.30. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM í kvöld verður haldinn í Reykjanesi hjá sr. Guðmundi Óla Ólafssyni. Brottför með rútu kl. 19 frá Holtavegi 28. Allir karl- menn velkomnir. Kristniboðsfélag kvenna | Háaleitisbraut 58-60. Aðalfundur kl. 17. Venjuleg aðalfundarstörf. Margrét Hróbjartsdóttir hefur hugleiðingu. Bænastund á undan fundinum kl. 16.30. Laugarneskirkja | Sigurbjörn Þorkelsson hefur helgistund í þjónustumiðstöð aldraðra kl. 15.15 í bláu húsunum við Dalbraut. Kyrrðarstund kl. 12. Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Gunnar Gunnarsson org- anisti. Létt máltíð í safnaðarheimilinu á eftir á kostnaðarverði. Allir velkomnir. Kl. 17 Adrenalín gegn rasisma, unglingastarf. Umsjón: Sr. Hildur Eir Bolladóttir. AA fundur í safnaðarheimilinu kl. 21. Vídalínskirkja Garðasókn | Síðasta Biblíu- fræðslukvöldið í kvöld kl. 20. Sr.Kristján Búason fv.dósent við HI ræðir um Guðspjall næsta sd. s.e Lk.1:46-56. Sr. Kristján er síðastur í röð tíu öldunga þjóðkirkjunnar sem hafa séð um biblíufræðslukvöld í Vidalínskirkju. Kyrrðar og fyrirbænastund kl. 21. Molasopi á eftir. Orð dagsins: En sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, … yður bætt.“ (Mk. 4, 24.) Tónlist DOMO Bar | Þingholtsstræti. Kvartett Hauks Gröndal í kvöld kl. 21. Tónleikarnir eru liður í dagskrá djassklúbbsins Múlans. Á efnis- skránni eru lög sem saxistinn Les- ter Young gerði ódauðleg. Fram koma Haukur Gröndal sax, Ásgeir Ásgeirsson gítar, Þorgrímur Jóns- son á bassa og Erik Qvick. Að- gangeyrir er 1.000 kr. Þjóðarbókhlaðan | Vissir þú að hægt er að finna hvaða tónlist- arfólk fæddist ákveðinn dag, upp- lýsingar um ævi listafólks, stefnur og strauma í tónlist frá örófi til okkar daga? Þetta allt og meira til í Grove Music, sem er í lands- aðgangi og verður kynnt í dag kl. 15.30. Nánar á http://hvar.is. Myndlist Gallery Turpentine | Mál- verkasýningu Stefáns Boulters lýkur laugard. 24. mars. Þjóðarbókhlaðan | Vissir þú að hægt er að finna hvar einstök mál- verk hanga, hvaða sýningar eru í gangi í hvaða borg, upplýsingar um ævi listafólks, stefnur og strauma í myndlist frá hellaverk- um til okkar daga? Þetta allt og meira til í Grove Art sem verður kynnt í dag kl. 15. Leiklist Leikfélag Hveragerðis | Rokk- óperan Jesús Crist Superstar er sýnd um þessar mundir í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Leikstj.: Laufey Brá Jónsdóttir og Jón Ingi Hákonarson. Mikið hefur verið lagt í búninga, ljós og sviðsmynd. Uppl. s. 483-4727. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Í dag verður 5. erindið um Furður. Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur fjallar þá um skrímsli af öllu tagi. Hefst kl. 17.15. Allir velkomnir, eng- inn aðgangseyrir, heitt á könnunni. Múltí Kúltí | Evrópuvika gegn kyn- þáttamisrétti. Jákvæðar kynn- ingar á þjóðum. Kór Regnboga- kvenna eru stúlkur frá ýmsum löndum sem syngja á ýmsum tungumálum. Italizzurra er félag fólks frá Ítalíu og Íslendinga. Kynn- ing kl. 20 í kvöld á því félagi og Ítalíu. Ókeypis inngangur. Allir vel- komnir. Kaffisala. Fyrirlestrar og fundir Aðalbygging Háskóla Íslands, há- tíðarsalur | Elín Ebba Ásmunds- dóttir, forstöðuiðjuþjálfi á geðsviði LSH og lektor við HA, heldur er- indi kl. 12.15 á vegum ráðs um mál- efni fatlaðra og starfsmannasviðs Háskóla Íslands um geðrækt. Í er- indi sínu mun hún fjalla um hvern- ig daglegt líf hefur áhrif á geð- heilsuna og hvað hægt er að gera til að efla hana. Bústaðakirkja | Siðferði, gildismat og trúarlegt uppeldi. Dr. Gunnar Finnbogason og Jónas Margeir Ingólfsson fjalla um þetta efni í kvöld en það er hluti af fyr- irlestraröðinni „hið góða líf – fyr- irlestrar um fjölskylduna“. Fyr- irlesturinn hefst kl. 20 og eru allir velkomnir. Ljósið, endurhæfingar og stuðn- ingsmiðstöð fyrir krabbameins- greinda | Ljósið, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabba- meinsgreinda, stendur fyrir fyr- irlestri með Ásmundi Gunnlaugs- syni jógakennara. Hann mun fjalla um streitu, kvíða og fælni. Fund- urinn er fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur og hefst kl. 20 í Neskirkju (kjallara). Aðgangur ókeypis. Sögufélag, Fischersundi 3 | Kjöt- kássa og kelerí? líf og störf á heimavistarskólum á síðari hluta 20. aldar. Fyrirlestur í kvöld kl. 20. Sigrún Ólafsdóttir, BA í þjóðfræði: „Kjötkássa og kelerí“. Birna Krist- ín Lárusdóttir, BA í þjóðfræði: „Staðarfellsstelpurnar“. Á Sólheimum er starfandi Íþróttafélagið Gnýr sem tekurþátt í öllum helstu mótum sem eru í boði á vegum Íþróttasambands fatlaðra. Í hverri viku eru boccia- æfingar, leikfimi og sundæfingar fastir liðir í íþróttastarf- inu. Á Sólheimum er íþróttahús, fallegur og vel búinn tækjasalur og sundlaug auk þess sem að um svæðið og í ná- grenni þess er fjöldi fallegra gönguleiða. Á myndinni má sjá boccia-hópinn á lokaæfingu fyrir Ís- landsmeistaramót ÍF sem haldið verður 23. til 25. mars. Undanúrslit verða í sal A í Laugardalshöll á morgun, laugardag, kl. 10-20. Útivist og íþróttir Gnýr íþróttafélag Sólheima 95 ára afmæli. Í dag,fimmtudaginn 22. mars, er níutíu og fimm ára Erika Guðjónsson, Helgu- braut 7, Kópavogi, nú á Elli- heimilinu Grund. Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistar- sýningar • Leiksýn- ingar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Aðra mann- fagnaði árnað heilla ritstjorn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á net- fangið ritstjorn@mbl.is. Einn- ig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Rvk. dagbók Í dag er fimmtudagur 22. mars, 81. dagur ársins 2007 Ámorgun, föstudag, efna áttasjálfstæð mannúðarsamtöká Íslandi til málþings umþróunarsamvinnu undir yf- irskriftinni Frá hugsjónum til fram- kvæmda. Fyrirlesarar á málþinginu eru starfsmenn samtakanna, en sérstakur gestafyrirlesari er Brian Pratt, fram- kvæmdastjóri INTRAC – Alþjóð- legrar þjálfunar- og rannsókn- armiðstöðvar á sviði félagasamtaka í Oxford á Englandi. Erindi Brians fjallar um hvernig samstarfi stjórnvalda og félagasam- taka í þróunarsamvinnu er háttað í öðrum Evrópulöndum: „Í fyrirlestr- inum geri ég samanburð milli sjö vest- rænna þjóða á fjármögnun fé- lagasamataka sem sinna mannúðar- og þróunarverkefnum,“ segir Brian. „Í upphafi söfnuðu slík samtök sjálf framlögum og varningi, eins og tepp- um og fatnaði, og sendu til þurfandi svæða. En frá byrjun 7. áratugarins fóru ríkisstjórnir í auknum mæli að beina fjármunum til þróunar- og neyð- arhjálparverkefna gegnum þessi fé- lagasamtök sem leiddi af sér mikinn vöxt í starfsemi. Á undanförnum árum hafa hins vegar orðið æ háværari efa- semdaraddir um hvort þessi leið sé sú besta til að tryggja skilvirkni og fram- gang verkefna.“ Brian segir í auknum mæli kallað eftir því að vestræn ríki fjármagni beint grasrótarstarfsemi í þurfandi löndum suðurs og austurs: „Missætti er um raunverulega stöðu félagasamtaka heima fyrir sem eru að miklu leyti háð opinberum framlögum, um hvort þau starfi sjálfstætt, eða sem angi af hinu opinbera. Einnig gætir ótta við að mörg þessara fé- lagasamtaka séu orðin svo stofn- anavædd að þau hugsi mest um eigin þróun og tilverugrundvöll á kostnað þess að gera vel í þróunar- og mann- úðarstarfi.“ Að málþinginu standa Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnaheill – Save the Children á Ís- landi, Samband íslenskra kristniboðs- félaga, SOS-barnaþorp, UNICEF á Íslandi, UNIFEM á Íslandi og ABC- barnahjálp, og má nálgast frekari upplýsingar á heimasíðum þessara fé- laga. Málþingið fer fram í Norræna hús- inu frá 9 til 16. Hjálparstarf | Málþing um þróunarsamvinnu í Norræna húsinu 23. mars Framkvæmd hugsjóna  Brian Pratt fæddist 1950. Hann lauk BSc- gráðu í stjórn- málafræði frá Birmingham- háskóla, dipló- magráðu í Suður- Ameríkufræðum og síðar dokt- orsrgráðu frá Cambridge-háskóla. Brian var svæðisstjóri Oxfam á andes- svæðinu, síðar yfirmaður rannsókna og stefnumótunar Oxfam í Bretlandi. Frá 1992 hefur hann starfað hjá INT- RAC í Oxford, nú framkvæmdastjóri. Brian er kvæntur dr. Jo Boyden verk- efnisstjóra og eiga þau fjögur börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.