Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 87. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
UNGIR KOKKAR ELDA
ÁHUGASAMIR NEMENDUR Í RIMASKÓLA SÝNDU
LISTFENGI OG HÆFILEIKA Í MATREIÐSLUKEPPNI >> 16
HVAR KOSTA PÁSKA-
EGGIN MINNST?
VERÐKÖNNUN
DAGLEGT LÍF >> 20
FRÉTTASKÝRING
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
GÆSLUVARÐHALDSVISTUN 15 ára
drengs í fangelsinu á Litla-Hrauni vegna
vopnaða ránsins í verslun 10-11 um síðustu
helgi endurspeglar að mati Helga Gunn-
laugssonar, prófessors, brýna þörf á um-
ræðu um hvort sakborningar á barnsaldri
skuli flokkast með fullorðnum brotamönn-
um. Drengnum var sleppt í gær.
Helgi bendir á að sakhæfisaldur sé vissu-
lega 15 ár en spyr: „Er þetta eitthvað sem
við viljum sjá hjá okkur? Verðum við ekki að
vera með annan viðbúnað? Og hvað með há-
markslengd gæsluvarðhalds hjá svo ungu
fólki? Þetta eru spurningar sem við verðum
að spyrja okkur,“ segir hann.
Önnur úrræði eru fyrir hendi
Hjá Barnaverndarstofu fást þau svör að til
séu önnur úrræði fyrir börn en gæslu-
varðhald í fangelsi. Hins vegar tjáir Barna-
verndarstofa sig ekki um einstök mál.
Hrefna Friðriksdóttir, staðgengill forstjóra
Barnaverndarstofu, bendir á að meðferð-
arheimilið á Stuðlum búi yfir neyðarvistun
þar sem mögulegt sé að taka á móti barn-
ungum gæsluvarðhaldsföngum. Í gildi sé
samkomulag um að Fangelsismálastofnun
sendi ávallt erindi til Barnaverndarstofu
þegar málefni ungra fanga koma upp.
Erlendur S. Baldursson, deildarstjóri
Fangelsismálastofnunar, staðfestir að erindi
hafi verið sent Barnaverndarstofu og segir
jafnframt að Fangelsismálastofnun hafi ekki
boðvald yfir Barnaverndarstofu og í öðru
lagi að Fangelsismálastofnun myndi „aldrei
standa í vegi“ fyrir því að barn yrði vistað á
vegum Barnaverndarstofu.
Steinunn Bergmann, framkvæmdastjóri
Barnaverndar Reykjavíkur, tjáir sig ekki um
þetta einstaka mál en bendir á fyrrnefnda
samkomulagið. „Börn eiga ekki að vera í
fangelsum,“ segir hún.
Hrefna Friðriksdóttir segir að það heyri
til undantekninga að ekki sé laust pláss í
neyðarvistun á Stuðlum. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins var drengurinn ný-
kominn af Stuðlum er hann framdi umrætt
rán.
Mjög litlir og óvistlegir klefar
Að sögn Helga Gunnlaugssonar gætir til-
hneigingar erlendis, t.d. í Bretlandi og
Bandaríkjunum, að flokka mjög unga af-
brotamenn með hinum eldri og bendir hann
jafnframt á, að gæsluvarðhaldsvist, ekki síst
einangrunarvist, sé sannanlega erfið öllum,
að ekki sé talað um þegar börn eiga í hlut.
Rannsóknir hafi enda sýnt fram á skaðlegar
afleiðingar einangrunarvistar. Um sé að
ræða mikinn heilsufarslegan skaða „Og þá
er miðað við fullorðna menn en þegar sjón-
um er beint að ungu fólki í þessu samhengi,
þá magnast auðvitað áhrifin,“ segir hann.
Helgi segir að því fylgi ákveðið áfall fyrir
fólk að skoða einangrunarklefana í fangels-
inu á Litla-Hrauni „Þetta eru mjög litlir og
óvistlegir klefar með litlum gluggum. Öll að-
staða er mjög óvistleg. Síðan fá menn
klukkutíma útiveru daglega í mjög litlum
garði með afar takmörkuðu útsýni. Ef
krakkar eru settir í svona aðstæður má rétt
ímynda sér afleiðingar þess fyrir þá.“ | 4
Gæsluvist-
in mjög
skaðleg
FERMINGAR
GENGI bréfa AMR Corporation, móðurfélags bandaríska flugfélags-
ins American Airlines, hefur lækkað á síðustu vikum og er nú komið
niður fyrir þá stöðu sem þau voru í við kaup FL Group á síðasta árs-
fjórðungi 2006. Í desember sl. var tilkynnt að FL Group ætti tæplega
6% hlut í AMR en hluturinn nú mun vera í kringum 8%.
Í kringum áramótin hækkuðu bréf AMR nokkuð snögglega og
tveimur vikum eftir að tilkynnt var um kaup FL Group var greint frá
því í Morgunblaðinu að óinnleystur hagnaður félagsins af fjárfesting-
unni í AMR gæti numið um fimm milljörðum króna. Þá stóð gengi
bréfa AMR í 36 dollurum á hlut. Eftir það hækkuðu bréf AMR enn
meir, fóru í rúma 40 dollara hinn 19. janúar sl. Á fjórum vikum höfðu
bréfin hækkað um 33% og óinnleystur hagnaður FL Group kominn í
um 10 milljarða króna. Eftir þetta hafa bréfin hins vegar lækkað jafnt
og þétt í verði, svo mikið að meintur hagnaður FL er líklegast horfinn
og gott betur. | Viðskipti
Meintur hagnaður
FL af AMR horfinn
BRESKI tónlistarmaðurinn Cliff
Richard hélt tónleika í Laug-
ardalshöllinni í gærkvöldi fyrir
fullu húsi og við góðar undirtekt-
ir. Sveinn Guðjónsson blaðamað-
ur var á tónleikunum og sagði þá
mjög vel heppnaða. „Cliff stóð sig
vel, tók gamla slagara í bland við
nýrra efni, aðdáendur voru með á
nótunum og klöppuðu hann tvisv-
ar upp. Þetta voru fínir tón-
leikar,“ sagði Sveinn.
Morgunblaðið/Ómar
Tók gamla slagara í bland við nýja
GESTUR Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra
Baugs, sagði í gær að þar sem refsi-
heimild vegna brota á 104. grein
hlutafélagalaga væri svo óskýr, yrði
ekki hjá því komist að sýkna Jón
Ásgeir vegna meintra ólöglegra lán-
veitinga. Þar að auki hefði hann
ekki brotið gegn ákvæðum um-
ræddrar lagagreinar.
Þetta var meðal þess sem Gestur
byggði á í málflutningsræðu sinni
sem hann hóf að flytja í gærmorg-
un.
Jakob R. Möller, verjandi
Tryggva Jónssonar, tók undir þessi
sjónarmið og báðir gagnrýndu þeir
Sigurð Tómas Magnússon, settan
ríkissaksóknara í málinu, fyrir um-
mæli sem hann lét falla í sinni ræðu.
Jón Ásgeir er í níu tilvikum
ákærður fyrir að hafa látið Baug
veita ólögleg lán, einkum til Gaums
og Fjárfars, sem m.a. hafi runnið til
hlutabréfakaupa í Baugi og byggir
ákæruvaldið á því að með þessu hafi
104. grein hlutafélagalaganna verið
þverbrotin.
Gestur benti á að Hæstiréttur
hefði nýlega vísað frá dómi máli
gegn núverandi og fyrrverandi for-
stjórum þriggja olíufélaga á þeim
grundvelli að í tilteknum ákvæðum
samkeppnislaga væri ekki nægilega
skýr refsiheimild til þess að hægt
væri að dæma einstaklinga til refs-
ingar. Sömu sjónarmið ættu við um
104. grein hlutafélagalaga, refsi-
heimild vegna hennar væri of óskýr
til að hægt væri að byggja á henni
refsidóm.
Þar að auki sagði Gestur að þau
níu tilvik sem ákært er vegna væru
öll tengd viðskiptum og að ekki
hefði verið um ólöglegar lánveiting-
ar að ræða. Forsendan fyrir þessum
ásökunum hefði fokið út í veður og
vind. | 12–13
Óskýr refsiheimild og eng-
ar ólöglegar lánveitingar
Í HNOTSKURN
» Gestur Jónsson, verj-andi Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar og Jakob R.
Möller, verjandi Tryggva
Jónssonar, byrjuðu í gær á
málflutningsræðum sínum.
» Aðalmeðferð málsins áað ljúka í dag.Gestur Jónsson Jakob R. Möller
Sömu ástæður og leiddu til þess að máli gegn olíuforstjórum var vísað frá