Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Hringdu í 530 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift! www.oryggi.is Hver vaktar þitt heimili um páskana? Hi m in n og h af / SÍ A Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is AÐEINS þrír birgjar hafa lækkað vörur frá áramótum samkvæmt frétt Neytendasamtakanna (NS). Enginn innlendur framleiðandi matvöru hefur lækkað. Í byrjun ársins hækkuðu birgjar verð. Nokkrar skýringar voru þá gefnar og þar voru gengisbreyting- ar í lok síðasta árs helst nefndar. Þá hafði krónan veikst og innfluttar vörur og hráefni hækkuðu því í verði. En frá áramótum hefur krón- an verið að styrkjast og gengisvísi- talan lækkað um 4,7%, benda NS á. Þrír birgjar hafa af þessari ástæðu lækkað verð á vörum sínum. „Það eru ekki margir þegar listinn yfir birgja sem hækkuðu í janúar og febrúar er skoðaður en þá hækkaði 31 birgir verð á vörum sínum,“ seg- ir í frétt Neytendasamtakanna, en listinn er birtur á vefsíðu þeirra, ns.is. Innnes reið á vaðið og lækk- aði vörur sínar um 2–3,5% 20. febr- úar sl. Ásbjörn Ólafsson lækkaði svo um 2% 1. mars og Íslensk- ameríska um 3% frá sama tíma. „Innflytjendur, verið sjálfum ykkur samkvæmir,“ segir í fréttinni. „Ekki að falla aftur og aftur á sama prófinu.“ Kom þægilega á óvart „Ég verð að viðurkenna að það kom mér þægilega á óvart að sjá þetta,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, FÍS, um frétt NS. „Þarna bregðast þrjú stór og afger- andi fyrirtæki á markaðinum mjög vel við.“ Hann bendir á að fyrirtæki hafi misjafna stefnu varðandi verðbreyt- ingar. Sum breyti verði oft á ári í samræmi við sveiflur, önnur breyti sjaldnar og horfi yfir lengra tímabil. Þá bendir hann ennfremur á að á listanum yfir fyrirtæki sem hafi lækkað, sé ekki „eitt einasta ís- lenskt iðnfyrirtæki. Það eru ekki síður þau sem eiga að bregðast við því megnið af þeirra aðföngum er innflutt,“ segir Andrés og á þarna t.d. við kex-, sælgætis- og gos- drykkjaframleiðendur. „Matvöru- heildsalarnir standa sig vel, þeir sem eru fulltrúar erlendra framleið- enda, en hins vegar er athyglisvert að iðnfyrirtækin standa sig ekki vel, sem eru þó með 25–30% af mat- arkörfunni okkar.“ Þrír birgjar hafa lækkað vöruverðið Í HNOTSKURN »Frá áramótum hefur doll-arinn lækkað um 5,1%, evran um 4,3%, dönsk króna um 4,2% og pundið um 5,2%. »Sveinn Hannesson, fram-kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hafði ekki séð frétt NS þegar Morgunblaðið náði tali af honum en sagði að mál- ið yrði skoðað. Vestmannaeyjar | Gíslína Magn- úsdóttir í Vestmannaeyjum, oftast kölluð Ína, lenti heldur betur í óvenjulegri reynslu í síðustu viku. Hún hafði pantað tölur frá Reykjavík en þegar hún opn- aði umslag, sem hún fékk í póst- inum, var það fullt af pen- ingum. Ína vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið en málið fékk farsælan endi og peningarnir komust til skila. „Ég var búin að hringja um alla Reykjavík til að leita að tölum á peysu sem ég var að prjóna,“ segir Ína þegar hún er spurð um forsögu málsins. „Svo í einni búðinni var mér bent á verslun þar sem þær gætu hugsanlega fengist og hringdi þangað. Ég varð mjög glöð og ánægð þegar kom í ljós að tölurnar voru til og ekkert mál að fá þær sendar í póstkröfu. Svo kom póst- urinn seinnipart föstudags með brúnt umslag og ég borga fyrir töl- urnar. Henti pakkanum frá sér Þegar ég opnaði umslagið sá ég að inni í því var minni pakki og mér fannst hann eitthvað þykkur. Ég opna þennan pakka og þá vella bara út 5.000-, 1.000- og 500-kallar, ávísanir og posakvittanir. Mér al- veg dauðbrá og henti þessu frá mér,“ segir Ína. „Ég fór svo að athuga hvort þetta væri ekki örugglega frá versluninni og ég sá að umslagið var frá þeim og hringdi og sagðist ekki hafa átt að fá peninga heldur tölur. „Guð, þetta er sala dagsins,“ sagði stúlkan og ég sendi henni allt til baka í ábyrgðarbréfi. Ég hélt ég gæti lagt peningana inn á banka- reikning en það var ekki hægt vegna þess að með í þessu voru posakvittanir og var mikið fegin þegar ég var búin að ganga frá þessu.“ Ína fékk svo stóran pakka með póstinum nokkru seinna og í hon- um voru ekki bara tölurnar heldur líka falleg gjöf og þakkarbréf. Pantaði tölur en fékk kassauppgjörið Gíslína Magnúsdóttir VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra átti síðdegis í gær fund með William Hague, fyrrverandi for- manni breska Íhaldsflokksins, og núverandi talsmanni flokks- ins í utanríkis- málum. Á fundinum greindi utanríkis- ráðherra meðal annars frá við- ræðum íslenskra stjórnvalda við grannríki á norðan- verðu Atlantshafi um öryggis- og varnarmál. Einnig voru rædd mál- efni Evrópusambandsins og alþjóða- mál. Hague hitti einnig Geir H. Haarde forsætisráðherra að máli í gær. Hague var kjörinn leiðtogi Íhalds- flokksins árið 1997. Hann sagði af sér því embætti eftir ósigur flokks- ins í þingkosningunum árið 2001. Fundað með William Hague William Hague STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagðist í gær telja að sú til- laga sem Ístak og Sjóvá hafa lagt fram um Suðurlandsveg væri áhuga- verð. Afköst vegar af þessari gerð væru örugglega nægjanleg. Ístak telur hægt að leggja 2+2-Suður- landsveg fyrir 7,5–8 milljarða, en þar er gert ráð fyrir hringtorgum í meira mæli en Vegagerðin reiknaði með í sinni tillögu. „Ég fagna þessum mikla áhuga sem kemur fram núna hjá fjárfestum og verktökum á því að koma inn í vegagerð á forsendum breyttra vegalaga. Með breyttum vegalögum voru skapaðar forsendur til að bjóða út vegagerð í einkaframkvæmd þar sem einkaaðilar geta spreytt sig í hönnun, framkvæmdum o.s.frv.“ Sturla sagði ljóst að verkið yrði boðið út og Ístak og Sjóvá fengju tækifæri til að bjóða í, en fyrir- tækin væru búin að undirbúa sig og velta þessu vel fyrir sér. Sturla sagði að unnið væri að undirbúningi framkvæmda við Suðurlandsveg. Hann sagði nauðsynlegt að sveitar- félögin kláruðu vinnu við skipulag á svæðinu, en þau væru að vinna að þessu í samvinnu við Vegagerðina. Skipulagið snerist m.a. um tengingu við hliðarvegi. Vegagerðin ætlar að skoða tillög- ur Ístaks og Sjóvár um 2+2-Suður- landsveg. Jón Helgason, fram- kvæmdastjóri framkvæmdasviðs Vegagerðarinnar, segir að hægt sé að reikna út kostnað við veginn út frá mismunandi forsendum. Suður- landsvegur sé aðalflutningsæð og það sé spurning hvaða kröfur menn vilji gera um greiðfærni á slíkum vegi. Vegagerðin vinni með þrjá staðla fyrir fjögurra akreina veg og starfsmenn hennar hafi velt fyrir sér kostum þess að hafa styttra á milli akstursleiðanna. Í tillögu Ístaks er gert ráð fyrir að 2,5 metrar séu á milli akstursleiða, en í tillögu Vega- gerðarinnar er miðað við 11 metra. Jón segir að það séu ýmsir þættir sem tengjast þessari vegagerð sem eigi eftir að skoða betur. Það þurfi m.a. að skoða tengingu hliðarvega við Suðurlandsveg. Það sé því tals- verð skipulagsvinna eftir. Fagnar áhuga einka- aðila á Suðurlandsvegi Sveitarfélögin þurfa að ljúka skipulagsvinnu á svæðinu Sturla Böðvarsson PÁSKASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar hófst í gær og opnaði Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra söfnunina. Einnig var opnuð ljósmyndasýning Kristjáns Inga Einarssonar, Andlit Indlands, í Smáralind en þar sýnir hann myndir sem teknar voru á vett- vangi hjálparstarfsins nú í janúar. Söfnunarfénu verður varið til að veita fátækum börnum og ung- mennum úr hópi stéttlausra á Ind- landi tækifæri til menntunar. Hjálparstarf kirkjunnar styður tvenn samtök á Indlandi í því skyni. Börnin búa á heimavist, fá fæði, föt og lækniseftirlit ásamt öllu sem lýt- ur að náminu. Sérstakur forskóli er rekinn fyrir stéttlaus börn til að búa þau undir almenna skólagöngu. Eins rekur Hjálparstarfið fimm kvöldskóla þar sem börn í skulda- ánauð og þrælavinnu sækja und- irbúningsnám fyrir almenna skóla. Hægt er að taka þátt í söfnuninni m.a. með því að greiða á mbl.is til næsta fimmtudags. Páskasöfnun fyrir indversk börn Morgunblaðið/Sverrir Á vettvangi Ljósmyndasýning Kristjáns Inga Einarssonar, Andlit Indlands, var opnuð í Smáralind í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.