Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Gjörið svo vel, nú skuluð þið bara fá að sjá, að ekki lýgur Ómar. Jens Guð | 28. mars 2007 Áfengi Í frönsku blaði las ég... að glas af hvítvíni á dag sé allra meina bót. Í dönsku blaði las ég að bjórglas sé jafn hollt heilsu og rauðvíns- staup. Í bandarísku læknablaði las ég að glas af sjerríi sé eitthvað það hollasta sem fólk um og yfir miðjan aldur getur fengið sér undir svefninn. Ég er í heilsuátaki. Fæ mér á kvöldin nokkur rauðvínsglös, eitt hvítvínsglas, bjór og sjerríglas. Meira: jensgud.blog.is Björk Vilhelmsdóttir | 27. mars 2007 Hagur geðfatlaðra Minni áhugasamt fólk um Laugardalinn og ekki síður þá sem spenntir eru fyrir upp- byggingu í þágu geð- fatlaðra á opinn fund um skipulag við Holta- veg sem haldinn verður á fimmtudag kl. 20. Reykjavíkurborg auglýsir nú breytingu á deiliskipulagi til að koma upp 2 sambýlum fyrir geðfatl- aða en í dag er þetta opið grænt svæði og eðlilega vilja margir halda því þannig. Meira: bjorkv.blog.is Guðmundur Steingrímsson | 27. mars 2007 Urgur í sjálfstæð- ismönnum Margir spá því hrein- lega að næsta stórviðri í íslenskri pólitík verði allsherjar uppgjör í Sjálfstæðisflokknum, varðandi efnahags- stjórn, and-frjáls- hyggjuáherslur, sjávarútvegsmál, atvinnumál, afskipti af viðskiptalíf- inu, byggðamál, stóriðjustefnu, um- hverfismál og margt fleira, auk Evr- ópumála. Meira: gummisteingrims.blog.is Eygló Harðardóttir | 27. mars 2007 Lækka skólamáltíðir? Erindi mitt til Vest- mannaeyjabæjar um hvenær verð á skóla- máltíðum o.fl. verði lækkað í samræmi við lækkun á virð- isaukaskatti og vöru- gjöldum var tekið fyrir á fundi skóla- málaráðs hinn 20. mars sl. Erindið var afgreitt á eftirfarandi máta: Forsendur þess að Vest- mannaeyjabær geti lækkað verð á útseldum matvælum án þess að auka niðurgreiðslur er að verð á aðkeypt- um matvælum og hráefni lækki. Það hefur ekki gerst nema að óverulegu leyti. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars hækkun á flutningsgjöldum. Það skal tekið fram að matur til leik- og grunnskólabarna er nið- urgreiddur af bænum, auk þess sem ýmis kostnaður við utanumhald er ekki inni í matarverði. Skólamálaráð beinir til starfs- manna fjölskyldu- og fræðslusviðs að halda áfram að fylgjast með þró- un lækkunar matvælaverðs og leita allra leiða til að stuðla að lækkun matarkostnaðar leik- og grunnskóla- barna. Frekar aumt, svo meira sé nú ekki sagt. Á vefsíðu Neytendasamtakanna kemur skýrt fram að mötuneyti, bæði í skólum og vinnustöðum, eigi að lækka verð. Rétt er að virð- isaukaskattur er ekki lagður á mat sem er seldur í skólamötuneytum. En sá matur sem er keyptur af bæn- um ber virðisaukaskatt, og því er í hæsta máta óeðlilegt að bæj- arfélagið geri ekki þá kröfu til sinna birgja að þeir lækki verð til bæjarins í samræmi við lækkun virð- isaukaskattsins á matvæli og raf- magn, og lækkun vörugjalda á mat- væli. Matvöruverslanir í bæjarfélaginu hafa þegar brugðist við og lækkað verð hjá sér í samræmi við lækk- unina, þrátt fyrir aukinn flutnings- kostnað. Eða eins og Neytenda- samtökin segja á vefsíðu sinni: „Þessi lækkun er ætluð neytendum og seljendum ber að skila þeim til neytenda. Allt annað er óásætt- anlegt.“ Ég tek bara undir orð Neytenda- samtakanna, – allt annað er óásætt- anlegt! Meira: eyglohardar.blog.is VEÐUR Kosningabaráttan í Hafnarfirði,vegna kosninganna sem þar fara fram á laugardag og ráða úr- slitum um það hvort álverið í Straumsvík verður stækkað eða ekki, er svolítið umhugsunarefni.     Þrátt fyrir að um sé að ræða mál-efni sem vekur upp sterkar til- finningar á báða bóga, er kosninga- baráttan einkennilega litlaus.     Það hafa orðiðtil samtök á báða bóga en barátta þeirra er daufleg og líf- laus.     Hvað veldur?     Getur það verið, að ef stjórn-málaflokkarnir láta ekki til sín taka í baráttu sem þessari sé engin barátta?     Hefur fólk ekkert að segja, efflokkarnir skipuleggja ekki málefnabaráttuna í kosningum sem þessum?     Fyrir þá, sem berjast fyrir lýðræði21. aldarinnar, að fólkið taki ákvarðanir í kosningum um meiri háttar mál – eins og t.d. stækkun ál- versins í Straumsvík – er þessi deyfð umhugsunarefni.     Gagnstæð sjónarmið skýrast ekkinægilega vel í huga hins al- menna kjósanda, ef ekki er tekizt á um þau. Það hefur verið vöntun á slíkum átökum í Hafnarfirði.     Sem er þeim mun merkilegra, þarsem Hafnarfjörður á að baki pólitíska sögu mikilla átaka.     Er neistinn horfinn úr Hafnfirð-ingum? STAKSTEINAR Umhugsunarefni SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                        )'  *  +, -  % . /    * ,               ! "  ## $           01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '      % %     !    "  ## $ "  ## $      9  )#:; ##               ! "   #    )  ## : )   &' ( # #' #  !  )  <1  <  <1  <  <1  &! (  #* $ +#, - ;=          )  !  1 & ' (# #  #'( .   #  /##'  $ 0 1 # #'  0 .    & ##  ' #%# + # ' #  #  /# '  $ .##"       0#2 ## ## 0 <6  3 4 $ #   .#%# + #  #'  # ( #$ . #( ## #   0 2 ## ## 0 56 ##77   # #3  #* $ 2&34 >3 >)<4?@A )B-.A<4?@A +4C/B (-A 0 .     0  0   . . . . . . . . . . . . . .           Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.