Morgunblaðið - 29.03.2007, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
GRETTIR, ÉG ER FASTUR Í
HANDKLÆÐAHENGINU! ENGAR
MYNDIR!
ÉG ÆTLA BARA AÐ TAKA EINA
TIL ÞESS AÐ SETJA Á NETIÐ
ERTU
ENNÞÁ FÚL
ÚT Í LÚLLA?
NEI,
ÉG ER MEÐ
LÍFSSPEKI SEM
KEMUR Í VEG
FYRIR ÞAÐ
LÍFSSPEKI MÍN HEFUR
STAÐIST TÍMANS TÖNN,
ÞRÁTT FYRIR AÐ ÞAÐ SÉ
ERFITT AÐ SKILJA HANA...
LÍFSSPEKI SEM HEFUR VERIÐ
STYRKT Í LOGANDI ELDI
LÍFSBARÁTTUNNAR...
LIFÐU OG
LEYFÐU AÐ LIFA
Ferdinand
KOSNINGAR.
MEÐ HVERJUM
BÝÐUR ÞÚ ÞIG
FRAM?
HVAÐ
ÁTTU VIÐ?
ÞÚ GETUR
AUÐVITAÐ
EKKI NÁÐ
KJÖRI ÁN
ÞESS AÐ HAFA
MÖMMU
ÆTLAR ÞÚ
AÐ HALDA ÞIG
VIÐ MÖMMU
MÍNA EÐA
ÆTLAR ÞÚ AÐ
FINNA ÞÉR
NÝJA?
HMM FARÐU
AÐ SOFA
AUÐVITAÐ
HELD ÉG MIG
VIÐ ÞESSA
ÆI!
ÞAÐ ERU AÐ KOMA
ÞAÐ ER ENGIN LEIÐ AÐ
ÚTSKÝRA ÞAÐ HVERNIG
KONUR HUGSA
ÉG SKIL ÞIG EKKI
ALVEG... GETUR ÞÚ
NOKKUÐ ÚTSKÝRT ÞETTA
AÐEINS FYRIR MÉR
GRÍMUR, HVAÐ
ERTU AÐ GERA Í
RUSLINU...
ÞEGAR ÞAÐ
ER SKÁL FULL
AF HUNDAMAT
HÉRNA!
ÉG BORÐA
EFTIR-
RÉTTINN
ALLTAF
FYRST!
MIKIÐ ERTU
ÞREYTULEG, ADDA
ÉG HEF ÁTT ERFITT
MEÐ AÐ SOFA
UNDANFARIÐ
ÞETTA KEMUR LÍKA STUNDUM
FYRIR MIG. PRÓFAÐU AÐ FARA Í
BAÐ, GERA SLÖKUNARÆFINGAR
EÐA DREKKA KAMILLUTE ÁÐUR EN
ÞÚ FERÐ AÐ SOFA
MM
HM...
OG EKKI LEGGJA ÞIG
Á DAGINN!
AUÐVITAÐ
EKKI...
MIG GRUNAR STERKLEGA AÐ
LÆKNIRINN SÉ MEÐ EITTHVAÐ
VAFASAMT Á PRJÓNUNUM
EN ÞAÐ ER EITT
SEM ÉG VEIT...
ÞESSIR SPÍTALA-
SLOPPAR ERU EKKERT
SÉRSTAKLEGA HLÝIR
dagbók|velvakandi
Getum við hjálpað?
ÁSTA Lovísa Vilhjálmsdóttir er
ung kona, aðeins 30 ára gömul, ein-
stæð móðir með þrjú ung börn.
Hún er að berjast við krabbamein.
Hún hefur fengið þær erfiðu fréttir
að lyfin sem hún er á í dag geri
ekki það gagn sem læknar von-
uðust til. Eina von hennar núna sé
að komast til New York og fara
þar í lyfjameðferð.
Þessi meðferð erlendis kostar
mikla peninga og því hafa ætt-
ingjar Ástu Lovísu stofnað reikn-
ing henni til styrktar. Er það von
þeirra að fólk leggi henni lið í erf-
iðri baráttu.
Reikningsnúmerið er: 0525-14-
102510, kt. 090876-5469. Bloggsíða:
123.is/crazyfroggy.
Ómar vill ekki komm-
unistastimpil á nýja flokkinn
EINN af þessum nýju flokkum
sem ætla sér að koma manni á
þing 12. maí segist vera grænn í
gegn, og kennir sig við Ísland. Nú
hefur farið fram skoðanakönnun
sem sýnir að 25% Vinstri grænna
(kommanna) segjast myndu kjósa
nýja flokkinn, betra að kjósa
græna litinn hjá Ómari en komm-
unum.
Karl Ormsson,
fv. deildarfulltrúi.
Fúl á móti
ALLTAF verð ég jafnfúl þegar ég
lendi í því að ætla að staðgreiða og
fyrir vikið þarf ég að borga meira
en ef ég borgaði með kreditkorti.
Ætlaði að kaupa ferð fyrir okkur
vinkonurnar hjá Sumarferðum. Fór
í það að bóka, er orðin það tækni-
vædd að ég get notað Netið. Vildi
greiða inn á reikning hjá þeim en
þá þurfti ég að borga, ef ég man
rétt, 3.000 kr. auka pr. mann, fyrir
að staðgreiða, því þau þurftu að
bóka ferðina sjálf því eingöngu er
hægt að greiða með kreditkorti á
Netinu. Grautfúlt. Vildi þá hafa
greiðsluna á tveimur kortum, en
hún varð að vera á einu korti.
Þetta finnst mér fúlt og datt mér
sérstaklega eldra fólkið í hug sem
kann ekki á tölvur. Nú þetta er
sjálfsagt svona hjá öllum ferða-
skrifstofunum en mér finnst þetta
neikvætt að staðgreiðsla skuli ekki
vera metin meira í dag.
Sólarlandafari.
Hálsmen tapaðist
GULLHÁLSMEN tapaðist við
Hamraborgina, nálægt Kína-
nuddstofunni, föstudaginn 23.
mars. Finnandi vinsamlegast hringi
í síma 891-6855 eða 892-1003.
Míkrafónn í óskilum
MÍKRAFÓNN tapaðist á Mar-
argötu miðvikudagskvöldið 21.
mars. Þetta er alveg nýr Sure-
míkrafónn með langri snúru og var
í svörtum taupoka. Fundarlaun.
Vinsamlegast hafið samband við
Ríkharð, s. 863-0180.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
HILDUR Pétursdóttir flytur erind-
ið Fæðutengsl milli rauðátu og efri
þrepa í sjó föstudaginn 30. mars kl.
12.30.
Erindið verður flutt í fundarsal á
fyrstu hæð Hafrannsóknastofn-
unar, Skúlagötu 4, og eru allir vel-
komnir.
Kynntar verða niðurstöður úr
meistaraverkefni Hildar Péturs-
dóttur þar sem könnuð var fæðu-
vistfræðileg staða og tengsl al-
gengra úthafs- og
uppsjávartegunda á Reykjanes-
hrygg í júní 2003 og 2004. Kann-
aðar voru 6 algengar tegundir í út-
hafinu, krabbaflóin rauðáta,
ljósátan náttlampi, rækjan lang-
halarækja og þrjár tegundir mið-
sjávarfiska, þ.e. ísalaxsíld, norræna
gulldepla og úthafskarfi.
Rauðáta og
efri þrep í sjó
ÍSLANDSMÓT barnaskólasveita
2007 fer fram dagana 31. mars
og 1. apríl nk. og hefst kl. 13.30
báða dagana. Teflt verður í hús-
næði Taflfélags Reykjavíkur,
Faxafeni 12. Tefldar verða níu
umferðir, umhugsunartími 20
mín. á skák fyrir hvern kepp-
anda. Keppt er í fjögurra manna
sveitum (auk varamanna). Kepp-
endur skulu vera fæddir 1994 og
síðar.
Sigurvegari í þessari keppni
mun öðlast rétt til að tefla í
Norðurlandamóti barna-
skólasveita, sem haldið verður í
Svíþjóð í haust. Nánari upplýs-
ingar er hægt að fá á skrifstofu
Skáksambands Íslands alla virka
daga kl. 10–13 í síma 568-9141.
Skráning fer fram í sama síma og
tölvupósti, siks@simnet.is
Íslandsmót
barnaskóla-
sveita í skák
STOFNUN Vigdísar Finn-
bogadóttur í samvinnu við Al-
þjóðahúsið efnir til málþings um
stöðu innflytjenda á vinnumark-
aðnum með tilliti til tungumála-
kunnáttu, föstudaginn 30. mars kl.
14 í Öskju.
Frummælendur eru: Gauti
Kristmannsson, dósent í þýð-
ingafræðum, Barbara J. Krist-
vinsson, ráðgjafi hjá Alþjóðahúsi
og Halldór Grönvold, aðstoð-
arframkvæmdastjóri ASÍ.
Fundarstjóri er Laufey Erla
Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur,
og umræðum stýrir Sólveig Jón-
asdóttir, verkefnastjóri hjá Al-
þjóðahúsi.
Málþing um
tungumál og
atvinnulífið