Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 47
list. Ég fór strax í málið, talaði við
mann sem á hljóðver þarna, og
spurði hvernig honum litist á að
hljómsveitin myndi spila íslensk
lög og tónleikarnir yrðu sendir
beint heim til Íslands. Honum leist
vel á þetta. Ekkert varð samt úr
þessu í bili, en síðar hitti ég svo
New York-búa hér á landi. Ég lagði
sömu hugmynd fyrir þá og allt fór
af stað. Svo hættu þeir við en ég var
þá þegar búinn að redda kostun,
hljóðveri og slíku og því of seint að
bakka út úr þessu. Ég ræddi því við
Rás 2 í New York
Bandarísk blússveit, The Andy Roberts Group, túlkar þrjú
íslensk lög eftir Spilverkið, Mugison og KK á morgun
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl
ÞAÐ er Jan Murtomaa, tæknimaður
hjá RÚV, sem átti hugmyndina að
þessu tiltæki, en með honum verða
þeir Egill Jóhannsson og Gunnar
Steinn Úlfarsson.
„Ég var í Antigua í Karíbahafinu
í fyrra og var að skoða útvarpsstöð
þar. Í ferðinni sá ég stál-
trommusveit leika og hugsaði með
mér, „vá, djö… væri flott að heyra
þessa hljómsveit spila íslenska tón-
vin minn þarna úti og hann réð The
Andy Roberts Group til starfa,
blússveit sem starfar í borginni.
Hljóðverið heitir Kampo Studios og
er frekar stórt. Vandræðagangur-
inn hefur þó haldið áfram, og eitt-
hvað voru menn í Kampo óvissir um
að þeir réðu við þetta tæknilega. En
mínir menn þarna úti redduðu því
strax, og hið fornfræga hljóðver
Electric Lady er klárt fyrir okkur
ef hitt klikkar. Þannig að ég er bú-
inn að krossleggja fingur um að hitt
klikki! Það er draumur tækni-
mannsins að fá að kíkja inn í Elect-
ric Lady“.
Lögin sem Andy Roberts Group
flytur er „Plant no trees“ eftir Spil-
verk þjóðanna, „I think of angels“
með KK og „Murr Murr“ eftir Mug-
ison. Jan segir að hann hafi beðið
sveitina lengstra orða að túlka lögin
á sinn hátt og reyna að gera þau að
sínum. Ef vel gengur verður fram-
hald á þessu, eða það vonar Jan að
minnsta kosti.
„Ég hef verið að ræða við sænska
útvarpsmenn um þetta. Þeir vildu
tefla fram Bob Hund í verkefnið. Svo
vildu þeir að ég kæmi með íslenska
sveit út í svipað verkefni þannig að
þetta býður upp á ýmsa möguleika.
Og svo bíður Antigua og stál-
trommusveitin auðvitað. Ímyndaðu
þér hana spila „Vor í Vaglaskógi“ …“
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Fróðlegt Blússveitin hyggst taka
lagið „Murr Murr“ með Mugison.
Útsendingin hefst upp úr kl. 15 á
Rás 2, í Popplandi.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 47
SVO virðist sem Brad Pitt og An-
gelina Jolie hafi loks ákveðið að
ganga í hnapphelduna, ef marka
má ummæli heimildarmanns
breska tímaritsins OK. Samkvæmt
þeim eru skötuhjúin í óðaönn að
skipuleggja brúðkaup um páskana í
Dóminíska lýðveldinu.
Parið mun hafa fjárfest í húsi og
landareign þar og hefur hug á að
halda fámenna fjölskylduathöfn
fjarri ágangi fjölmiðla. Ef af verður
þykir líklegt að nýjasti meðlimur
fjölskyldunnar, Pax Thien, verði
hringaberi ásamt Maddox, eldri
syni þeirra hjúa.
Pitt og Jolie hafa hingað til verið
treg til að ganga upp að altarinu
enda eiga þau bæði endaslepp
hjónabönd að baki, Angelina með
Johnny Lee Miller og Billy Bob
Thornton og Brad með Jennifer
Aniston.
Reuters
Hjón? Angelina Jolie og Brad Pitt
eru að mati margra fullkomið par.
Pitt og Jolie
í hnapp-
helduna?
MARGHLEYPA sem var í eigu Ians
Flemings, höfundar bókanna um
James Bond, var seld á uppboði í
London í gær. Hæsta boð var 12.000
pund, eða sem svarar rúmri einni og
hálfri milljón króna.
Byssan er af gerðinni Colt Pyt-
hon.357 Magnum, en Colt-
byssusmiðjurnar færðu Fleming
hana að gjöf árið 1964, hugsanlega í
þakkarskyni fyrir að hann lét ill-
mennið Scaramanga, í Manninum
með gylltu byssuna, nota Colt.
Kaupandinn vildi ekki láta nafns
síns getið.
Reuters
James Bond mundar byssuna.
Colt-byssa í
Bond-mynd