Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 22
ferðalög 22 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Viltu mangó, banana, eðakókoshnetu, eða mákannski frekar bjóða þérananas?“ spyr hún og horf- ir niður fyrir sig, rétt eins og hún væri að spyrja sandinn undir fótum sér. Þetta er Christine Samini, sem hefur ekkert heimilisfang frekar en aðrir í hennar stöðu. Hún hefur hins- vegar aðgang að pósthólfi 10555 í Bamburi í Kenía. Pósthólfið er alltaf tómt, en Christine kýs samt að halda því, kraftaverkið gæti gerst: að póst- ur biði hennar. Bamburi-ströndin í Kenía er ákaflega falleg, hún liggur að heitu Indlandshafinu og fíngerður, hvítur sandurinn er mjúkur undir fót. Hótel, sem flest eru í mjög háum gæðaflokki, hafa verið reist meðfram strandlengjunni, en inn á milli eru einbýlishús, í eigu kenískra auðkýf- inga og háttsettra stjórnmálamanna. Fjölmargir Evrópubúar leita þarna skjóls, ekki síst að vetrarlagi, enda er óviðjafnanlegt að vakna við sólarupp- rás eldsnemma á morgnana um há- vetur. Um Keníabúa má segja að almennt séu þeir í hópi brosmildasta, þjón- ustuliprasta og indælasta fólks sem fyrirfinnst á jörðinni. Þeir virðast njóta þess að þjóna og geðjast erlend- um ferðamönnum. Umburðarlyndi þeirra er ótakmarkað og öllum virðist þeim umhugað að ferðamennirnir hafi það sem allra best. Þekkja fótboltakappann Talsvert meira er af kenískum sölumönnum á Bamburi-ströndinni en evrópskum ferðamönnum. Ástæð- an er sú að sölumennirnir eru svo ágengir að margir ferðamenn forðast ströndina eins og heitan eldinn. Þeir halda sig við sundlaugarnar í gróð- ursælum hótelgörðunum og voga sér varla út í ylvolgt Indlandshafið af ótta við að lenda í klóm sölumanna á leið- inni. „Guðjohnsen var hjá Chelsea og er nú hjá Barcelona. Hann er góður,“ segja þeir allir, sölumennirnir á ströndinni þegar þeir frétta að komn- ir séu ferðamenn frá Íslandi. „Ég man eftir hóp af Íslendingum sem var hér fyrir um tíu árum,“ segir Geffroy, einn af þeim reyndustu á ströndinni. „Það er gott fólk, Íslendingar, sem reyndist okkur strandfólkinu vel. Við hugsum alltaf fallega til Íslands og vildum gjarnan að þið kæmuð oftar en á tíu ára fresti,“ segir hann og laumar að okkur bæklingi um safarí- ferðir á góðum kjörum. Undir vegg situr dapurlegur náungi sem segist ekki vilja eltast við ferðamenn af jafn mikilli hörku og hinir. Hann segist heldur ekki vilja kærustu eða eiginkonu. „Ég á nóg með sjálfan mig. Ef ég færi að kvæn- ast myndi ég eingöngu auka á áhyggjur mínar og vandræði, sem eru næg fyrir.“ Hann japlar á gras- stráum sem hann segir að seðji sár- asta hungrið og rói magann. „Grasið kostar 2 krónur pokinn og endist all- an daginn ef ég drekk vatn með því. Það kemur í veg fyrir magakrampa og vatnið kemur í veg fyrir að tómur maginn skreppi saman.“ – Viltu ekki bita af mangó? – spyr ég miður mín yfir því að hitta í fyrsta sinn á ævinni mann sem hefur ekki borðað matar- bita í tvo sólarhringa, bara gras. „Nei takk, “ segir hann, „ég hef það ágætt“. Stolt Keníamanna er með ólíkindum. Selur ávexti alla daga Christine selur ávexti á ströndinni. Hún vaknar skömmu fyrir kl. 6 á hverjum morgni, hitar vatn í te fyrir sjálfa sig og 12 ára dóttur sína og skiptir á milli þeirra brauðskorpu sem þær mýkja upp í volgu tevatninu. Kofinn þeirra er úr mold og taði. „Maðurinn minn fór í sjóinn fyrir 10 árum,“ útskýrir hún. „Og þá var elsta barnið mitt 14 ára og hið yngsta 2 ára. Mér fannst vont að sjá aldrei líkið, eins og ekkjurnar sem missa menn- ina úr eyðni og malaríu. Þær fá að sjá líkin. Það er óþægilegt þegar sjórinn tekur menn og lætur þá hverfa al- gjörlega.“ Þegar dóttirin er lögð af stað í skól- ann, fer Christine í smárútu í klukku- tímaferð á markað til að kaupa ávexti. Annan klukkutíma tekur síðan fyrir hana að komast á ströndina þar sem hún hefur ávaxtavagninn sinn sjö daga vikunnar. „Ef ég sel fyrir 500 krónur er ég í góðum málum þann daginn,“ segir hún glaðbeitt. „Þrjú elstu börnin mín eru flutt að heiman, en mig langar til að 12 ára dóttir mín, sem býr með mér, geti menntað sig og þurfi ekki að fara í vændi eins og margar jafnöldrur hennar. Ef guð lofar tekst mér að koma henni til mennta.“ Guð og ferðamenn Þeir eru fleiri sem treysta á guð á Bamburi-ströndinni, eða öllu heldur á ferðamenn og peningana þeirra. „Við erum ólík,“ útskýrir Geffroy, einn hinna reyndustu. „Við borgum yf- irvöldum fyrir aðstöðu á ströndinni og við reynum að ná eins miklum pen- ingum af ferðamönnunum og við get- um fyrstu dagana eftir að þeir koma. Þegar þeir hafa verið hér um tíma, er erfiðara að eiga við þá viðskipti. Þá vilja þeir greiða sama verð og inn- fæddir í þorpunum í kringum okkur, sem er miklu lægra en strandverðið. Sumir hverfa af ströndinni í nokkra daga eftir að hafa þénað vel, þeir vilja njóta peninganna sem þeir hafa aflað og fara í frí. Aðrir eru metnaðarfyllri, horfa lengra fram í tímann og halda áfram harkinu. Ég er í þeirra hópi. Voruð þið ekki annars búin að ákveða að fara með mér í safarí-ferð?“ Sá reyndasti Geffreoy skipuleggur safari-ferðir fyrir ferðamenn og nýt- ur virðingar á ströndinni, enda þekktur fyrir að standa við gefin lof- orð. Óhætt er að mæla með ferðum hans, en nauðsyn er að ræða kaup og kjör áður en haldið er af stað. Ljósmynd/ Brynja Thomer Sölumennska Sumir ferðamenn voga sér varla út í sjó af ótta við að lenda í klóm ágengra sölumanna á ströndinni. Þetta er hinsvegar vænsta fólk, sem sjálfsagt er að beina viðskiptum sínum til. Ferskir ávextir Christina selur ljúffenga ávexti og þá sjaldan að hún nær að þéna 500 krónur yfir daginn, er hún kátust allra. Skapa sér atvinnu Ungir menn reyna fyrir sér með ýmsum hætti. Þessi pilt- ur bauðst t.d. til að sýna ferðamönnum lífríki sjávar gegn vægri þóknun. Fólkið á ströndinni Í Kenía hefur fjöldi fólks viðurværi af sölu á vörum og þjónustu fyrir ferðamenn. Brynja Tomer var í vetrarfríi í Bamburi og spjallaði við fólk á ströndinni, sem er í sjöunda himni ef það þénar 500 krónur á dag. http://www.travelnotes.org/ Africa/kenya.htm http://travel.yahoo.com/p- travelguide-501931-kenya_intro- duction-i http://www.shoortravel.com/ mombasa.html „Mig langar til að 12 ára dóttir mín, sem býr með mér, geti menntað sig og þurfi ekki að fara í vændi eins og margar jafnöldrur hennar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.