Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 15
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SJALDHEYRÐAR ljóðaperlur munu óma í Salnum í Kópavogi í kvöld. Þá munu Jónas Guðmundsson tenór og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari flytja verk eftir Beethoven, Liszt, Respighi og Rachmaninoff. „Þetta eru verk sem mig hefur langað að syngja í mörg ár en ákveð- ið að bíða með, annaðhvort þótt þau of erfið fyrir mig þegar ég lærði þau eða ekki haft tækifæri til að koma þeim að á þeim tónleikum sem ég hef haldið hingað til,“ segir Jónas um efnisskrána. „Þetta er flott tónlist sem er mjög sjaldan flutt, t.d. eins og lögin eftir Liszt.“ Spurður hvort þetta séu erfið verk segir Jónas þau a.m.k. ekki vera fyr- ir byrjendur. Jónas útskrifaðist frá Royal Academy of Music árið 2005. Hann hefur síðan verið búsettur í Berlín þaðan sem hann gerir út sem óperusöngvari. „Mín atvinna hefur verið við óp- erur síðan ég lauk námi, ég hef lítið verið með tónleika en nú langar mig að fara að taka þá með. Mig langaði til að halda tónleika hérna heima og skella mér í þessi verk á efnis- skránni. Ég fékk Önnu Guðnýju til liðs við mig og kýldi þetta í gegn. Ég er svo sjaldan á Íslandi að þegar ég kem verð ég eiginlega að halda tón- leika.“ Næstu verkefni Jónasar verða ein- söngur í Messu í As-dúr eftir Schu- bert á tónleikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu í Langholtskirkju 1. og 3 apríl nk. Komandi sumar fer hann svo með hlutverk Tebaldo í óperunni I Capuletti e I Montecchi eftir Bellini með Grange Park-óperunni í Eng- landi. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Saln- um í kvöld. Verður að syngja heima Í kvöld Jónas syngur í Salnum. Morgunblaðið/G.Rúnar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 15 MENNING NÝSTÁRLEG hönnunarsýn- ing verður opnuð í Gerðarsafni í dag, með verk eftir nokkra framsæknustu hönnuði Frakka; Philippe Starck, Laur- ence Brabant og Matali Cras- set. Hugmyndin að baki sýn- ingunni er að leggja áherslu á það einkenni franskrar hönn- unar að nota vísanir og draga þannig fram mest spennandi hliðar hennar. Þann- ig sést hvernig einn hönnuður fær lánað frá öðr- um og skapar þannig kraftmikið samspil og nýtt samhengi hlutanna. Sýningin er haldin í tengslum við listahátíðina Porquoi Pas? – franskt vor á Ís- landi. Hönnun Framsæknustu hönnuðir Frakka ÞVERFAGLEGT málþing um íslenska torfbæinn verður haldið á Löngumýri í Skaga- firði um helgina. Að þinginu standa: Íslenski bærinn, Há- skólinn á Hólum, Byggðasafn Skagfirðinga og Reykjavíkur Akademían. Markmið mál- þingsins er að hefja víðtækt samstarf um þessa menningar- arfleifð. Fjallað verður um sérkenni, verklag og hleðsluaðferðir, útlit og fagurfræði, bygging- arsögulegt samhengi, opinbera stefnu um varð- veislu og þekkingu og erindi við nútímann. Fyr- irlesarar koma víða að og stefnt er að því að fyrirlestrar komi út á bók síðarmeir. Fræði Torf í arf – þingað um torfbæinn ÓMAR Guðjónsson og félagar eru gestir Múlans í kvöld og hefjast tónleikar þeirra kl. 21. Múlinn er sem kunnugt er starfræktur á Domo í Þing- holtsstræti. Ómar er einn kunnasti djassgítarleikari okk- ar, en með í tríóinu eru Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson á rafbassa og Snorri Páll Jóns- son á trommur. Á efnisskránni er ný tónlist eftir Ómar, sem hefur leikið allra handa tónlist; rokk, djass, pönk og latíntónlist. Fyrir fyrstu plötu sína, Varma land, sem kom út 2003, fékk Ómar tvær tilefningar til Íslensku tón- listarverðlaunanna. Tónlist Ómar Guðjónsson spilar í Múlanum Ómar Guðjónsson Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is SLÓVENSKI heimspekingurinn Slajov Žižek er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. Sem slíkur þykir hann persónulegur og ástríðufullur og er greining hans á samtímanum í senn óhefðbundin og ögrandi. Þar gengur Žižek að miklu leyti til verks á for- sendum þýska heimspekingsins He- gels og þá með hugtök sálgreing- arinnar í farteskinu, enda menntaður sem bæði heimspekingur og á sviði sálgreiningar. Á morgun gefst áhugafólki ein- stakt tækifæri til að hlýða á Žižek í eigin persónu en hann er til landsins kominn á vegum Listaháskóla Ís- lands. Mun hann flytja tvö erindi; annars vegar fyrirlestur undir yf- irskriftinni „Umburðarlyndi sem hugmyndafræði“ („Tolerance as Ideology“) í Háskólanum á Bifröst klukkan 11, hins vegar „Getur listin enn brotið niður?“ („Can Art Still Be Subversive?“) í Öskju við Háskóla Ís- lands klukkan 16.30. Rísandi stjarna „Hann er búinn að vera rísandi stjarna undanfarin tíu til fimmtán ár, eða frá því hann fór að skrifa fyrst og fremst á ensku,“ segir heimspeking- urinn Haukur Már Helgason en Haukur þekkir vel til hins slóvenska fræðibróður síns og á m.a. stóran þátt í komu hans til landsins. Haukur út- skýrir að það hafi verið í kjölfarið á ósigri í forsetakosningum í heima- landi sínu sem Žižek hóf ritferil sinn fyrir alvöru. „Hann tók þátt í andspyrnu gegn kommúnismanum á sínum tíma og bauð sig svo fram til forseta á vegum Frjálslynda lýðræðisflokksins þegar kommúnisminn féll. Hann var ansi nálægt því að ná kjöri. Síðustu ár hef- ur hann beitt sömu tólum til gagnrýni á vestrænan kapítalisma og frjálslynt lýðræði og hann áður beitti á komm- únismann – leiðarspurning hans er ef til vill: hvaða frelsi er mögulegt.“ Haukur, sem heillaðist af Žižek er hann var við heimspekinám í Þýska- landi, kveður nokkrar ástæður fyrir því að heimspeki Slóvenans hafi tog- að í sig. „Í fyrsta lagi stundar hann heim- speki á allt annan hátt en maður átti að venjast hérna heima og þá mögu- lega fyrst og fremst að því leyti að hann svarar því kalli Hegels að heim- speki eigi að greina samtíma sinn. Í þessu augnamiði beitir hann hug- takasarpi sem ég kannaðist ekki við, svo þar kemur einfaldlega til spennan við það sem er manni ókunnugt en um leið heillandi á þann hátt að mann langar að komast inn í það. Í öðru lagi krækir hann mjög auð- veldlega í þá sem standa utan hans fræða með skírskotunum í popp- kúltúr, í það sem er manni stórkost- lega kunnuglegt, þótt hann snúi því öllu á hvolf. Maður þarf ekki að fletta upp á Michael Jackson í alfræðiriti til að skilja þá tilvísun. Án þess að milda fræðin hugsar hann svo að segja í gegnum stiklur úr samtímanum og hefur þannig krækjur í sam- tímamenn. Kannski einkum Eras- mus-kynslóðina, sem svo má kalla. Það er krassandi að mæta þessum textum í fyrsta sinn, það andar fersku lofti um bækur hans, sem eru samt djúsí heimspekirit.“ Undanfarið ár hefur Haukur feng- ist við að snara einu af frægari ritum Žižeks, Óraplágunni (The Plague of Fantasies), yfir á íslensku og er þýð- ingin væntanleg á hausti komandi í lærdómsritröð Hins íslenska bók- menntafélags. Í Óraplágunni fjallar Žižek um hvernig langanir manns skilyrðast af fantasíum eða sögum sem við segjum sjálfum okkur um hver við erum. „Þetta er einn af þráð- unum sem renna í gegnum allt hans höfundaverk,“ upplýsir Haukur. „Og kannski er hann alltaf að fjalla um það sama, en kemur að því úr ólíkum átt- um.“ Sophie Fiennes til landsins Í tengslum við komu Žižeks stend- ur hið nýstofnaða félag um heim- ildamyndagerð, Reykjavík Document- ary Workshop, fyrir komu bresku heimildamyndagerðarkonunnar Sop- hie Fiennes í samstarfi við LHÍ og breska sendiráðið. Nýjasta myndin úr ranni Fiennes, Kvikmyndahandbók öfuguggans (The Pervert’s Guide to Cinema), verður sýnd í Norræna hús- inu klukkan 19 í kvöld en þar er Žižek í forgrunni. Heimspekingurinn skoðar dulið táknmál kvikmyndagerðar og leitast við að svipta hulunni af því hvað kvikmyndir geta sagt um okkur sjálf. Verður Fiennes viðstödd sýninguna og svarar spurningum að henni lok- inni. Á laugardaginn mun Fiennes svo halda námskeið á vegum RDW þar sem hún ræðir um heimildakvik- myndagerð og segir frá eigin reynslu á því sviði. Ekkert þátttökugjald er á námskeiðið sem er fyrst og fremst ætlað áhuga- og fagfólki um heim- ildamyndagerð. „Ef menn vilja komast að því hvernig hugsuður Žižek er og hvort þá langar á fyrirlestur með honum er alveg tilvalið að mæta á kvikmynd- ina,“ segir Haukur að lokum. „Djúsí“ heimspeki Í HNOTSKURN » Komið var í veg fyrir aðŽižek fengi stöðu við Háskól- ann í Ljubljana árið 1975. Meist- araritgerð hans þótti hafa póli- tískan undirtón lítt þóknanlegan stjórnvöldum. » Sophie er systir leikarannaRalphs og Josephs Fiennes. Hún hóf að gera sínar eigin myndir árið 1999 en hafði áður m.a. verið lærlingur hjá Peter Greenway.  Heimspekingurinn Slajov Žižek með tvo fyrirlestra á morgun  Sophia Fiennes verður viðstödd sýningu heimildamyndar í dag þar sem Žižek er í forgrunni Hugsuður Žižek er prófessor við Háskólann í Ljubljana og hefur verið óhemju afkastamikill í ræðu og riti und- anfarin ár. Meðal þess sem hann hefur fjallað um er umburðarlyndi, pólitísk rétthugsun, mannréttindi, Lenín, ór- ar, alþjóðavæðing, póstmódernismi, David Lynch og Alfred Hitchcock. TILKYNNT hefur verið að Jon Morgan taki við keflinu af Paul Gudgin sem stjórnandi Fringe- listahátíðarinnar í Edinborg en eins og áður hefur verið greint frá lætur Gudgin af stöfum 7. júní nk. eftir sjö ára farsælt starf. Morgan hefur starfað með mörgum af fremstu listastofnunum og sviðslistahópum Skotlands og gegnir í dag stjórn- unarstöðu við Contact-leikhúsið í Manchester. Fringe-listhátíð þessa árs fer fram dagana 5.–27. ágúst. Jon Morgan tekur við Fringe þegar ég er á kafi í að undirbúa tón- leikana, þá fær ég bókstaflega engan frið fyrir laglínunum. Það er erfitt að fá nætursvefn, því þessi grípandi lög ráðast á mann. Þau eru mörg augna- blikin í þessu verki, sem eru stór- fengleg.“ Hörður hefur margoft stjórnað Sinfóníuhljómsveitinni - í Hallgrímskirkju, en þetta er í fyrsta sinn sem hann stjórnar henni í Há- skólabíói. „Það verður stór stund fyrir mig að stjórna sjálfur á þeim stað, þar sem ég heyrði óratoríu í fyrsta sinn. Það var þegar Dr. Ró- bert Abraham flutti Messías. Það var stórkostlegt, og fyrsta upplifun mín af þessum stað.“ Einsöngvarar í óratoríunni eru fjórir: Jutta Böhnert frá Þýskalandi, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Magnús Baldvins- son, sem verður í heilsteyptasta hlutverkinu að sögn Harðar, hlut- verki Páls postula, en aðrar raddir syngja fleiri hlutverk. Kórinn bregð- ur sér í ýmis líki sem heiðingjar, „Það sem hjálpaði þessu verki var að það höfðu ekki verið samdar óratoríur frá dögum Bachs og Händels. Þarna var að koma fram órat- oría í nýja stíln- um. En svo er líka fullt af fallegum grípandi lögum í óratoríunni,“ segir Hörður og heldur áfram: „Núna, Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „PÁLUS fór eins og eldur í sinu frá Evrópu til Englands, og alveg rétt, að þetta var kassastykki,“ segir Hörður Áskelsson stjórnandi Sin- fóníutónleika kvöldsins, sem hefjast kl. 19.30 að vanda.Verkið, er frá 1836, óratorían Pálus eftir Mendels- sohn, kennd við Pál Postula og með hljómsveitinni syngja Mótettukórin og einsöngvarar. kristnir menn og gyðingar. „Kvennakórinn fer með hlutverk Krists sem heyrist í frá himnum. Það má segja að það hafi verið fram- sækið af Mendelssohn árið 1836, að láta konur syngja rödd Jesú.“ Frumflutningur óratoríunnar í maí 1836 tókst afar vel, en sagan segir, að Fanny, systir tónskáldsins, sem söng í kórnum, hafi þurft að koma einum af einsöngvurunum til bjargar í viðkvæmri strófu, en sjálf var hún gott tónskáld. Hörður Áskelsson Enginn friður fyrir þessum fallegu laglínum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.