Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 29
MINNINGAR
Mig langar til þess
að minnast hans Dodda
í Stekkum með nokkrum orðum.
En svo vildi til þegar ég var á ní-
unda ári 1956 að ég var sendur til
ömmu minnar, Guðbjargar, og lang-
afa míns, Vilhjálms Gíslasonar, aust-
ur að Ásabergi á Eyrarbakka til
dvalar fram að slætti því þá fór
amma mín ávallt austur að Kirkju-
bæjarklaustri til vinnu en langafi
minn fékk þjónustu hjá góðu fólki á
Bakkanum og ég skyldi halda til
míns heima í Keflavík.
En árið áður hafði verið rigning-
arsumar á Suðurlandi og margur
bóndinn ekki náð nægum heyjum í
hlöðu fyrir búsmala sinn og þess
vegna tóku amma mín og langafi
tvær kýr í fjós af þeim Stekkahjón-
um, Lárusi Gíslasyni og Önnu Valdi-
marsdóttur.
Nú var komið að því að skila kún-
um og röltum við langafi með þær
upp Flóann yfir Markaskurð, upp
Síberíu, yfir Stekkakeldu að Stekk-
um og komum þangað heim eftir
eins til tveggja klukkustunda göngu.
Lárus bóndi var að slá suðurtúnið
með hestasláttuvél og voru tveir
hestar spenntir fyrir hana, þeir
Trausti jarpur og Sindri sótrauður.
Er við höfðum skilað kúnum var
okkur boðið í bæinn upp á hress-
ingu. Þegar langafi minn fór heim
skildi hann mig eftir, því svo talaðist
til að ég skyldi dvelja þar um sum-
arið. Ég tók vel í það því mér leist
vel á húsbændur og krakkana á
bænum. Ég passaði vel inn í hópinn;
rauðhærður og freknóttur eins og
Guðmundur og Lillý.
Doddi var þá 13 ára og má segja
að hann hafi verið nokkurs konar
verkstjóri yfir okkur strákunum og
fyrirmynd til allrar vinnu, traustur
og raungóður og neytti aldrei afls-
munar né yfirgangs á neinn hátt. Ég
reyndi alltaf að taka hann mér til
fyrirmyndar við vinnu, það er að
vinna hlutina með öruggum og föst-
um tökum og jöfnum hraða. Oft var
kapp í mér að reyna að taka jafn
stóra tuggu á heykvíslina og hann
Doddi, en hann var nú fjórum árum
eldri en ég og var tuggan hans yf-
irleitt stærri en mín en með tím-
anum fékk ég krafta í köggla og þá
sérstaklega í vinstri handlegg þann
er lyfti kvíslinni.
Börnin í Stekkum fengu alltaf
tíma til þess að leika sér og áttu þeir
Stekkastrákar sér leiksvæði sem
þeir kölluðu Sólhlíð. Þar voru mörg
býli með heyhlöðum og hver bóndi
átti sér vörubíl og heyinu var ekið
um krókóttar götur fram og til baka.
Svo þegar illa viðraði voru dekk sög-
uð út úr fjölum og bílarnir lagfærð-
ir; hásingum fjölgað og gúmmífjaðr-
ir lagaðar. Doddi átti stærsta búið
og var laginn við að smíða flotta
vörubíla og við yngri guttarnir
fylgdumst vel með honum og lærð-
um réttu handbrögðin. Svo átti hann
Doddi líka DBS-reiðhjól og svo voru
einhver önnur reiðhjól og við
spreyttum okkur við að hjóla út að
brúsapalli og til baka. Það var
keppni milli okkar að verða fyrstur.
Margar stundir eru ógleymanleg-
ar með honum Dodda, til dæmis
þegar við þurftum að setja hestana
inn eftir að farið var að dimma í
ágústmánuði og við röltum út á tún í
myrkrinu með bandbeisli, hesturinn
beislaður og svo stokkið á bak og
riðið berbakt í loftköstum inn í hest-
hús, því hestarnir vissu hvert þeir
áttu að fara. Það voru skemmtilegar
stundir.
Þorvarður
Guðmundsson
✝ Þorvarður Guð-mundsson fædd-
ist í Stekkum í Sand-
víkurhreppi í
Árnessýslu 22. októ-
ber 1943. Hann and-
aðist á Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands
á Selfossi 4. mars síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Sel-
fosskirkju 10. mars.
Mannmargt var í
Stekkum þegar ég
kom þangað fyrst,
því öll heyvinna fór
fram með handafli
eða með hestum en
traktor var notaður
til þess að draga hey-
vagninn. Doddi varð
fljótt ökumaður
dráttarvélarinnar,
Nallans, og Lárus sló
með hestunum og
síðar með Deutz-
dráttarvél. Doddi
stjórnaði okkur
strákunum, Valda, Sigga, Guðmundi
og mér, við hin ýmsu sveitastörf og
fórst honum það ávallt vel úr hendi,
ég man ekki eftir því að það hafi
kastast í kekki á milli hans og okkar.
Og ekki man ég eftir því að óhöpp
eða slys henti okkur krakkana, því
vel var þess gætt að við færum okk-
ur ekki að voða. Doddi hafði líka
góða fyrirmynd því Lárus og Anna
voru einstaklega passasöm á það að
gæta vel að velferð barnanna sem á
bæ voru. Sem dæmi má nefna að er
við kaupstaðarkrakkarnir vildum
vera ber að ofan í brennandi sólskini
þá var Lárus fljótur að segja okkur
að fara í föt því sólin væri varasöm
krakkakroppnum og eins var það
þannig í Stekkum að börnin fengu
alltaf að sofa út á morgnana og
þurftu aldrei að fara í fjós fyrir allar
aldir, það passaði Anna vel upp á.
Að lokum vil ég þakka samveruna
með honum Dodda þau sumur sem
ég var í Stekkum og var að vaxa úr
grasi. Það féll aldrei neinn skuggi á
hana.
Ég votta systkinunum, Lillý, Guð-
mundi, Valdimari og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúða.
Erling Rafn Sveinsson.
Elsku Doddi minn.
Kallið er komið – allt of fljótt og
erfiðri baráttu lokið. Þú varst alltaf
stóri, sterki frændinn í Stekkum,
þessi sem þurfti að kalla til þegar
járna átti erfiða hesta og var þeim
þá bara lyft upp og rekið undir.
Doddi var vinamargur maður enda
hafði hann einstaklega góða nær-
veru og var hæglátur og yfirveg-
aður. Eftir að amma dó komst þú
stundum í mat og voru idol-kvöldin
sérstaklega skemmtileg. Dodda
fannst gaman að slíkri samveru og
er ég í dag afar þakklát fyrir þessar
stundir. Bjúgnaveislan sem haldin
er á heimilinu á Jónsmessunni verð-
ur ekki hin sama eftir fráfall þitt,
þar sem þú hafðir komið frá upphafi
og heldur betur sett mark þitt á
kvöldið. Þið pabbi voruð eins og
þjóðhöfðingjar þegar þið sátuð aftur
í kádiljáknum og veifuðuð til fólks-
ins. Svo fórum við í fjörið á Bakk-
anum og þú varst alltaf með þeim
síðustu heim. Það var alveg hrika-
lega gaman því þú kunnir alveg að
skemmta þér.
Doddi varst einstaklega verklag-
inn og flinkur að gera við vélar enda
var alltaf viðkvæðið þegar eitthvað
bilaði, „við verðum að biðja Dodda
um að kíkja á þetta“. Þú hafðir gam-
an af því að ferðast og hafðir farið
víða um landið.
Doddi var mikill búmaður og
hafði gaman af skepnum. Það eru
örugglega fáir sem gætu tjónkað við
Snata en maður sá hvað hann var
hændur að þér og þú góður við
hann. Þú áttir alltaf hesta og spurðir
síðast í haust hvort ég tæki ekki fol-
ann fyrir þig en ekki varð af því og
finnst mér það miður nú. Það á vel
við að segja að Dodda hafi aldrei
fallið verk úr hendi. Alltaf var verið
að gera við vélar eða sinna búskapn-
um. Enda held ég að það hafi verið
það sem hann vildi helst gera. Þegar
Doddi náði sæmilegri heilsu í des-
ember og janúar var hann fljótlega
farinn út í fjós og að rífa í sundur
traktor úti í skemmu. Þannig var
hann og þannig munum við eftir
honum.
Doddi hafði glímt við heilsubrest í
nokkurn tíma en fengið bata að því
er virtist. Í haust var hins vegar
ljóst að ekki var svo komið og erfið
barátta var framundan sem nú er
lokið. Nýtt lyf gaf von í nokkurn
tíma og fékk Doddi tvo ágæta mán-
uði í miðjum veikindum. Sá tími
hefði mátt vera lengri. Æðruleysi
Dodda í veikindum hans var með
ólíkindum og sýndi hann ótrúlegt
þrek í erfiðum læknisheimsóknum.
Þetta æðruleysi fylgdi honum fram í
andlátið þar sem hann lést umvafinn
vinum og ættingjum. Kæri Doddi,
ég kveð þig með litlu textakorni og
hver veit nema þið mamma takið
einn hring í Morrisnum og getið þá
raulað þetta undir.
Vegir liggja til allra átta
enginn ræður för,
hugur leitar hjóðra nátta,
er hlógu orð á vör
og laufsins græna á garðsins trjám
og gleðiþyts í blænum.
Þá voru hjörtun heit og ör
og hamingja í okkar bænum.
Vegir liggja til allra átta
á þeim verða skil
margra’ er þrautin þungra nátta
að þjást og finna til
og bíða þess að birti’ á ný
og bleikur morgunn rísi.
Nú strýkur blærinn stafn og þil,
stynjandi í garðsins hrísi.
(Indriði G. Þorsteinsson.)
Íris.
Ég kynntist Dodda sumarið 1974
er ég kom í Stekka, það segir sína
sögu um fólkið í Stekkum að ég hef
eiginlega aldrei farið þaðan og
Stekkar urðu mitt annað heimili –
minn klettur í hafinu.
Doddi var mjög flinkur bifvéla-
virki og ekki síðri öku- og tækja-
maður. Það voru miklir hátíðisdagar
þegar Doddi fór með okkur strák-
anna á Kotferju að ralla á gamla Co-
met og kenndi okkur hvernig átti að
koma honum áfram á meiri ferðinni.
Ófá voru skiptin sem ég fékk að-
stoð hjá Dodda fram eftir kvöldi eða
nóttu við bílaviðgerðir, alltaf var
Doddi tilbúinn að aðstoða mig og
gefa góð ráð. Ef verkið gekk illa og
menn voru orðnir pirraðir og þreytt-
ir sagði Doddi að best væri að fara
að sofa og hvíla sig, það sagðist
hann hafa lært hjá gamla meistaran-
um sínum þegar hann vann á Bíla-
verkstæði KÁ.
Það var oft grín og glens og stutt í
húmorinn þegar Doddi var með í för
og fórum við margar magnaðar
ferðir saman. Vænst þykir mér þó
um ferðir okkar saman þegar við
fórum með góðum félögum til USA
1999 og 2004 á fornbílasýningar.
Seinni ferðin var mikið ferðalag og
ævintýri þar sem gott var að hafa
traustan og rólegan ferðafélaga.
Það er vont að missa góðan vin og
þín verður sárt saknað.
Elsku Doddi minn, takk fyrir
samveruna, minningin lifir um góð-
an dreng.
Ingimar Baldvinsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGIBJÖRG J. INGIMUNDARDÓTTIR
frá Efri-Ey,
andaðist á dvalarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri
föstudaginn 23. mars.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju í Meðallandi
föstudaginn 30. mars kl. 14.00.
Halla Jónsdóttir, Magnús Emilsson,
Sunnefa Jónsdóttir, Ólafur Einarsson,
Árni H. Jónsson, Guðlaug B. Olsen,
Svavar Jónsson, Fjóla Þorvaldsdóttir,
Eygló Jónsdóttir, Jón Ingvar Pálsson,
Ómar Jónsson, Fanney Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir minn, mágur og frændi okkar,
JÓHANNES BJÖRNSSON
frá Skagaströnd,
Stóragerði 26,
lést aðfaranótt laugardagsins 24. mars.
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudag-
inn 30. mars kl. 13.00.
Úlfar Björnsson, Hanna Georgsdóttir
og systkinabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi,
PÉTUR J. SIGURÐSSON,
Ósi,
Arnarfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar sunnudag-
inn 18. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar
Patreksfjarðar fyrir góða umönnun.
Þuríður Jónsdóttir,
börn og barnabörn.
✝
BIRNA MAGNÚSDÓTTIR LAHN
andaðist á Friðriksberghospitale, Kaupmannahöfn,
mánudaginn 5. mars sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Sigurlaug Magnúsdóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR ÞORBJÖRN GUNNARSSON
fyrrv. forstjóri,
lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík miðviku-
daginn 28. mars sl.
Útför hans verður auglýst síðar.
Gunnar Ingi Gunnarsson, Erna Matthíasdóttir,
Hjördís G. Thors, Ólafur Thors,
Ólafur Þór Gunnarsson, A. Linda Róberts,
Ingibjörg Gunnarsdóttir, Grétar Örvarsson
og afabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
STEINUNN SESSELJA STEINÞÓRSDÓTTIR,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík,
sunnudaginn 25. mars.
Útför hennar verður gerð frá Þórshöfn laugar-
daginn 31. mars kl. 13:00.
Jarðsett verður að Svalbarði.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
LÁRUS ZOPHONÍASSON,
Hjallalundi 20,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli þriðjudaginn
27. mars.
Júlía Garðarsdóttir,
Garðar Lárusson, Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir,
Karl Óli Lárusson, Þórdís Þorkelsdóttir,
Þráinn Lárusson, Þurý Bára Birgisdóttir,
afa- og langafabörn.