Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
STÓRT skref hefur verið stigið í
þá átt að hætta urðun sorps í Gler-
árdal ofan Akureyrar og koma
sorpmálum Eyjafjarðarsvæðisins í
heild í nýjan framtíðarfarveg:
Stofnað hefur verið hlutafélagið
Molta ehf. til undirbúnings bygg-
ingu jarðgerðarstöðvar í Eyjafirði.
Öll sveitarfélög á svæðinu standa
að verkefninu, sem og allir stærstu
matvælaframleiðendur.
Raunhæft þykir að miða við að
nýja stöðin geti tekið til starfa vor-
ið 2008, jafnvel fyrr, og verður
Moltu ehf. væntanlega breytt í
rekstrarfélag jarðgerðarstöðvar-
innar þegar nær dregur.
Reiknað er með að strax í byrjun
verði unnið úr 10.000 tonnum af líf-
rænum úrgangi á ári. Lífrænn úr-
gangur svarar til um 60% af þeim
úrgangi sem nú fer í urðun af
svæðinu þannig að segja má að á
síðari árum hafi ekki verið stigin
öllu stærri skref í umhverfismálum
svæðisins. Á Eyjafjarðarsvæðinu
falla til um 21.000 tonn af lífrænum
úrgangi árlega; 15.000 frá fyrir-
tækjum og um 6.000 frá heimilum.
Kostnaður við verkefnið í heild,
þ.e. vélbúnað og hús, er áætlaður
um 350 milljónir króna.
Næstu verkefni félagsins verða
að velja jarðgerðarstöðinni stað á
svæðinu og semja við framleiðend-
ur búnaðar. Hvað staðsetningu
varðar er um að ræða iðnaðarlóð
en öll meðferð úrgangsins fer fram
innan dyra. Æskilegt er talið að
stöðin verði þannig staðsett að
stutt verði á svæði þar sem hægt er
að nýta moltuna til uppgræðslu á
landi.
Hermann Jón Tómasson, stjórn-
arformaður Moltu, er ánægður
með stofnun félgsins. „Við erum
sannarlega að stíga hér jákvætt
skref fyrir svæðið í þá átt að leysa
úrgangsvandann,“ segir hann.
Þáttaskil
Guðmundur Sigvaldason, sveit-
arstjóri Hörgárbyggðar og fyrr-
verandi starfsmaður Sorpeyðingar
Eyjafjarðar, segir þessa ákvörðun
marka þáttaskil í löngu ferli.
„Stofnun jarðgerðarstöðvarinnar
er sérstakt gleðiefni fyrir Eyfirð-
inga og svæðið í heild. Við erum að
tala um farveg fyrir allt að 60% af
úrgangi svæðisins og loksins er
verið að færa þessi málefni á nýtt
plan. Við vitum að kostnaður fyrir
bæði fyrirtæki og sveitarfélög
vegna sorpeyðingar mun aukast á
komandi árum en tvímælalaust er-
um við að draga töluvert úr þeim
fyrirsjáanlega viðbótarkostnaði
með þessari aðgerð. Mér finnst
líka mjög jákvætt að sjá öll sveit-
arfélögin, sem og alla stærstu mat-
vælaframleiðendurna, taka hönd-
um saman í verkefninu. Það er
sérstakt gleðiefni og við getum
gert okkur góðar vonir um að nú
séu að hefjast nýir tímar í þessum
málaflokki á svæðinu,“ segir Guð-
mundur.
Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska, hefur
unnið að verkefninu um margra
mánaða skeið og segir samstöðuna
sem tekist hefur skipta gríðarlegu
máli. „Við þurfum að fá alla með til
að tryggja pappír, pappa og timb-
urúrgang inn í jarðgerðina því það
þarf eðlilega blöndu af þessu öllu.
Náist það takmark okkar fljótt að
fá 90% af öllum lífrænum úrgangi
til Moltu verður lítið mál að kljást
við þann úrgang sem eftir stendur.
Þar með yrði búið að leysa sorp-
eyðingarmál Eyjafjarðarsvæðisins
til fullnustu,“ segir Sigmundur.
Jarðgerðarstöð byggð – Lífrænn úrgangur um 60% alls sorps á svæðinu
Upphaf að nýjum tímum
í sorpmálum Eyfirðinga
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Breytingar í nánd Fjallið tignarlega, Súlur, gnæfir yfir sorphauga Ak-
ureyringa á Glerárdal. Stefnt er að því að græða dalinn upp á ný.
Í HNOTSKURN
»Hlutafé undirbúnings-félagsins Moltu er 5,5 millj-
ónir. Akureyrarbær og Sorp-
eyðing Eyjafjarðar, fyrir hönd
sveitarfélaga á svæðinu, lögðu
fram eina milljón hvor.
»Sjö fyrirtæki lögðu fram500 þúsund hvert: Norð-
lenska, Samherji, Brim,
Kjarnafæði, B. Jensen, Gáma-
þjónustan og Sagaplast.
»Formaður stjórnar er Her-mann Tómasson, formaður
bæjarráðs Akureyrar. Í stjórn
eru líka Sigmundur Ófeigsson
frá Norðlenska og Elías Ólafs-
son, Gámaþjónustunni.
AKUREYRARBÆR hefur í tæpa tvo ára-
tugi vátryggt börn að 16 ára aldri í skóla-
starfi og skipulögðu tómstunda- og
íþróttastarfi, að sögn Dans Brynjarssonar,
fjármálastjóra Akureyrarbæjar, en nýlega
var ákveðið að hækka mörkin í 18 ár.
Í blaðinu fyrir nokkrum dögum var því
haldið fram að Akureyri væri meðal sveit-
arfélaga sem ekki keyptu sérstakar vá-
tryggingar handa skólabörnum, en Dan
segir það rangt. Fyrir mánuði ákváðu bæj-
aryfirvöld að hækka aldur þeirra sem
tryggðir eru upp í 18 ár, enda aldursmörk
barna verið hækkuð úr 16 árum í 18 skv.
lögum. „Tryggingin nær til allra barna í
leikskóla og grunnskóla, og barna í við-
urkenndu íþróttastarfi,“ segir Dan.
Akureyrarbær vá-
tryggir skólabörn
FLUGMAÐUR eins hreyfils flugvélar brá
á það ráð að nauðlenda á Eyjafjarðarbraut
við Melgerðismela um hálftvöleytið í gær
þegar drapst á hreyfli vélarinnar. Gekk
lendingin að óskum.
Eftir að vélin var lent áttaði flugmað-
urinn sig á því að lokast hafði fyrir elds-
neytisflæði til hreyfilsins.
Flugmaðurinn tilkynnti atvikið, flug-
virki yfirfór vélina og reyndist hún í full-
komnu lagi þannig að flugmaðurinn tók á
loft á ný. Vélin er tveggja sæta, af gerð-
inni Super Decathlon í eigu Flugskóla Ak-
ureyrar.
Nauðlenti á
Eyjafjarðarbraut
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
ILMUR af girnilegum réttum barst að vitum
blaðamanns og ljósmyndara þegar þau gengu
inn í skólaeldhúsið. Þar var að finna önnum
kafna unglinga, sem voru að leggja lokahönd á
matreiðslu sína í árlegri matreiðslukeppni
skólans. Glæsilegur afrakstur nemendanna
blasti við og matreiðslumeistarar gengu milli
réttanna og virtu fyrir sér útlit þeirra, áður en
þeir tóku til við að bragða á kræsingunum.
Þetta var í fjórða sinn sem keppnin var haldin,
en þátt í henni tóku 14–16 ára nemendur skól-
ans. Áður höfðu farið fram undanúrslit en í
gær kepptu sjö stigahæstu liðin til úrslita um
titilinn „Matreiðuslumeistarar Rimaskóla“.
Máttu kaupa fyrir 1.000 krónur
„Við bjuggum til gullið og grænt kjúklinga-
salat,“ sögðu vinkonurnar Sesselía Kristleifs-
dóttir og Vigdís Erla Rafnsdóttir, en þær eru í
10. bekk skólans. Uppskriftina sögðust þær
hafa fengið hjá Áslaugu Traustadóttur mat-
reiðslukennara en hún hefur átt frumkvæðið
að matreiðslukeppninni í skólanum.
Takmörk voru á því hversu miklu krakk-
anrnir máttu eyða í matseldina og var hámark-
ið 1.000 krónur. Þær Sesselía og Vigdís sögðu
að það hefði verið lítið mál að kaupa í réttinn
fyrir þessa fjárhæð.
Þær eru báðar áhugasamar um matargerð.
„Mér hefur alltaf fundist mjög gaman í mat-
reiðslu,“ segir Vigdís og Sesselía tekur undir
það. „Þetta er vinsælasta fagið í skólanum,“
bætir Vigdís við. Krakkarnir berjist um að fá
að sækja tíma í matreiðslu. Þar fái þau að gera
svo margt ögrandi, verkefnin séu spennandi og
kennarinn skemmtilegur.
Krakkarnir fengu klukkutíma til þess að út-
búa réttina í keppninni og voru þær Sesselía
og Vigdís ánægðar með sinn afrakstur. „Við
æfðum okkur þrisvar heima,“ segja þær.
Kjúklingur í engifer
Þeir Símon Þorkell Símonarson Olsen og
Baldur Elfar Harðarson, sem eru í 9. bekk
Rimaskóla, kepptu einnig til úrslita í gær. „Við
vorum með kjúkling í engifer og naan-brauð,“
segja félagarnir um matargerðina. Sú regla
var í keppninni að réttirnir sem nemendurnir
útbjuggu þurftu að vera aðalréttir, en máttu
vera súpa, fiskur, salat, lokur, bökur eða annað
sem flokkast gat sem aðalréttur.
Þeir segjast hafa æft sig dálítið fyrir úrslit-
in. „Ég er búinn að elda kjúklinginn tvisvar
sinnum heima hjá mér áður,“ segir Baldur.
Símon segist oft hafa útbúið naan-brauð.
Strákarnir bæta við að þeir hafi einnig lagt
mikið í borðskreytinguna, sem var í fallegum
gulum og grænum páskastíl.
Símon og Baldur segja skemmtilegt í mat-
reiðslu í skólanum. Þeir telja báðir að þeir eigi
ábyggilega eftir að halda áfram að hafa áhuga
á því að búa til góðan mat.
Áslaug Traustadóttir, matreiðslukennnari í
Rimaskóla, segir að sigurvegararnir í ár taki
þátt í keppni allra grunnskólanna í Reykjavík
um matreiðslumeistara skólanna, en sú keppni
fer fram í fyrsta skipti nú í apríl. „Það er gríð-
arlegur áhugi á matreiðslu hérna í skólanum,“
segir hún. Þar séu átta matreiðsluhópar og
enginn annar skóli státi af jafngóðri þátttöku í
matreiðslu.
Í dómnefnd keppninnar í ár voru reyndir
matreiðslumenn. Það voru þeir Ari Karlsson,
matreiðslumeistari á Argentínu – steikhúsi,
Jón Snorrason, matreiðslumeistari á Tapas-
barnum, Þröstur Magnússon, matreiðslu-
meistari á RedChili/Galileo, Gunnar Bollason,
kokkur í Rimaskóla, Egill M. Egilsson, sig-
urvegari í kokkakeppni Rimaskóla 2004 og nú-
verandi matreiðslunemi í Perlunni, og Ágúst
R. Þorsteinsson frá Fiskisögu/sjófiski.
Lostæti matreitt í kokkakeppni
Morgunblaðið/G.Rúnar
Í fyrsta sæti Matreiðslumenn bragða á fille mignon, sem bar sigur úr býtum í gær. Kjartan
Guðmundsson, Arnar Sigurðsson og Sindri Hrafn Heimisson matreiddu steikina.
Áhugasamar Sesselía og Vigdís bjuggu til
grænt og gullið kjúklingasalat.
Skrautlegt Símon og Baldur lögðu mikið í
borðskreytinguna sem prýddi þeirra rétt.
Tagliatelle, naan-brauð og
gullið og grænt salat var
meðal þess sem nemendur
í Rimaskóla matreiddu í
úrslitakeppni í kokka-
keppni skólans í gær.