Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 38
Ég hef reyndar alltaf
haft ríka tjáningarþörf,
alveg frá því að ég var lítill
drengur … 42
»
reykjavíkreykjavík
ÆTLI Skagafjörðurinn hefði þá ekki orðið
fyrir valinu en eiginmaður Makino og liðs-
maður Blonde Redhead, Amedeo Pace, er
forfallinn hestaáhugamaður. Tríóið er svo
fullskipað með tvíburabróður Amedeo, Sim-
one. Hross hafa reyndar spilað allmikla
rullu í sögu sveitarinnar en árið 2002 slas-
aðist Kazu alvarlega þegar hestur traðkaði
á andliti hennar. Fimmta hljóðversplata
sveitarinnar, meistarastykkið Misery is a
Butterfly (2004), var því undir allnokkrum
áhrifum frá þessu hörmungaratviki. Sú
plata styrkti sveitina í sessi sem eina at-
hyglisverðustu nýrokksveit samtímans og
beðið hefur verið eftir nýju plötunni með
eftirvæntingu. Á meðal samstarfsmanna þar
er Skúli okkar Sverrisson, náinn vinur
hljómsveitarinnar til margra ára.
Blonde Redhead spilar á Nasa fimmtu-
daginn 5. apríl næstkomandi. Einnig kemur
Kristin Hersh fram, en hún sló í gegn á
liðnum Innipúka ásamt sveit sinni Throwing
Muses. Hersh er nýbúin að gefa út sóló-
plötu, Learn to sing like a star, sem er al-
veg hreint stórgóð. Einnig leikur ísfirska
sveitin Reykjavík!. Þá mun Blonde Redhead
troða upp á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég
suður sem haldin verður á Ísafirði 7. apríl.
„Tónleikarnir á Íslandi verða fyrstu tón-
leikarnir okkar í nokkuð langan tíma,“ tjáir
Kazu blaðamanni. „Við þurfum að tilkeyra
okkur og vonandi verður þetta ekki algjört
stórslys. En íslenskir áheyrendur eru svo
villtir að ég held að þeir verði opnir fyrir
„hrárri“ Blonde Redhead (hlær).“
– Af hverju eruð þið alltaf að koma til Ís-
lands?
„Hvað… finnst þér við vera að koma of
oft? (hlær stuttlega).“
– Nei, nei, alls ekki… (blaðamaður sperr-
ist upp) við fáum aldrei nóg af ykkur. Þið
ættuð að koma tvisvar á ári finnst mér.
„Ja, ástæðan… ég veit það ekki. Við eig-
um fullt af vinum á Íslandi og staðurinn
veitir okkur innblástur. Það kom til greina á
tímabili að flytja hingað.“
– Segðu mér aðeins frá nýju plötunni, var
erfitt að vinna hana?
„(hlær stutt og vandræðalega) Það er allt-
af erfitt að gera plötur (löng þögn. Kasu
virðist vera smá fiðrildi). Jaa… þetta var í
fyrsta skipti sem við unnum ekki með Guy
(Picciotto úr Fugazi en hann hefur upptök-
ustýrt þremur síðustu plötum) þannig að
það var svolítið öðruvísi … (löng þögn).“
– (önnur tilraun) En hver er munurinn á
nýju plötunni og Misery is a Butterfly?
„(og nú fer Kazu í gang) Hmmm… með
Misery is a Butterfly þá vorum við að reyna
– hvort sem þú trúir því eða ekki – að gera
mjög grúví og skemmtilega plötu. Þetta átti
að hljóma eins og Barry White eða Marvin
Gaye. En allir sögðu við okkur: „Hvað eruð
þið að tala um? Öll platan er eins og ein
löng ballaða! Þetta er sorglegasta plata sem
ég hef heyrt! (hlær) En við föttuðum þetta
ekki, og svona kom platan bara út. Við erum
að gera aðra tilraun til að búa til grúví plötu
með 23 og ég held að okkur hafi tekist betur
upp með það í þetta skiptið. Ég held að út-
koman sé nær því sem við erum að heyra í
hausnum á okkur en síðast.“
– Þannig að ef þið mynduð mark-
miðsbundið vinna að sorglegri plötu þá yrði
það væntanlega sorglegasta plata allra
tíma?
„(hlær hátt og lengi) Já, þú myndir deyja,
það er kannski langbest að við höldum okk-
ur frá þannig plötugerð.“
Klassík
– Það er klassísk áferð á tónlistinni ykk-
ar. Barokk og kammertónlist flöktir þarna
um. Hvað segir þú?
„Amedeo hlustar talvert á klassíska tón-
list og ég ólst upp við slíka tónlist. Mér var
meira að segja bannað að hlusta á dæg-
urtónlist. Ætli þetta hafi ekki áhrif á okk-
ur.“
– Vann Skúli Sverrisson með ykkur að
þessari plötu?
„Já. Hann hefur unnið eitthvað með okk-
ur í öllum plötunum okkar. Hann er mjög
kær vinur okkar. Tvíburarnir hittu hann í
tónlistarskóla upprunalega, og ég held að
hann hafi verið nokkurs konar stjarna þar á
meðan þeir voru „droppát“ (hlær).“
- Af hverju er platan kölluð 23?
„Ég veit það ekki, þetta er númerið á
íbúðinni minni.“
BLONDE REDHEAD
NEW YORK-SVEITIN BLONDE REDHEAD HEIMSÆKIR LANDIÐ Í
FJÓRÐA SINN Í NÆSTU VIKU EN NÝ PLATA SVEITARINNAR, 23,
KEMUR ÚT 10. APRÍL. KAZU MAKINO, SÖNGKONA SVEIT-
ARINNAR, VONAST TIL AÐ GETA GRIPIÐ NOKKUR EINTÖK AF
HENNI MEÐ SÉR TIL LANDSINS OG SAGÐI HÚN JAFNFRAMT
ARNARI EGGERT THORODDSEN AÐ MEÐLIMIR HEFÐU ALVAR-
LEGA VELT ÞVÍ FYRIR SÉR Á TÍMABILI AÐ SETJAST HÉR AÐ TIL
FRAMBÚÐAR.
arnart@mbl.is