Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 43 Sími - 551 9000 School for Scoundrels kl. 5.45, 8 og 10:15 The Illusionist kl. 5.45, 8 og 10:15 The Hitcher kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Venus kl. 6 og 8 B.i. 12 ára Last King of Scotland kl. 10 B.i. 16 ára * Gildir á allar sýningarí Regnboganum merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ * - Verslaðu miða á netinu eeee „Frábær skemmtun!“ - S.V., Mbl „Óvænt kvikmyndaperla sem enginn má láta fram hjá sér fara.“ - Sigríður Pétursdóttir, Rás 1 eeee „Frábær leikur og eftirminnileg mynd!“ - B.S., Fréttablaðið Sýnd kl. 6 og 10:15 B.i. 7 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10:30 B.i. 16 ára MÖGNUÐ SPENNUMYND Þegar kerfið bregst... mun einhver deyja. MasterCard Forsýning kl. 8 B.i. 16 ára www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6, 8 og 10:15 -bara lúxus Sími 553 2075 MasterCard 2 fyrir 1 STÓRLÖGGUR. SMÁBÆR. MEÐAL OFBELDI. NÝ GRÍNMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU SHAUN OF THE DEAD „FYNDNASTA SPENNUMYND ÁRSINS“ - GQ JIM CARREY MasterCard 2 fyrir 1 STÓRLÖGGUR. SMÁBÆR. MEÐAL OFBELDI. Ósköp er notalegt þegar gaml-ir kunningjar ganga í end-urnýjun lífdaganna og blómstra á ný. Ekki sakar að Tjarn- arbíó er í gamla miðbænum og verð- ur átak Fjalakattarins, hins nýja rekstraraðila þess, örugglega til að hressa upp á hrakandi miðborg- arímyndina. Fyrst og fremst er ánægjulegt að fá líf í bíóið á nýjan leik, og það með sýningu fjöl- breyttra mynda frá öldinni sem leið og bæta þar með úr skorti á óhefð- bundnu kvikmyndahúsi.    Tjarnarbíó er merkileg stofnun,það er þriðja kvikmyndahús borgarbúa, á eftir frumkvöðlunum Gamla bíói og síðan Nýja bíói, sem bættist við 1912. Síðan líða þrír ára- tugir, eða allt til 8. ágúst 1942, að Tjarnarbíó er opnað eftir að tilhlýði- legar breytingar höfðu staðið yfir á húsnæðinu í tæpt ár. Það var fyrir atbeina Bjarna heitins Benedikts- sonar að viðbót var samþykkt við fá- tæklega kvikmyndahúsaflóruna, á borgarstjórnarfundi árið 1940. Hafði Háskólinn leitað hófanna í nokkur ár eftir slíku leyfi til að styrkja starfsemina. Bíóið bauð upp á þá nýjung að hefja svokallaðar „áframhaldssýningar“; á klukku- stundarfresti frá kl. 14–19. Fyr- irbrigðið, sem var ætlað að sýna 50 mínútna langar „frjetta- og fræðslu- myndasyrpur“, varð ekki langlíft.    Tjarnarbíó hóf starfsemina meðLady Hamilton eða The Hamil- ton Woman (’41) með hjónunum Vi- vien Leigh og Laurence Olivier. Byrjaði með pomp og prakt, en markmið þess í upphafi var að „sýna ekki ljelegar myndir“, hvernig sem það tókst. Margar góðar minningar tengjast þessum salarkynnum, einna notaleg- ust er Danny Kaye og hljómsveit eða The Five Pennies (’59), sem sagði reyndar sögu blásarans Reds Nic- hols. Fjölskylduvæn, fislétt af- þreying, var jólamynd við Tjörnina og hreif áhorfendur með fallegri tónlist þar sem Louis Armstrong kemur m.a. við sögu, auk grallarans Kayes.    Þessi upphafskafli bíósins varðekki langur, endaði 11. október 1961, þegar Háskólabíó var opnað vestur á melum. Síðan hefur gengið á ýmsu, húsnæðið oftast verið í notk- un, m.a. sem leikhús og sem aðsetur kvikmyndaklúbbs menntaskólanna. Nýju leigutakarnir bera einmitt nafnið hans, Fjalakötturinn, sem sýndi margar og eftirminnilegar myndir. Ein þeirra bestu var Kumo- nosu jô, Blóðkrúnan, e. meistara Kurosawa, þar sem hann staðfærði Macbeth upp á japönsku. Fjalakötturinn var einmitt að sýna nokkrar japanskar myndir núna um helgina, þ.á m. Veröld geisjunnar – Yojohan Fusuma nourabari (’73),. Þær „blikna“ að vísu í samanburði við meistaraverk Kurosawa, en búa yfir vissum sjarma. Veröld geisj- unnar og stöllur hennar tilheyra svo- kölluðu „bleiku“ eða „ljósbláu“ tíma- bili sem tröllreið bíóhúsum veraldar á árunum um og eftir 1970. Þá var bíóaðsókn í sögulegu lágmarki og sjónvarpið komið vel á veg með að murka lífið úr kvikmyndaiðnaðinum.    Japanir brugðust við með því aðauka framleiðslu á hálf- klámmyndum sem stóðust vökul augu kvikmyndaeftirlitsins og eftir sitja þessar undarlegu myndir sem þóttu „djarfar“ og einkar eftirsótt- arverðar á sínum tíma. Það sést ekki svo mikið sem skapahár í Veröld geisjunnar, það bregður fyrir einu og einu beru brjósti, stundum pari, en mikið um gervistunur og -skak. Hefðbundnum söguþræði er skipt út fyrir „bersöglina“, reyndar er vikið út fyrir vændishúsið í nokkur skipti til að lýsa gangi heimsmálanna á snaggaralegan hátt og myndin kem- ur á óvart með því að spottast að karlrembu, sem var fáheyrt á þess- um tímum. Sýning myndarinnar rifjaði upp afar skondið tímabil, eins og það blasti við reykvískum kvikmynda- húsgesti, sem fór ekki varhluta af þróuninni. Við fengum reyndar ekk- ert bleikt né ljósblátt austan frá Jap- an, en því meira af framleiðslu frænda vorra, Dana, og var hún gjarnan kennd við merkin í dýra- hringnum og rúmstokka. Í eitt bíóið, Hafnarbíó, hlupu slíkir vaxtarverkir af sýningu sænskra, þýskra og bandarískra gerviklámmynda að það ummyndaðist í fjölsalabíóið Regnbogann. Sem enn þrífst með ágætum þótt tími ljósblámans sé blessunarlega allur. Tvennir tímar í Tjarnarbíói Gamla bíó Þá var öldin önnur þegar miðasölubásar litu glæsilega út. AF LISTUM Sæbjörn Valdimarsson » Í eitt bíóið, Hafn-arbíó, hlupu slíkir vaxtarverkir af sýningu sænskra, þýskra og bandarískra gerviklám- mynda að það ummynd- aðist í fjölsalabíóið Regnbogann. saebjorn@heimsnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.