Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 13
ERLENT
fylgir hverri Oroblu vöru
Kaupauki
Stuttermabolur
á n‡ju sumarvörunum frá Oroblu
í Lyf og heilsu í dag og á morgun:
Föstudag, kl. 13-17 í Kringlunni
Fimmtudag, kl. 14-18 í Austurveri
Fimmtudag, kl. 14-18 í Mjódd
LACE sokkar
FRÉTTASKÝRING
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
ÖLDUNGADEILD Bandaríkja-
þings samþykkti í fyrradag, að
bandarískur her skyldi kallaður
heim frá Írak og á brottflutningnum
að vera lokið fyrir marslok á næsta
ári. Sams konar tillaga var samþykkt
í fulltrúadeildinni í síðustu viku og
því er ljóst, að bein átök á milli
George W. Bush forseta og þingsins
eru í uppsiglingu.
Tillagan um brottflutninginn var í
báðum deildum viðauki við tillögu
um 120 milljarða dollara fjárveitingu
til hersins í Írak og Afganistan. Í
öldungadeildinni var hann sam-
þykktur með 50 atkvæðum gegn 48
og lokadagur brottflutningsins
ákveðinn 31. mars 2008 en í fulltrúa-
deildinni var viðaukinn samþykktur
með 218 atkvæðum gegn 212. Þar
var hins vegar kveðið á um, að búið
yrði að flytja flesta bandarísku her-
mannanna heim í september nk.
Næsta skrefið verður því að sam-
ræma samþykktirnar.
Strax eftir samþykkt fulltrúa-
deildarinnar fyrir viku lýsti Bush því
yfir, að hann myndi beita neitunar-
valdi gegn gegn henni og talsmaður
hans ítrekaði það eftir samþykkt öld-
ungadeildarinnar á þriðjudag. Fátt
virðist því geta komið í veg fyrir átök
á milli hans og þingsins.
Hlaupist undan merkjum
Niðurstaðan í öldungadeildinni
kom raunar báðum flokkunum á
óvart. Kunna repúblikanar flokks-
bróður sínum, Chuck Hagel, öld-
ungadeildarþingmanni fyrir Nebr-
aska, litlar þakkir fyrir að hafa svikið
lit en þótt hann hafi verið harðasti
gagnrýnandi Íraksstríðsins meðal
repúblikana, þá hefur hann hingað
til ekki stutt hugmyndir um tíma-
settan brottflutning. Þá studdu til-
löguna Gordon H. Smith, repúblik-
ani frá Oregon, og demókratarnir
Ben Nelson frá Nebraska og Mark
Pryor frá Arkansas en þeir hafa til
þessa mælt gegn því að fastsetja
brottflutning. Joseph I. Lieberman,
nú óháður þingmaður fyrir Conn-
ecticut, studdi repúblikana.
Hagel sagði eftir atkvæðagreiðsl-
una, að ekki væri um að ræða neina
hernaðarlega lausn í Írak. „Írak til-
heyrir þeim 25 milljónum manna,
sem þar búa. Landið tilheyrir ekki
Bandaríkjunum. Það er enginn bik-
ar, sem um er keppt.“
Harry Reid, leiðtogi demókrata í
öldungadeildinni, sagði, að sam-
þykktin markaði tímamót í Íraks-
málunum og væri í raun tækifæri
fyrir Bush til að breyta um stefnu.
Alvarleg mistök
Repúblikanar eru á öðru máli.
John McCain, sem keppir eftir því að
verða forsetaefni repúblikana í kosn-
ingunum á næsta ári, sagði, að sam-
þykktin myndi verða vatn á myllu of-
beldisaflanna í Írak og öldunga-
deildarþingmaðurinn Lindsay Grah-
am sagði, að demókratar væru
komnir inn á mjög hættulega braut.
„Hvað sem líður þeim mistökum,
sem Bush og hans mönnum hafa orð-
ið á – og þau eru mörg – þá er þingið
að efna til alvarlegustu mistakanna.
Verið er að segja uppreisnarmönn-
um hvað þurfi til, að við förum þaðan
á þeirra forsendum, ekki okkar.“
Umræðurnar í öldungadeildinni á
þriðjudag voru mjög heitar og þóttu
sýna, að flokkarnir væru að herðast í
ólíkri afstöðu sinni. Fyrirfram var
talið allt eins líklegt, að atkvæði féllu
jöfn og því var Dick Cheney mættur
í þinghúsið en varaforsetinn er odda-
maður í öldungadeildinni og getur
ráðið úrslitum þegar svo ber undir.
Repúblikanar í öldungadeildinni
ákváðu að tefja ekki fyrir málinu
með málþófi og sögðu það betri kost
að Bush forseti beitti neitunarvaldi
sínu. Geri hann það er málið dautt, í
bili a.m.k., því að demókratar hafa
ekki þann aukna meirihluta á þingi,
sem þarf til að ógilda neitun forset-
ans.
Reuters
Eftirlit Íbúar í Bagdad virða fyrir sér bandaríska hermenn á götu í borginni. Ekki er víst, að farið sé að hilla undir
heimflutning hermannanna þrátt fyrir samþykktir þar um í báðum deildum Bandaríkjaþings.
Stefnir í hörð átök
milli Bush og þingsins
Í HNOTSKURN
» Bandaríkjamenn réðustinn í Írak fyrir fjórum ár-
um, í mars 2003. Gekk herför-
in vel en eftirleikurinn hefur
orðið þeim erfiðari.
» Tugir eða hundruð þús-unda Íraka hafa fallið og
Bandaríkjamenn misst á
fjórða þúsund manns.
» Kannanir sýna, að meiri-hluti Bandaríkjamanna er
nú hlynntur brottflutningi
hersins.
vegna lána þröngt og að í því sam-
hengi teldist félag aðeins hafa veitt
lán þegar það hefði látið verðmæti af
hendi með þeim eina áskilnaði að það
yrði endurgreitt. Ef samhengið væri
flóknara, s.s. ef verðmætin væru af-
hent vegna annarra viðskipta, félli
það ekki undir refsiheimildir í lög-
unum og þetta ætti einmitt við í
þessu máli. Samhengið og tilgang-
urinn með meintum lánveitingum
væru lykilatriði en hvorki Deloitte
né lögregla hefðu rannsakað málið
að nokkru leyti með tilliti til þess
hvort umræddar færslur hafi verið
vegna viðskipta. Raunar hefði Jón
H. Snorrason, yfirmaður efnahags-
brotadeildar, lýst því yfir fyrir dómi
að málið hefði ekki verið rannsakað
með tilliti til þess hvort grunur um
ólögmætar lánveitingar tengdust
nauðsynlegum viðskiptum eða ekki.
Þessi „rosalega yfirlýsing“ ætti í
raun að leiða til þess að málinu yrði
vísað frá, sagði Gestur, en bætti um
leið við að hann vildi enga frávísun
heldur sýknu.
Gestur fór því næst allítarlega yfir
ákæruliði 2–9 og tiltók alls sjö for-
sendur sem yrðu að vera fyrir hendi
til að hægt væri að sakfella, m.a. að
Jón Ásgeir yrði að hafa haft ásetning
til að fremja brotin en svo væri alls
ekki. Í stuttu máli sagt komst Gestur
að þeirri niðurstöðu að í engu tilviki
hefði verið um brot á lögum að ræða.
Tók hann m.a. dæmi af meintri ólög-
legri lánveitingu Baugs til Gaums
upp á 100 milljónir og sagði að fyrir
lægju gögn sem sýndu svart á hvítu
að sama dag og Baugur hefði veitt
lánið hefði Gaumur keypt hlutafé í
sænskri veitingahúsakeðju sem ætl-
unin var að Baugur myndi eignast.
Fjárfestingin hefði á hinn bóginn tal-
ist áhættusöm og því hefði Gaumur
farið á undan í fjárfestingunni, eins
og fjölmörg dæmi væru um. Í þessu
tilviki líkt og í öðrum væri ljóst að
fjármunirnir, þ.e. hið meinta ólög-
lega lán, hefðu verið afhentir í
tengslum við önnur viðskipti.
Um ákærulið 10, sem fjallar um
viðskipti með hluti í Baugi.net, sagði
Gestur að um væri að ræða „einstak-
lega öfugsnúinn“ ákærulið enda
hefði verið um venjuleg og eðlileg
viðskipti að ræða.
„Morfísbrögð“
Líkt og Gestur gagnrýndi Jakob
R. Möller, verjandi Tryggva Jóns-
sonar, rannsókn lögreglu og hann
beindi ekki síður hörðum skeytum að
Sigurði Tómasi Magnússyni. Jakob
sagði að sér hefði komið verulega á
óvart að ræða saksóknarans á
þriðjudag hefði verið full af „Morfís-
brögðum“ en Morfís er Mælsku- og
rökræðukeppni framhaldsskólanna.
Saksóknarinn hefði ítrekað talað nið-
ur til Tryggva og m.a. sagt að hann
hefði breytt framburði sínum 20
sinnum án þess að tiltaka í hverju
þær breytingar hefðu falist, hvort
þær hefðu e.t.v. aðeins tekið til þess
að Tryggvi hefði hnikað til dagsetn-
ingum og slíku. Með þessu hefði sak-
sóknarinn hins vegar náð sér í at-
hygli fjölmiðla. Það sem þó hefði
verið alvarlegast væri að saksóknar-
inn hefði reynt að villa um fyrir dóm-
urum með því að gefa í skyn að á
stjórnendum hvíldi hlutlæg refsi-
ábyrgð á bókhaldi. Ekki væri hægt
að dæma menn til slíkrar ábyrgðar
nema með skýrum lagareglum og
þær lægju alls ekki fyrir.
Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi eru í
liðum 11–14 ákærðir fyrir meirihátt-
ar bókhaldsbrot og rangar tilkynn-
ingar til Verðbréfaþings á árunum
2000 og 2001 með því að hafa búið til
rangar færslur í bókhaldi Baugs.
Jakob sagði þá Jón Ásgeir og
Tryggva saklausa af þessum áburði
og sagði að í öllum tilvikum hefðu
raunveruleg viðskipti og raunveru-
legar tekjur legið að baki færslun-
um. Einnig yrði að líta til þess að
engin heildstæð rannsókn hefði farið
fram á reikningsskilum Baugs á
þessum árum og hvort í þeim væri
eitthvað að finna sem vægi á móti
þeim færslum sem ákært er vegna.
Í málinu hefur töluvert verið rætt
um „köttinn“ sem Jón Ásgeir og
Tryggvi hafa sagt að væri krafa
Baugs á hendur Kaupþingi þar sem
Baugur hefði séð um að selja hluta-
bréf í Baugi í hlutabréfaútboði árið
1999. Jakob sýndi dómnum í gær út-
reikning á því að upphæð „kattar-
ins“, rúmlega 13 milljónir, samsvar-
aði hlutfallslega þeim afslætti sem
Baugur hefði fengið hjá Fjárfesting-
arbanka atvinnulífsins (FBA).
Í HNOTSKURN
Dagur 30
» Gestur Jónsson, verjandiJóns Ásgeirs Jóhann-
essonar, og Jakob R. Möller,
verjandi Tryggva Jónssonar,
hófu málflutningsræður sínar
í gær.
» Jakob R. Möller gagn-rýndi ræðu saksóknarans
og sagði hann hafa beitt
„Morfísbrögðum“.
» Jón Ásgeir er í ákærulið-um 2–9 ákærður fyrir brot
gegn 104. grein hluta-
félagalaga með því að hafa lát-
ið Baug veita ólögleg lán.
» Gestur sagði að refsiheim-ildin í 104. grein hluta-
félagalaga væri óskýr.
» Nánar tiltekið fjallaðihann um 1., 2. og 4. máls-
grein 104. greinar og teng-
ingu þeirra við 153. grein lag-
anna.
» Í 1. málsgrein segir:Hlutafélagi er hvorki
heimilt að veita hluthöfum,
stjórnarmönnum eða fram-
kvæmdastjórum félagsins eða
móðurfélags þess lán né setja
tryggingu fyrir þá. Félagi er
einnig óheimilt að veita þeim
lán eða setja fyrir þann trygg-
ingu sem giftur er eða í
óvígðri sambúð með aðila skv.
1. málsl. eða er skyldur honum
að feðgatali eða niðja ellegar
stendur hlutaðeigandi að öðru
leyti sérstaklega nærri.
Ákvæði þessarar málsgreinar
taka þó ekki til venjulegra við-
skiptalána.“
» 2. málsgrein hljóðar svo:„Hlutafélag má ekki veita
lán til að fjármagna kaup á
hlutum í félaginu eða móð-
urfélagi þess hvort heldur
móðurfélagið er hlutafélag
eða einkahlutafélag. …
[Ákvæði 1.–2. málsl. eiga þó
ekki við um kaup starfsmanna
félagsins eða tengds félags á
hlutum eða kaup á hlutum fyr-
ir þá.] …“
» 4. málsgrein hljóðar svo:„Ef félagið hefur innt af
hendi greiðslur í tengslum við
ráðstafanir sem eru and-
stæðar 1. og 2. mgr. skal end-
urgreiða þær með drátt-
arvöxtum.“
» Í 153. grein segir að þaðvarði sektum eða allt að
tveggja ára fangelsi að brjóta
vísvitandi gegn tilteknum
ákvæðum, þ. á m. 104. grein.