Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 17 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Sandgerði | „Það er ákveðin áhætta í þessu en aðalatriðið er að þetta sé reynt. Við fögnum ekki fyrr en skip- ið verður farið,“ segir Sigurður Val- ur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, þegar leitað var við- bragða hans um samkomulag ís- lenska ríkisins og eigenda Wilson Muuga um að reyna að koma flaki skipsins af strandstað við Hvalsnes. Reynt verður að draga skipið út á stórstraumsflóði um miðjan maí- mánuð. Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra og Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nesskipa hf. sem eiga Wilson Muuga, kynntu í gær á Hvalsnesi samkomulag um aðgerðir til að ná skipinu af strandstað. Kostar 40 milljónir kr. Nesskip hafa gert aðgerðar- og kostnaðaráætlun um að fjarlægja skipsflakið og hefur Umhverfis- stofnun fallist á þá áætlun fyrir sitt leyti. Fram kom í gær að stofnunin og eigendur skipsins telja verulegar líkur á því að hægt sé að draga skip- ið af strandstað, eftir nauðsynlegan undirbúning. Áætlað er að kostnað- ur við þessa aðgerð nemi um 40 miljónum kr. og mun ríkið leggja fram 15 milljónir kr. en eigandinn greiða 25 milljónir kr. Umhverfis- stofnun hefur áður lagt í kostnað við hreinsun olíu úr skipinu til að koma í veg fyrir mengun og nemur kostn- aður við það um 69 milljónum kr. Tryggingafélag skipsins mun greiða þann kostnað, samkvæmt upplýs- ingum Guðmundar Ásgeirssonar. Fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar fyrir bæjarráði Sandgerðis og fulltrúum landeiganda í gær- morgun. Sigurður Valur Ásbjarnar- son bæjarstjóri segir að þeim hafi verið vel tekið, menn séu ánægðir með að reynt verður að ná skipinu út. Hann leggur jafnframt áherslu á að stjórnvöld þurfi að læra af þessu slysi með því að færa siglingarleið- ina utar til þess að betra svigrúm gefist til að bregðast við ef eitthvað komi upp á hjá skipum sem þarna sigli. Stefnt er að því að skipið verði dregið út á stórstraumsflóði sem verður 16. til 18. mars. Guðmundur segir að botn skipsins sé allur lekur og nú verði gengið í að þétta fimm tanka og dæla úr öðrum til að létta á skipinu. Útreikningar bendi til þess að við þetta muni vatna undir skipið og ef veður leyfi og hægt verði að tengja skipið við dráttarbát verði það dregið út í maí. Ef það takist ekki verði aftur reynt við fyrsta tækifæri. Wilson Muuga er nú 2.700 tonn að þyngd. Ráðgert er að fá hafn- sögubátinn Magna og fleiri innlenda dráttarbáta til að draga skipið af strandstað og til hafnar. Samkomulag um að reynt verði að draga Wilson Muuga af strandstað í maí Fögnum þegar skipið fer Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Strandstaður Samkomulag um Wilson Muuga var kynnt nálægt strandstað á Hvalsnesi af Guðmundi Ásgeirssyni og Jónínu Bjartmarz. Í HNOTSKURN »Flutningaskipið WilsonMuuga strandaði við Hvalsnes 19. desember sl. Sjálfstýring skipsins bilaði. »Tólf manna áhöfn skipsinsvar bjargað og einnig sjö skipverjum af dönsku varð- skipi sem fóru til aðstoðar á gúmbát. Áttundi sjóliðinn fórst. »Um 140 tonn af svart- ogdísilolíu voru í tönkum skipsins. Olíu var dælt í land til að draga úr hættu á meng- un. »Töluvert af olíu slapp þóút við strandið og síðar og barst eitthvað af henni á fjörur. Reykjanesbær | Ný sýning á vegum Poppminjasafns Ís- lands verður opnuð í Duushúsum í Reykjanesbæ næst- komandi laugardag, klukkan 16. Nú eru það rokkárin sem verða skoðuð. Sýningin heitir „Vagg og velta, rokkárin á Íslandi“. Titillinn vísar í frægt rokklag sem Erla Þorsteinsdóttir söng inn á plötu fyrir réttum fimmtíu árum. Lagið þótti óhæft í Ríkisútvarpinu og var því bannað. Rokkárin einkenndust af andúð margra hinna eldri á hömluleysi æskunnar sem var að brjótast til frelsis og eigin sköpunar, seg- ir í fréttatilkynningu frá Byggðasafni Reykjanesbæjar sem rekur Popp- minjasafnið. Nýir kraftmiklir tímar voru að hefjast þar sem táningurinn stökk fram al- skapaður með nýrri tísku, nýjum tækjum og flottum bílum. Ólafur Engilbertsson hannar sýninguna. Við opnun sýningarinnar munu þau Skapti Ólafsson og Helena Eyjólfsdóttir rifja upp gamla rokktakta með aðstoð rokk- sveitar Rúnars Júlíussonar. Skapti gerði einmitt fyrstu rokkupptökuna hér á landi, Allt á floti, en sú plata var einnig bönnuð á Ríkisútvarpinu og Helena kom fyrst fram á fyrstu erlendu rokktónleikunum, Tón- aregni með Tony Crombie vorið 1957. Gest- um sýningarinnar mun einnig gefast færi á að sjá rokkkvikmyndirnar Rock Around the Clock og Rock, Rock, Rock, sem gerðu allt vitlaust árið 1957. Sýningin verður opin daglega frá kl. 13 til 17.30. Sýning um rokkárin á Íslandi Egilsstaðir | Verið er að opna nýjan sýningarsal fyrir myndlist á Tjarn- arbraut á Egilsstöðum. Nefnist hann Gallerí Bláskjár og munu listamenn af Austurlandi sýna og selja þar verk sín að staðaldri. For- svarsmenn Bláskjás segja nýja sýn- ingu verða setta upp fyrsta laug- ardag í hverjum mánuði. Ríkey Kristjánsdóttir ríður á vað- ið með sýningu á hönnun sinni, und- ir nafninu Á bláþræði, en einnig sýna 11 listamenn verk sín sam- hliða. Opna á salinn og sýningarnar nk. laugardag kl. 14 og leika þá Charles Ross og Suncana Slamning tónlist fyrir gesti og lokauppgjör kvikmynda- og myndbandahátíð- arinnar 700IS Hreindýraland fer fram. Í Bláskjá verður jafnan opin vinnustofa listamanna og til sölu verður úrval af myndlistarvörum og bókum. Galleríið verður opið þriðjudaga til föstudaga kl. 13–18 og laugardaga kl. 10–14. Gallerí Bláskjár með veglega opnunarsýningu AUSTURLAND Álftafjörður | Ferðamenn óku fram á tundurdufl á Starmýrarrifi við Álftafjörð sl. sunnudag. Fundurinn var tilkynntur Landhelgisgæslunni, sem staðfesti að þetta væri breskt tundurdufl úr seinni heimsstyrjöld- inni og gerði það óvirkt. Dufl hafa oft áður fundist á Starmýrarrifi. Enn finnst tundur- dufl á Starmýr- arrifi í Álftafirði Egilsstaðir | Aðalverkefni karla- kórsins Drífanda í vetur hefur verið undirbúningur fyrir tón- leika undir yfirskriftinni „Á heimaslóðum“. Þar er um að ræða tónleikaröð, þar sem lögð er áhersla á flutning á verkum eftir heimamenn á Austurlandi. Þar er ýmist um að ræða lög við ljóð heimamanna eða lög sem heima- menn hafa gert við ljóð annarra. Ýmist eru þetta verk sem flutt hafa verið árum saman og eru löngu þekkt eða verk sem sjaldan eða aldrei hafa verið flutt áður. Nokkur laganna á verkefna- skránni voru sérstaklega útsett eða samin til flutnings á þessum tónleikum. Þá voru fengin til sam- starfs við kórinn austfirsk ljóð- skáld sem lesa úr verkum sínum. Við þetta verkefni nýtur karla- kórinn Drífandi því krafta lista- manna á Austurlandi, en leitað hefur verið eftir samstarfi við heimamenn sem starfa við eða á einhvern hátt tengjast tónlist eða ljóðlist. Undirbúningur verkefnisins „Á heimaslóðum“ hófst haustið 2006 og á næstunni verða haldnir þrennir tónleikar. Þeir fyrstu verða í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði föstudagskvöldið 30. mars klukkan 20:30. Þá syng- ur kórinn í Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 31. mars klukkan 16 og síðustu tónleikarnir að þessu sinni verða í Egilsstaðakirkju þá um kvöldið klukkan 20:30. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Innlifun Karlakórinn Drífandi á Fljótsdalshéraði syngur efni úr heima- högum í tónleikaröðinni „Á heimaslóðum“ sem hefst á föstudagskvöld. Drífandi syngur á heimaslóðum Djúpivogur | Skógræktar- félag Djúpavogs var stofnað árið 1952 og hefur verið starfrækt síðan. Félagið hef- ur í gegnum tíðina verið ötult í gróðursetningu og á nú skóg sem orðinn er sannkall- aður sælureitur. Hann stend- ur við þjóðveginn um 2 km innan við bæinn á Djúpavogi, nánar tiltekið við bæinn Ask, en þar búa þau hjón Sigurður Guðjónsson og Ragnhildur Garðarsdóttir, formaður skógræktarfélagsins. Þau hjón hafa unnið mikið og gott verk í gegnum árin og hlynnt vel að skóginum. Á síðustu árum hefur skógarreit- urinn m.a. verið stækkaður umtals- vert og þá er einnig búið að leggja með mjög snyrtilegum hætti göngu- stíga um skóginn með trjákurli. Þá hafa verið gerðir sérstakir skógarreitir með bekkjum og borð- um. Sífellt fleiri íbúar og gestir nýta orðið skóginn til útivistar enda er mjög veðursælt á því svæði sem skógurinn er staðsettur og er ekki síður hægt að njóta hans að vetrin- um. Sælureitur í ná- grenni Djúpavogs Morgunblaðið/Andrés Skúlason Gróska Eftir hálfrar aldar skógrækt er vaxinn upp sannkallaður unaðsreitur. Fljótsdalur | Svissneska tónskáldið Willy Merz ætlar nk. sunnudag á Skriðuklaustri að velta upp spurn- ingunni hvað sé nútímatónlist og hvort tónlist sem samin er í dag sé öðruvísi en tónlist frá 18. og 19. öld. Hann flytur brot úr tónverkum eftir Haydn, Satie og sig sjálfan, m.a. úr verkinu Harmoniques d’eau sem hann hefur nýlokið við að semja á Skriðuklaustri. Willy Merz býr og starfar á Ítalíu og verk hans eru leikin reglulega á evrópskum tónlistarhátíðum. Dregur samtímatónlist dám af tónlist fyrri alda? straumsvik.is Kynntu þér röksemdir fyrir stærra og betra álveri og sjáðu myndband um stækkun álversins í Straumsvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.