Morgunblaðið - 29.03.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 29.03.2007, Síða 20
neytendur 20 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Páskaservíettur Bergðið böndum utan um páskagræn- ar servíettur og skreytið með fallegu páskaeggi. Serví- ettur, 129 kr. borðar, 129 kr. Sostrene Grone. Páska- egg, 430 kr. Garðheimar. Morgunblaðið/Ásdís Páskakerti Ekkert er páskalegra en gul kerti. Þau eru falleg í glærum kertastjökum og það þarf ekki nema að hengja örlítið páskaskraut á þá til þess að skapa hina einu sönnu stemmingu. Kertastjakar, frá 1890 kr. Líf og list, Kerti, 29 kr. stk. Debenhams, páska- egg, 430 kr. stk. Garðheimar. Páskaborð Kanínur vekja jafnan kátínu enda krúttlegar svo þær eiga að hafa heiðursæti á páskaborðinu. Fimmmínútna fólkið hefur vitaskuld fæst lært sér- stök servíettubrot en það er vitaskuld ekki nokkur ástæða til þess að sleppa því að gera einhvern glæsilegan servíettuskúlptúr við páskakaffiborðið. Það er um að gera að nota bara hina frjálsu aðferð, hún kemur oft skemmtilega á óvart og vel út. Brúnn diskur, 1690 kr., gulur diskur, 1490 kr. gulur bolli 1490 kr. kanína, 690 kr. Duka. uhj@mbl.is Það munaði allt að 46,9% á verði svo-kallaðra Nóa-púkaeggja þegar gerðvar í gær verðkönnun á páskaeggj-um í sex matvöruverslunum á höf- uðborgarsvæðinu. Eggin kostuðu 789 krónur þar sem þau voru ódýrust, í Bónus, en 1.159 krónur þar            !""#$!%##                   " #  $ %"  & ' ( "  &  " ")   *   !   ) +  ,'  ) - ( $ '   ) -  & $  ) . +// 01/ 021 -31  !" #$" #$" %"$ &#! !" $"" &"!  $% #"" &"" %"" &' %'% #""    &#! !! $"! &"$ # # %$( $"!    # # !" $"" &"$  !" #$" &"" %"$ '#) * (&)"* $)&* Mikill verðmunur á páskaeggjum Verðkönnun | Morgunblaðið kannar verð á páskaeggjum Morgunblaðið/Ásdís sem þau voru dýrust, í Hagkaupum. Erfitt er að bera saman verð á eggjum nú og í fyrra því magn í eggjum hefur breyst og jafnvel innihald. Til dæmis vógu egg frá Nóa- Síríusi númer fjögur 300 grömm í fyrra en vega 350 grömm nú. Svipaða sögu er að segja um ýmis önnur egg. Hinn 10. apríl í fyrra gerði verðlagseftirlit ASÍ verðkönnun á páskaeggjum. Þá fram- leiddi Góa svokölluð marsbúaegg en sambæri- leg egg frá Góu heita nú fígúruegg. Eggin eru jafnþung nú og í fyrra. Í fyrra kostaði mars- búaegg 598 krónur þar sem það var ódýrast en 1.049 krónur þar sem það var dýrast. Í dag kostar það 699 krónur þar sem það er ódýrast en 899 krónur þar sem það er dýrast. Farið var í gær á sama tíma í allar verslanir og á kassa til að borga, klukkan 14. Eggin voru borguð og komið með þau í hús til að bera saman. Þau verða síðan gefin í Kvenna- athvarfið. Páskaegg Munið eftir gömlu góðu dögunum, þegar eggin voru listilega skreytt eftir að innihaldið hafði verið sogið úr þeim? Jæja, svoleiðis er það því miður ekki lengur. Fimmmínútna fólkið sýður bara eggin, krot- ar eitthvað skemmtilegt á þau með tússpenna og skellir svo öllu í ásjálegan pott. Pottur úr filti, 690 kr. filthænur í kassa, 430 kr. Föndrað á 5 mín- útum fyrir páskana Það er eitt sem nútímafólki finnst það aldrei eiga nóg af ogþað er tími. Páskarnir eru því tilhlökkunarefni í hugamargra, ekki aðeins vegna hinnar kristnu hátíðar sem slíkrar, heldur líka vegna frítímans sem er framundan og hinnar hátíðlegu kyrrðar sem þá einkennir oft og hjálpar fólki að end- urnýja lífsorkuna. Páskahefðirnar taka breytingum eins og allt annað. Það sem var í gær er ekki í dag. Unga kynslóð í dag vill skreyta heimili sín, minna á komu páskana, en bæði efni og að- stæður hafa breyst frá því að foreldrar þeirra voru unga kynslóðin. Í nútímanum er ofgnótt af öllu, ekkert er sérstakt, allt er til og mikið af því. Það er skemmtilegt en líka leið- inlegt. Það er oft erfiðara að vera skapandi þegar allt er til alls. En það getur líka verið áskorun. Sér- staklega þegar verkið má ekki taka lengri tíma í framkvæmd en fimm mínútur. En það er veruleikinn hjá svo mörgum Íslendingum í dag. Og svo að allir geti nú gert gert heimilið svolítið páskalegt er hér föndrað á fimm mínútum! Páska- skreytingum er því reddað og þær tilbúnar. Páskakrans Er þessi nú ekki að villast á milli há- tíða? Jú, kannski en þessi fallegi að- ventustjaki frá Georg Jensen er bara allt of fallegur til þess að vera inn í skáp 11 mánuði á ári. Svo eru reglur til að brjóta þær. Kerti, 349 kr. stk, grænt egg, 69 kr. 12 gul egg í knippi, 174 kr. Blómaval. Páskakaffi Gulur espressóbolli breytir morgun- kaffinu í páskakaffi og lítilir hænuungar úr filti eru skemmtileg borðskreyting. Bolli m/undirskál, 1460 kr. Te og kaffi, filthænur í kassa, 430 kr. Garðheimar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.