Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÝLEGA voru birtar niðurstöður
úr könnun Lýðheilsustöðvar, Land-
læknisembættisins og Háskóla Ís-
lands um viðhorf landsmanna til
veitingar heilbrigðisþjónustu. Heil-
brigðisráðherrann og
sumir aðrir, sem að
könnunni stóðu, túlk-
uðu niðurstöðuna þeg-
ar í stað sér í vil, með
því að fullyrða að hún
sýndi andstöðu þjóð-
arinnar við einkarekn-
ar lausnir í heilbrigð-
isþjónustunni. Þessi
niðurstaða ráðherrans
og félaga er í meg-
inatriðum röng þó að
hún hafi verið fyr-
irsjáanleg. Könnunin
sýnir fyrst og fremst
að landsmenn vilja í megindráttum
óbreytt fyrirkomulag við veitingu
heilbrigðisþjónustu þar sem sjúkra-
hús og heilsugæslustöðvar eru í op-
inberum rekstri og önnur lækn-
isþjónusta við utanspítalasjúklinga
og hjúkrunarheimili eru í einka-
rekstri. Andstaðan við einkavæð-
ingu heilbrigðisþjónustunnar er al-
menn en almenningur vill verja
meira fé til hennar. Þetta eru engin
ný sannindi og þessi sjónarmið eiga
útbreiddan stuðning í öllum stjórn-
málaflokkum. Vísað er m.a. til leið-
ara Morgunblaðsins 24. mars sl.
Nefnd Læknafélags Íslands, sem
veitti nefnd Jónínu Bjartmarz ráð-
gjöf um heilbrigðismál vorið 2004
komst að sömu niðurstöðu. Þar segir
m.a.: „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi
stendur framarlega að gæðum og
fjölbreytni miðað við önnur OECD-
lönd. Gæði standast vel samanburð á
mælikvarða yfir heilsu og heilbrigði,
og landsmenn geta leitað sér grein-
ingar og meðferðar flestra meina
sinna innanlands. Þau nýmæli sem
þekkt eru og ekki hafa verið tekin
upp hér eru annaðhvort of fátíð til að
við þau sé fengist á faglegum for-
sendum eða talin efnahag sam-
félagsins um megn.
Þjóðin hefur lagt um-
talsverða fjármuni til
heilbrigðisþjónustu
undanfarin ár og er þar
í flokki ríkustu þjóða
heims. Ekki liggja fyrir
rannsóknarnið-
urstöður, sem greina
hvort veiting heilbrigð-
isþjónustu sé hagkvæm
hér á landi miðað við
önnur OECD-lönd.
Sennilega má þó telja
að hagkvæmni stærð-
arinnar sé víkjandi á
Íslandi þegar borinn er saman
rekstur sjúkrastofnana hér og er-
lendis. Nefndin leggur til grundvall-
ar niðurstöðum sínum að meirihluti
almennings vilji að heilbrigðisþjón-
usta sé áfram veitt á svipaðan hátt
og verið hefur, þ.e. að veitt sé fjöl-
breytt og aðgengileg þjónusta sem
er faglega samanburðarhæf við það
besta sem finnst á Vesturlöndum og
mætir um leið fjárhagslegu kröfum,
sem við eiga hér á landi. … Nefndin
gerir jafnframt ráð fyrir að ábyrgð á
veitingu heilbrigðisþjónustu verði
ekki einkavædd og að trygging al-
mennings fyrir því að þjónustan sé
veitt verði áfram í höndum almanna-
valdsins. Til að ná þessum mark-
miðum mun ríkissjóður eða heil-
brigðis- og tryggingaráðherrann
fyrir hans hönd þurfa að reka eigin
fyrirtæki og hafa heilbrigðisstéttir í
þjónustu sinni en jafnframt semja
við aðra um tiltekin verkefni sem
henta þykir að einkaaðilar fáist við.“
Ofangreind könnun gerir ekki
annað en að staðfesta þetta álit
nefndar Læknafélags Íslands frá
2004. Reyndar liggur ekki fyrir
hvaða gögn þátttakendur könnunar-
innar fengu í hendur og að hve miklu
leyti þeim var gert kleift að átta sig
á því um hvað var nákvæmlega verið
að spyrja. Mikilvægt er að allir, jafnt
stjórnmálamenn sem aðrir, leggi sitt
af mörkum til að flestir eigi við það
sama, þegar hugtök eru notuð í um-
ræðunni eins og til að mynda einka-
rekstur og einkavæðing. Að rugla al-
menning í ríminu getur gefist vel til
skemmri tíma en þjónar aldrei lang-
tímahagsmunum stjórnmálanna.
Nauðsynlegt er að ræða frekar
þætti er lúta að fjármögnun heil-
brigðisþjónustu og tel ég að ofan-
greind skýrsla nefndar Jónínu
Bjartmarz, sem gerð var vorið 2006
fyrir Jón Kristjánsson, fyrrv. heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra,
sé góður grundvöllur þeirrar um-
ræðu. Skýrslu þessari var mætt með
grjótkasti innan Framsóknarflokks-
ins og var það mikill skaði.
Fyrirkomulag og fjármögnun
heilbrigðisþjónustu
Sigurbjörn Sveinsson skrifar
um heilbrigðisþjónustu »… ég að ofangreindskýrsla nefndar Jón-
ínu Bjartmarz, sem gerð
var vorið 2006 fyrir Jón
Kristjánsson, fyrrv.
heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, sé
góður grundvöllur
þeirrar umræðu.
Sigurbjörn Sveinsson
Höfundur er formaður
Læknafélags Íslands.
JÓNAS Bjarnason efnaverkfræð-
ingur skrifaði grein í Morgunblaðið
hinn 24. mars sl. og fjallaði um pistil
sem ég flutti á Útvarpi Sögu nokkr-
um dögum fyrr þar sem ég sagði
hlustendum m.a. frá því að frétta-
stjóri „útvarps allra landsmanna“
hefði sakað mig um skæting og eitt-
hvað enn verra í athugasemd á
heimasíðunni minni, www.sig-
urjon.is.
Ástæðan fyrir þessum ofsafengnu
og ýktu viðbrögðum fréttastjóra
RÚV var að ég gerði alvarlegar at-
hugasemdir við það að
fréttastofa Rík-
isútvarpsins hirti ekki
um að leiðrétta aug-
ljósar rangfærslur í
fréttum sem vörðuðu
áhrif umhverfisþátta á
þorskþurrð við strend-
ur Kanada. Upphafleg
frétt RÚV sagði frá
grein bandarískra vís-
indamanna um að
mögulega væri lofts-
lagsbreytingum um að
kenna að þorskstofn-
inn þar næði sér ekki á
strik þrátt fyrir áralanga friðun.
Það er skemmst frá því að segja að í
þessari frétt var flestu snúið á hvolf,
s.s. var sjór sagður hafa hlýnað þeg-
ar hann hafði í raun kólnað.
Ég hef síðan reynt að fá afstöðu
sjálfs útvarpsstjóra til þessa frétta-
flutnings en ekki fengið nein við-
brögð frá Páli Magnússyni þrátt
fyrir að hafa ítrekað gengið eftir
þeim. Svo virðist sem hann telji sig
eingöngu vera útvarpsstjóra Sjálf-
stæðisflokksins og umkvartanir
þingmanna annarra flokka skipta
hann engu máli. Alvarlegast er þó
að almenningur getur ekki treyst
því að fréttir í Ríkisútvarpinu séu
leiðréttar strax og vitað er að þar er
farið með rangfærslur nema þá með
hangandi hendi og til hálfs.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég
hef reynt að koma að athugasemd-
um um vafasaman fréttaflutning
Ríkisútvarpsins um sjávarútvegs-
mál. Ríkisútvarpið fór t.d. mikinn í
fréttaflutningi af falsspánni sem
sagði til um hrun allra fiskistofna
heimsins árið 2048. Upp komst að
spáin um fyrirsjáanleg endalok fisk-
veiða árið 2048 þjónaði þeim eina til-
gangi að vera beita til
að fanga athygli fjöl-
miðla á annars inni-
haldsrýrri skýrslu.
Ríkisútvarpið kok-
gleypti þessa beitu eins
og svo margir fjöl-
miðlar um víða veröld
en það sem verra var,
útvarp allra lands-
manna sá eftir á enga
ástæðu til að geta þess
að um falsspá hefði
verið að ræða þrátt
fyrir að hafa óræk
gögn þess efnis. Ekki
veit ég hvers vegna fréttastofa Rík-
isútvarpsins hefur ekki séð ástæðu
til að greina frá því sanna í málinu.
Í áðurnefndri grein Jónasar
Bjarnasonar kemur fram að okkur
greinir ekki á um að þorskurinn við
Kanada hafi vaxið hægt og verið
lifrarrýr um það leyti sem þorsk-
gengd minnkaði snarlega við Kan-
ada.
Ég lærði það fyrir allmörgum ár-
um í Háskóla Íslands að ef fiskur
fær ekki að éta hægist á vexti og
hann verður lifrarrýr. Jónas
Bjarnason vill meina að þessar
skyndilegu breytingar sem urðu á
vexti þorsksins við Kanada megi
rekja til vals veiðarfæra sem veiða
stærsta fiskinn og skilja eftir minni
fisk sem á að fjölga sér á leiðinni til
erfðabreytinga.
Ég get ekki skrifað undir þessar
kenningar af margvíslegum ástæð-
um, s.s. að slíkar breytingar ættu að
koma fram smám saman en ekki að
gerast í einhverjum stökkum og
sömuleiðis ættu þær að ganga til
baka um leið og öllum veiðum væri
hætt.
Helstu rök sem Jónas Bjarnason
nefnir þessari erfðafræði sinni til
stuðnings er málflutningur nokk-
urra fræðimanna fyrir kanadískri
þingnefnd í september 2005 þar sem
farið var út um víðan völl.
Það er varasamt að gleypa allar
fullyrðingar hráar sem koma frá
sumum þessara manna, s.s. Ransom
Myers en hann kom einmitt að gerð
áðurnefndrar falsspár sem RÚV
gerði góð skil. Að lokum er við hæfi
að geta þess að umræddur fræði-
maður var sérstakur hátíðargestur
á 40 ára afmæli Hafró þar sem hann
fór mikinn í vafasömum fullyrð-
ingum um fiskistofna vítt og breitt
um heiminn
Pistill á Útvarpi Sögu
veldur ólgu
Sigurjón Þórðarson svarar
grein Jónasar Bjarnasonar » Svo virðist sem Páll Magnússon
telji sig eingöngu
vera útvarpsstjóra
Sjálfstæðisflokksins.
Sigurjón Þórðarson
Höfundur er alþingismaður.
Í NEYSLU- og umbúðaþjóð-
félagi nútímans verður æ mikilvæg-
ara að vernda umhverfið fyrir
hættulegum úrgangi, spilliefnum,
og endurvinna úrgang
þannig að hægar
gangi á auðlindir jarð-
ar og orka sparist. Nú
hefur Úrvinnslu-
sjóður hafið átak í
samvinnu við nokkra
aðila til þess að auka
flokkun og skil á raf-
hlöðum, en þær eru
mjög óæskilegar á
urðunarstöðum, og
stefnt er að endur-
vinnslu þeirra málma
sem í þeim eru.
Með setningu laga
um úrvinnslugjald nr.
162 frá 2002 var Úr-
vinnslusjóði falið að
hafa umsjón með
álögðu úrvinnslu-
gjaldi á tilgreinda
vöruflokka og ráð-
stafa því. Úrvinnslu-
gjaldinu er ætlað að
standa undir söfnun,
flutningi, meðhöndl-
un, endurnýtingu og
endurvinnslu úrgangs
eða viðeigandi förgun
hans til að draga úr
því magni sem fer til
endanlegrar förgunar og semur
Úrvinnslusjóður við verktaka um
framkvæmdina. Úrvinnslugjald er
hagrænn hvati til að auka verðgildi
flokkaðs úrgangs þannig að eft-
irsótt verði að endurnýta og end-
urvinna hann.
Nú þegar er þetta gjald lagt á
spilliefni, bíla, hjólbarða, umbúðir
úr pappa, pappír og plasti, hey-
rúlluplast og rafhlöður. Úrvinnslu-
gjaldinu skal verja til þess að auka
endurnýtingu og minnka magn úr-
gangs. Það er liður í aukinni
áherslu ríkisstjórnarinnar á þessu
sviði sem og að uppfylla skyldur
sem Íslendingar hafa gengist undir
með þátttöku í Evrópska efnahags-
svæðinu og felast í að ná ákveðnum
árangri í endurvinnslu.
75% landsmanna telja
úrvinnslu mjög mikilvæga
Á síðasta ári lét Úrvinnslusjóður
gera skoðanakönnun um viðhorf al-
mennings til endurnýtingar og end-
urvinnslu úrgangs. Verkefnin sem
Úrvinnslusjóður vinnur að hafa
greinilegan meðbyr því samkvæmt
könnuninni telja 75% landsmanna
að endurnýting og endurvinnsla úr-
gangs sé mjög mikilvæg fyrir sam-
félagið og 20% að auki að hún sé
frekar mikilvæg. Óhætt er að segja
að lykill að þessum árangri sé gott
samstarf við atvinnulífið og stjórn-
völd, þar með talin sveitarfélögin.
Í könnuninni kemur einnig í ljós
að aðeins tæpur fimmtungur lands-
manna flokkar sorp alltaf og um
fjórðungur oft. Einn af hverjum
þremur flokkar sorpið sjaldan eða
aldrei. Hér er augljóslega mikið
verk að vinna, að fá landsmenn til
þess að flokka sorp til hagsbóta
fyrir okkur öll og umhverfið.
Alls bera sextán
mismunandi vöruflokk-
ar úrvinnslugjald. Þar
má nefna marga flokka
spilliefna, bifreiðir,
hjólbarða, heyrúllu-
plast og umbúðir úr
pappa og plasti. Í upp-
hafi árs 2006 var úr-
vinnslugjald lagt á
pappa, pappír og plast.
Reynslan hefur sýnt að
það tekur tvö til þrjú
ár frá því að álagning
úrvinnslugjalds hefst á
nýjum vöruflokki þar
til viðunandi árangur
næst. Góður árangur
hefur þegar náðst við
innsöfnun á öðrum
flokkum, svo sem bif-
reiðum, hjólbörðum og
heyrúlluplasti.
Raffa og Batti
Í febrúar sl. ýtti Úr-
vinnslusjóður úr vör
fræðsluátaki til þess að
auka skil á ónýtum raf-
hlöðum til endurnýt-
ingar eða endur-
vinnslu.
Tákngervingar átaksins eru teikni-
myndafígúrurnar Raffa og Batti
sem prýða allt kynningarefni þess.
Samkvæmt fyrrnefndri skoð-
anakönnun, sem framkvæmd var af
Capacent, skila aðeins 22% lands-
manna rafhlöðum til endurnýtingar
og er það sannast sagna allsendis
óviðunandi.
Sem dæmi um slæleg skil á raf-
hlöðum má nefna að árið 2005 voru
flutt inn tæp 162 tonn af rafhlöðum.
Sláandi er að einungis 37 tonnum
var skilað til úrvinnslu eða 21% af
öllum seldum rafhlöðum á landinu.
Þannig fóru hvorki meira né minna
en rúm 124 tonn af rafhlöðum beint
í ruslið og því til urðunar. Í nýlegri
tilskipun Evrópubandalagsins eru
sett markmið og kröfur um söfnun
rafhlaðna og hafa Íslendingar
gengist undir það. Hér er því mikið
verk að vinna og ástæða til að
hvetja alla viðkomandi til dáða.
Til þess að átakið nái vel til al-
mennings óskaði Úrvinnslusjóður
eftir samstarfi við sveitarfélög og
söfnunarstöðvar þeirra, bens-
ínstöðvar og fleiri sem málið varð-
ar. Þátttakendur í kynningar-
átakinu ásamt Úrvinnslusjóði eru
Olís, Efnamóttakan, Gámaþjón-
ustan og Hringrás. Úrvinnslu-
sjóður lét útbúa kynningarefni um
rafhlöður sem samstarfsaðilar geta
notað á vefsíðum og í auglýsingum.
Markmið átaksins er að fá fleiri til
að skila rafhlöðum til úrvinnslu svo
þær hafni ekki í almennu rusli sem
til fellur á heimilum og í fyr-
irtækjum. Svo vitnað sé í Röffu og
Batta: „Það er einfalt mál að losa
sig við ónýtar rafhlöður – þú ferð
með þær á næstu bensínstöð eða
söfnunarstöð sveitarfélagsins.“
Átak til aukinna
skila á ónýtum
rafhlöðum
Guðmundur G. Þórarinsson
skrifar um skil á rafhlöðum
til úrvinnslu
Guðmundur G.
Þórarinsson
»Markmiðátaksins er
að fá fleiri til að
skila rafhlöðum
til úrvinnslu svo
þær hafni ekki í
almennu rusli
sem til fellur á
heimilum og í
fyrirtækjum.
Höfundur er verkfræðingur og
formaður stjórnar Úrvinnslusjóðs.