Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 18
|fimmtudagur|29. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf Töluvert úrval páskaeggja er að finna í verslunum núna og verð- munurinn getur reynst umtals- verður. » 20 verðkönnun Kenía er í senn framandi og áhugavert land sem hefur upp á margt að bjóða, líkt og Brynja Tomer uppgötvaði. » 22 ferðalög Sérstakar testofur virðast eiga upp á pallborðið hjá íbúum Kaupmannahafnar þessa dag- ana. » 23 veitingastaðir Þ að eru smáatriðin sem skipta máli,“ segir Hjörtur Matthías Skúlason kaffibarþjónn sem sigraði um helgina í fyrstu keppninni Kaffi í góðum vínanda þar sem keppt var í gerð áfengra kaffidrykkja. Frjálsi drykk- urinn hans var þó bæði frumlegur og fallega framreiddur. „Þetta er kaldur kaffidrykkur með rjóma og kókoslíkjör.“ – Hvernig í ósköpunum datt þér í hug að blanda kókoslíkjör saman við kaffi? „Ég átti uppskrift að kaffikokteil með kókoshnetusírópi sem hefur verið vinsæll og prófaði mig áfram með þessa blöndu sem heppnaðist svona vel. Það eru til ýmsir kokteil- ar með kókoslíkjör en ég veit ekki til þess að kaffi hafi verið prófað áð- ur,“ segir Hjörtur og brosir. Júlíus Sigurjónsson, ljósmyndari Morgunblaðsins og sérlegur kaffi- smakkari, bragðar á kaffidrykknum og gefur honum bestu einkunn. „Mjög ferskur.“ Á leið á heimsmeistaramót „Ég drekk ekki mikið af kaffi- líkjörum en ég drekk mikið af kaffi,“ segir kaffibarþjónninn, sem í sex ár hefur unnið á kaffihúsinu Kaffitári. Hann viðurkennir að dreyma stundum kaffi á næturnar. „Mig dreymir svo margt um kaffi, helst vinnuna í kringum kaffi. Ég er oft á kaffivélinni í draumum, að búa til kaffi. – Færðu martraðir? „Nei, ekki tengdar kaffi,“ segir Hjörtur og hlær. „Þetta er svo skemmtilegt starf. Það er listrænt og ef maður hefur hugmyndaflug þá nýtur það sín vel í starfinu. Það þarf að hafa bæði bragðlaukana í lagi og auga fyrir framsetningunni.“ Það kemur sér þá áreiðanlega vel að vera iðnhönnuður að mennt eins Hjörtur sem upphaflega ætlaði sér aðeins að vinna eitt sumar á Kaffi- tári en nú eru þau orðin sex og vet- urnir líka. „Ég ánetjaðist einfald- lega kaffinu. Mér finnst malið í kaffivélinni bara notalegt, eins og í ketti. Kvörnin er aðeins „aggressív- ari“. Ég hef síðasta árið verið verslunarstjóri á kaffihúsum Kaffi- társ í Þjóðminjasafninu og á Lista- safni Íslands og það er auðvitað frá- bært að hafa slíka umgjörð utan um kaffimenninguna,“ segir Hjörtur sem sennilega hefur búið til tugi þúsunda espressó, caffe latte, cafe au lait og macchiato á starfsævi sinni en finnst það samt aldrei leið- inlegt. Í hans huga eru listin, kaffið og hönnunin eitt, enda hefur hann líka verið útlitsráðgjafi fyrir Kaffitár. „Í haust stefni ég svo á vöru- hönnun í Listaháskólanum, ef ég kemst inn. En fyrst er það heims- meistaramótið í Antwerpen í Belg- íu, „Coffee in a Good Spirit“. Þar ætla að reyna mig á meðal meistara með drykkinn minn, Tind, sem ég nefni svo því hann minnir mig á snjóþakinn fjallstind. Ég er nefni- lega að vestan, frá Rauðasandi og er alltaf undir áhrifum úr sveitinni.“ Tindur f. 2 2 einfaldir espressó 2 msk. hrásykur 2 msk. súkkulaði, 50% 2 msk. Malibu-líkjör 3 msk. rjómi klaki Blandið saman hrásykur og súkkulaðið og leysið upp í heitu espressóinu. Kælið. Setjið rjómann saman við Malibu-líkjörinn og hrist- ið saman. Setjið klaka í vínglas á fæti. Hellið fyrst súkkulaðisyk- urblöndunni yfir hann og síðan Mal- ibu-rjómablöndunni og berið fram. Morgunblaðið/Júlíus Tindur Kaffikokteillinn hans Hjartar er einstaklega ferskur. Morgunblaðið/Júlíus Flinkur Það er kannski eitthvað í vestfirsku genunum sem hefur gert Hjört einn af helstu kaffigúrum Íslands. Tindur toppaði með kaffi og kókóslíkjör Hjörtur Matthías Skúlason sigraði í gerð áfengra kaffidrykkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.