Morgunblaðið - 29.03.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 29.03.2007, Síða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 19 Óhætt er að mæla með Lífinu – notunarregl- um, sem Leikfélag Akureyrar og útskrift- arhópur leiklistardeildar Listaháskóla Íslands frumsýndu í Rýminu fyrir tæpri viku. Texti Þorvalds Þorsteinssonar er góður og mjög skemmtilegur, eins og við mátti búast, og tón- list Megasar himnesk. Fyrirgefið væmnina, en þetta er einfaldlega yndisleg sýning …    Leikararnir í Lífinu – notkunarreglum eru hver öðrum betri að mínu mati og í raun hlýt- ur að mega segja að í sýningunni sé vart sleg- in feilnóta frá upphafi til enda; höfundur, leik- stjóri, ljósameistari, leikarar – er ég að gleyma einhverjum? Jú, auðvitað hljóðfæra- leikurunum. Ekki voru þeir síðri en hinir. Það kæmi mér ekki á óvart ef Lífið yrði enn ein sýningin á Akureyri sem slær í gegn.    Háskólinn á Akureyri fagnar 20 ára afmæli á þessu ári. Þess verður minnst með marg- víslum hætti og fjölmiðlafræðinemendur á öðru ári við skólann opna t.d. í dag ljós- myndasýningu í flugstöðinni á Akureyri. Sýn- ingin ber nafnið Tuttugu og myndirnar eru af 20 útskriftarnemendum, þar sem sýnt er hvað viðkomandi eru að fást við í dag.    Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi bæj- arfulltrúi, var kjörin formaður Akureyr- arakademíunnar (Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi) á aðalfundi á dög- unum. Hún tekur við af Jóni Hjaltasyni sagn- fræðingi sem var formaður fyrsta starfsárið. Félagsmenn eru nú um 50 en sex fræðimenn eru starfandi að ýmsum og ólíkum verkefnum í gamla Húsmæðraskólanum, þar sem félagar geta fengið aðstöðu til fræðistarfa gegn vægu gjaldi. Með Valgerði í nýrri stjórn eru Mar- grét Guðmundsdóttir og Hjálmar S. Brynj- ólfsson.    Saga Capital, fjárfestingarbankinn nýi á Ak- ureyri, hefur gengið til liðs við þau 12 ís- lensku fyrirtæki sem áður höfðu gert sam- starfssamning við Akureyrarbæ um uppbyggingu og rekstur snjóframleiðslukerfis í Hlíðarfjalli. Saga kallast því Vinur Hlíð- arfjalls eins og hin.    Farfuglarnir tínast nú til landsins og í gær- morgun kom útsendari vefsíðu Akureyr- arbæjar auga á fyrstu tjaldana í fjörunni við Leiruveginn. „Þeir voru tveir saman og nokk- uð varir um sig en leyfðu þó góðfúslega myndatöku fyrir Akureyri.is,“ segir á síðunni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Yndisleg sýning Þorvaldur Þorsteinsson og Megas fyrir frumsýninguna í Rýminu. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Þ að er skemmtilegt að lesaræður og greinar Guðmundar skálds á Sandi, enda kennir þar margra grasa. Á einum stað fjallar hann um húsganga. Þeir sverja sig í ætt þjóðsagna vorra þannig, að segja má, að alþýðuandinn sé faðir þeirra og þjóðarsálin móðir. Hann byrjaði á þessari braghendu, sem hann kallar barnagælu, og á vel við nú þegar fyrstu lóurnar eru komnar til landsins: Blessuð lóan syngur sætt og segir dýrðin. Það er hennar þakkargjörðin, þegar hún kemur hér í fjörðinn. Guðmundur segir, að enga vísu hafi hann heyrt oftar kveðna þegar hann var barn og að engin vísa hafi verið sér kærari. Hún var tónuð vetur, sumar vor og haust og fylgdi sú skýring, að lóurnar færu alls eigi af landi burt – þær lægju í dái yfir veturinn í klettaskorum. Vísan um Höllu kerlingu og fífukveikinn hefur fengið á sig vængi tónlistar: Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum. Halla kerling fetar fljótt framan eftir göngum. Höfundur þessarar vísu hefur sundriðið vegna stúlku: Reið ég Grána yfrum ána, aftur hána færðu nú; ljós við mána teygði hann tána, takk fyrir lánið, hringabrú! Auðnuleysið stafar af því, að þessi skáld, sem áttu enga úrkosti til fjár eða frama, lifðu við kjör Lazarusar – sátu á rangri hillu. Hugur þeirra hvarflaði í aðra átt en bjargálna fólks: Oft eru skáldin auðnusljó, af því fara sögur. Gaman er að geta þó gert ferskeyttar bögur. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Eldgamlar vísur í umbúðum vaxtaauki! 10% E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 0 0 1 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 ER KOMINN! Qashqai er glænýr tímamótabíll frá Nissan. Þessi borgarjeppi sem beðið hefur verið með þvílíkri eftirvæntingu á Íslandi á eftir að koma verulega á óvart, enda helsti tískubíllinn í evrópskum borgum. Qashqai sameinar eiginleika töff borgarbíls og harðsnúins fjallajeppa. Qashqai – allt á einu bretti. KOMDU OG REYNSLUAKTU Nissan Qashqai Verð frá 2.550.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.