Morgunblaðið - 29.03.2007, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞVERFAGLEGT
málþing um ís-
lenska torfbæinn
verður haldið á
Löngumýri í
Skagafirði á
morgun og laug-
ardaginn. Á
þinginu verður
fjallað frá ýms-
um sjónarhorn-
um um íslenska
torfbæinn. Fyrirlesarar koma víða
að og stefnt er að því að fyrirlestrar
verði gefnir út á bók að þinginu
loknu.
Fjöldi þátttakenda er takmark-
aður og því þurfa áhugasamir að
skrá sig á þingið og sem fyrst hjá
Sigríði Sigurðardóttur á Byggða-
safni Skagfirðinga, s 453-6173, net-
fang bsk@skagafjordur.is
Torf í arf á
Löngumýri
Frá Keldum á
Rangárvöllum.
STEFÁN Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, lætur
af störfum á föstudag að eigin ósk. Í
bréfi sem hann sendi á starfsmenn
Framkvæmdasviðs segir hann að
þó tíðindin virðist bera brátt að séu
margir mánuðir síðan hann tók
ákvörðun um að söðla um eftir 14
ár í sama starfi, segir í frétt frá
Framkvæmdasviði borgarinnar.
Bílastæðasjóður
SIV Friðleifsdóttir heilbrigð-
isráðherra hefur undirritað reglu-
gerð um veitingu sérfræðileyfa í líf-
eindafræði. Um 400
lífeindafræðingar eru í dag á Ís-
landi, en Íslendingar eru ásamt
Norðmönnum fyrstir þjóða á Norð-
urlöndum sem veita sérfræðileyfi í
lífeindafræði.
Lífeindafræðingar
YFIRBRAGÐ alþjóðamála hefur
breyst töluvert á síðustu áratugum.
Á sama tíma og þessar breytingar
hafa orðið er konum farið að fjölga í
utanríkisþjónustu og nú eru fjórar
konur sendiherrar erlendra ríkja á
Íslandi. Fjórir sendiherrar munu
bera saman reynslu sína af störfum
innan utanríkisþjónustu ólíkra ríkja
og ræða við þátttakendur um störf
sín og reynslu. Pallborðsumræð-
urnar fara fram í Odda, stofu 101,
kl. 16 í dag og eru öllum opnar.
Þátttakendur verða Carol Van
Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á
Íslandi, Madeleine Ströje-Wilkens,
sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, Anna
Blauveldt, sendiherra Kanada á Ís-
landi og Sigríður Snævarr, sendi-
herra. Sjá nánar á http://www.hi.is/
ams.
Konur í utan-
ríkisþjónustu
Á STJÓRNARFUNDI Læknafélags
Íslands á þriðjudag var samþykkt
ályktun þar sem farið er fram á það
við stjórnvöld að ein af þyrlum
Landhelgisgæslunnar verði stað-
sett á Akureyri. Í nútímasamfélagi
séu gerðar kröfur um að bráðveik-
um og slösuðum verði komið undir
læknishendur á sem stystum tíma
og að íbúar landsins sitji við sama
borð. „Það er álit stjórnar Lækna-
félags Íslands að allar þyrlur Land-
helgisgæslunnar á einum stað á
suðvesturhorninu mæti ekki þess-
ari kröfu,“ segir í ályktun stjórnar
Læknafélagsins.
Morgunblaðið/RAX
Þyrlu norður
Stykkishólmur | Yngsti stjórn-
málaflokkur landsins Íslandshreyf-
ingin – lifandi land, er lagður af stað
til að kynna fólki stefnumál sín.
Fulltrúar hreyfingarinnar fóru um
Snæfellsnes og héldu fundi á þremur
stöðum þriðjudaginn 27. mars.
Þar lögðu frummælendur áherslu
á að hreyfingin væri alveg nýtt afl í
stjórnmálum, sprottin af illri nauð-
syn til að stöðva þá ofuráherslu sem
lögð er á álversframkvæmdir í land-
inu með tilheyrandi virkjunum og
skemmdum á landi. Ýta yrði til hlið-
ar áformum um fleiri virkjanir, þó
ekki væri nema eitt kjörtímabil. Eini
flokkurinn með setninguna „Gerum
lífið skemmtilegra“.
Fundargestum voru kynntar
helstu tillögur hreyfingarinnar. Um-
hverfismálin eru grunnurinn. Þar
vill hreyfingin virkja hugvitið, sem
skapar fleiri atvinnutækifæri en
nokkur álver. Umhverfisvernd er
ekki ógnun við atvinnuvegina heldur
styrkur, að mati samtakanna.
Gargandi fugl og iðandi
mannlíf við hafnir landsins
Í sjávarútvegsmálum eru einföld
loforð. Efla á smábátaútgerð á ný.
Gefa skal smábátum tækifæri til
frjálsra veiða sem sé vel mögulegt að
gera. Þá muni stemningin breytast
við hafnir sjávarbyggða, gargandi
fugl og iðandi mannlíf, það er það
sem hreyfingin vill. Lögð er áhersla
á vistvæn veiðarfæri. Hráefni sjáv-
arins á að nýta þannig að sem mest
verðmæti fáist fyrir þau, ekki nýta
þau í bræðslu eða beitu.
Hreyfingin fagnar að nýir bændur
fjárfesta ekki í kvóta lengur heldur
reyna af eigin rammleik að framleiða
landbúnaðarvörur án þess að rekstr-
inum sé miðstýrt af ríkisvaldinu.
Ferðaþjónustan er að áliti hreyf-
ingarinnar mikilvæg og að henni
verði að hlúa. Reiknað sé með millj-
ón ferðamönnum árlega hingað til
lands. Það sé stórt verkefni og und-
irbúa þurfi þjóðina til að taka á móti
þeim fjölda gesta svo sómi sé að.
Á milli erinda frummælenda var
tekið lagið þar sem kyrjaðir voru
söngvar um „Verjum, verjum landið.
Vinnum nú þennan slag.“
Íslandshreyfingin vill
gera lífið skemmtilegra
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Kynning Fundargestir hlustuðu vel á hugmyndir fundarboðenda.
Samhljómur Ómar Ragnarsson, Ósk Vilhjálmsdóttir og Margrét Sverrisdóttir sungu baráttusöngva á fundinum.
NÝIR loftferðasamningar við Dan-
mörku, Noreg og Svíþjóð voru und-
irritaðir í utanríkisráðuneytinu í
gær. Samningarnir koma í stað eldri
samninga frá 1950–60, að því er seg-
ir í frétt frá utanríkisráðuneyti og
samgönguráðuneyti.
Í nýju loftferðasamningunum fel-
ast víðtækari flugréttindi en íslensk-
ir flugrekendur hafa notið til þessa
til flugs frá þessum ríkjum til þriðju
ríkja utan EES, EFTA-ríkjanna og
aðildarríkja sameiginlega evrópska
flugsvæðisins. Í samningunum við
Noreg og Svíþjóð felast ótakmörkuð
réttindi til flugs til þriðju ríkja og
fyrir farmflug réttur til flugs frá
þriðja ríki til Noregs og Svíþjóðar
og öfugt án viðkomu hér á landi.
Í samningnum við Danmörku eru
réttindi til flugs til þriðju ríkja
rýmkuð með auknum fjölda áfanga-
staða. Jafnframt er staðfest að allar
takmarkanir á slíkum réttindum
falla endanlega niður í síðasta lagi á
árinu 2013. Þá eru réttindi til farm-
flugs frá þriðju ríkjum til Danmerk-
ur og öfugt ótakmörkuð líkt og í
samningunum við Noreg og Svíþjóð.
Reiknað er með að aðrar viðræður
um aukin réttindi verði við Dan-
mörku á þessu ári vegna Grænlands
og Færeyja.
Nýir loft-
ferðasamn-
ingar færa
aukin réttindi
♦♦♦
ÁTJÁN ára stúlka var tekin fyrir
þjófnað á snyrtivörum í Smáralind á
þriðjudag. Nokkru síðar voru tvær
stúlkur á fermingaraldri staðnar að
verki á sama stað en þær stálu sæl-
gæti. Tólf ára piltur var svo tekinn
fyrir sömu iðju í matvöruverslun í
Grafarvogi síðdegis.
Laust eftir hádegi voru tveir
veggjakrotarar gripnir glóðvolgir í
miðborginni en það voru vegfarend-
ur sem stöðvuðu þá og höfðu sam-
band við lögreglu.
Tekin fyrir
hnupl og
veggjakrot