Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 27
UMRÆÐAN
Hafnfirðingar ganga til kosninga um deiliskipulag bæjarins vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins
í Straumsvík hinn 31. mars nk. Morgunblaðinu hafa borist margar greinar þar að lútandi.
Til að gera greinarnar aðgengilegri fyrir lesendur blaðsins og til að auka möguleika Morgunblaðsins
á birtingu fyrir kosningarnar, verður útliti þeirra breytt.
Hafnfirðingar kjósa
Meistaramatur
á Vefvarpi mbl.is
Nýr þáttur í dag þar sem hollustan er í fyrirrúmi
hjá landsliðskokkunum Ragnari og Bjarna
Gunnari. Fylgist með þeim töfra fram lax með
mangósalsa og tortillakökur með spínat- og
kotasælufyllingu.
Þú sérð uppskriftirnar á Vefvarpi mbl.is
FORYSTUFÓLK vinstri flokkanna á Íslandi vill stöðva
framgang einnar atvinnugreinar. Reyndar fylgja ekki
allir flokksmenn forystunni, eins og glögglega má sjá af
framvindu mála í Hafnarfirði. Þar hefur
Samfylkingin sem stjórnar í Hafnarfirði
ákveðið að íbúar fái að kjósa um stækk-
un álversins í Straumsvík og lýsti Lúðvík
Geirsson bæjarstjóri því yfir í frétta-
viðtali, að yfirlýsingar alþingismanna
um stöðvun á þessu sviði væru illskilj-
anlegar.
Andstæðingar frekari uppbyggingar
álvera halda því jafnan fram að tækifæri okkar Íslend-
inga séu óþrjótandi og það sé eingöngu spurning um aðr-
ar áherslur í uppbyggingu atvinnulífs. En er málið svo
einfalt? Flestum er ljóst að það er hverri þjóð eða hag-
kerfi mikilvægt að þar sé framleiðsla, m.a. til útflutn-
ings. Afla þarf gjaldeyris til að standa undir kaupum á
erlendum vörum. Flestar þjóðir sem við eigum í sam-
keppni við leitast við að ná til sín erlendum fjárfestum til
uppbyggingar atvinnulífsins. Fjárfestingar erlendra að-
ila í íslensku atvinnulífi hafa verið litlar, ef fjárfestingar
í stóriðju eru undanskildar. Þrátt fyrir afar hagstæð
rekstrarskilyrði hér á landi virðast erlendir fjárfestar
hvorki hafa áhuga á að kaupa í íslenskum fyrirtækjum
né að byggja upp eigin starfsemi. Hvað veldur?
Val fjárfesta
Það sem skiptir máli við ákvörðun um staðsetningu er
m.a. hvort viðkomandi rekstur er háður aðgengi að
markaði eða hráefni. Fyrirtæki staðsetja sig að sjálf-
sögðu eins nærri mörkuðum og hægt er. Þessi staðreynd
vinnur gegn því að fyrirtæki setjist hér að, þar sem
markaður er afar smár. Þegar kemur að hráefni eða
kostnaði við framleiðsluna getur staða okkar hins vegar
orðið sterk. Það er þekkt að fyrirtæki framleiða þar sem
það er hagkvæmt. Þannig hafa mannfrekar atvinnu-
greinar byggst hratt upp þar sem mikið framboð er af
ódýru vinnuafli. Á Íslandi er ekki til að dreifa ódýru
vinnuafli og það eru í raun afar fáir kostnaðarþættir sem
geta vegið upp á móti kostnaði við flutning framleiðsl-
unnar. Það sem við höfum haft upp á að bjóða er hag-
stætt rekstrarumhverfi, en umfram allt endurnýtanleg
orka. Því er stundum haldið fram að orkan hér á landi sé
ódýr og að hún sé seld á kostnaðarverði eða jafnvel þar
undir til stóriðju. Slíkum rógburði hefur þó margoft ver-
ið hrundið og óþarft að endurtaka það enn einn ganginn,
en áhugasömum bent á að kynna sér t.d. úttekt nefndar
hagfræðinga, sem eigendur Landsvirkjunar skipuðu til
að kanna arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og skilaði af sér
í janúar 2003.
Orka er hins vegar ódýrari hér á landi en annars stað-
ar vegna þess að hér er mikið framboð af henni og hún
verður ekki nýtt nema hér í fyrirsjáanlegri framtíð.
Bæði í Norður-Ameríku og víðast í Evrópu er eft-
irspurnin meiri en framboðið og því hefur verð orkunnar
hækkað mikið. Hér á landi er í raun aðeins einn atvinnu-
vegur sem sýnir auknum orkukaupum áhuga. Það er
ekki eins og orkukaup séu útilokuð öðrum en álframleið-
endum. Aðrir hafa einfaldlega ekki sýnt alvöru áhuga á
kaupum á okkar orku. Sú staðreynd, að hér er ódýrari
orka en víðast annars staðar, gerir það að verkum að ál-
framleiðendur eru tilbúnir að fjárfesta á Íslandi. Lágur
orkukostnaður vegur upp kostnað, sem staðsetning
landsins leiðir af sér.
Eitthvað annað, eitthvað annað
Frá því að VG hóf andstöðu sína gegn álframleiðslu í
landinu hefur ítrekað verið spurt að því hvaða hug-
myndir hreyfingin hefur um uppbyggingu atvinnulífs-
ins. Enn hafa engin svör borist við því. Orðagjálfur um
að „skapandi“ greinar eigi að vera undirstaða hagvaxtar
hafa enga þýðingu. Til að byggja upp velferðarkerfi, til
að styðja við sprotafyrirtæki, til að styrkja rannsókn-
arstarfsemi, til að mennta fólk til starfa í „hátækni“ þarf
einhvern veginn að borga reikninginn. Peningar vaxa
ekki á trjánum, ekki á Íslandi, ekki í framtíðarlandinu,
hvergi nema kannski í Útópíu.
Stóriðjustoppið
Eftir Pál Magnússon
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
UNDANFARNA áratugi hafa ís-
lensk stjórnvöld lagt ofurkapp á að
laða álfyrirtæki til landsins. Kannski
er það skýringin á
því að slys er í upp-
siglingu í íslenskri
atvinnusögu vegna
skilningsleysis á því
að góð nettenging
um sæstrengi til út-
landa er forsenda
fyrir því að fjöldi íslenskra útrás-
arfyrirtækja hafi starfsemi sína alla
hér heima í stað þess að flytja hluta
hennar úr landi. Þetta skilningsleysi
hamlar því að stór tölvufyrirtæki
setji hér á fót starfsemi sem krefst
mikillar orku, jafnvel svo hundr-
uðum megavatta skiptir. Þessi fyr-
irtæki leita nú að stöðum fyrir starf-
semina þar sem orkan er
umhverfisvæn vegna þess að það er
þeim mikilvægt fyrir ímynd þeirra
og viðskiptavild. Ísland er óskaland
að þessu leyti. Þegar um gagna-
geymslu í tölvubanka er að ræða
þarf að vera með hundruð starfs-
fólks þegar fram í sækir með fjöl-
breytta menntun, bæði á suðvest-
urhorninu og úti á landi, öryggis
vegna. Fyrirtækin eru nú í kapp-
hlaupi um að ná forskoti á keppi-
nautana og ef ekki verða lagðir nýir
og góðir sæstrengir munu þau fara
annað. Það kostar að vísu talsvert fé
að leggja nýja sæstrengi en ávinn-
ingurinn verður mun meiri þegar
fram í sækir. Fyrirtækin munu ekki
krefjast orkunnar á botnprís eins og
álverin og mengunin er engin. Hót-
un Alcan um brottför álversins eftir
sex ár er máttlítil ef gangskör er
gerð að því strax að fá í staðinn mun
ábatasamari og minna mengandi
starfsemi. En svo virðist sem ís-
lenskir ráðamenn sjái ekkert nema
álverksmiðjur. Og nú stefnir í slys
sem hugsanlega verður ekki hægt að
bæta nema menn taki á sig rögg.
Álglýjan tefur fyrir
nýsköpun og útrás
Eftir Ómar Ragnarsson
Höfundur er formaður Íslands-
hreyfingarinnar – lifandi lands.
ÁL VAR fyrst unnið á Íslandi í ál-
veri ÍSAL haustið 1969. Togarafélag
Hellyers var með umfangsmikla út-
gerð frá Hafnarfirði á þriðja áratug
seinustu aldar en vegna ágreinings í
skattamálum hvarf Hellyers-
útgerðin og Hafnfirðingar voru á
vonarvöl. Til að bjarga einhverju var
stofnuð Bæjarútgerð sem fékk til
rekstrar togara frá gjaldþrota tog-
arafélögum í Reykjavík. Á kreppu-
árunum var þetta erfiður rekstur, í
stríðinu rofaði til og að því loknu var
Hafnarfjörður ríkasti bær á Íslandi
miðað við höfðatölu. Smátt og smátt
drabbaðist útgerðin niður og um
miðjan sjöunda áratuginn var bæj-
arfélagið komið í þrot. Vorið 1966
voru undirritaðir samningar við
SWISS ALUMINIUM um bygg-
ingu álvers í Straumsvík. Með fram-
kvæmdunum fylgdi fjör, fjármagn
og fróðleikur af ýmsu tagi s.s. hvern-
ig ætti að sjóða saman stálbita og
mála þá þannig að þeir myndu aldrei
ryðga. Íslendingar sem unnu við
stáliðnað voru vanir að flýta sér við
að koma skipum á veiðar sem fyrst
og nota til þess öll hugsanleg ráð.
Nú þurftu menn að vinna samkvæmt
Evrópustöðlum. Ríkið setti upp
prófunarstöð sem kölluð var Rann-
sóknarstofnun iðnaðarins (nú Iðn-
tæknistofnun), þar voru menn teknir
í hæfnispróf og gátu fengið allar
upplýsingar um það sem þeir voru
að fást við. Síðutogararnir voru
orðnir ónýtir, síldin horfin, nóg var
því af hörkuduglegum sjómönnum
til að manna álverið sem þurfti hátt í
500 starfsmenn. Fyrsti áfanginn gat
framleitt 35.000 tonn á ári (120 ker)
og þurfti til þess 70.000 tonn af sú-
ráli sem er hvítt duft, unnið úr jarð-
efni sem kallað er báxít. Einnig
þurfti til vinnslunnar 18.000 tonn af
kolefnisskautum og 500 tonn af
álflúoríði sem verkar sem hvati við
vinnsluna. Áður en framleiðsla hófst
var farið að vinna við stækkun (40
ker).
Nú voru Íslendingar orðnir svo
flinkir að búa til álver að þeir gátu
þetta allt undir forystu Vilhjálms
Þorlákssonar verkfræðings. Í fram-
haldi af lengingunni var byrjað á
kerskála II og var hann tilbúinn vor-
ið 1972. Þegar reikningar voru gerð-
ir upp kom í ljós að kostnaður við
kerskála II var lægri en við þann
fyrsta er erlendir verktakar reistu.
Ástæða þessa var vanþekking er-
lendu verktakanna á íslensku veð-
urfari. Vegna þessa settu þeir upp
verksmiðju þar sem allar helstu ein-
ingar voru steyptar í upphituðu húsi.
Þó kerskálarnir hafi verið þeir full-
komnustu í heiminum fyrir tæpum
fjörutíu árum eru þeir nú úreltir.
Upphaflega var gert ráð fyrir
fjórum skálum með 260 þúsund
tonna framleiðslu og leyfi veitt fyrir
því. Nú stendur til að byggja tvo
skála með samtals 280 þús. tonna
framleiðslugetu. Hafnarfjarðarbær
hefir selt Alcan lóð undir skálana
austan núverandi Reykjanes-
brautar. Flytja þarf brautina með
nokkrum tilkostnaði. Utan við hafn-
argarðinn í Straumsvík eru grynn-
ingar, ef þar er fyllt upp undir tvo
kerskála kostar það svipaða upphæð
og flytja Reykjanesbrautina auk
þess sem öll vinna á álverslóðinni
yrði auðveldari og ódýrari. Næsta
skref Alcan gæti því orðið að fá lóð-
ina endurgreidda.
Álver
Eftir Gest Gunnarsson
Gestur Gunnarsson,
Flókagötu 8, Reykjavík.
ÞAÐ var kostulegt að sjá frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi for-
seta lýðveldisins, koma fram í sjónvarpi og lýsa yfir því að erlend fyrirtæki
væru að nota Íslendinga vegna þess að engir aðrir væru tilbúnir til þess að
ljá þeim land undir stóriðju. Þetta var þokkaleg sending til
mikils meirihluta Alþingis Íslendinga og stórs hóps lýðræð-
islega kjörinna sveitarstjórnarmanna. Eða hitt þó heldur!
Í fyrstu hélt ég að það væri farið að slá út í fyrir mér, en
svo varð mér ljóst, að þetta er dæmigerður málflutningur
þess sem höndlað hefur Stóra sannleik. Og svona ómál-
efnalega fara því miður umræðurnar fram hér á landi.
Nú hefur verið hrundið af stað undirskriftasöfnun á Net-
inu í nafni Stóra sannleiks. Að öllum líkindum verður þessi
söfnun notuð til þess að kúga alþingismenn og frambjóðendur í aðdrag-
anda kosninga. Raunar minnir þessi undirskriftasöfnun talsvert á kosn-
ingar í Sovétríkjunum sálugu. Þá voru þeir, sem ekki kusu utan við kjör-
klefann, svo allir sæju hvað þeir kusu, litnir hornauga og ofsóttir.
Það er hættulegt fólk sem sér heiminn einungis í grænu eða gráu.
Að sjá heiminn
í grænu eða gráu
Eftir Vilhelm G. Kristinsson:
Höfundur er áhugamaður um nýtingu auðlinda landsins.