Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Scool for Scoundrels kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15
Scool for Scoundrels LÚXUS kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15
The Hitcher kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Epic Movie kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 7 ára
The Number 23 kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára
Night at the Museum kl. 5.40
Hot Fuzz kl. 8 MasterCard forsýning B.i. 16 ára
The Hitcher kl. 8 og 10:15 B.i. 16 ára
Epic Movie kl. 6 og 10 Síðustu sýningar B.i. 7 ára
Norbit kl. 6
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir
Frá framleiðendum
Texas Chainsaw Massacre
og The Amityville Horror
Magnaður
spennutryllir
um ferðalag
tveggja háskóla-
nema á ónefndum
þjóðvegi í USA
og hremmingum
þeirra!
Stranglega bönnun innan 16 ára
HÚN ER STÓR...
VIÐ MÆLDUM
UPPLIFÐU MYNDINA SEM
FÉKK ENGIN ÓSKARS-
VERÐLAUN!
Frábær gamanmynd frá leikstjóra
Old School með Billy Bob Thornton
og Jon Heder úr Napoleon Dynamite.
PÁSKAGAMANMYNDIN 2007
Of góður?
Of heiðarlegur?
Of mikill nörd?
Hjálp er á leiðinni.
Skóli þar sem góðir strákar
eru gerðir slæmir!
Lífið er leikur. Lærðu að lifa því.
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Þ
að eru bara nokkrir dagar síðan ég
opnaði þessa verslun enda er ég
nýbúinn að uppgötva þennan
möguleika,“ segir Ásgrímur
Sverrisson kvikmyndaspekúlant,
sem á dögunum opnaði sína eigin vefverslun
undir heitinu Ameríska nóttin.
Möguleikinn sem um ræðir er sá að hver
sem er getur stofnað sína eigin vefverslun út
frá Amazon.com-vefversluninni.
„Mig langaði að búa til bíóbúð þar sem eru
samankomnar fróðlegar bækur sem ég hef
lesið í gegnum tíðina sem og góðar bíómyndir
og kvikmyndatónlist. Myndirnar eru kannski
ekki þessar vinsælustu eða þekktustu í Holly-
wood en allt myndir sem ég held upp á af ein-
hverjum ástæðum,“ segir Ásgrímur.
„Þetta er jafnvel líka hugsað sem kynning
fyrir fólk sem vill skoða eitthvað annað en það
sem oftast er á boðstólum í þessum efnum.
Ég hef oft hugsað það sjálfur að það hefði
verið gott að hafa leiðarvísi yfir áhugaverðar
bækur og myndir og gáfuleg ráð yfir hvað
væri sniðgut að lesa.“
Meðal þeirra mynda sem Ásgrímur mælir
með á síðu sinni er teiknimyndin Bambi frá
Walt Disney.
„Er það ekki alltaf þannig að fyrsta reynsl-
an situr í manni og mín fyrsta bíóminning er
um Bamba. Ég man mjög vel hvað hún hafði
sterk áhrif á mig. Sá hana svo fyrir tveimur
árum og hún hefur elst mjög vel.“
Vísar í töfra kvikmyndanna
Vefverslunin nefnist Ameríska nóttin.
„Þetta er bein þýðing á mynd Francois
Truffauts, La Nuit américaine, sem fjallar um
leikstjóra sem er að gera kvikmynd og fólkið
sem vinnur að henni með honum.
Myndin, sem fékk Óskarinn sem besta er-
lenda myndin á sínum tíma, er í miklu uppá-
haldi hjá mér. Hún lýsir vel þessum heimi
kvikmyndagerðarinnar,“ upplýsir Ásgrímur.
„Ameríska nóttin er svo líka hugtak sem
Frakkar nota yfir þá brellu í kvikmyndagerð
þegar nætursenur eru myndaðar að degi til. Á
ensku heitir þetta „day for night“. Ameríska
nóttin er svo bara rómantískur tiltill sem vísar
í töfra kvikmyndanna.“
En hvernig gengur rekstur verslanarinnar
fyrir sig?
„Ég vel úr Amazon það sem ég vil hafa til
boða í búðinni og fólk getur svo keypt það hjá
mér. Það eru svo einhver fjögur prósent af
verðinu sem renna til mín en ég efast stórlega
um að ég verði auðkýfingur af þessu,“ segir
Ásgrímur og hlær.
Er einhver búinn að versla hjá þér?
„Nei nei nei, enda er þetta bara nýfarið af
stað. En það eru nokkrir búnir að kíkja í
heimsókn.“
Sjálfur segir Ásgrímur synd að segja að
hann sé sjálfur duglegur að versla á Amazon.
„En kannski verð ég það núna …“
Blandar sér ekki í háværan bloggkórinn
Ásgrímur hefur um árabil verið virkur í
miðlun á efni um kvikmyndir með aðstoð
Netsins. Hann hefur umsjón með heimasíðu
Lands og sona, sem er helsta upplýsingaveita
kvikmyndageirans, auk þess sem hann heldur
úti eigin heimasíðu.
„Mér finnst mikilvægt að miðla þekkingu
sinni og viðhorfum því það víkkar og breikkar
þennan kúltúr sem við lifum í. Það gildir fyrir
alla, ekki bara kvikmyndageirann.
Ég hef reyndar alltaf haft ríka tjáning-
arþörf, alveg frá því að ég var lítill drengur.“
Og bloggið hentar þér því vel?
„Já það hentar mér ágætlega. Reyndar
finnst mér ekkert endilega málið að stíga á
pall við minnsta tækifæri. Ég reyni að halda
mig við það að hafa eitthvað fram að færa í
skrifum mínum, en svo er það bara annarra að
dæma um það hvernig tekst til við það. Maður
gæti tjáð sig daglega um alls konar hluti en
mér finnst ekki taka því að blanda sér í þenn-
an kór, sem mér finnst svolítið hávær stund-
um.“
Að lokum, finnst þér vera nóg um mál-
efnalega umræðu um kvikmydir á Íslandi?
„Nei, það er mikill skortur á áhugaverðri
umræðu og upplýsingum í þeim geira.“
Ásgrímur og Ameríska nóttin
Morgunblaðið/Sverrir
Spekúlant Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaspekúlant, opnaði á dögunum sína eigin vefverslun.
blogg.visir.is/asgrimur
asgrimur.is