Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FYRSTA skipið með súrál fyrir ál- ver Alcoa Fjarðaáls kom til hafnar í Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði í gær- morgun. „Þetta eru mikil tímamót fyrir okkur sem störfum hjá Alcoa Fjarðaáli því nú hillir undir að við getum hafið álframleiðslu,“ sagði Erna Indriðadóttir, upplýsinga- fulltrúi fyrirtækisins, á hafnarbakk- anum í gær. Hún segir mikla eftir- væntingu ríkja innan fyrirtækisins, enda ekki nema um tvær vikur uns álverið verður gangsett. Álverið er hið fyrsta sem Alcoa Fjarðaál reisir í um 20 ár og verður flaggskip fyr- irtækisins, búið allri nýjustu tækni, að sögn Ernu. 200 metra langt risaskip Skipið, Pine Arrow, flutti 39 þús- und tonn af súráli og hafði verið 44 daga í hafi þegar það sigldi inn Reyð- arfjörðinn í gær í fögru veðri. Skipið er mikið flykki, 48 þúsund brúttó- tonn og næstum 200 metra langt. Hafnarvörður upplýsti að skipið risti væntanlega eitthvað yfir 11 metra, en dýpið við höfnina er rúmir 14 og því nokkuð upp á að hlaupa. Lóðs frá Höfn í Hornafirði lóðsaði skipið til hafnar, en ekki er von á sér- stökum lóðs fyrir álvershöfnina fyrr en í maí. Vel gekk að koma skipinu að bakka, en skemmst er að minnast tveggja tilvika þegar stór skip löskuðu hafnarbakkann með ásigl- ingum. Tuttugu súrálsfarmar á ári Í gær átti svo að hefjast handa við uppdælingu úr skipinu, en það er gert með feiknastórum löndunar- krana sem sýgur súrálsduftið upp úr skipinu og flytur í lokuðu kerfi um 300 metra leið í súrálsgeymi álvers- ins, sem tekur 85 þúsund tonn. Fjóra til fimm dagatekur að dæla súrálinu úr skipinu gangi allt að ósk- um. Úr þeim 39 þúsund tonnum sú- ráls sem skipið flutti mun vera unnt að vinna 20 þúsund tonn áls en þum- alputtaregla er að tæp tvö tonn af sú- ráli þurfi til að framleiða eitt tonn af áli. Farmurinn nú er í minna lagi en reiknað er með að í framtíðinni komi um 20 skip jafnt og þétt yfir árið með súrálsfarma til álversins, sem getur með fullum afköstum framleitt tæp- lega 30 þúsund tonn af áli á mánuði, eða 346 þúsund tonn árlega. Súrálið kemur frá vesturhluta Ástralíu og var unnið úr báxíti hjá Alcoa þar í landi. Risaskip kemur með fyrsta súr- álsfarminn til Alcoa Fjarðaáls Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Tímamót Risaskipið Pine Arrow á leið til hafnar í Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði á lognkyrrum sjó í fallegu veðrinu sem réð ríkjum á Austfjörðum í gær. Í HNOTSKURN »Risaskipið Pine Arrow varmeð 39.000 tonn af súráli inn- anborðs er það kom til Reyð- arfjarðar í gær. »Úr því magni er unnt aðframleiða um 20.000 tonn af áli. »Gert er ráð fyrir að um 20skip komi að jafnaði til Reyð- arfjarðar á ári hverju með sú- rálsfarma. »Súrálið kemur frá vest-urhluta Ástralíu. » Skipið hafði verið 44 daga áleið frá Ástralíu til Reyð- arfjarðar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í höfn Vel gekk að koma Pine Arrow að bakka, en skipið ristir yfir 11 metra. Hillir undir að ál- framleiðsla hefjist á Reyðarfirði Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FRÍSTUNDAHÚSUM gæti fjölgað um tugi þúsunda á Suður- og Vest- urlandi miðað við þau svæði sem hafa verið skipulögð sem frístundabyggð- ir. Frístundahúsum hefur fjölgað um rúman þriðjung síðasta áratug og húsin stækkað margfalt. Álags af ýmsu tagi er farið að gæta í frí- stundabyggðum og er lítið gert til að sporna við því, að sögn Ólafs Á. Jóns- sonar, sérfræðings á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar. Ólafur hélt erindi um frí- stundabyggðir á ársfundi Umhverf- isstofnunar 27. mars sl. Þar benti hann á að 1996 voru um 7.600 frí- stundahús hér á landi en voru orðin 10.400 í apríl í fyrra. Tæpur helm- ingur frístundahúsa er á Suðurlandi og 35% allra frístundahúsa í landinu eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð. Samkvæmt samþykktum skipu- lagsáætlunum hinn 1. október sl. var gert ráð fyrir samtals um 32 þúsund hektara, eða 320 km2, frístunda- byggðum í 19 sveitarfélögum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Árnessýslu og Rang- árvallasýslu. Í Árnessýslu einni var gert ráð fyrir um 20 þúsund hektara frístundabyggðum. Þar af er gert ráð fyrir um 11.500 hektara frí- stundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi og 4.850 hektara frí- stundabyggðum í Bláskógabyggð. Algeng stærð lóða frístundahúsa er frá hálfum til eins hektara. Ólafur benti á að gangi skipulagsáætlanir eftir gætu frístundahús orðið allt að 64 þúsund í fyrrnefndum 19 sveit- arfélögum á Suður- og Vesturlandi. Húsin fara stækkandi Ákvæði byggingareglugerðar um hámarksstærð frístundahúsa og efn- isval voru felld niður 1998. Þetta var mikil breyting frá því að frístundahús máttu ekki vera stærri en 50–60 m2 og aðeins úr timbri. Ólafur tók dæmi um stærðarkvaðir í skipulagsskil- málum frístundabyggða. Algengt er að frístundahús megi nú vera 120– 300 m2. Oft er gert ráð fyrir 25–50 m2 gestahúsi að auki. Dæmi er um skipulagstillögu frístundabyggðar þar sem samanlagður bygging- arflötur á einni lóð getur verið allt að 445 m2 í fjórum byggingum, frí- stundahúsi, gestahúsi, bílageymslu og hesthúsi. Nýlega var deiliskipu- lagi breytt og hámarksstærð frí- stundahúss aukin úr 380 m2 í 496 m2. Þar var og gert ráð fyrir 64 m2 bíl- skúr og 86 m2 gestahúsi. Mikils og margs konar álags er farið að gæta í fjölmennum frí- stundabyggðum. Ólafur benti t.d. á að frístundabyggðir væru oft stað- settar í eldhraunum sem njóta vernd- ar og náttúrulegum birkiskógum. Eins eru dæmi um frístundabyggðir í votlendi og á svæðum á nátt- úruminjaskrá. Ólafur sagði að með frístundabyggðum yrðu þessi svæði fyrir álagi. Hefur Umhverfisstofnun bent sveitarstjórnum á nauðsyn þess að taka frá sérstæð náttúruminja- svæði til varðveislu. Þá nefndi Ólafur að frárennsli frá frístundahúsum geti valdið mengun í umhverfinu. Einnig veldur aukin umferð að og frá frí- stundabyggðum, ekki síst á álags- tímum, talsverðu álagi og getur skap- að ýmiss konar hættu. Skipulagðar frístundabyggðir rúma allt að 64 þúsund frístundahús Morgunblaðið/Ómar Fjölgun Frístundahúsum eða sumarbústöðum hefur fjölgað mikið og horfur á enn meiri fjölgun þeirra gangi skipulagsáætlanir eftir. Í HNOTSKURN »Algengar stærðir frí-stundahúsa í skipulags- skilmálum eru 120–300 m2. Oft er gert ráð fyrir 25–50 m2 gestahúsi að auki. »Skipulagsáætlanir geraráð fyrir frístundabyggð á alls 32 þúsund hekturum (320 km2) á Suður- og Vesturlandi. »Miðað við algenga stærðlóða gætu rúmast þar allt að 64.000 frístundahús. LÖGREGLAN sleppti í gær úr gæsluvarðhaldi 15 ára drengnum sem játað hefur vopnað rán í versl- un 10–11 um síðustu helgi ásamt tveimur eldri félögum sínum. Öðrum félaga hans, 19 ára, var líka sleppt en þeim þriðja var hins vegar haldið eftir og hann úrskurð- aður í áframhaldandi fjögurra vikna síbrotagæslu vegna annarra mála á hendur honum. Hann er sá elsti í hópnum, 26 ára. Játningar á ráninu liggja fyrir að sögn lögreglunnar og telst málið nokkuð vel upplýst. Úrræði skorti Að sögn Jóns H. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins, hefur lögreglan verið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld vegna yngsta drengsins í hópnum sem sætti gæsluvarðhaldi en geng- ur nú laus. Segir Jón að barna- verndaryfirvöld muni ekki hafa get- að fundið úrræði fyrir drenginn. Lögreglan hefði viljað sjá hann vistaðan með úrræðum barnavernd- aryfirvalda en þeim hafi ekki verið fyrir að fara og því hafi gæslu- varðhald verið eini möguleikinn eins og á stóð. Sleppt eft- ir játning- ar á ráni í 10–11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.