Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARNAR vikur hafa umhverfismál verið næstum allsráðandi hvað varðar stjórnmálaumræðuna og hafa augu manna m.a. beinst að fyrirhuguðum ál- verum í Helguvík og Straumsvík. Í umræðunni hafa einkum togast á tvö sjónarmið. Annarsvegar er það nálægð álversins í Straumsvík sem valdið hef- ur Hafnfirðingum áhyggjum, og hins- vegar eru það línulagnir um Reykja- nes í tengslum við álverið í Helguvík, sem andstæðingar þess álvers hafa dregið fram sem sín helstu rök. Stjórnmálaflokkarnir Samfylking og Vinstri græn- ir, hafa undanfarið verið duglegir draga fram sér- stöðu sína sem umhverfissinnaðir stjórnmálaflokkar, og boðað okkur einræðislegar tillögur, að þegar þeir nái völdum við næstu kosningar verði þeirra fyrsta verk að setja hér virkjanastopp og stöðva öll þau stóriðjuáform sem nú eru í gangi. Með þessu telja þeir sig vera að taka ábyrgð gagnvart þeim umhverf- isvandamálum er við heiminum blasa. Þetta aðgerð- arleysi boða þeir um leið og vísindamenn heimsins og nú síðast nýráðinn frkvstj. Sameinuðu þjóðanna hvetja þjóðir heims til að taka saman höndum gagn- vart síhækkandi hitastigi jarðar. Bent hefur verið á að árangursríkasta leiðin gegn vandamálinu sé meðal annars að nýta eins mikið náttúruvæna orku og mögulegt er. Axli menn ekki ábyrgð og taki á vanda- málinu eins og það er, má allt eins gera ráð fyrir að okkar helsta orkulind, þ.e. jöklarnir verði horfnir eft- ir hundrað ár. Því miður er það ekki lausn í þessu máli að færa framleiðsluna fjær okkur til landa eins og Kína og Indlands, vegna þess að mengun er þar nú þegar stórt vandamál, og að koltvísýringurinn sem sleppt yrði út þar eyðileggur jafnmikið andrúms- loftið hér á landi á ferðalagi sínu um himinhvolfið. Það er hlutverk okkar kynslóðar að bjarga því sem bjargað verður í þessu máli og þá er betra að hafa það hugrekki sem þarf og horfa á þær staðreyndir sem fyrir liggja, í stað þess að láta undan skamm- tímavinsældum í aðdraganda kosninga. Það er stað- reynd, að það ekkert sem bendir til þess að eft- irspurn eftir áli eigi eftir að minnka á næstu áratugum, því mætti segja að hluti okkar framlags til að bjarga okkar eigin jöklum sé að bræða hluta álsins hér þótt súrt sé. Þetta segi ég vegna þess að hér höf- um við náttúruvæna orku að minnsta kosti næstu hundrað árin, og reglugerðir okkar varðandi mengun eru strangar og þar er enginn afsláttur gefinn. Þann- ig náum við að tryggja lágmarksútblástur hvað varð- ar okkar hlut í framleiðslunni. Þannig tökum við ábyrgð. Þeir sem harðast hafa talað á móti álveri í Helgu- vík hafa gert það út frá fyrirhuguðum línulögnum á Reykjanesi og að Suðurnesin hafi ekkert við frekari atvinnutækifæri að gera. Hér sé lítið atvinnuleysi. Hingað til hefur það talist til kosta að hafa sem fjöl- breyttust atvinnutækifæri, þannig ná byggðarlög að vaxa og dafna. Talsmaður Sólar á Suðurnesjum talar um í grein sinni í Morgunblaðinu og Víkurfréttum nýverið að með því að leggja frekari línur um Reykjanesskagann sé upplögðu tækifæri kastað á glæ til þess að byggja upp eldfjallaþjóðgarð og dregur inn í umræðuna einn slíkan á Hawai þar sem komi um það bil 2,5 milljónir ferðamanna árlega. Skyldi það hafa eitthvað með veðurfar á Hawai að gera? Það er ljóst að flestir þeir erlendu ferðamenn sem koma til landsins annað hvort byrja eða enda ferð sína í Bláa lóninu, og finnst meira að segja hluti af þeim sjarma vera nálægð orkuversins í Svartsengi. Hvernig varð nú Bláa lónið til? Það er einmitt Hitaveita Suðurnesja sem hefur verið hvað mikilvirkust í að kynna jarðfræði Reykja- nesskagans fyrir ferðamönnum með sýningarhúsum sínu í Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Mynd sú er talsmaðurinn dregur upp í grein af fyr- irhuguðum línulögnum er frekar dökk, og hún fer í far Don Kíkóta og byrjar að slást við vindmyllur. Þær skýringarmyndir sem hingað til hafa birst sýna ein- göngu alla hugsanlega möguleika línulagna á einni mynd, en langlíklegast má telja að þeir kostir sem verði ofan á tengist núverandi línuleiðum og síðan jarð- eða sæstrengjum! Þjóðfélag það sem við byggjum í dag er flókið, og taka þarf tillit til margra þátta s.s. verndunarsjón- armiða, orkuöflunarsjónarmiða o.s.frv., og ekki verð- ur það einfaldara í framtíðinni. Þess vegna er nauð- synlegt fyrir okkur sem þjóð að ná samkomulagi um framtíðarfyrirkomulag hvað þetta varðar. Jakob Björnsson kom fram með athyglisverða en einfalda tillögu um þessi mál í grein sem hann ritar í Morg- unblaðinu þann 24. febrúar sl. Þar leggur hann til að miðhálendinu verði skipt, þannig að þar verði ósnert (wilderness) þ.e. svæði sem eru nánast friðuð, al- menningur, aðgengileg svæði fyrir alla, og mann- virkjasvæði þar sem leyft yrði að byggja mannvirki og línur til orkuöflunar. Þetta módel hans gæti alveg eins gengið á svæði eins og Reykjanesskaganum, þar sem óneitanlega eru svæði sem ber að vernda, en einnig þörf fyrir möguleika á orkuöflun. Með slíku samkomulagi, þar sem tekið yrði tillit til hagsmuna allra aðila, yrðu allar leikreglur mun skýrari fyrir að- ila, og komast mætti hjá þrálátum deilum í hvert skipti sem slík mál ber á góma. Álver í Helguvík Eftir Hannes Friðriksson: Höfundur er innanhússarkitekt og áhugamaður um þjóðmál. MIKIL og ómetanleg lífsgæði eru fólgin í því að hafa heilnæmt loft í umhverfi sínu. Hafnfirðingar munu kjósa í lok mánaðarins um það hvort þeir hafi áhuga á því að fá stærsta álver Evr- ópu nálægt íbúð- arbyggð bæjarins. Ekki munu þessar framkvæmdir ein- ungis hafa áhrif á hafnfirsk heimili heldur alla lands- menn. Ljóst er að mengun frá álverinu mun aukast gríðarlega og er það umhugsunarvert vegna nálægðar við íbúðarbyggð í Vallarhverfi og aðra byggð á höfuðborgarsvæðinu. Mengun kemur meðal annars í formi koltvíoxíðs og flúorkolefna (PFC-efni) en heildarlosun á þess- um gróðurhúsalofttegundum verð- ur um 805.000 tonn miðað við 460.000 tonna ársframleiðslu af áli á ári. Þess má geta að losun flú- orkolefna sem eru sterkar gróð- urhúsalofttegundir, munu jafngilda um 92.000 tonnum af koltvíoxíði. Til þess að átta sig á samhengi þessara stærða er áhugavert að benda á það að heildarútblástur koltvíoxíðs frá álverinu mun jafn- ast á við allan bílaflota lands- manna. Svifrykslosun mun aukast meira en tvöfalt en nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á alvarlegar heilsu- farslegar afleiðingar svifryks. Rannsókn var framkvæmd á 50.000 konum í Bandaríkjunum og nið- urstöður sýndu að líkurnar á að deyja úr hjartasjúkdómum jukust um 76% og á heilablóðfalli um 83% fyrir hver 10 mg á rúmmetra svif- ryksmengunar. Niðurstöðurnar benda til þess að svifryk sé hættu- legasta tegund loftmengunar sem til er. Forsvarsmenn álversins í Straumsvík hafa hótað Hafnfirð- ingum því að fái þeir ekki að stækka muni þeir draga úr starf- seminni innan fárra ára og að henni verði síðan sjálfhætt. Íbúar Hafnafjarðar eru ekki einir um að verða fyrir hótunum fyrirtækisins. Alcan hefur einnig gefið út þá yf- irlýsingu gagnvart yfirvöldum í Ki- timat í Bresku Kólumbíu að ef yf- irvöld gangi ekki að skilmálum þeirra varðandi endursölu á um- framorku muni þeir hætta við stækkun álversins og loka því. Forsvarsmenn Alcan gera út á þá ímynd meðal Hafnfirðinga að þeir séu kjölfestufyrirtæki í bæjarfélag- inu. Eðli stórfyrirtækja er þannig að þau eru alltaf að leita að góðri arðsemi til að ávaxta peninga eig- enda sinna. Alþekkt er hvernig bandarískir bílaframleiðendur hafa lagt niður verksmiðjur sínar í N- Ameríku og flutt þær til landa þar sem vinnuafl er ódýrara. Í þeim aðgerðum hafa þúsundir manna misst vinnuna en ekki hafa fyr- irtækin haft miklar áhyggjur af samfélagslegri ábyrgð sinni. Með því að samþykkja stækkun í kosn- ingum í lok mars er langt frá því gulltryggt að Alcan verði hér um aldur og ævi. Þeir munu fara þeg- ar þeim hentar en ekki þegar það er góður tími fyrir íbúa Hafna- fjarðar. Er hægt að treysta fyr- irtæki sem gefur sig út fyrir að vera kjölfestufyrirtæki í bænum en stendur svo í hótunum við íbúa bæjarins í næsta orði? Ef af stóriðjuframkvæmdum verður munu vextir til íslenskra heimila og fyrirtækja haldast háir. Árið 2009 gætum við búið við allt að 4% hærri stýrivexti en ella ef ekki væri ýtt undir þessa miklu þenslu sem fylgir framkvæmd- unum samkvæmt spá Kaupþings. Afborganir heimila af íbúðalánum hækka og vextir af neyslulánum haldast háir vegna mikillar verð- bólgu og hávaxtastefnu. Vegna stóriðjustefnunnar hafa verið gefin út krónubréf fyrir mörg hundruð milljarða sem spila með þann mikla vaxtamun sem er á milli Íslands og annarra ríkja. Erlendir spákaup- menn hafa með þeim náð hreðja- taki á íslenska hagkerfinu. Ljóst er að ef þeir hafa ekki lengur áhuga á að taka þátt í þeirri fjárfestingu gætum við séð fram á mikla lækk- un á íslensku krónunni. Ef stór- iðjustefnan fær að halda áfram hömlulaust er ljóst að áhrif spá- kaupmanna á íslenskt hagkerfi mun aukast enn frekar og með því erum við að fresta þeim mikla vanda sem við búum við í hag- stjórn landsins, þ.e. skuldasöfnun og miklum viðskiptahalla við út- lönd. Erlendir greiningaraðilar eru farnir að lýsa yfir áhyggjum sínum yfir mikilli skuldasöfnun landsins og ekki verður bót á því ef við för- um að slá lán fyrir 160 milljarða króna stækkun álversins í Straumsvík. Allt er þetta nátengt stóriðjustefnu núverandi rík- isstjórnar sem hefur ekkert breyst þrátt fyrir hástemmdar yfirlýs- ingar ráðamanna ríkisstjórn- arflokkanna. Með því að samþykkja stækkun álversins eru Hafnfirðingar að auka enn frekar áhrif Alcan á bæj- arfélagið. Íslenskur almenningur mun halda áfram að borga hátt gjald stóriðjustefnunnar. Mikil fórn felst í því að setja bæinn í hendur stóriðjurisa með tilheyrandi meng- un sem getur valdið miklum heilsu- farslegum vandamálum. Hver er fórnarkostnaður stærra álvers í Straumsvík? Eftir Ólaf Örn Pálmarsson: Höfundur er náttúrufræðikennari. Esther Vagnsdóttir | 29. mars Hver er vilji Samfylkingarinnar? NÚ ER stutt til alþing- iskosninga, aðeins rúmir tveir mánuðir. Þegar horft er yfir ís- lenska þjóðfélagið má sjá að ýmsar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað á und- anförnum árum. Skapast hefur al- þjóðlegri blær á þjóðlífið vegna þeirra mörgu útlendinga sem hafa sest hér að. Mikið hefur verið byggt af glæsilegu húsnæði, fólk gengur almennt vel til fara og í verslunum er mikið vöruúrval. Þetta er ytri ásýndin. Lítum að- eins á innviði samfélagsins. Meira: esthervagnsdottir.blog.is Netgreinar á blog.is er vettvangur fyrir aðsendar greinar. Morgunblaðið áskilur sér rétt til þess að vista innsendar greinar á þessu svæði, undir nafni greina- höfunda, hafi ekki tekist að birta greinarnar í blaðinu vegna plássleysis innan tveggja vikna frá því þær voru sendar. Umræðan á blog.is Guðjón Jensson | 29. mars Hvalveiðar og hvalaskoðun FYRIR margra hluta sakir er fróðlegt að skoða þessi tvö orð sem kalla á andstæður. Í Ritmálsskrá Orða- bókar Háskólans eru margir tugir ef ekki hundruð orða sem tengjast hvölum, hvalveiðum og nytjum af hvölum. Hins vegar finnst orðið hvalaskoðun einhverra hluta vegna ekki enn í þessu sama safni hversu vel og vandlega sem er leitað. Meira: mosi.blog.is Jón Þór Ólafsson | 29. mars Hvert er markmið fíkniefnalög- gjafarinnar? HVERGI í íslenskum lögum um ávana- og fíkniefni er minnst á markmið þeirra, og ef markmiðið er ekki skýrt er erfitt að ná ár- angri. Lögin virðist eiga að stöðva dreifingu og neyslu efnanna með tollgæslu og refsingum, sem svo minnkar framboð og hækkar verð efnanna og dregur þannig úr eft- irspurn þeirra. Aðgerðirnar virðast miða að því að fækka fjölda neyt- enda og um leið fjölda þeirra sem þjást. Meira: jonthorolafsson.blog.is Högni Sigurjónsson | 29. mars Aðeins um umferðina UNDANFARIÐ hefur mikið verið ritað og rætt um ökuleyf- isaldur, slys og ofsa- akstur og er víst ærin ástæða til. Ég tel ráðamenn vera að eyða dýrmætum tíma og orku í að vaða reyk. Það, að ætla að hækka aldursmörk ökuleyf- is um eitt ár vegna þess að þá er fólk orðið þroskaðra, er bara bull. Á svo að fara næst í nítján ára o.s.frv.? Meira: hogni.blog.is Arnaldur Bárðarson | 29. mars Maðkaflugan er kanarífugl öreigans Í VEIÐI- og bænda- samfélagi fyrri alda lifði maðurinn í ótta við náttúruöflin, skuggi hungurs lagðist yfir heimilin þar sem börn- in sultu, gamalmenni dóu úr vesöld og engar bjargir voru, mannúðin ekki önnur þá en hönd dauðans sem færði manneskjunni frið frá vesald- artáradal heimsins. Færði lausn frá kúgun harðra húsbænda sem okruðu á landskuld og leigðu jafnvel potta og pönnur hjúum sínum til að blóð- mjólka og rýja inn að skinni hvort tveggja í senn. Meira: arnaldur.blog.is Magnús Jónsson | 29. mars Hvalveiðafárið mikla SVOKÖLLUÐUM „fréttum“ af yfirvof- andi óförum okkar Ís- lendinga hér heima og á erlendri grund bók- staflega rignir yfir okkur þessa dagana. Bandaríkja- menn ætla víst að sniðganga íslensk- ar landbúnaðarvörur og þeir Græn- friðungar ætla að hætta að koma til okkar að skoða hvali. Meira: maggij.blog.is Sigurður Sigurðsson | 29. mars Auðlindalygavefurinn UNDANFARIÐ hefur dunið yfir okkur enn ein fullyrðingalygabylgjan um fiskveiðikvótann og stjórnarskrána. Það er látið í veðri vaka að umræðan snúist um nátt- úruauðlindir þjóðarinnar og hvernig tryggja megi í stjórnarskrá að þjóð- in eigi það sem hún á af náttúru- auðlindum og hefur alltaf átt og mun alltaf eiga, sama hvað nokkrir óheið- arlegir stjórnmálamenn plotta í reykfylltum bakherbergjum. Meira: siggisig.blog.is Sverrir Árnason | 29. mars Ríkið með Geysi í gíslingu ÉG HEF áður tjáð mig um ástandið á hvera- svæðinu við Geysi í Haukadal. Svæðið er stórhættulegt yfirferð- ar, sóðalegt ásýndar og þjóðinni hreinlega til skammar. Nið- urníðslan á hverasvæðinu hefur ver- ið slík, að ég hef fundið mig knúinn til að biðja farþega mína afsökunar þegar ég á leið þar um! Meira: sverrira.blog.is Skúli Skúlason | 29. mars Fjölmenningarstefnan í Bretlandi og víðar MARGIR muna eftir aðskilnaðarstefnunni ,,Apartheit“, sem ríkti í áratugi í Suður- Afríku, þar sem svart fólk fékk ekki aðgang að sömu salernum, matsölustöðum, skólum og slíkri þjónustu og hvítt fólk. Margir kölluðu þetta fasisma, vegna skorts á umburðarlyndi í stefnunni. Meira: hrydjuverk.blog.is BLOG.IS/NETGREINAR Kristján Guðmundsson | 29. mars Skólayfirvöld og forsjárhyggja ALLUNDARLEG for- sjárhyggja er risin upp í framhaldsskólum. Eru stjórnendur skól- anna komnir í stöðu þrælapískara gagnvart nemendum þegar þeir hóta þeim (nemendum) falli mæti þeir ekki í skólann og að ekki gagni að tilkynna sig veikan. Dæmi er um slíkan ótta á meðal nemenda að þeir mæta frekar sjúkir í skólann heldur en að hlýða foreldrum sínum og vera heima og losa sig við þau veikindi sem hrjá viðkomandi. Meira: kristjangudmundsson.blog.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.