Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Manila. AFP. | Leikskólastjóri, sem
hélt 32 börnum á sínum eigin skóla
í gíslingu í strætisvagni í 10
klukkutíma, gafst í gær upp fyrir
lögreglunni og lét börnin laus. Var
hann vel vopnaður en kvaðst hafa
gert þetta fyrir börnin.
Amando „Jun“ Ducat, sem er
maður nokkuð við aldur, fékk að
tala í útvarpið og krafðist þess þá,
að bætt yrðu kjör barnanna í skóla
hans og þeim tryggð menntun. Er
Ducat lýst sem athyglissjúkum
manni og í því sambandi nefnt, að
fyrir 20 árum rændi hann og var
með í gíslingu tvo presta í stutta
stund. 1995 vakti hann athygli með
því að klifrast upp á minnismerki í
Manila og krefjast þess, að fólk af
kínversk-filippískum ættum yrði
svipt kosningarétt. Gloria Arroyo,
forseti Filippseyja, sagði í gær, að
tekið yrði með fullri hörku á máli
Ducats. Ólíðandi væri, að menn
vektu ótta við yfirvofandi hryðju-
verk og skipti engu þótt það væri
gert í blekkingarskyni.
Meðan á stappinu stóð lét Ducat
eitt barnanna, sem var lasið, laust
en annars amaði ekkert að börn-
unum. Þegar þau gengu út úr
vagninum héldu þau á spjöldum
með stuðningsyfirlýsingum við Du-
cat en foreldrar þeirra eru æva-
reiðir. Segjast þeir hafa treyst hon-
um fyrir börnum sínum en nú hafi
hann brugðist því trausti. Raunar
má víst telja, að Ducat verði að
þessu sinni refsað harðlega fyrir
tiltækið.
Reuters
Ótti Foreldrar og ástvinir barnanna biðu í tíu klukkustundir milli vonar og
ótta um afdrif þeirra og voru að vonum fegnir þegar allt fór vel að lokum.
Umhyggja eða athyglissýki?
Bagdad. AP. | Hópur lögreglumanna,
allir sjía-múslímar, hefndu í fyrri-
nótt grimmilega fyrir tilræði í Tal-
afar í norðurhluta Íraks í fyrradag
sem kostaði 63 lífið. Þeir gengu um
hverfi súnní-múslíma og skutu á
alla sem á vegi þeirra urðu; lágu 45
menn í valnum að blóðbaðinu loknu
og höfðu flestir verið skotnir í höf-
uðið líkt og um aftöku væri að
ræða. Voru mennirnir handjárn-
aðir og poki hafði verið settur yfir
höfuð þeirra. Íraski herinn fór á
svæðið til að stöðva þetta blóðbað
og nú er útgöngubann í gildi í Tal-
afar.
Grimmileg
hefnd
STÆRSTI maður heims, Kínverj-
inn Bao Xishun, er búinn að finna
sér konu í heimabæ sínum. Bao er
2,36 metrar á hæð en brúðurin, Xia
Shujian, er aðeins 1.68 metrar.
Kvonfang fundið
LÖGREGLAN í Zimbabwe handtók í
gær öðru sinni Morgan Tsvangirai,
leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
Tsvangirai
handtekinn
KOMIÐ hefur í ljós í rannsóknum í
Afríkulöndum að séu karlar um-
skornir geti það lækkað um helm-
ing tíðni HIV-smits sem veldur al-
næmi, að sögn fréttavefjar BBC.
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar, WHO, segja
þó að ekki megi leggja á hilluna
aðrar fyrirbyggjandi aðferðir eins
og að nota smokk. Lögð er áhersla
á að karlar fái einnig ráðgjöf til að
verjast smiti.
WHO mælir með
umskurði karla
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
BRESK stjórnvöld tilkynntu í gær
að þau hefðu fryst öll formleg
tengsl við írönsk stjórnvöld vegna
sjóliðanna fimmtán sem Íranar
handtóku sl. föstudag í Persaflóa-
num. Vaxandi spenna er í samskipt-
um ríkjanna vegna þessa máls en
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði í gær að alls ekkert
réttlætti handtöku sjóliðanna. „Að-
gerðir Írana voru algerlega óvið-
unandi, rangar og ólöglegar,“ sagði
Blair.
Stjórnvöld í Íran segja að sjólið-
arnir hafi verið teknir innan lög-
sögu Írans. Breskir ráðamenn af-
taka hins vegar með öllu að þetta
hafi verið raunin. Bretar segja að
sjóliðarnir hafi verið teknir höndum
er þeir fóru um borð í bát í ánni Ar-
vand, sem arabar nefna Shatt al-
Arab-vatnaleiðina, en þá grunaði að
hann væri notaður til smyglstarf-
semi. Shatt al-Arab skilur að Íran
og Írak og liggur út í Persaflóa.
Boðuðu bresk stjórnvöld í gær til
fréttamannafundar þar sem yfir-
menn í breska hernum kynntu
gögn, sem þeir sögðu sanna að full-
yrðingar Írana ættu ekki við rök að
styðjast. Notuðu þeir landakort og
GPS-hnit til að sýna hver staðsetn-
ing sjóliðanna hefði verið; um 3,15
km innan lögsögu Íraks.
Sendiráð Írans í London blés á
þessar skýringar, en í yfirlýsingu
þess virtist þó leynast vísir að sátt-
um; en í henni sagði að sannfæring
væri fyrir því að írönskum og
breskum stjórnvöldum myndi tak-
ast að leysa deilu sína.
Láta konuna í hópnum lausa
„Sá tími er runninn upp að kynda
verður undir pólitískum þrýstingi á
Írana á alþjóðavettvangi,“ sagði
Tony Blair er hann tjáði sig um
deilurnar í breska þinginu í gær og
í kjölfarið lýsti einmitt Angela Mer-
kel, kanslari Þýskalands, sem nú
situr í forsæti Evrópusambandsins,
því yfir að framganga Írana væri
óviðunandi.
Ekki er vitað hvar bresku her-
mennirnir eru geymdir en írönsk
stjórnvöld tilkynntu hins vegar í
gær að þau myndu láta lausa einu
konuna í hópnum, Faye Turney.
Bretar frysta öll sam-
skipti við Íransstjórn
Viðtal Íranska ríkissjónvarpið sýndi í gær viðtal við Faye Turney, einu
konuna í hópi sjóliðanna 15 sem Íranar handtóku sl. föstudag.
AP
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
OFT hefur verið deilt ákaft um
stefnu og aðferðir í baráttunni fyrir
mannréttindum og breska tímaritið
The Economist tók málið upp í lið-
inni viku. Það ræðir um feril samtak-
anna Amnesty International og sagt
að þau geti státað af mörgum afrek-
um í baráttunni fyrir rétti svo-
nefndra samviskufanga. Amnesty
hafi lengi valdið einræðisherrum um
allan heim miklum vanda.
En nú séu markmiðin orðin víð-
tækari en áður, hvatt sé til pólitískra
og efnahagslegra umbóta auk þess
að stunda klassíska baráttu fyrir
gildum réttarríkisins. Ekki sé leng-
ur lögð mest áhersla á einstaklinga
heldur kerfisbreytingar. Hættan sé
að Amnesty berjist á of mörgum víg-
stöðvum samtímis og jafnframt að
með stefnubreytingunni muni
áhersla á gömul baráttumál dvína.
Ritið segir líka að barátta gegn
brotum af hálfu Bandaríkjastjórnar
virðist vera óeðlilega fyrirferð-
armikil þegar haft sé í huga hve
hrikaleg mannréttindabrot séu
framin í öðrum ríkjum. Núverandi
framkvæmdastjóri Amnesty, Irene
Khan, hafi kallað Guantanamo-
fangabúðir Bandaríkjamanna „Gú-
lag okkar tíma“ og þykir Economist
samanburðurinn undarlegur.
Fangabúðakerfið mikla hafi verið
sjálf holdtekja sovétkerfisins en
Guantanamo sé aðeins „blettur“ á
því bandaríska.
Ljóst er að Amnesty hefur á und-
anförnum árum náð miklum árangri
í baráttu fyrir lausn samviskufanga
úr haldi en afleiðingin er að erfiðara
er en áður að vekja athygli fjölmiðla
og almennings. Fræg nöfn eins og
Nelson Mandela og Andrei Sakha-
rov kveiktu fremur áhuga en hugtök
á borð við félagslegar umbætur og
erfitt er að fá traustar upplýsingar
um fanga í búðum Kína og Norður-
Kóreu. Enn erfiðara er að beita
stjórnvöld þessara ríkja þrýstingi
sem virkar.
Economist segir stöðu Amnesty
snúna, samtökin keppi um athygli og
peninga við önnur mannréttinda-
samtök. Ef til vill sé nú reynt að við-
halda áhuga liðsmanna fjöldahreyf-
ingarinnar með nýjum og
mikilvægum málefnum, jafnvel þótt
það kosti minnkandi stuðning meðal
þeirra sem hafi jákvæð viðhorf
gagnvart kapítalisma og Bandaríkj-
unum, viðhorf sem séu alls ekki í
tísku núna.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Íslandsdeildar Am-
nesty og er ósammála Economist.
Hún minnir á að í mannréttinda-
yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá
1948 séu ákvæði um efnahags- og fé-
lagsleg réttindi ekki síður en borg-
araleg og pólitísk og enn hafi verið
hnykkt á þeim ákvæðum í alþjóða-
samningum frá 1966. Amnesty hafi á
liðnum áratug markað þá stefnu að
beina m.a. athyglinni meira að alvar-
legum brotum á efnahags- og fé-
lagslegum réttindum sem séu órjúf-
anleg frá öðrum mannréttindum.
„Við erum lifandi samtök sem
byggjast á mannréttindayfirlýsingu
SÞ, við rannsökum málin og grípum
til aðgerða hvar og hvenær sem brot
eiga sér stað,“ sagði Jóhanna Eyj-
ólfsdóttir.
Eru mannréttinda-
samtök á villigötum?
Reuters
Krefjast réttlætis „Konur í hvítu“, samtök ættingja pólitískra fanga á
Kúbu, efndu til mótmæla í Havana fyrir skömmu.
Í HNOTSKURN
»Amnesty Internationalvoru stofnuð 1961, þau eru
öflugustu mannréttinda-
samtök í heiminum, hafa um
1,8 milljónir félagsmanna.
»Samtökin beittu sér mjög ímálum frægra samvisku-
fanga á borð við Vaclav Havel
og Nelson Mandela.