Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 11 FRÉTTIR Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is TÍÐARFARIÐ í vetur hefur verið með eindæmum slæmt. Smærri bátar hafa ekki komizt á sjó dögum saman og stærri bátarnir hafa átt í erfiðleikum og lítið komizt út í kantana. Í brælunni um daginn leitaði einn af stóru línubátunum inn á Hvalfjörð til að fá frið við veiðarnar. „Við flúðum undan suðvestan- rokinu sem var þarna fyrir utan og inn á Hvalfjörðinn. Það var bara til að gera eitthvað frekar en að fara í land. Mig hefur reyndar alltaf langað til að prófa að fara þarna inneftir, en lét ekki af því verða fyrr en það var ekki skipgengt fyr- ir utan vegna veðurs,“ segir Ólafur Óskarsson, skipstjóri á beitningar- vélarbátnum Hrungni. Skárra en að liggja í landi „Þetta var svona til gamans gert og til að athuga hvort maður fengi eitthvað. Trillurnar hafa stundum verið að fá dálítið þarna. Það gekk hins vegar rólega. Ég held þó að það hafi verið fiskur þarna, en það var eins og eitthvert hrygningar- ástand væri komið á hann. Það sprautuðust út honum svilin, þegar hann kom upp. Við fengum einhver 30 kör á þetta sem við lögðum þarna og út á Flóann. Það var ekki stórt, en skárra en að liggja í landi. Maður hafði ekkert þarna út að gera. Þeir lágu undir áföllum Jó- hanna og Sighvatur úti á Eldeyj- arbanka. Þessi vetur er búinn að vera al- veg hrikalegur. Allt síðasta haust vorum við fyrir austan og lönd- uðum á Djúpavogi. Það var hrein- lega ekki skipgengur sjór dögum saman. Svo eru búnar að vera anzi þrálátar suðvestanáttir núna á þessu ári, vægast sagt alveg öm- urlegt tíðarfar. Maður man bara ekki eftir öðru eins í háa herrans tíð. Það er hins vegar ágætis veiði, þegar tíðin er skikkanleg. Það virð- ist vera alveg yfirdrifið nóg af þorski, nánast sama hvar er. Það er eiginlega vandamál. Okkur vant- ar svo að fá eitthvað með þessu, ýsu og aðrar tegundir. Það er orðið aðalmálið í dag, að blanda þetta og gengur hálf illa. Það virðist vera rosalega mikið af þorskinum á ferðinni núna og á stóru svæði. Þetta er mjög góður fiskur og virðist vel haldinn, lifr- armikill og góður, sem við erum að fá á þessum hefðbundnu slóðum. Það er alveg hægt að fullyrða að hann er ekki illa haldinn. Við erum að öllu jöfnu úti í fimm til sex daga. Það ræðst svolítið af vinnslunni í landi. Við erum með 40.000 króka og leggjum fjórar til fimm lagnir í túr. Það fer svona rúmur sólarhringur í hverja lögn ef ekki eru miklar tafir, festur og slit. Veiðin hefur verið mjög góð og þeir sem geta haldið sig í þorski, eru að gera það mjög gott. Staðan er hins vegar sú að það eru allir að verða hálf uppiskroppa með þorskkvóta. Það virðist algjörlega vanta ýsuna á slóðina. Þeir hafa eitthvað mis- reiknað sig fræðingarnir núna. Þetta er enginn ýsuafli miðað við það sem ætti að vera. Það er vandamálið í þessu hvað lítið er af ýsu á ferðinni. Þetta er mikil breyting frá því í fyrra. Það hefur alltaf verið miklu skarpari ýsuveiði á þessum tíma, en hana vantar núna. Við megum ekki vera með meira en rúmlega helming af aflan- um í þorski. Hitt verður að vera aðrar tegundir. En eins og tíðarfarið er búið að vera, hefur ekki verið hægt að fara eitt eða neitt, út í kanta eða annað, til að leita fyrir sér. Þetta er búið að vera svo ofboðsleg ótíð. Til að gera eitthvað hafa menn þá frekar verið í þorski til að hafa eitthvað við að vera,“ segir Ólafur Óskars- son. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fiskveiðar Í síðustu brælunni leitaði Hrungnir GK inn á Hvalfjörð. Vægast sagt alveg ömurlegt tíðarfar Í HNOTSKURN »Þorskafli nú er orðinn94.500 tonn, sem er tæp- lega 60% af leyfilegum afla á fiskveiðiárinu. »Ýsuaflinn er 42.700 tonnsem er 46% af leyfilegum kvóta, sem hefur aldrei verið hærri. »Veiðin hefur verið mjöggóð og þeir sem geta hald- ið sig í þorski, eru að gera það mjög gott. ÚR VERINU Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is VÍSINDAMENN eru mjög margir sammála um að besta leiðin til þess að úthluta opinberu fjármagni til vís- indaverkefna sé í gegnum sam- keppnissjóði. Þetta segir Ein- ar Steingríms- son, prófessor í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík, en í dag fer fram í skólanum mál- þing um fjárveit- ingar til vísinda- rannsókna. Einar er einn hvatamanna að málþinginu en alls stendur að því um tugur vísinda- manna úr HR, HÍ og LSH. Geir H. Haarde forsætisráðherra flytur ávarp við opnun málþingsins og að er- indum loknum munu fulltrúar stjórn- málaflokkanna sitja í pallborði. „Við viljum efla umræðu um það hvernig eigi að fjármagna vísindi. Það sem við ætlum að reyna að koma á framfæri er að það sé gífurlega mik- ilvægt að efla samkeppnissjóði og að sem mest af því fé sem fer í vísinda- rannsóknir fari í gegnum þá,“ segir Einar. Þetta sé besta leiðin til að sjá til þess að bestu vísindaverkefnin og bestu vísindamennirnir hverju sinni séu styrktir. Fjárframlög hins opinbera hafi hingað til að miklum hluta verið eyrnamerkt ákveðnum skólum og stofnunum. „HÍ hefur síðustu árin fengið hátt á annan milljarð í bein framlög til rannsókna,“ segir Einar. HR hafi einnig fengið bein framlög sem hafi hækkað smátt og smátt og séu nú um 300 milljónir króna á ári. Aðrir skólar hafi einnig fengið fjár- famlög. Þarf að fjórfalda framlögin Helstu samkeppnissjóðirnir hér á landi eru rannsóknasjóður og tækniþróunarsjóður. „Þeir eru með rúmlega milljarð króna til umráða á ári,“ segir Einar. Óhætt sé að segja að mjög lágt hlutfall þess fjár sem renn- ur til vísindastarfsemi komi úr sam- keppnissjóðum, eða á bilinu 10–15%. „Í löndum eins og Finnlandi og Bandaríkjunum, sem flestir virðast sammála um að standi sig mjög vel í vísindum, er hlutfallið margfalt hærra.“ Sennilega þurfi að fjórfalda framlögin til samkeppnissjóðanna og það eigi vel að vera gerlegt. Einar segir að í samkeppnissjóðun- um komi saman vísindamenn úr ýms- um áttum og meti umsóknir á fagleg- an hátt. Jafningjamat sé gæðaeftirlit vísindanna. „Það er ekki til neitt ann- að gæðaeftirlit,“ segir Einar. Slíkt fyrirkomulag sé heppilegra en að fé sé úthlutað á fjárlögum til stofnana, án þess að það sé hægt að keppa um það. Svo samkeppnissjóðirnir hafi nægi- legt vogarafl þurfi að efla þá til muna. Best að vísinda- menn keppi um fé til rannsókna Einar Steingrímsson FRAMVEGIS verða farþegar í rút- um skyldaðir til þess að vera með ör- yggisbelti. Þetta kemur fram í drög- um að reglugerð sem samgöngu- ráðuneytið er með til kynningar. Reglugerðin mun ekki ná til stræt- isvagna. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að ökumaður, leiðsögumaður eða farar- stjóri tilkynni um skyldu til notkun- ar öryggisbeltis í upphafi ferðar, en einnig telst hljóð- eða myndbands- upptaka uppfylla skilyrði um þá til- kynningu. Einnig er kveðið á um að myndrænar upplýsingar um notkun öryggisbelta séu í hópbifreiðum á stað sem sjá má úr farþegasætum. Að sögn Bjarna Birgissonar, rekstrarstjóra Kynnisferða, eru nánast allar hópferðabifreiðar í flota landsmanna komnar með öryggis- belti fyrir farþega. Skylt er að vera með öryggisbelti í öllum rútum sem framleiddar eru eftir 1. október 2001 og jafnframt hefur öryggisbeltum verið komið fyrir í eldri rútum. Gott að hafa skýra reglugerð Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Helgasonar, verkefnastjóra Umferð- arstofu, vantar talsvert upp á að fólk noti belti í rútum og því sé gott að hafa skýra reglugerð um þessi mál. Frestur til að koma athugasemd- um við reglugerðardrögin er til 2. apríl nk. og geta þar hagsmunaaðilar eða aðrir áhugasamir um málefnið komið fram með skoðun á málinu. Hægt er að nálgast reglugerðar- drögin á heimasíðu samgönguráðu- neytisins: http://www.samgongurad- uneyti.is/frettir/nr/1175. Allir verði með öryggisbelti í rútum Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is VORGLEÐI GARÐHEIMA 31.mars og 1. apríl 2007 Sæktu hugmyndir fyrir fallegan garð í sumar! Frábær tilboð á vorvörum! Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST TIL KAUPS Við höfum verið beðnir um að útvega 800-1200 fermetra skrifstofu- og þjónusturými á svæðinu frá Borgartúni og að Fossvogi. Fleiri staðir koma til greina. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.