Morgunblaðið - 03.04.2007, Side 18

Morgunblaðið - 03.04.2007, Side 18
|þriðjudagur|3. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Spenna í lofti. Fjöldinn alluraf pollagallaklæddum kríl-um stendur á palli fyrir of-an brekkuna í leik- skólagarðinum sínum og bíður í ofvæni eftir því að einhver segi: „Nú má.“ Eftir nokkurra mínútna bið grípur einn kennarinn gjall- arhorn og spyr yfir hópinn hvort allir séu tilbúnir? Jújú, hátt í hundrað hausar kinka kolli og kennarinn heldur áfram: „Einn, tveir, þrír oooooog … byrja!“ Fimir fætur þeysast niður brekk- una og eigendur þeirra taka að skima um í krókum og kimum í garðinum. Ekki líður á löngu þar til gellur úr einu horninu: „Ég fann eitt!“ og strax berast svipaðar til- kynningar úr öðrum áttum. Hreyknar hampa litlu manneskj- urnar feng sínum og hlaupa til kennara sinna sem geta ekki beðið eftir því að fá að sjá. Jújú, í lófum leitarmanna hvíla litrík og skraut- leg hænuegg. Eggin hefur unga fólkið sjálft séð um að skreyta dagana á undan og kennararnir hafa falið þau í garð- inum. Rúsínan í pylsuendanum er þó eftir því eggin eru ætluð páska- kanínunni sem í þessu þrammar inn um leikskólahliðið. Á handleggnum ber hún körfu, sneisafulla af litlum súkkulaðieggjum og það eru þau sem þau stuttu hafa áhuga á. Þau verða ekki fyrir vonbrigðum. Eitt af öðru rétta þau páskakanínunni hænueggið sitt og fá í staðinn lang- þráð góðgætið. Á heima í stjörnunum Páskaeggjaleitin á Austurborg er löngu orðin árviss viðburður en fyr- ir nokkrum árum færðist fjör í leik- inn þegar einn starfsmaður leik- skólans ánafnaði honum dimmisjón-búninginn sinn úr menntaskóla. Páskakanínan tekur sig enda vel út í honum, akfeit og ánægð þar sem hún hrósar börn- unum fyrir listræn tilþrif á hænu- eggjunum. „Roþalega eðuð þið flink að mála,“ segir hún, smámælt með afbrigðum, „læðið þið að mála í leikþkólanum?“ Ekki stendur á svörum, ekki heldur þegar blaðamaður spyr nokkur kríli hvað sé eiginlega á seyði? „Ég var að leita egg, og svo gefði ég henni páskanínunni eggið sem ég fann og svo fékk ég í stað- inn páskaegg sem er með súkkulaði og það þarf að taka miðann,“ út- skýrir þriggja ára hnáta sem er líka alveg með á hreinu hvar páskakan- ínan á heima: „Auðvitað hjá páska- mömmunni og páskapabbanum sín- um,“ svarar hún steinhissa á vanþekkingu blaðamannsins. Vinkona hennar er á öðru máli. „Hún á heima í stóra búrinu,“ segir hún alvörugefin en önnur telur holu líklegra heimili fyrir svona furðu- skepnu. Ungur herramaður er með rómantískari skýringu: „Hún á heima í stjörnunum,“ segir hann og brosir, sjálfur eins og geislandi himintungl. Eldri krakkar virðast vera með allt aðrar hugmyndir um tilvist kanínunnar með súkkulaðieggin: „Þetta er bara Ella,“ segir einn sem þykist vera með staðreyndir lífsins á hreinu. „Nei, þetta er einhver sem er að leika hana,“ andmælir fé- lagi hans hneykslaður. Ungfrúin í næstu rólu sér sig knúna til að leið- rétta þessa villuráfandi skólafélaga sína: „Þetta er sko frænka hennar Ellu að leika hana,“ segir hún. Áður en blaðamaður kveður gengur hann fram á tvo pjakka sem reynast vera í skólahóp og því býsna lífsreyndir miðað við margan. Þeir eru því spurðir hvort þeir lumi á einhverri vitneskju um páskakan- ínuna og jújú, svo reynist vera. „Ég veit sko eitt sem ég ætla ekki að segja svona nálægt litlu krökk- unum,“ segir annar þeirra ábyrgð- arfullur. Hann er þó tilbúinn að hvísla því í eyra blaðamannsins sem er alveg sammála um að svo mik- ilvægar upplýsingar sé sennilega réttast að geyma fyrir sjálfan sig. Æsispennandi eggjaleit í leik- skólagarðinum Mikil eftirvænting fylgir jafnan heimsókn páskakan- ínunnar á Austurborg enda kemur hún færandi hendi Morgunblaðið/Ásdís Vöruskipti Páskakanínan á góðgæti fyrir alla en sumir þurfa að teygja sig svolítið eftir því. Leyndó „Ég veit sko eitt sem ég ætla ekki að segja svona nálægt litlu krökkunum.“ Litrík Það vantar ekkert upp á glæsileikann á hænueggjunum sem krakkarnir skreyttu. Ný rannsókn sýnir að fjórðihver unglingsstrákur áaldrinum 14–17 ára notartölvu meira en í þrjá tíma á dag utan skólatíma. Frá þessu er sagt á vefnum for- skning.no. Um það bil sjö af hverjum tíu strákum og um helmingur stúlkna er með tölvu með netaðgangi í her- bergi sínu og margir eru auk þess með eigið sjónvarp þar. Þessar nið- urstöður fengust eftir rannsókn sem gerð var á tölvu-, farsíma- og net- notkun unglinga, en niðurstöðurnar voru birtar í fyrstu útgáfu ársins af Tidsskrift for ungdomsforskning. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að margir piltar nota mikinn hluta frítíma síns í tölvu- og sjón- varpstölvuleikjum. Það er hins veg- ar óalgengt meðal stúlkna. 25% pilta leika tölvuleik daglega og 30% spila leiki í tölvu eða sjónvarpi daglega, en einungis 5% stúlkna. Auk leikja er nokkur munur á milli pilta og stúlkna hvað varðar tölvu-, farsíma- og netnotkun, þrátt fyrir að piltar eyði aðeins meiri tíma við tölvuskjá- inn. Meira en helmingur ungling- anna eyðir tíma á spjallrásum dag- lega og 25% nota tölvupóst á hverjum degi. Spjallið hefur yf- irburði yfir niðurhal tónlistar bæði hjá piltum og stúlkum. Fyrir utan það sem að ofan grein- ir svara flestir unglingar því til að þeir noti tölvu til heimanáms utan skólatíma. Þó sýnir það sig að nokk- ur tími geti enn liðið áður en tölvu- notkun verður eðlilegur hluti af lexí- unum fyrir meirihluta nemenda. Morgunblaðið/ÞÖK Tölvur Piltar eyða meiri tíma í tölvum en telpur. Ungir piltar sitja mest við tölvuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.