Morgunblaðið - 03.04.2007, Side 21

Morgunblaðið - 03.04.2007, Side 21
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 21 Þyrping hf, Hátúni 2b, 105 Reykjavík 594 4200 594 4201 thyrping@thyrping.is www.thyrping.is sími fax netfang vefslóð þróunarfélag property development Glæsilegt skrifstofuhúsnæði í hjarta helsta fjármálahverfis Reykjavíkur Þyrping reisir sérhannað 12000m² skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 26. Bílastæði verða annars vegar í bílageymslu undir húsinu fyrir um 200 bíla auk bílastæða við bygginguna. Húsnæðið skiptist í tvo misháa hluta, 8 hæðir vestan megin og 5 hæðir austan megin. Jarðhæðin skiptist upp í 4-5 rými og verður verslun og þjónusta þar en á öðrum hæðum hússins er gert ráð fyrir skrifstofu- og þjónustustarfsemi. Húsnæðið verður sérhannað út frá þörfum framsækinna fyrirtækja með frábæru útsýni. Meðal leigjenda eru 10-11, Lyfja, Spron, Baugur, Gnúpur og Samkeppniseftirlitið. Húsnæðið afhendist tilbúið til innréttinga vorið 2007. Á vefsíðu Þyrpingar, www.thyrping.is, er að finna frekari upplýsingar auk ítarlegra teikninga af húsinu í heild og einnig hverri hæð fyrir sig. Frekari upplýsingar gefur Þorsteinn hjá Þyrpingu í síma 594 4200. Til leigu: 8. hæð 7. hæð 6. hæð 5. hæð 4. hæð 3. hæð 2. hæð 1. hæð 890m2 890m2 896m2 705m2 450m2* leigt leigt leigt leigt leigt 1064m2 925m2 925m2 932m2 leigt Laust * hægt er að skipta þessu rými til helminga **allar stærðir eru birt flatarmál Austurhluti Vesturhluti Nú líður að vetrarlokum, einhvers sem aldrei kom. Einmuna tíð hefur verið í vetur, þótt oft hafi verið rysj- ótt veður. Hiti um og yfir 10 gráður í marga daga hafa ýmis áhrif, þunga- takmarkanir á vegi, vorlitur kemur á limgerði og jafnvel græn slikja á tún. Samt eru þrjár vikur í sumarmál. Hér við Húnaflóann eru íbúar ekki óvanir köldum maí og fram í júní, skiptir þá einkum bændur miklu máli að vorið verði hagstætt sauð- burði og og öðrum vorverkum. Björgunarsveitirnar í héraðinu, Káraborg og Flugbjörgunarsveitin sameinuðust í vetur, en höfðu áður starfað um árabil. Hin sameinaða sveit heitir Björgunarsveitin Húnar og hefur heimili í Húnabúð á Hvammstanga. Fullyrða má að sam- einuð sveit hafi yfir miklum og góð- um tækjabúnaði að ráða; fjórum sér- búnum jeppum, tveim björgunarbátum, fjórum vélsleðum og snjóbíl. Einnig hefur sveitin hús- næði á Reykum í Miðfirði. Formað- urinn, Gunnar Örn Jakobsson, segir að virkir félagar til útkalla séu um 25, en á félagatali séu 150 manns. Sveitin hefur fengið 10-12 útköll á árinu og nokkrum sinnum til að- stoðar á Holtavörðuheiði, en veður hafa þar verið ströng á liðnum vik- um.    Húnaþing vestra skipulagði fyrir nokkrum árum fjórar frístundalóðir á sjávarbakkanum innan við Hvammstangabyggð. Þeim lóðum hefur öllum verið úthlutað og komin búseta á eina, en verið að reisa íbúð- arhús á tveimur. Eigendur meiga reisa mannvirki fyrir áhugamál sín, og er þegar risið eitt hesthús með tilheyrandi umhverfi. Jákvætt er að fólk hefur áræði og kraft til að skapa sér þannig aðstöðu sem sameinar búsetu þess og áhugamál.    Vorið er tími tónleikahalds. Skólar og starfandi kórfélög halda árshá- tíðir og tónleika, svo ört, að hafa má sig allan við að sækja þessa ágætu afþreyingu. Fyrir viku var um eina helgi glæsileg árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra, vortónleikar Karlakórsins Lóuþræla og heimsókn Kammerkórs Skagafjarðar. Um síð- ustu helgi var heimsókn Karlakórs Bólhlíðinga, sem er karlakór Aust- ur-Húnvetninga. Skólinn heldur viðamikla vortónleika, og Lillukór- inn-kvennakór sína árlega tónleika 1. maí. Ber þessi gróska í tónlist vitni um gott mannlíf í héraðinu. 112 dagurinn 11. febrúar síðastliðinn óku björgunarsveitarmenn og aðrir í almannaþjónustu í héraðinu bílum sínum um Hvammstanga. HVAMMSTANGI Karl Sigurgeirsson fréttaritari Fjöldi greina beið birtingar íMogga þegar Hreiðar Karlsson grennslaðist fyrir um sína. Guðlaug Sigurðardóttir svaraði honum: Grimm er þessi greinatörn og grátið mjög á fundum. En ef ég fer á bak við Björn þá bjargast þetta stundum. Í vísunni skírskotar Guðlaug til Björns Vignis Sigurpálssonar fréttaritstjóra. Undirritaður hafði reynt að ýta á eftir birtingu greinar Hreiðars og svaraði: Vandi er að vera til og vanta plássið greina; veröld þína vel ég skil en vildi bara reyna! Hreiðar orti síðan sjálfur: Ekki sýnist gott við þessu að gera, greina minna bíða örlög dimm. Núna kannske næ ég því að vera Nr. 125. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd orti um minningargreinar í Morgunblaðinu: Hinstu kærleiks kynningar kveða ró að lýðum. Ylja mörgum minningar á Morgunblaðsins síðum. Rúnar sendi einnig fréttir að norðan í aðdraganda kosninga: Elskulegheitin æfa ber áður en verður kosið. Sé ég margan sauðinn hér setja upp sparibrosið. Pálmi Jónsson á Sauðárkróki yrkir: Orðin fæstu fara best ef fláráð gerist saga. Ást og skilning eflum mest ævi vorra daga. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Grimm greinatörn vaxtaauki! 10%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.