Morgunblaðið - 08.04.2007, Page 10
10 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HJÁLPARSTARF Í LÍBERÍU
F
jarri Íslandsströndum er
lítið land sem heitir Líb-
ería. Eftir fjórtán ára
borgarastyrjöld, sem
lauk árið 2003 og kostaði
250.000 manns lífið, er
landið rústir einar. Þar er ekkert
rafmagn og ekkert rennandi vatn.
Atvinnuleysi er um 80% og 200.000
munaðarlaus börn eru á götunni.
Menn hafa því um annað að hugsa
þar um slóðir en frægð, auðæfi og
bókhald risafyrirtækja.
Alþjóðasamfélagið hefur nú lagst
á árarnar með þessari hrjáðu þjóð
og leggur Ísland sitt af mörkum á
vettvangi ABC barnahjálpar. Fyrir
verkefninu fer heimamaðurinn
Matthew T. Sakeuh sem man svo
sannarlega tímana tvenna.
Líbería er á vesturströnd Afríku
og er elsta lýðveldi álfunnar. Þar
búa ríflega þrjár milljónir manna og
karlmenn mega ganga að eiga eins
margar konur og þeir treysta sér til
að sjá fyrir. Sé efnahagur þeirra
rúmur geta þeir því hæglega
kvænst fimmtíu eða sextíu sinnum.
Faðir Matthews var höfðingi í þorp-
inu sem hann ólst upp í og náðu
völd hans til þrettán annarra þorpa
í grenndinni. „Hann var valdamikill
og gat leyft sér hvað sem er. Þegar
hann dó árið 2002 skildi hann eftir
sig sjö eiginkonur, fjórtán frillur og
meira en sextíu börn. Mörgum
systkina minna hef ég aldrei
kynnst,“ segir Matthew, sem stadd-
ur var hér á landi á dögunum.
Ein kona er nóg fyrir mig
Samkvæmt hefðinni í Líberíu
tekur elsti sonurinn við af föður sín-
um þegar hann fellur frá, erfir ekki
aðeins skyldur hans, heldur jafn-
framt konurnar, ef hann kærir sig
um. Matthew átti tvo eldri bræður
en þar sem þeir voru báðir látnir
þegar faðir hans andaðist var erfða-
rétturinn hans. „Ég afsalaði mér
þeim rétti. Ein kona er nóg fyrir
mig.“
Faðir Matthews sá alla tíð um
eiginkonur sínar en öðru máli
gegndi um börnin. Þau löptu dauð-
ann úr skel. „Á æskuheimili mínu
voru sjö eiginkonur og 35 systkini.
Húsið var stórt en hver kona hafði
aðeins lítinn hluta þess til umráða
fyrir sig og sín börn. Ég átti aðeins
einar buxur og eina skyrtu. Annað
ekki. Skó fengum við aldrei. Það
var hvorki rafmagn né rennandi
vatn í húsinu. Föður minn sá ég
sjaldan enda varði hann miklum
tíma með hjákonum sínum í næstu
þorpum.“
Matthew fæddist árið 1965 og
fyrstu ár ævi sinnar ólst hann upp
við mikið fásinni, systkinin gengu
t.a.m. ekki í skóla. Hann var sautján
ára þegar hann sá bíl í fyrsta sinn
og tólf ára sá hann fyrst hvíta
manneskju. „Það var kona, trúboði
sem kom til að boða Guðs orð í
þorpinu. Við systkinin höfðum aldr-
ei farið út fyrir þorpsmörkin og
urðum logandi hrædd þegar við
sáum þessa konu, héldum að hún
væri vofa og tókum til fótanna,“
rifjar hann upp hlæjandi.
Gekk Jesú Kristi á hönd
Konan lét þetta ekkert á sig fá,
brosti bara góðlátlega og tók að
lesa upp úr Jóhannesarguðspjallinu.
„Við söfnuðumst saman og lögðum
við hlustir og þegar hún fór að tala
um lögmál Guðs og vilja Jesú Krists
til að eiga í persónulegu sambandi
við hvert og eitt okkar breyttist líf
mitt. Ég sat aftast í hópnum en
færði mig strax fremst og hlustaði
vandlega á hvert orð. Þegar hún
spurði hvort ég vildi gera Jesú
Krist að frelsara lífs míns svaraði
ég umsvifalaust játandi. Það voru
um 75 þorpsbúar saman komnir
þennan morgun en aðeins ég og
móðir mín tókum kristna trú.“
Trúboðanum þótti mikið til áhuga
unga mannsins koma og bauðst til
að taka hann með sér í trúboðsstöð-
ina, þar sem hann gæti gengið í
skóla. Móðir hans samþykkti það.
„Þetta var mikil áskorun fyrir mig
en ég náði fljótlega tökum á nám-
inu.“
Þegar Matthew hafði lokið
grunnnámi dreymdi hann um að
nema læknisfræði. „Ég hafði búið
við kröpp kjör allt mitt líf og fyrsta
hugsunin var að læra eitthvað sem
kæmi til með að gefa vel í aðra
hönd. Mig dreymdi um betra líf. Ég
þreytti því inntökupróf í læknaskóla
en féll. Þá voru góð ráð dýr. Presta-
skóli höfðaði til mín en þar sem
prestar þéna ekki vel í Líberíu var
ég á báðum áttum. Fór þó í inn-
tökuprófið og fékk hæstu einkunn.“
Þar með var björninn þó ekki
unninn því Matthew hafði ekki efni
á að greiða fyrir námið úr eigin
vasa. Ókunnugur maður sem frétti
af frammistöðu hans í inntökupróf-
inu kom þá til skjalanna og borgaði
skólagjöldin. Rétt sísona. Matthew
er sannfærður um að þarna hafi al-
mættið gripið í taumana. Og það
var ekki í síðasta skipti.
Morðinginn fór í mat
Námið varð þó endasleppt hjá
Matthew. Hann hafði ekki verið í
háskólanum í höfuðborginni Monró-
víu nema sex mánuði þegar borg-
arastyrjöld braust út í landinu.
Þetta var síðla árs 1989. „Þá átti ég
fótum mínum fjör að launa.“
Uppreinarmönnum var uppsigað
við ættbálk Matthews og því var
ekki um annað að ræða en flýja sem
leið lá yfir landamærin til Fílabeins-
strandarinnar. Tveir eldri bræður
Matthews fóru á undan honum en
Morgunblaðið/Kristinn
VERÐI
ÞINN
VILJI
Tólf ára sá hann hvítan mann í
fyrsta sinn, hann er á lífi þar sem
maðurinn sem ætlaði að skjóta
hann brá sér í hádegismat og
Guð almáttugur greiddi fyrir
hann sjúkrahúsreikninginn þegar
dóttir hans hálsbrotnaði. Lífs-
hlaup Matthews T. Sakeuhs, sem
fer fyrir starfi ABC barnahjálpar
í hinu hrjáða Afríkuríki Líberíu,
hefur verið lyginni líkast.
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
AP
Líbería Íbúar landsins eru hjálpar þurfi eftir miklar
hremmingar vegna styrjalda undanfarin misseri.